Opinber útboð og COVID-19

Lögmaður hjá Ríkiskaupum segir að tryggja þurfi að hlúð sé að samkeppni og gagnsæi nú þegar margir muni berjast um bita af stórfelldum opinberum framkvæmdum. Það sé hægt með því að nýta úrræði laga um opinber innkaup.

Auglýsing

Það hefur engum dulist að til að bregð­ast við þeirri nið­ur­sveiflu sem blasir við okkur í kjöl­far COVID-19 hefur rík­is­stjórnin fyr­ir­hugað fjár­fest­ingar af marg­vís­legum toga. Fjár­fest­ing­ar­á­tök eru framundan sem heyra undir hin ýmsu ráðu­neyti. Leggj­ast á í flýtifram­kvæmdir hjá sveit­ar­fé­lögum og hefja fjöl­breyttar nýfram­kvæmdir í sam­göngu­innviðum af hálfu hins opin­bera. Ráð­ist verður í við­halds­verk­efni um land allt sem eflaust hafa setið á hak­an­um, bæði á vegum sveit­ar­fé­laga og hins opin­ber­a.  

Barist um bit­ana

Margir verða um hit­una og vilja sem flestir fá bita af kök­unni enda mörg fyr­ir­tæki sem berj­ast í bökk­um. Þá þarf að tryggja að hlúð sé að sam­keppni og að hún sé gegn­sæ. Horn­steinn laga um opin­ber inn­kaup er m.a að tryggja jafn­ræði fyr­ir­tækja, efla sam­keppni, nýsköpun og þró­un. 

Auglýsing
Þeir aðilar sem heyra undir lög um opin­ber inn­kaup eiga mik­inn þátt í því að hjálpa þeim atvinnu­greinum sem standa höllum fæti. Með opin­berum útboðum skv. lögum um opin­ber inn­kaup er gegn­sæi tryggt, sam­keppnin opin og allir sitja við sama borð. Það er því sér­lega mik­il­vægt að nýta öll þau ákvæði lag­anna sem geta eflt efna­hags­lífið og tryggja að farið sé eftir þeim. Vegna þess hve inn­kaup gegna veiga­miklu hlut­verki í rekstri ríkis og sveit­ar­fé­laga er mik­il­vægt að allir opin­berir aðilar vandi til verka við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd þeirra.

Með því að nýta úrræði lag­anna er einnig hægt að auka umhverf­is­vernd í inn­kaupum hins opin­bera, stuðla að ýmsum félags­legum mark­miðum og koma í veg fyrir spill­ingu í með­ferð opin­bers fjár. Inn­kaup eru mik­il­vægt tól í rekstri rík­is­ins og miklir hags­munir fólgnir í opin­berum inn­kaupum og þá sér­stak­lega á tímum sem þess­um. 

Sókn í nýsköpun

Eitt af mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar í aðgerð­ar­pakka vegna efna­hags­legra áhrifa af völdum COVID-19 er m.a. að auka nýsköp­un. Nýsköpun er eitt mark­miða laga um opin­ber inn­kaup sem hefur verið van­nýtt tól til þessa. Höf­undur hefur áður fjallað um nýsköpun og opin­ber inn­kaup hér

Nú er tæki­færið til að horfa meira til þeirra þátta sem hafa fengið litla athygli til þessa og efla um leið efna­hags­líf lands­ins!

Höf­undur er lög­maður hjá Rík­is­kaup­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar