Upphaf steinsteypu á Íslandi

Guðmundur Guðmundsson skrifar um innihald doktorsritgerðar Sofiu Nannini sem fjallar um steinsteypu.

ílzensk bygging.jpg
Auglýsing

Í októ­ber 2018 birt­ist grein í alþjóð­lega vís­inda­tíma­rit­inu tíma­rit­inu Arts dokt­ors­rit­gerð dr. Sofiu Nann­ini, sem fjallar um upp­haf notk­unar á stein­steypu á Íslandi. Greinin er skrifuð á ensku og nefn­ist Frá mót­töku til upp­finn­ing­ar: koma stein­steypunnar til Íslands og mál­flutn­ingur Guð­mundar Hann­es­sonar ( From Recept­ion to Invention: The Arri­val of Concrete to Iceland and the Rhetoric of Guð­mundur Hann­es­son ). Dr. Guðmundur Guðmundsson.

Sofia Nann­ini var í námi við arki­tekta- og hönn­un­ar­deild tækni­há­skól­ans í Tór­inó á Ítalíu (Depart­ment of Architect­ure and Design, Politecn­ico di Tor­ino ). Hún lauk þar prófi í bygg­ing­ar­list 2017. Þar sem lítið er um heim­ildir á málum öðrum en íslensku um upp­haf stein­steypu­aldar á Íslandi, lærði hún íslensku hjá Árna­stofnun og gat þannig lesið þær heim­ild­ir, sem hún þarfn­að­ist fyrir dokt­ors­rit­gerð­ina. Í hvoru­tveggja rit­gerð sinni og grein­inni leggur hún mikla áherslu á þá stað­reynd, hvað lækn­is­fróður ein­stak­lingur lagði mikið af mörkum til þess­arar bylt­ingar í íslenskri bygg­inga­sögu. Hún bætir við, að þessi rann­sókna­rit­gerð fjalli um það tækni­lega hlut­verk, sem stein­steypan lék frá fyrstu notkun sem­ents árið 1847 til bygg­ingar sem­ents­verk­smiðju á Íslandi 1958. Mark­mið rann­sókn­ar­innar er að skoða ástæð­urnar fyrir útbreiðslu á bygg­inga­tækni­legri notkun stein­steypu á Íslandi ásamt póli­tískri og menning­ar­legri þýð­ingu þessa bygg­inga­efn­is. Þar sem ekki hefur verið minnst mér vit­andi á þessa dokt­ors­rit­gerð í íslenskum fjöl­miðlum eða ann­ars staðar á íslensku, fannst mér ástæða til þess að kynna hana hér­.  

Í upp­hafi rit­gerðar sinnar um upp­haf stein­steypu­aldar á Íslandi gefur Sofia Nann­ini stutt yfir­lit yfir aðstæður við hús­bygg­ingar á fyrstu ára­tugum tutt­ug­ustu ald­ar­innar á Íslandi:

„Sú mikla umbylt­ing, sem varð skyndi­lega á Íslandi á fyrstu ára­tugum tutt­ug­ustu ald­ar­innar og síð­ar, var ekki ein­göngu falin í inn­flutn­ingi á fiski­tog­urum og bif­reiðum til lands­ins. Meðal tækninýj­unga var stein­steyp­an, sem varð það lykil­efni, sem breytti byggðu lands­lagi eyj­unnar og var snemma tekið til notk­unar af fyrstu íslensku arki­tekt­unum t.d. Rögn­valdi Ólafs­syni ( 1874 - 1914 ) og Guð­jóni Sam­ú­els­syni ( 1887 – 1950 ). Áhuga­vert er, að aðal for­mæl­andi þessa efnis var Guð­mundur Hann­es­son ( 1866 – 1946 ) læknir og áhuga­maður um borg­ar­skipu­lag, sem rit­aði greinar og meira að segja leið­ar­vísi um stein­steypu, sem birtur var árið 1921. ( Stein­steypa: Leið­ar­vísir fyrir alþýðu og byrj­endur ). Í landi, sem var í leit að eig­in ­arki­tektúr til að sýna umheim­in­um, voru honum ljósir þeir tækni­legu og útlits­legu mögu­leik­ar, sem stein­steypan bauð upp á. Með grein­ingu á greinum hans og rit­verkum er þess­ari rit­gerð ætlað að kynna kenn­ingar Guð­mundar Hann­es­sonar og hlut­verk hans í ritun íslensks kafla í sögu stein­steypunn­ar, allt frá fyrstu til­rauna­kenndu notkun hennar til nýtísku íslenskrar bygg­ing­ar­list­ar”. Sofia Nannini.

Sofia greinir því næst frá upp­hafi stein­steypu­aldar í Evr­ópu í lok nítj­ándu – og byrjun tutt­ug­ustu ald­ar­innar með til­vísun í marga tækni­menn frá þeim tíma. Hún nefnir það heill­andi hlut­verk, sem stein­steypan lék um þessi alda­mót, allt frá frum­stæðri notkun til fæð­ingar nýtísku bygg­ing­ar­list­ar. Hin alda­langa efn­is­lega og stjórn­mála­lega ein­angrun Íslands, ásamt hörku í veð­ur­fari, kemur fram í vöntun á hefð­bund­inni sögu bygg­ing­ar­list­ar. Fyrstu ára­tugir tutt­ug­ustu ald­ar­innar ein­kennd­ust af hægri og ofbeld­is­lausri bar­áttu fyrir sjálfs­stjórn og sjálf­stæði frá Dan­mörku, ásamt hraðri nýsköpun og þétt­ingu byggð­ar. Það hafði í för með sér nauð­syn­lega umræðu í land­inu um það, hvernig og hvað skuli byggja, til þess að sýna and­lit lands og þjóð­ar. Vand­inn við að nálg­ast timb­ur, eld­hætta og þörfin fyrir að losna undan áhrifum hins danska bygg­ing­ar­stíls, sem ein­kennd­ist af stein­hleðslu, allt kall­aði á notkun nýs bygg­ing­ar­efn­is, segir Sofia, sem ætlað var að sýna bygg­inga­fræði­legt and­lit þjóð­ar­inn­ar, og þetta efni var stein­steyp­an.

Auglýsing
Sofia vísar til hrifn­ingar Íslend­inga á sem­enti og stein­steypu sem meðal ann­ars kemur fram í grein í blað­inu Bóndi 1851. Fyrsta dæmið um notkun sem­ents er enn eldra, múr­inn í veggjum Dóm­kirkj­unnar í Reykja­vík sem byggð var 1847. Það er þó ekki fyrr en á árunum 1870 – 1880 sem mál­efni stein­steypu ( þ.e. beton, en íslenska nafnið kemur til um þetta leyti ) verða áber­andi í dag­blöðum hér á land­i. 

Og það var einmitt upp úr þessu, segir Sofia, sem íslenskir smiðir eða bændur reistu fyrstu húsin úr stein­steypu úti í sveit, annað þeirra að Görðum á Akra­nesi 1878-1881 og hitt í Sveina­tungu í Norð­ur­ár­dal 1895. Hin eig­in­lega stein­steypu­öld hafi svo haf­ist í reynd um alda­mótin 1900, þegar Jón Þor­láks­son ( 1877-1935 ), einn af fyrstu verk­fræð­ingum Íslands og áhrifa­mik­ill stjórn­mála­mað­ur, skil­greindi það tíma­skeið, sem var í aðsigi í Bún­að­ar­rit­inu árið 1911 undir fyr­ir­sögn­inni: „Hvernig reyn­ast stein­steypu­hús­in“?

„Það er nú ekki lengur neinum efa und­ir­orp­ið, að húsa­gerð­ar­lagið í land­inu er að breyt­ast. Timb­ur­húsa­öld sú, sem hér hefir gengið yfir um hrið, er að enda, en stein­steypu­öldin upp runn­in”. 

En þótt Jón Þor­láks­son hafi skrifað þessa tíma­móta­grein var það ekki hann sem rit­aði sögu sem­ents­ins og steypunnar framan af stein­steypu­öld­inni á Íslandi eða var helsti hvata­mað­ur­inn að notkun henn­ar. Aðal­með­mæl­andi notk­unar stein­steypu á Íslandi var á þessum tíma, skrifar Sofia, tví­mæla­laust Guð­mundur Hann­es­son lækn­ir. Hann lærðí lækn­is­fræði í Kaup­manna­höfn 1887-1895 og flutt­ist til Reykja­víkur 1907, tók þátt í stofnun Háskóla Íslands 1911 og varð pró­fessor þar. Bág­borin húsa­kynni lands­manna voru honum mikið áhyggju­efni og kom hann fram með leið­bein­ingar um gerð þeirra í Bún­að­ar­rit­inu 1913. Kjör­orð hans voru „hlý og raka­laus stein­hús“ og gaf hann út leið­bein­ingar um gerð slíkra húsa. Þar lagði hann mikla áherslu á að lærðir iðn­að­ar­menn sæju um fram­kvæmd­ir. Sofia vitnar þó líka í Nóbels­skáldið Hall­dór Kiljan Lax­ness, sem lýsir tor­tryggni margra í garð þessa nýja bygg­ing­ar­efnis í bók sinni Sjálf­stætt fólk. 

Fleiri greinar um bygg­ing­ar­að­ferðir og skipu­lags­mál gaf Guð­mundur svo út á ára­tugnum 1910-1920. Eftir 1920 helgar Guð­mundur Hann­es­son sig útgáfu rita um notkun stein­steypu í húsa­gerð. Má fyrst nefna : „Stein­steypa, leið­ar­vísir fyrir alþýðu og við­van­inga“, sem kom út árið 1921 á vegum Iðn­fræða­fé­lags Reykja­vík­ur. Lýsti hann þar sam­setn­ingu og notkun steypunn­ar. Útgáfan var ætluð óvönum bygg­inga­mönnum og fyrir minni bygg­inga­fram­kvæmd­ir. Er þar um að ræða ein­stakt verk á meðal tækni­rita á Íslandi og sér­stak­lega tengt sívax­andi steypu­tækni á fyrstu ára­tugum tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar. Má e.t.v. líkja þessu riti við hand­bók Portland Cem­ent Associ­ation fyrir fram­leiðslu á stein­steypu frá árinu 1916. Í rit­inu nefnir Guð­mundur gjarnan bygg­ing­ar­venj­ur, sem tíðk­uð­ust á þessum tíma í Banda­ríkj­unum og Þýska­landi. Í því sam­bandi kemur hann inn á gæði mis­mun­andi inn­fluttra sem­ents­teg­unda, aðal­lega frá Nor­egi og Dan­mörku. Þá minn­ist hann í fram­hald­inu á allt að því einka­leyf­is-á­stand­ið, sem var á sem­entsinn­flutn­ingi, mál sem síðar varð upp­hafið að áætl­unum um íslenska sem­ents­fram­leiðslu. Guðmundur Hannesson, Steinsteypa: Leiðarvísir fyrir alþýðu og viðvaninga, 1921 

Þó að íslenskir ráða- og mennta­menn hafi verið opnir fyrir notkun stein­steypunn­ar, var ritið Stein­steypa að mati Sofiu, ekki ritað fyrir verk­fræði­mennt­aða les­endur heldur alþýðu manna. Íslend­ingar litu á þessum tíma mjög til danskra bygg­inga­fyr­ir­tækja, þar sem járn­bundin steypa var þegar not­uð. Minnst er á fyr­ir­tækið Christ­i­ani & Niel­sen, sem hann­aði brúna yfir Fnjóská. Ritið Stein­steypa var þó ekki sett saman fyrir slík mann­virki eða þaðan af stærri, heldur má líta á það sem leið­ar­vísi til þess að byggja hús og bónda­bæi á þessu mikla breyt­inga­skeiði í bygg­ing­ar­list á Íslandi. Í bygg­ing­ar­sam­þykkt fyrir Reykja­vík frá 1903 kemur fram að slíkar bygg­ingar má ekki lengur byggja úr torfi og grjót­i. 

Kalt lofts­lag og tækni­vanda­mál voru ekki einu úrlausn­ar­efn­in, sem Guð­mundur stóð frammi fyrir vegna þessa nýja bygg­ing­ar­efn­is, heldur þurfti líka að huga að félags­legum og póli­tískum þáttum á borð við nýja mögu­leika í bygg­ing­ar­stíl og útliti:

„Ís­lend­ingar lifa nú á hættu­legu gelgju­skeiði í öllu sem að bygg­ingum lýtur og þetta hefir aftur mikil áhrif á alt þjóð­líf vort. Í þús­und ár höfðum vér ekki úr öðrum bygg­inga­efnum að spila en bagga­tækum spýt­um, torfi og óhöggnu grjót­i“.

Í riti frá 1926, sem Guð­mundur nefndi „Húsa­kynni á Norð­ur­löndum að fornu og nýju,” um bygg­ingar í Nor­egi og Sví­þjóð, við­ur­kennir hann að: „út­lendar fyr­ir­myndir henta ekki að öllu, þó að hug­myndir geti þar gefið nokkra leið­bein­ing­u“. Kemur þarna senni­lega fram til­vitnun í umræður í þjóð­fé­lag­inu, þar sem nýj­ungar í bygg­ing­ar­stíl voru gagn­rýnd­ar. Hann minnir einnig á, að of fáir arki­tektar hafi verið komnir til lands­ins á þessum upp­hafs­árum, til þess að kenna notkun þessa nýja bygg­ing­ar­efn­is, og minnir á að „það er mik­ill munur á góðum tré­smið og góðum arki­tekt“. En hann nefnir þetta árið 1926 í þátíð, því að þá hafði Ísland ekki aðeins hlotið full­veldi, heldur var þá einnig búið að stofna emb­ætti Húsa­meist­ara rík­is­ins undir for­ystu Guð­jóns Sam­ú­els­son­ar, sem breytti á skömmum tíma útliti ört vax­andi Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Í grein Sofiu kemur fram að á póli­tíska svið­inu tengd­ist steypan umræðum um opin­bera bygg­ing­ar­list og fékk þar ákveðið hlut­verk sem verk­færi í sjálf­stæð­is­bar­átt­unni við Dani. Þessi þjóð­ern­is­kennda afstaða studd af bygg­ing­ar­list og efn­isvali varð til þess, að einn þekkt­asti stjórn­mála­maður lands­ins, Jónas frá Hriflu, sendi frá sér bók árið 1957 sem hann nefndi: „Ís­lenzk Bygg­ing: Braut­ryðj­anda­starf Guð­jóns Sam­ú­els­son­ar“ Í reynd var það svo, að stein­steypan á Íslandi var ekki aðeins orðin bygg­ing­ar­efni nýti­stefn­u-­bygg­inga­stíls­ins ( funct­iona­l­ism ) eftir 1930, heldur varð nokk­urs konar mynd­rænt tól til að „frelsa [Ís­land] undan danskri bygg­ing­ar­tækni og arki­tekt­úr“ og áþreif­an­legur tákn­gerv­ingur „sannrar íslenskrar bygg­inga­gerð­ar“, sem féll vel að hug­myndum lands­manna um sér­ís­lenskan bygg­ing­ar­stíl.  

Síð­asta stóra fram­lag Guð­mundar Hann­es­sonar til sögu íslenskrar bygg­ing­ar­gerðar var bók­in: „Húsa­gerð á Ísland­i“, gefin út 1942. Þar koma fram flest atriði bygg­ing­ar­sög­unn­ar, allt frá land­námi til daga höf­und­ar, - með sér­stöku til­liti til mis­mun­andi bygg­ing­ar­efna, allt frá sögu­legu torfi, timbri og grjóti til sem­ents og að lok­um, stein­steypu . Mesta breyt­ingin sem orðið hefur frá fyrstu grein­unum sem hann rit­aði til þess­arar síð­ustu bók­ar, segir Sofia, var efn­is­svið­ið. Í „Húsa­gerð á Íslandi“ var höf­und­ur­inn ekki aðeins áhuga­samur um notkun bygg­ing­ar­efn­anna og þá sér­stak­lega stein­steypuna heldur ekki síður um sögu­lega teng­ingu þeirra við Ísland. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri tækni­mála hjá Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins, Akra­nesi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar