Brjótum straum, því missmíði er á

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar um misvægi atkvæða.

Auglýsing

Nýleg ummæli þeirra Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um jöfnun atkvæða milli landshluta má endursegja þannig, að þeir telji jafnræði ekki forgangsmál. Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar (SDG) komu mér ekki á óvart, önnur hefðu valdið vonbrigðum. Það sem Logi sagði gerði mig hins vegar agndofa. Jöfnun  mannréttinda hefur verið megin kennisetning jafnaðarmanna frá upphafi og Alþýðuflokkurinn, fyrirrennari Samfylkingarinnar, barðist skeleggur fyrir jöfnun atkvæðavægis milli byggðarlaga, jafnvel þótt það kostaði hann áhrif og völd. Í þessu máli er hvert tækifæri til leiðréttingar,  forgangsmál. SDG lofar mismunun á flestum sviðum samfélagsgerðarinnar. Hann er því skoðun sinni trúr. Með Loga gegnir öðru máli. Hann má ekki undir neinum kringumstæðum melda sig í sama skiprúm og SDG.

Hvað mikið misvægi?

Hvenær skyldi, að Loga mati, atkvæðamisvægi mega verða það mikið að leiðrétting verði forgangsmál, þreföld, fjórföld eða kannski fimmföld? Jöfnun atkvæðavægis er mergurinn málsins. Það er ekki og má aldrei  verða skiptimynt, því þarna liggur lykillinn að samfélagslegum grundvelli lýðræðislegra stjórnarhátta. Það er þó huggun harmi nær að Viðreisn heldur kúrs. Af hverju skiptir jafnt atkvæðavægi máli? Af hverju skipta jöfn hlutföll karla og kvenna á flestum sviðum svo miklu máli? Af hverju sömu laun fyrir sömu vinnu? Af hverju banna mannréttindasáttmálar mismunun eftir kyni, búsetu og kynþætti? Af því að við eigum öll að vera jöfn gagnvart lögunum og það erum við aðeins, séum við öll jafn mikils metin þegar við kjósum til æðstu valda. 

Auglýsing
Af hverju er jafnræði mælikvarði sem jafnaðarmenn líta á sem eins konar trúarjátningu? Vegna þess að við erum öll fædd jöfn og teljum að við eigum að hafa jöfn tækifæri til að þroskast og takast á við lífið. Mismunun atkvæðavægis er tilflutningur á pólitísku valdi, frá þeim sem búa við léttvægari atkvæði til hinna sem búa á  þungaviktarsvæðum. Það skekkir leikreglur og litar lagasetninguna. Og einmitt  til þess eru refirnir skornir. Dreifbýlisflokkar fá fleiri þingmenn kjörna í krafti atkvæðavægis – ekki í krafti málefnayfirburða eða sannfæringarkrafts. Þetta kalla golfarar forgjöf. 

Fýkur í flest skjól

Já, jafn atkvæðisréttur er vissulega mannréttindamál. En það er ekki síður afdrifaríkt við val á valdhöfum því ákvarðanir þeirra skipta oft sköpum fyrir þjóðir. Donald Trump, og margir aðrir skoðanabræður SDG, náði völdum í krafti misvægis atkvæða milli kjördæma innan BNA. Hann var kosinn af minnihluta sem breyttist í meirihluta vegna þess að sum atkvæði voru hærra metin en önnur. Hér heima hafa flokkar einnig  stjórnað í krafti atkvæðamisvægis, því við búum einnig við kosningakerfi sem mismunar. Það erfðum við frá þeim tíma, þegar bændasamfélagið hafði hér bæði tögl og haldir. Þau stjórnmálaöfl sem öðluðust úrslitaáhrif á alþingi í krafti misvægis atkvæða, hafa varið þetta kerfi með kjafti og klóm og aldrei hnikað til nema í fulla hnefana. Rökin fyrir mismunun hafa verið svolítið á hjörum eftir tímum og aðstæðum. Nú er sagt að misvægi atkvæða eigi að vega upp óskilgreindan aðstöðumun sem sagður sé t.d. vera á milli Akurnesinga og Hafnfirðinga. 

Ætli það þætti ekki afkáralegt ef atkvæði Kjalnesinga við borgarstjórnarkosninga væru þyngri en atkvæði okkar sem búum í 101 sem búum jú nær stjórnarráðinu? Meti það hver sem vill. Hvar endum við ef mannréttindi verða skiptimynt í mati á aðstæðum milli héraða. Hvað er þá réttlát mismunun? Við eigum okkar Trumpa og Borisa sem mæra mismunun, ekki bara í mannréttindum, heldur sem víðast. Eigum við að ganga þeim á hönd og láta þá ráða? Ef Samfylkingin hefur þetta sem aukamál og leggst við stjóra, þá er í flest skjól fokið. 

Höfundur er hagfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar