Horft til framtíðar – Hugverka og hátækniiðnaður í ljósaskiptum

Margrét Júlíana Sigurðardóttir vill skylda lífeyrissjóði til að fjárfesta í nýsköpun.

Auglýsing

Hér á landi sem ann­ars staðar hefur heims­far­ald­ur­inn COVID skilið eftir sig sviðna jörð og tug­þús­undir lands­manna án atvinnu. Eng­inn veit hvort ein stærsta atvinnu­grein lands­ins og grunn­stoð íslensk efna­hags, sjálf ferða­þjón­ust­an, verði nokkurn tím­ann söm á ný og aðrar greinar bæði tengdar og ótengdar eru laskaðar sömu­leið­is. Stjórn­völd eru ekki öfunds­verð af því verk­efni sem þau standa frammi fyrir – far­aldri sem eirir engum og skilur heilu þjóð­irnar eftir í önd­un­ar­vél - veika ein­stak­linga bók­staf­lega og heilu sam­fé­lögin efna­hags­lega. Engar aug­ljósar lausnir blasa við. Á tímum zoom-funda, fjar­kennslu og tækni­legra úrlausna er hug­verka- og hátækni­iðn­að­ur­inn ljósið í myrkr­inu en öfugt við flest annað blómstra nú þær atvinnu­greinar sem til hans heyra sem aldrei fyrr. Hug­verka- og hátækni­iðn­að­ur­inn er nýsköp­un­ar­drif­inn, hann krefst minni aðfanga en annar iðn­aður og tekj­urnar sem hann aflar koma jafnan erlendis frá. 

Auglýsing
Það var því mikið ánægju­efni að sjá nýsköp­un­ar­á­herslur í aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar sem kynntur var á dög­un­um. Þeim aðgerðum er ætlað að greiða leið fjár­magns inn í nýsköp­un­ar­um­hverfið sem yrði til mik­illa hags­bóta fyrir sprota­fyr­ir­tæki í hug­verka- og hátækni­iðn­aði en mörg þeirra standa þessa dag­ana frammi fyrir alvar­legu stoppi í fjár­mögn­un. Rétt eins og að veiran fer ekki í mann­grein­ar­á­lit ráð­ast örlög sprota­fyr­ir­tækj­anna í þessum aðstæðum ekki af þeim tæki­færum sem þau standa fyrir heldur ræður hér sú ein­falda stað­reynd hvort þau náðu að ljúka fjár­mögnun áður en heims­far­ald­ur­inn skall á eða hvort stjórn­endur þeirra hafi ætlað sér að hefja slíka fjár­mögnun síðar á árinu. Það að efni­leg sprota­fyr­ir­tæki falli í val­inn er sam­fé­lag­inu dýr­keypt. Fyr­ir­tæki í hug­verka- og hátækni­iðn­aði geta skapað gíf­ur­legar tekjur en þró­un­ar­kostn­að­ur­inn er sömu­leiðis mik­ill og þar með fyrstu vaxt­ar­stig þess­ara fyr­ir­tækja. Þá er ótal­inn fórn­ar­kostn­aður nýsköp­unar en fyrir hvert sprota­fyr­ir­tæki í vexti hafa fjöl­mörg önnur verið fjár­mögnuð sem komust ekki á legg. 

Fyr­ir­tæki fram­tíðar byggja á nýjum gildum

Við lifum tíma þar sem heim­ur­inn tekur stakka­skiptum og eng­inn veit nákvæm­lega hvernig efna­hagur lands­ins verður eftir COVID. Þó er næsta víst að margt í okkar dag­lega lífi verður á ein­hvern hátt öðru­vísi. Veiran hefur kallað yfir okkur hörm­ungar en hún hefur líka kennt okkur margt. Fækkun flug­ferða og minni notkun vél­knú­inna far­ar­tækja hafa birt okkur Himala­yja­fjöllin á ný og höfr­unga í Fen­eyj­um. Sem sam­fé­lag höfum við séð að við erum við fær­ari um margt sem áður hefði þótt óhugs­andi. Fyr­ir­tæki fram­tíð­ar­innar verða byggð á nýjum gildum og hlúa þarf strax að þeim sem auð­sýnt er að eiga erindi í nýja heims­mynd. Hér á landi eigum við fjöl­mörg slík sprota­fyr­ir­tæki en hjá þeim er þörfin á vaxt­ar­fjár­magni umtals­vert meiri en fram­boð­ið. 

Skyldum líf­eyr­is­sjóð­ina til fjár­fest­ingar í nýsköpun

Meðal aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar sem kynntar voru er aukið svig­rúm líf­eyr­is­sjóð­anna til fjár­fest­ingar í vaxta­sjóð­um. Hér ber að hafa í huga að megnið af íslensku fjár­magni situr í líf­eyr­is­sjóð­un­um. Reglu­verk þeirra hefur hingað til mun fremur leitt til íhalds­samra fjár­fest­inga sem getur verið af hinu góða en nú er bein­línis nauð­syn­legt fyrir þjóð­ar­hag að skipta um kúrs. Aukið svig­rúm líf­eyr­is­sjóð­anna getur þannig haft mikið að segja en hætta er á að svig­rúmið eitt dugi ekki til og biðin eftir fjár­magni verði mörgum sprota­fyr­ir­tækjum að falli. Því ríður á að stjórn­völd stígi skref­inu lengra og líf­eyr­is­sjóðum verði gert skylt að setja 10-15% af sinni fjár­fest­ingu í vaxta­sjóði nýsköp­un­ar. Slík breyt­ing myndi auka veru­lega lík­urnar á því að þau sprota­fyr­ir­tæki sem starfa í hug­verka- og hátækni­iðn­aði verði að því sem þeim var ætl­að. Oft vantar aðeins herslumun­inn á en þeim mun fleiri þeirra sem kom­ast í gegnum þennan heims­far­aldur og ná flugi, þeim mun meiri líkur eru á að við munum á næstu árum, fremur en næstu ára­tug­um, eiga hér á landi öfl­ugt og atvinnu­skap­andi sam­fé­lag byggt á hug­viti og þekk­ingu til fram­tíð­ar. 

Höf­undur er stofn­andi Mussila ehf. og situr í Hug­verka­ráði og IGI, Sam­tökum leikja­fram­leið­enda hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar