Brjótum straum, því missmíði er á

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar um misvægi atkvæða.

Auglýsing

Nýleg ummæli þeirra Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar og Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um jöfnun atkvæða milli lands­hluta má end­ur­segja þannig, að þeir telji jafn­ræði ekki for­gangs­mál. Ummæli Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar (SDG) komu mér ekki á óvart, önnur hefðu valdið von­brigð­um. Það sem Logi sagði gerði mig hins vegar agn­dofa. Jöfn­un  mann­rétt­inda hefur verið megin kenni­setn­ing jafn­að­ar­manna frá upp­hafi og Alþýðu­flokk­ur­inn, fyr­ir­renn­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, barð­ist skel­eggur fyrir jöfnun atkvæða­vægis milli byggð­ar­laga, jafn­vel þótt það kost­aði hann áhrif og völd. Í þessu máli er hvert tæki­færi til leið­rétt­ing­ar,  for­gangs­mál. SDG lofar mis­munun á flestum sviðum sam­fé­lags­gerð­ar­inn­ar. Hann er því skoðun sinni trúr. Með Loga gegnir öðru máli. Hann má ekki undir neinum kring­um­stæðum melda sig í sama skip­rúm og SDG.

Hvað mikið misvægi?

Hvenær skyldi, að Loga mati, atkvæða­misvægi mega verða það mikið að leið­rétt­ing verði for­gangs­mál, þre­föld, fjór­föld eða kannski fimm­föld? Jöfnun atkvæða­vægis er merg­ur­inn máls­ins. Það er ekki og má aldrei  verða skipti­mynt, því þarna liggur lyk­ill­inn að sam­fé­lags­legum grund­velli lýð­ræð­is­legra stjórn­ar­hátta. Það er þó huggun harmi nær að Við­reisn heldur kúrs. Af hverju skiptir jafnt atkvæða­vægi máli? Af hverju skipta jöfn hlut­föll karla og kvenna á flestum sviðum svo miklu máli? Af hverju sömu laun fyrir sömu vinnu? Af hverju banna mann­rétt­inda­sátt­málar mis­munun eftir kyni, búsetu og kyn­þætti? Af því að við eigum öll að vera jöfn gagn­vart lög­unum og það erum við aðeins, séum við öll jafn mik­ils metin þegar við kjósum til æðstu valda. 

Auglýsing
Af hverju er jafn­ræði mæli­kvarði sem jafn­að­ar­menn líta á sem eins konar trú­ar­játn­ingu? Vegna þess að við erum öll fædd jöfn og teljum að við eigum að hafa jöfn tæki­færi til að þroskast og takast á við líf­ið. Mis­munun atkvæða­vægis er til­flutn­ingur á póli­tísku valdi, frá þeim sem búa við létt­væg­ari atkvæði til hinna sem búa á  þunga­vikt­ar­svæð­um. Það skekkir leik­reglur og litar laga­setn­ing­una. Og einmitt  til þess eru ref­irnir skorn­ir. Dreif­býl­is­flokkar fá fleiri þing­menn kjörna í krafti atkvæða­vægis – ekki í krafti mál­efna­yf­ir­burða eða sann­fær­ing­ar­krafts. Þetta kalla golfarar for­gjöf. 

Fýkur í flest skjól

Já, jafn atkvæð­is­réttur er vissu­lega mann­rétt­inda­mál. En það er ekki síður afdrifa­ríkt við val á vald­höfum því ákvarð­anir þeirra skipta oft sköpum fyrir þjóð­ir. Don­ald Trump, og margir aðrir skoð­ana­bræður SDG, náði völdum í krafti misvægis atkvæða milli kjör­dæma innan BNA. Hann var kos­inn af minni­hluta sem breytt­ist í meiri­hluta vegna þess að sum atkvæði voru hærra metin en önn­ur. Hér heima hafa flokkar einnig  stjórnað í krafti atkvæða­misvæg­is, því við búum einnig við kosn­inga­kerfi sem mis­mun­ar. Það erfðum við frá þeim tíma, þegar bænda­sam­fé­lagið hafði hér bæði tögl og hald­ir. Þau stjórn­mála­öfl sem öðl­uð­ust úrslita­á­hrif á alþingi í krafti misvægis atkvæða, hafa varið þetta kerfi með kjafti og klóm og aldrei hnikað til nema í fulla hnef­ana. Rökin fyrir mis­munun hafa verið svo­lítið á hjörum eftir tímum og aðstæð­um. Nú er sagt að misvægi atkvæða eigi að vega upp óskil­greindan aðstöðumun sem sagður sé t.d. vera á milli Akur­nes­inga og Hafn­firð­inga. 

Ætli það þætti ekki afkára­legt ef atkvæði Kjal­nes­inga við borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga væru þyngri en atkvæði okkar sem búum í 101 sem búum jú nær stjórn­ar­ráð­inu? Meti það hver sem vill. Hvar endum við ef mann­rétt­indi verða skipti­mynt í mati á aðstæðum milli hér­aða. Hvað er þá rétt­lát mis­mun­un? Við eigum okkar Trumpa og Borisa sem mæra mis­mun­un, ekki bara í mann­rétt­ind­um, heldur sem víð­ast. Eigum við að ganga þeim á hönd og láta þá ráða? Ef Sam­fylk­ingin hefur þetta sem auka­mál og leggst við stjóra, þá er í flest skjól fok­ið. 

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar