Opinber útboð og COVID-19

Lögmaður hjá Ríkiskaupum segir að tryggja þurfi að hlúð sé að samkeppni og gagnsæi nú þegar margir muni berjast um bita af stórfelldum opinberum framkvæmdum. Það sé hægt með því að nýta úrræði laga um opinber innkaup.

Auglýsing

Það hefur engum dulist að til að bregðast við þeirri niðursveiflu sem blasir við okkur í kjölfar COVID-19 hefur ríkisstjórnin fyrirhugað fjárfestingar af margvíslegum toga. Fjárfestingarátök eru framundan sem heyra undir hin ýmsu ráðuneyti. Leggjast á í flýtiframkvæmdir hjá sveitarfélögum og hefja fjölbreyttar nýframkvæmdir í samgönguinnviðum af hálfu hins opinbera. Ráðist verður í viðhaldsverkefni um land allt sem eflaust hafa setið á hakanum, bæði á vegum sveitarfélaga og hins opinbera.  

Barist um bitana

Margir verða um hituna og vilja sem flestir fá bita af kökunni enda mörg fyrirtæki sem berjast í bökkum. Þá þarf að tryggja að hlúð sé að samkeppni og að hún sé gegnsæ. Hornsteinn laga um opinber innkaup er m.a að tryggja jafnræði fyrirtækja, efla samkeppni, nýsköpun og þróun. 

Auglýsing
Þeir aðilar sem heyra undir lög um opinber innkaup eiga mikinn þátt í því að hjálpa þeim atvinnugreinum sem standa höllum fæti. Með opinberum útboðum skv. lögum um opinber innkaup er gegnsæi tryggt, samkeppnin opin og allir sitja við sama borð. Það er því sérlega mikilvægt að nýta öll þau ákvæði laganna sem geta eflt efnahagslífið og tryggja að farið sé eftir þeim. Vegna þess hve innkaup gegna veigamiklu hlutverki í rekstri ríkis og sveitarfélaga er mikilvægt að allir opinberir aðilar vandi til verka við undirbúning og framkvæmd þeirra.

Með því að nýta úrræði laganna er einnig hægt að auka umhverfisvernd í innkaupum hins opinbera, stuðla að ýmsum félagslegum markmiðum og koma í veg fyrir spillingu í meðferð opinbers fjár. Innkaup eru mikilvægt tól í rekstri ríkisins og miklir hagsmunir fólgnir í opinberum innkaupum og þá sérstaklega á tímum sem þessum. 

Sókn í nýsköpun

Eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar í aðgerðarpakka vegna efnahagslegra áhrifa af völdum COVID-19 er m.a. að auka nýsköpun. Nýsköpun er eitt markmiða laga um opinber innkaup sem hefur verið vannýtt tól til þessa. Höfundur hefur áður fjallað um nýsköpun og opinber innkaup hér

Nú er tækifærið til að horfa meira til þeirra þátta sem hafa fengið litla athygli til þessa og efla um leið efnahagslíf landsins!

Höfundur er lögmaður hjá Ríkiskaupum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar