Sóknartækifæri að myndast á Íslandi

Tryggvi Hjaltason formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins segir að nú sé tíminn til þess að virkja hugvitið og nýta batnandi stuðningsumhverfi við nýsköpun hér á landi til að sækja fram og smíða Ísland 2.0 saman.

Auglýsing

Fyrir nokkrum árum var ég að skrifa meistararitgerð í fjármálum og ákvað að rannsaka styrkleika og veikleika nýsköpunarumhverfisins á Íslandi. Hluti af rannsókninni var að taka viðtöl við rekstraraðila úr þeim atvinnugreinum sem byggja á hugviti og hátækni og leitaði ég þá sérstaklega uppi einstaklinga sem höfðu reynslu af því að reka fyrirtæki hér heima og erlendis til að draga sem best fram samanburðinn. Rannsóknin fór alveg úr böndunum því ég heillaðist svo af því sem viðmælendur mínir sögðu mér og ég endaði á að útvíkka hana langt umfram það sem krafist var af hefðbundinni meistararitgerð. Ég var því í eitt og hálft ár að bera íslenska viðskiptaumhverfið saman við helstu viðmiðunarlönd okkar og ræða við Íslendinga sem hafa náð langt í þessum efnum.

Eitt sem situr alltaf í mér eftir þessi mörgu viðtöl var að allir þeir framkvæmdastjórar og fjármálastjórar sem höfðu rekið fyrirtæki í mörgum löndum sögðu mér það sama um það að hafa Íslendinga í skapandi hugverka vinnu. Íslendingar, samkvæmt fyrirtækjaeigendunum, virðast vera einstaklega vel smíðaðir til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu, var mér sagt, hið fræga „þetta reddast“ viðmót er til að byrja með alveg einstaklega hentugt í frumkvöðlaumhverfi. Þá eru Íslendingar mjög blessunarlega lausir við öll formlegheit sem snúa að stigskiptingu vinnuafls (e. hierarchy) sem þýðir að þeir eru iðulega tilbúnir til að setja á sig marga hatta og stökkva í flest störf og verkefni eins og þau koma upp, sem hentar einstaklega vel í nýsköpun. Að lokum erum við mikil vertíðarþjóð sem þýðir eins og einn framkvæmdastjóri orðaði það við mig að „við veigrum okkur ekki við að bretta upp ermarnar og hoppa ofan í lest í langar tarnir þegar verkefnið þarfnast þess“ sem aftur er mikill styrkleiki þegar lagt er í það sem oft geta verið áhættusöm og ófyrirsjáanleg nýsköpunarverkefni.

Þessar ítrekuðu frásagnir rekstraraðilana fengu mig til að hugsa: „er menning okkar Íslendinga og viðmót mögulega innbyggt samkeppnisforskot þegar kemur að því að virkja sköpunargáfu og hugvit okkar sem þjóðar?“  Sagan hefur a.m.k. svo sannarlega sýnt okkur að íslenskt hugvit hefur leyft okkur að kýla langt fyrir ofan þyngdarflokk eins og sést á fyrirtækjum eins og Össuri, Marel, CCP, Íslenskri erfðagreiningu nú eða Björk, Baltasar og Hildi.

Auglýsing

Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í mörg ár síðan rannsókn minni lauk og tekið í millitíðinni sæti sem formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins þar sem ég nýt þeirra forréttinda að fá að ræða við forsvarsmenn og konur hjá mörgum af okkar efnilegustu og stærstu hugverkafyrirtækjum nær daglega þá hef ég orðið sannfærður um að við Íslendingar búum vissulega yfir ákveðnum ofurkrafti í þessum efnum.

Þennan ofurkraft tel ég að þurfi nú að virkja með skipulögðum hætti enda eru fordæmalausar aðstæður komnar upp í samfélagi okkar þar sem hugvit þúsunda manna er nú að losna til frekari virkjunar. Það má líta á þetta ástand fyrir það sem það vissulega er, harmleikur, en í þessari stöðu er líka gríðarlega mikið sóknartækifæri og stjórnvöld virðast vera tilbúin að bjóða upp í dans. Nýlega tilkynntu stjórnvöld þrælöflugan aðgerðapakka sem snýr að því að efla nýsköpun og rannsóknir og þróun á Íslandi. 

Vissir þú að ef aðgerðir stjórnvalda verða samþykktar á Alþingi þá munt þú geta farið að stunda nýsköpun og sótt um styrk hjá Tækniþróunarsjóð til að koma þér af stað? Líkurnar á því að þú fáir þann styrk hafa aukist töluvert vegna þess að stjórnvöld hafa nú bætt 700 milljónum króna í sjóðinn og ákveðið að flýta úthlutunarferlinu. Vissir þú líka að ef þú kemst af stað eða ert nú þegar komin/n af stað með nýsköpunarverkefni að þá munu stjórnvöld endurgreiða þér 25% af öllum kostnaði sem til fellur vegna rannsóknar og þróunar hjá þér? Vissir þú líka að stjórnvöld eru að koma upp hvatasjóðskerfi sem kallast Kría sem er smíðað til að hjálpa þér að finna fjármagn og tengja þig við alvöru fjárfesta. Vissir þú líka að ef þú færð einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækinu þínu að þá geta þeir fengið skattaafslátt af fjárfestingu sinni? Vissir þú líka að þú getur greitt hluta af launum starfsmanna þinna með kaupréttum og minnkað þannig fjármögnunarþrýstingin til að byrja með?

Stjórnvöld eru nefnilega að vinna kröftuglega í því að búa til umhverfi sem hvetur þig til að hefja nýsköpun eða gefa í ef þú ert þegar farin/n af stað.

Það eru risa sóknartækifæri að myndast á Íslandi, hvort sem það snýr að því hvernig við endurbyggjum ferðaþjónustuna, nútímavæðum starfsemi hins opinbera betur, eflum heilbrigðistækni og þjónustu, finnum lausnir í umhverfistækni eða sækjum fram í hraðast vaxandi afþreyingariðnaði í heimi, tölvuleikjaiðnaði, sem er nú í miklum vexti. Tækifærin eru mörg og mikið af skapandi Íslendingum velta því nú fyrir sér hvað þeir skuli gera næst og hvernig við getum snúið vörn í sókn.

Byggjum á ofurkraftinum okkar, virkjum íslenska hugvitið, nýtum okkur batnandi stuðningsumhverfi stjórnvalda og smíðum Ísland 2.0 saman.

Höfundur er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar