Brjótum straum, því missmíði er á

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar um misvægi atkvæða.

Auglýsing

Nýleg ummæli þeirra Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar og Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um jöfnun atkvæða milli lands­hluta má end­ur­segja þannig, að þeir telji jafn­ræði ekki for­gangs­mál. Ummæli Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar (SDG) komu mér ekki á óvart, önnur hefðu valdið von­brigð­um. Það sem Logi sagði gerði mig hins vegar agn­dofa. Jöfn­un  mann­rétt­inda hefur verið megin kenni­setn­ing jafn­að­ar­manna frá upp­hafi og Alþýðu­flokk­ur­inn, fyr­ir­renn­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, barð­ist skel­eggur fyrir jöfnun atkvæða­vægis milli byggð­ar­laga, jafn­vel þótt það kost­aði hann áhrif og völd. Í þessu máli er hvert tæki­færi til leið­rétt­ing­ar,  for­gangs­mál. SDG lofar mis­munun á flestum sviðum sam­fé­lags­gerð­ar­inn­ar. Hann er því skoðun sinni trúr. Með Loga gegnir öðru máli. Hann má ekki undir neinum kring­um­stæðum melda sig í sama skip­rúm og SDG.

Hvað mikið misvægi?

Hvenær skyldi, að Loga mati, atkvæða­misvægi mega verða það mikið að leið­rétt­ing verði for­gangs­mál, þre­föld, fjór­föld eða kannski fimm­föld? Jöfnun atkvæða­vægis er merg­ur­inn máls­ins. Það er ekki og má aldrei  verða skipti­mynt, því þarna liggur lyk­ill­inn að sam­fé­lags­legum grund­velli lýð­ræð­is­legra stjórn­ar­hátta. Það er þó huggun harmi nær að Við­reisn heldur kúrs. Af hverju skiptir jafnt atkvæða­vægi máli? Af hverju skipta jöfn hlut­föll karla og kvenna á flestum sviðum svo miklu máli? Af hverju sömu laun fyrir sömu vinnu? Af hverju banna mann­rétt­inda­sátt­málar mis­munun eftir kyni, búsetu og kyn­þætti? Af því að við eigum öll að vera jöfn gagn­vart lög­unum og það erum við aðeins, séum við öll jafn mik­ils metin þegar við kjósum til æðstu valda. 

Auglýsing
Af hverju er jafn­ræði mæli­kvarði sem jafn­að­ar­menn líta á sem eins konar trú­ar­játn­ingu? Vegna þess að við erum öll fædd jöfn og teljum að við eigum að hafa jöfn tæki­færi til að þroskast og takast á við líf­ið. Mis­munun atkvæða­vægis er til­flutn­ingur á póli­tísku valdi, frá þeim sem búa við létt­væg­ari atkvæði til hinna sem búa á  þunga­vikt­ar­svæð­um. Það skekkir leik­reglur og litar laga­setn­ing­una. Og einmitt  til þess eru ref­irnir skorn­ir. Dreif­býl­is­flokkar fá fleiri þing­menn kjörna í krafti atkvæða­vægis – ekki í krafti mál­efna­yf­ir­burða eða sann­fær­ing­ar­krafts. Þetta kalla golfarar for­gjöf. 

Fýkur í flest skjól

Já, jafn atkvæð­is­réttur er vissu­lega mann­rétt­inda­mál. En það er ekki síður afdrifa­ríkt við val á vald­höfum því ákvarð­anir þeirra skipta oft sköpum fyrir þjóð­ir. Don­ald Trump, og margir aðrir skoð­ana­bræður SDG, náði völdum í krafti misvægis atkvæða milli kjör­dæma innan BNA. Hann var kos­inn af minni­hluta sem breytt­ist í meiri­hluta vegna þess að sum atkvæði voru hærra metin en önn­ur. Hér heima hafa flokkar einnig  stjórnað í krafti atkvæða­misvæg­is, því við búum einnig við kosn­inga­kerfi sem mis­mun­ar. Það erfðum við frá þeim tíma, þegar bænda­sam­fé­lagið hafði hér bæði tögl og hald­ir. Þau stjórn­mála­öfl sem öðl­uð­ust úrslita­á­hrif á alþingi í krafti misvægis atkvæða, hafa varið þetta kerfi með kjafti og klóm og aldrei hnikað til nema í fulla hnef­ana. Rökin fyrir mis­munun hafa verið svo­lítið á hjörum eftir tímum og aðstæð­um. Nú er sagt að misvægi atkvæða eigi að vega upp óskil­greindan aðstöðumun sem sagður sé t.d. vera á milli Akur­nes­inga og Hafn­firð­inga. 

Ætli það þætti ekki afkára­legt ef atkvæði Kjal­nes­inga við borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga væru þyngri en atkvæði okkar sem búum í 101 sem búum jú nær stjórn­ar­ráð­inu? Meti það hver sem vill. Hvar endum við ef mann­rétt­indi verða skipti­mynt í mati á aðstæðum milli hér­aða. Hvað er þá rétt­lát mis­mun­un? Við eigum okkar Trumpa og Borisa sem mæra mis­mun­un, ekki bara í mann­rétt­ind­um, heldur sem víð­ast. Eigum við að ganga þeim á hönd og láta þá ráða? Ef Sam­fylk­ingin hefur þetta sem auka­mál og leggst við stjóra, þá er í flest skjól fok­ið. 

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar