Opinber útboð og COVID-19

Lögmaður hjá Ríkiskaupum segir að tryggja þurfi að hlúð sé að samkeppni og gagnsæi nú þegar margir muni berjast um bita af stórfelldum opinberum framkvæmdum. Það sé hægt með því að nýta úrræði laga um opinber innkaup.

Auglýsing

Það hefur engum dulist að til að bregð­ast við þeirri nið­ur­sveiflu sem blasir við okkur í kjöl­far COVID-19 hefur rík­is­stjórnin fyr­ir­hugað fjár­fest­ingar af marg­vís­legum toga. Fjár­fest­ing­ar­á­tök eru framundan sem heyra undir hin ýmsu ráðu­neyti. Leggj­ast á í flýtifram­kvæmdir hjá sveit­ar­fé­lögum og hefja fjöl­breyttar nýfram­kvæmdir í sam­göngu­innviðum af hálfu hins opin­bera. Ráð­ist verður í við­halds­verk­efni um land allt sem eflaust hafa setið á hak­an­um, bæði á vegum sveit­ar­fé­laga og hins opin­ber­a.  

Barist um bit­ana

Margir verða um hit­una og vilja sem flestir fá bita af kök­unni enda mörg fyr­ir­tæki sem berj­ast í bökk­um. Þá þarf að tryggja að hlúð sé að sam­keppni og að hún sé gegn­sæ. Horn­steinn laga um opin­ber inn­kaup er m.a að tryggja jafn­ræði fyr­ir­tækja, efla sam­keppni, nýsköpun og þró­un. 

Auglýsing
Þeir aðilar sem heyra undir lög um opin­ber inn­kaup eiga mik­inn þátt í því að hjálpa þeim atvinnu­greinum sem standa höllum fæti. Með opin­berum útboðum skv. lögum um opin­ber inn­kaup er gegn­sæi tryggt, sam­keppnin opin og allir sitja við sama borð. Það er því sér­lega mik­il­vægt að nýta öll þau ákvæði lag­anna sem geta eflt efna­hags­lífið og tryggja að farið sé eftir þeim. Vegna þess hve inn­kaup gegna veiga­miklu hlut­verki í rekstri ríkis og sveit­ar­fé­laga er mik­il­vægt að allir opin­berir aðilar vandi til verka við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd þeirra.

Með því að nýta úrræði lag­anna er einnig hægt að auka umhverf­is­vernd í inn­kaupum hins opin­bera, stuðla að ýmsum félags­legum mark­miðum og koma í veg fyrir spill­ingu í með­ferð opin­bers fjár. Inn­kaup eru mik­il­vægt tól í rekstri rík­is­ins og miklir hags­munir fólgnir í opin­berum inn­kaupum og þá sér­stak­lega á tímum sem þess­um. 

Sókn í nýsköpun

Eitt af mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar í aðgerð­ar­pakka vegna efna­hags­legra áhrifa af völdum COVID-19 er m.a. að auka nýsköp­un. Nýsköpun er eitt mark­miða laga um opin­ber inn­kaup sem hefur verið van­nýtt tól til þessa. Höf­undur hefur áður fjallað um nýsköpun og opin­ber inn­kaup hér

Nú er tæki­færið til að horfa meira til þeirra þátta sem hafa fengið litla athygli til þessa og efla um leið efna­hags­líf lands­ins!

Höf­undur er lög­maður hjá Rík­is­kaup­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar