Horft til framtíðar – Hugverka og hátækniiðnaður í ljósaskiptum

Margrét Júlíana Sigurðardóttir vill skylda lífeyrissjóði til að fjárfesta í nýsköpun.

Auglýsing

Hér á landi sem ann­ars staðar hefur heims­far­ald­ur­inn COVID skilið eftir sig sviðna jörð og tug­þús­undir lands­manna án atvinnu. Eng­inn veit hvort ein stærsta atvinnu­grein lands­ins og grunn­stoð íslensk efna­hags, sjálf ferða­þjón­ust­an, verði nokkurn tím­ann söm á ný og aðrar greinar bæði tengdar og ótengdar eru laskaðar sömu­leið­is. Stjórn­völd eru ekki öfunds­verð af því verk­efni sem þau standa frammi fyrir – far­aldri sem eirir engum og skilur heilu þjóð­irnar eftir í önd­un­ar­vél - veika ein­stak­linga bók­staf­lega og heilu sam­fé­lögin efna­hags­lega. Engar aug­ljósar lausnir blasa við. Á tímum zoom-funda, fjar­kennslu og tækni­legra úrlausna er hug­verka- og hátækni­iðn­að­ur­inn ljósið í myrkr­inu en öfugt við flest annað blómstra nú þær atvinnu­greinar sem til hans heyra sem aldrei fyrr. Hug­verka- og hátækni­iðn­að­ur­inn er nýsköp­un­ar­drif­inn, hann krefst minni aðfanga en annar iðn­aður og tekj­urnar sem hann aflar koma jafnan erlendis frá. 

Auglýsing
Það var því mikið ánægju­efni að sjá nýsköp­un­ar­á­herslur í aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar sem kynntur var á dög­un­um. Þeim aðgerðum er ætlað að greiða leið fjár­magns inn í nýsköp­un­ar­um­hverfið sem yrði til mik­illa hags­bóta fyrir sprota­fyr­ir­tæki í hug­verka- og hátækni­iðn­aði en mörg þeirra standa þessa dag­ana frammi fyrir alvar­legu stoppi í fjár­mögn­un. Rétt eins og að veiran fer ekki í mann­grein­ar­á­lit ráð­ast örlög sprota­fyr­ir­tækj­anna í þessum aðstæðum ekki af þeim tæki­færum sem þau standa fyrir heldur ræður hér sú ein­falda stað­reynd hvort þau náðu að ljúka fjár­mögnun áður en heims­far­ald­ur­inn skall á eða hvort stjórn­endur þeirra hafi ætlað sér að hefja slíka fjár­mögnun síðar á árinu. Það að efni­leg sprota­fyr­ir­tæki falli í val­inn er sam­fé­lag­inu dýr­keypt. Fyr­ir­tæki í hug­verka- og hátækni­iðn­aði geta skapað gíf­ur­legar tekjur en þró­un­ar­kostn­að­ur­inn er sömu­leiðis mik­ill og þar með fyrstu vaxt­ar­stig þess­ara fyr­ir­tækja. Þá er ótal­inn fórn­ar­kostn­aður nýsköp­unar en fyrir hvert sprota­fyr­ir­tæki í vexti hafa fjöl­mörg önnur verið fjár­mögnuð sem komust ekki á legg. 

Fyr­ir­tæki fram­tíðar byggja á nýjum gildum

Við lifum tíma þar sem heim­ur­inn tekur stakka­skiptum og eng­inn veit nákvæm­lega hvernig efna­hagur lands­ins verður eftir COVID. Þó er næsta víst að margt í okkar dag­lega lífi verður á ein­hvern hátt öðru­vísi. Veiran hefur kallað yfir okkur hörm­ungar en hún hefur líka kennt okkur margt. Fækkun flug­ferða og minni notkun vél­knú­inna far­ar­tækja hafa birt okkur Himala­yja­fjöllin á ný og höfr­unga í Fen­eyj­um. Sem sam­fé­lag höfum við séð að við erum við fær­ari um margt sem áður hefði þótt óhugs­andi. Fyr­ir­tæki fram­tíð­ar­innar verða byggð á nýjum gildum og hlúa þarf strax að þeim sem auð­sýnt er að eiga erindi í nýja heims­mynd. Hér á landi eigum við fjöl­mörg slík sprota­fyr­ir­tæki en hjá þeim er þörfin á vaxt­ar­fjár­magni umtals­vert meiri en fram­boð­ið. 

Skyldum líf­eyr­is­sjóð­ina til fjár­fest­ingar í nýsköpun

Meðal aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar sem kynntar voru er aukið svig­rúm líf­eyr­is­sjóð­anna til fjár­fest­ingar í vaxta­sjóð­um. Hér ber að hafa í huga að megnið af íslensku fjár­magni situr í líf­eyr­is­sjóð­un­um. Reglu­verk þeirra hefur hingað til mun fremur leitt til íhalds­samra fjár­fest­inga sem getur verið af hinu góða en nú er bein­línis nauð­syn­legt fyrir þjóð­ar­hag að skipta um kúrs. Aukið svig­rúm líf­eyr­is­sjóð­anna getur þannig haft mikið að segja en hætta er á að svig­rúmið eitt dugi ekki til og biðin eftir fjár­magni verði mörgum sprota­fyr­ir­tækjum að falli. Því ríður á að stjórn­völd stígi skref­inu lengra og líf­eyr­is­sjóðum verði gert skylt að setja 10-15% af sinni fjár­fest­ingu í vaxta­sjóði nýsköp­un­ar. Slík breyt­ing myndi auka veru­lega lík­urnar á því að þau sprota­fyr­ir­tæki sem starfa í hug­verka- og hátækni­iðn­aði verði að því sem þeim var ætl­að. Oft vantar aðeins herslumun­inn á en þeim mun fleiri þeirra sem kom­ast í gegnum þennan heims­far­aldur og ná flugi, þeim mun meiri líkur eru á að við munum á næstu árum, fremur en næstu ára­tug­um, eiga hér á landi öfl­ugt og atvinnu­skap­andi sam­fé­lag byggt á hug­viti og þekk­ingu til fram­tíð­ar. 

Höf­undur er stofn­andi Mussila ehf. og situr í Hug­verka­ráði og IGI, Sam­tökum leikja­fram­leið­enda hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar