Sóknartækifæri að myndast á Íslandi

Tryggvi Hjaltason formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins segir að nú sé tíminn til þess að virkja hugvitið og nýta batnandi stuðningsumhverfi við nýsköpun hér á landi til að sækja fram og smíða Ísland 2.0 saman.

Auglýsing

Fyrir nokkrum árum var ég að skrifa meist­ara­rit­gerð í fjár­málum og ákvað að rann­saka styrk­leika og veik­leika nýsköp­un­ar­um­hverf­is­ins á Íslandi. Hluti af rann­sókn­inni var að taka við­töl við rekstr­ar­að­ila úr þeim atvinnu­greinum sem byggja á hug­viti og hátækni og leit­aði ég þá sér­stak­lega uppi ein­stak­linga sem höfðu reynslu af því að reka fyr­ir­tæki hér heima og erlendis til að draga sem best fram sam­an­burð­inn. Rann­sóknin fór alveg úr bönd­unum því ég heill­að­ist svo af því sem við­mæl­endur mínir sögðu mér og ég end­aði á að útvíkka hana langt umfram það sem kraf­ist var af hefð­bund­inni meist­ara­rit­gerð. Ég var því í eitt og hálft ár að bera íslenska við­skiptaum­hverfið saman við helstu við­mið­un­ar­lönd okkar og ræða við Íslend­inga sem hafa náð langt í þessum efn­um.

Eitt sem situr alltaf í mér eftir þessi mörgu við­töl var að allir þeir fram­kvæmda­stjórar og fjár­mála­stjórar sem höfðu rekið fyr­ir­tæki í mörgum löndum sögðu mér það sama um það að hafa Íslend­inga í skap­andi hug­verka vinnu. Íslend­ing­ar, sam­kvæmt fyr­ir­tækja­eig­end­un­um, virð­ast vera ein­stak­lega vel smíð­aðir til nýsköp­unar og frum­kvöðla­starf­semi. Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu, var mér sagt, hið fræga „þetta reddast“ við­mót er til að byrja með alveg ein­stak­lega hent­ugt í frum­kvöðlaum­hverfi. Þá eru Íslend­ingar mjög bless­un­ar­lega lausir við öll form­leg­heit sem snúa að stig­skipt­ingu vinnu­afls (e. hier­archy) sem þýðir að þeir eru iðu­lega til­búnir til að setja á sig marga hatta og stökkva í flest störf og verk­efni eins og þau koma upp, sem hentar ein­stak­lega vel í nýsköp­un. Að lokum erum við mikil ver­tíð­ar­þjóð sem þýðir eins og einn fram­kvæmda­stjóri orð­aði það við mig að „við veigrum okkur ekki við að bretta upp ermarnar og hoppa ofan í lest í langar tarnir þegar verk­efnið þarfn­ast þess“ sem aftur er mik­ill styrk­leiki þegar lagt er í það sem oft geta verið áhættu­söm og ófyr­ir­sjá­an­leg nýsköp­un­ar­verk­efni.

Þessar ítrek­uðu frá­sagnir rekstr­ar­að­il­ana fengu mig til að hugsa: „er menn­ing okkar Íslend­inga og við­mót mögu­lega inn­byggt sam­keppn­is­for­skot þegar kemur að því að virkja sköp­un­ar­gáfu og hug­vit okkar sem þjóð­ar?“  Sagan hefur a.m.k. svo sann­ar­lega sýnt okkur að íslenskt hug­vit hefur leyft okkur að kýla langt fyrir ofan þyngd­ar­flokk eins og sést á fyr­ir­tækjum eins og Öss­uri, Mar­el, CCP, Íslenskri erfða­grein­ingu nú eða Björk, Baltasar og Hildi.

Auglýsing

Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í mörg ár síðan rann­sókn minni lauk og tekið í milli­tíð­inni sæti sem for­maður Hug­verka­ráðs Sam­taka iðn­að­ar­ins þar sem ég nýt þeirra for­rétt­inda að fá að ræða við for­svars­menn og konur hjá mörgum af okkar efni­leg­ustu og stærstu hug­verka­fyr­ir­tækjum nær dag­lega þá hef ég orðið sann­færður um að við Íslend­ingar búum vissu­lega yfir ákveðnum ofur­krafti í þessum efn­um.

Þennan ofur­kraft tel ég að þurfi nú að virkja með skipu­lögðum hætti enda eru for­dæma­lausar aðstæður komnar upp í sam­fé­lagi okkar þar sem hug­vit þús­unda manna er nú að losna til frek­ari virkj­un­ar. Það má líta á þetta ástand fyrir það sem það vissu­lega er, harm­leik­ur, en í þess­ari stöðu er líka gríð­ar­lega mikið sókn­ar­tæki­færi og stjórn­völd virð­ast vera til­búin að bjóða upp í dans. Nýlega til­kynntu stjórn­völd þrælöflugan aðgerða­pakka sem snýr að því að efla nýsköpun og rann­sóknir og þróun á Ísland­i. 

Vissir þú að ef aðgerðir stjórn­valda verða sam­þykktar á Alþingi þá munt þú geta farið að stunda nýsköpun og sótt um styrk hjá Tækni­þró­un­ar­sjóð til að koma þér af stað? Lík­urnar á því að þú fáir þann styrk hafa auk­ist tölu­vert vegna þess að stjórn­völd hafa nú bætt 700 millj­ónum króna í sjóð­inn og ákveðið að flýta úthlut­un­ar­ferl­inu. Vissir þú líka að ef þú kemst af stað eða ert nú þegar kom­in/n af stað með nýsköp­un­ar­verk­efni að þá munu stjórn­völd end­ur­greiða þér 25% af öllum kostn­aði sem til fellur vegna rann­sóknar og þró­unar hjá þér? Vissir þú líka að stjórn­völd eru að koma upp hvata­sjóðs­kerfi sem kall­ast Kría sem er smíðað til að hjálpa þér að finna fjár­magn og tengja þig við alvöru fjár­festa. Vissir þú líka að ef þú færð ein­stak­linga til að fjár­festa í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæk­inu þínu að þá geta þeir fengið skatta­af­slátt af fjár­fest­ingu sinni? Vissir þú líka að þú getur greitt hluta af launum starfs­manna þinna með kaup­réttum og minnkað þannig fjár­mögn­un­ar­þrýst­ingin til að byrja með?

Stjórn­völd eru nefni­lega að vinna kröft­ug­lega í því að búa til umhverfi sem hvetur þig til að hefja nýsköpun eða gefa í ef þú ert þegar far­in/n af stað.

Það eru risa sókn­ar­tæki­færi að mynd­ast á Íslandi, hvort sem það snýr að því hvernig við end­ur­byggjum ferða­þjón­ust­una, nútíma­væðum starf­semi hins opin­bera bet­ur, eflum heil­brigð­is­tækni og þjón­ustu, finnum lausnir í umhverf­is­tækni eða sækjum fram í hrað­ast vax­andi afþrey­ing­ar­iðn­aði í heimi, tölvu­leikja­iðn­aði, sem er nú í miklum vexti. Tæki­færin eru mörg og mikið af skap­andi Íslend­ingum velta því nú fyrir sér hvað þeir skuli gera næst og hvernig við getum snúið vörn í sókn.

Byggjum á ofur­kraft­inum okk­ar, virkjum íslenska hug­vit­ið, nýtum okkur batn­andi stuðn­ings­um­hverfi stjórn­valda og smíðum Ísland 2.0 sam­an.

Höf­undur er for­maður Hug­verka­ráðs Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar