Brjótum straum, því missmíði er á

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar um misvægi atkvæða.

Auglýsing

Nýleg ummæli þeirra Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar og Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um jöfnun atkvæða milli lands­hluta má end­ur­segja þannig, að þeir telji jafn­ræði ekki for­gangs­mál. Ummæli Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar (SDG) komu mér ekki á óvart, önnur hefðu valdið von­brigð­um. Það sem Logi sagði gerði mig hins vegar agn­dofa. Jöfn­un  mann­rétt­inda hefur verið megin kenni­setn­ing jafn­að­ar­manna frá upp­hafi og Alþýðu­flokk­ur­inn, fyr­ir­renn­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, barð­ist skel­eggur fyrir jöfnun atkvæða­vægis milli byggð­ar­laga, jafn­vel þótt það kost­aði hann áhrif og völd. Í þessu máli er hvert tæki­færi til leið­rétt­ing­ar,  for­gangs­mál. SDG lofar mis­munun á flestum sviðum sam­fé­lags­gerð­ar­inn­ar. Hann er því skoðun sinni trúr. Með Loga gegnir öðru máli. Hann má ekki undir neinum kring­um­stæðum melda sig í sama skip­rúm og SDG.

Hvað mikið misvægi?

Hvenær skyldi, að Loga mati, atkvæða­misvægi mega verða það mikið að leið­rétt­ing verði for­gangs­mál, þre­föld, fjór­föld eða kannski fimm­föld? Jöfnun atkvæða­vægis er merg­ur­inn máls­ins. Það er ekki og má aldrei  verða skipti­mynt, því þarna liggur lyk­ill­inn að sam­fé­lags­legum grund­velli lýð­ræð­is­legra stjórn­ar­hátta. Það er þó huggun harmi nær að Við­reisn heldur kúrs. Af hverju skiptir jafnt atkvæða­vægi máli? Af hverju skipta jöfn hlut­föll karla og kvenna á flestum sviðum svo miklu máli? Af hverju sömu laun fyrir sömu vinnu? Af hverju banna mann­rétt­inda­sátt­málar mis­munun eftir kyni, búsetu og kyn­þætti? Af því að við eigum öll að vera jöfn gagn­vart lög­unum og það erum við aðeins, séum við öll jafn mik­ils metin þegar við kjósum til æðstu valda. 

Auglýsing
Af hverju er jafn­ræði mæli­kvarði sem jafn­að­ar­menn líta á sem eins konar trú­ar­játn­ingu? Vegna þess að við erum öll fædd jöfn og teljum að við eigum að hafa jöfn tæki­færi til að þroskast og takast á við líf­ið. Mis­munun atkvæða­vægis er til­flutn­ingur á póli­tísku valdi, frá þeim sem búa við létt­væg­ari atkvæði til hinna sem búa á  þunga­vikt­ar­svæð­um. Það skekkir leik­reglur og litar laga­setn­ing­una. Og einmitt  til þess eru ref­irnir skorn­ir. Dreif­býl­is­flokkar fá fleiri þing­menn kjörna í krafti atkvæða­vægis – ekki í krafti mál­efna­yf­ir­burða eða sann­fær­ing­ar­krafts. Þetta kalla golfarar for­gjöf. 

Fýkur í flest skjól

Já, jafn atkvæð­is­réttur er vissu­lega mann­rétt­inda­mál. En það er ekki síður afdrifa­ríkt við val á vald­höfum því ákvarð­anir þeirra skipta oft sköpum fyrir þjóð­ir. Don­ald Trump, og margir aðrir skoð­ana­bræður SDG, náði völdum í krafti misvægis atkvæða milli kjör­dæma innan BNA. Hann var kos­inn af minni­hluta sem breytt­ist í meiri­hluta vegna þess að sum atkvæði voru hærra metin en önn­ur. Hér heima hafa flokkar einnig  stjórnað í krafti atkvæða­misvæg­is, því við búum einnig við kosn­inga­kerfi sem mis­mun­ar. Það erfðum við frá þeim tíma, þegar bænda­sam­fé­lagið hafði hér bæði tögl og hald­ir. Þau stjórn­mála­öfl sem öðl­uð­ust úrslita­á­hrif á alþingi í krafti misvægis atkvæða, hafa varið þetta kerfi með kjafti og klóm og aldrei hnikað til nema í fulla hnef­ana. Rökin fyrir mis­munun hafa verið svo­lítið á hjörum eftir tímum og aðstæð­um. Nú er sagt að misvægi atkvæða eigi að vega upp óskil­greindan aðstöðumun sem sagður sé t.d. vera á milli Akur­nes­inga og Hafn­firð­inga. 

Ætli það þætti ekki afkára­legt ef atkvæði Kjal­nes­inga við borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga væru þyngri en atkvæði okkar sem búum í 101 sem búum jú nær stjórn­ar­ráð­inu? Meti það hver sem vill. Hvar endum við ef mann­rétt­indi verða skipti­mynt í mati á aðstæðum milli hér­aða. Hvað er þá rétt­lát mis­mun­un? Við eigum okkar Trumpa og Borisa sem mæra mis­mun­un, ekki bara í mann­rétt­ind­um, heldur sem víð­ast. Eigum við að ganga þeim á hönd og láta þá ráða? Ef Sam­fylk­ingin hefur þetta sem auka­mál og leggst við stjóra, þá er í flest skjól fok­ið. 

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar