Opinber útboð og COVID-19

Lögmaður hjá Ríkiskaupum segir að tryggja þurfi að hlúð sé að samkeppni og gagnsæi nú þegar margir muni berjast um bita af stórfelldum opinberum framkvæmdum. Það sé hægt með því að nýta úrræði laga um opinber innkaup.

Auglýsing

Það hefur engum dulist að til að bregð­ast við þeirri nið­ur­sveiflu sem blasir við okkur í kjöl­far COVID-19 hefur rík­is­stjórnin fyr­ir­hugað fjár­fest­ingar af marg­vís­legum toga. Fjár­fest­ing­ar­á­tök eru framundan sem heyra undir hin ýmsu ráðu­neyti. Leggj­ast á í flýtifram­kvæmdir hjá sveit­ar­fé­lögum og hefja fjöl­breyttar nýfram­kvæmdir í sam­göngu­innviðum af hálfu hins opin­bera. Ráð­ist verður í við­halds­verk­efni um land allt sem eflaust hafa setið á hak­an­um, bæði á vegum sveit­ar­fé­laga og hins opin­ber­a.  

Barist um bit­ana

Margir verða um hit­una og vilja sem flestir fá bita af kök­unni enda mörg fyr­ir­tæki sem berj­ast í bökk­um. Þá þarf að tryggja að hlúð sé að sam­keppni og að hún sé gegn­sæ. Horn­steinn laga um opin­ber inn­kaup er m.a að tryggja jafn­ræði fyr­ir­tækja, efla sam­keppni, nýsköpun og þró­un. 

Auglýsing
Þeir aðilar sem heyra undir lög um opin­ber inn­kaup eiga mik­inn þátt í því að hjálpa þeim atvinnu­greinum sem standa höllum fæti. Með opin­berum útboðum skv. lögum um opin­ber inn­kaup er gegn­sæi tryggt, sam­keppnin opin og allir sitja við sama borð. Það er því sér­lega mik­il­vægt að nýta öll þau ákvæði lag­anna sem geta eflt efna­hags­lífið og tryggja að farið sé eftir þeim. Vegna þess hve inn­kaup gegna veiga­miklu hlut­verki í rekstri ríkis og sveit­ar­fé­laga er mik­il­vægt að allir opin­berir aðilar vandi til verka við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd þeirra.

Með því að nýta úrræði lag­anna er einnig hægt að auka umhverf­is­vernd í inn­kaupum hins opin­bera, stuðla að ýmsum félags­legum mark­miðum og koma í veg fyrir spill­ingu í með­ferð opin­bers fjár. Inn­kaup eru mik­il­vægt tól í rekstri rík­is­ins og miklir hags­munir fólgnir í opin­berum inn­kaupum og þá sér­stak­lega á tímum sem þess­um. 

Sókn í nýsköpun

Eitt af mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar í aðgerð­ar­pakka vegna efna­hags­legra áhrifa af völdum COVID-19 er m.a. að auka nýsköp­un. Nýsköpun er eitt mark­miða laga um opin­ber inn­kaup sem hefur verið van­nýtt tól til þessa. Höf­undur hefur áður fjallað um nýsköpun og opin­ber inn­kaup hér

Nú er tæki­færið til að horfa meira til þeirra þátta sem hafa fengið litla athygli til þessa og efla um leið efna­hags­líf lands­ins!

Höf­undur er lög­maður hjá Rík­is­kaup­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar