Horft til framtíðar – Hugverka og hátækniiðnaður í ljósaskiptum

Margrét Júlíana Sigurðardóttir vill skylda lífeyrissjóði til að fjárfesta í nýsköpun.

Auglýsing

Hér á landi sem ann­ars staðar hefur heims­far­ald­ur­inn COVID skilið eftir sig sviðna jörð og tug­þús­undir lands­manna án atvinnu. Eng­inn veit hvort ein stærsta atvinnu­grein lands­ins og grunn­stoð íslensk efna­hags, sjálf ferða­þjón­ust­an, verði nokkurn tím­ann söm á ný og aðrar greinar bæði tengdar og ótengdar eru laskaðar sömu­leið­is. Stjórn­völd eru ekki öfunds­verð af því verk­efni sem þau standa frammi fyrir – far­aldri sem eirir engum og skilur heilu þjóð­irnar eftir í önd­un­ar­vél - veika ein­stak­linga bók­staf­lega og heilu sam­fé­lögin efna­hags­lega. Engar aug­ljósar lausnir blasa við. Á tímum zoom-funda, fjar­kennslu og tækni­legra úrlausna er hug­verka- og hátækni­iðn­að­ur­inn ljósið í myrkr­inu en öfugt við flest annað blómstra nú þær atvinnu­greinar sem til hans heyra sem aldrei fyrr. Hug­verka- og hátækni­iðn­að­ur­inn er nýsköp­un­ar­drif­inn, hann krefst minni aðfanga en annar iðn­aður og tekj­urnar sem hann aflar koma jafnan erlendis frá. 

Auglýsing
Það var því mikið ánægju­efni að sjá nýsköp­un­ar­á­herslur í aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar sem kynntur var á dög­un­um. Þeim aðgerðum er ætlað að greiða leið fjár­magns inn í nýsköp­un­ar­um­hverfið sem yrði til mik­illa hags­bóta fyrir sprota­fyr­ir­tæki í hug­verka- og hátækni­iðn­aði en mörg þeirra standa þessa dag­ana frammi fyrir alvar­legu stoppi í fjár­mögn­un. Rétt eins og að veiran fer ekki í mann­grein­ar­á­lit ráð­ast örlög sprota­fyr­ir­tækj­anna í þessum aðstæðum ekki af þeim tæki­færum sem þau standa fyrir heldur ræður hér sú ein­falda stað­reynd hvort þau náðu að ljúka fjár­mögnun áður en heims­far­ald­ur­inn skall á eða hvort stjórn­endur þeirra hafi ætlað sér að hefja slíka fjár­mögnun síðar á árinu. Það að efni­leg sprota­fyr­ir­tæki falli í val­inn er sam­fé­lag­inu dýr­keypt. Fyr­ir­tæki í hug­verka- og hátækni­iðn­aði geta skapað gíf­ur­legar tekjur en þró­un­ar­kostn­að­ur­inn er sömu­leiðis mik­ill og þar með fyrstu vaxt­ar­stig þess­ara fyr­ir­tækja. Þá er ótal­inn fórn­ar­kostn­aður nýsköp­unar en fyrir hvert sprota­fyr­ir­tæki í vexti hafa fjöl­mörg önnur verið fjár­mögnuð sem komust ekki á legg. 

Fyr­ir­tæki fram­tíðar byggja á nýjum gildum

Við lifum tíma þar sem heim­ur­inn tekur stakka­skiptum og eng­inn veit nákvæm­lega hvernig efna­hagur lands­ins verður eftir COVID. Þó er næsta víst að margt í okkar dag­lega lífi verður á ein­hvern hátt öðru­vísi. Veiran hefur kallað yfir okkur hörm­ungar en hún hefur líka kennt okkur margt. Fækkun flug­ferða og minni notkun vél­knú­inna far­ar­tækja hafa birt okkur Himala­yja­fjöllin á ný og höfr­unga í Fen­eyj­um. Sem sam­fé­lag höfum við séð að við erum við fær­ari um margt sem áður hefði þótt óhugs­andi. Fyr­ir­tæki fram­tíð­ar­innar verða byggð á nýjum gildum og hlúa þarf strax að þeim sem auð­sýnt er að eiga erindi í nýja heims­mynd. Hér á landi eigum við fjöl­mörg slík sprota­fyr­ir­tæki en hjá þeim er þörfin á vaxt­ar­fjár­magni umtals­vert meiri en fram­boð­ið. 

Skyldum líf­eyr­is­sjóð­ina til fjár­fest­ingar í nýsköpun

Meðal aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar sem kynntar voru er aukið svig­rúm líf­eyr­is­sjóð­anna til fjár­fest­ingar í vaxta­sjóð­um. Hér ber að hafa í huga að megnið af íslensku fjár­magni situr í líf­eyr­is­sjóð­un­um. Reglu­verk þeirra hefur hingað til mun fremur leitt til íhalds­samra fjár­fest­inga sem getur verið af hinu góða en nú er bein­línis nauð­syn­legt fyrir þjóð­ar­hag að skipta um kúrs. Aukið svig­rúm líf­eyr­is­sjóð­anna getur þannig haft mikið að segja en hætta er á að svig­rúmið eitt dugi ekki til og biðin eftir fjár­magni verði mörgum sprota­fyr­ir­tækjum að falli. Því ríður á að stjórn­völd stígi skref­inu lengra og líf­eyr­is­sjóðum verði gert skylt að setja 10-15% af sinni fjár­fest­ingu í vaxta­sjóði nýsköp­un­ar. Slík breyt­ing myndi auka veru­lega lík­urnar á því að þau sprota­fyr­ir­tæki sem starfa í hug­verka- og hátækni­iðn­aði verði að því sem þeim var ætl­að. Oft vantar aðeins herslumun­inn á en þeim mun fleiri þeirra sem kom­ast í gegnum þennan heims­far­aldur og ná flugi, þeim mun meiri líkur eru á að við munum á næstu árum, fremur en næstu ára­tug­um, eiga hér á landi öfl­ugt og atvinnu­skap­andi sam­fé­lag byggt á hug­viti og þekk­ingu til fram­tíð­ar. 

Höf­undur er stofn­andi Mussila ehf. og situr í Hug­verka­ráði og IGI, Sam­tökum leikja­fram­leið­enda hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar