Hugsjón íslenskra stjórnmála er dauð

Árni Már Jensson spyr hvort kjósendur ætli að afhenda börnum sínum lýðræðið í verra ástandi en þeir tóku við af foreldrum sínum.

Auglýsing

Stjórn­­­mál eiga að vera vett­vangur gagn­­virkra sam­­skipta hugs­andi fólks um hag­rænar lausnir í sam­­fé­lag­inu og líf­­rík­­inu til góðs. Og þá skiptir höf­uð­­máli hvaða hug­­myndir menn aðhyllast; hvort þeir líti á sam­­fé­lagið sem hags­muna­­banda­lag sér­­hags­muna eða sem sam­­fé­lag hugs­andi fólks. Ríki fyrra við­horf­ið, gildir fyrst og fremst að hafa sterkan for­ingja og við­hlæj­­andi flokks­heild, sem stendur vörð um sér­­hags­mun­ina og skipt­ingu þeirrar köku. Ráði síð­­­ara við­horf­ið, gildir fyrst og fremst að leyfa ólíkum sjón­­­ar­miðum að takast á – innan flokka sem utan – í þeirri von að það leiði til far­­sællar nið­­ur­­stöðu fyrir sam­­fé­lagið í heild.

And­­leg, sið­­ferð­i­­leg og efna­hags­­leg sköpun sam­­fé­lags­ins á að vera á ábyrgð heið­­ar­­legs fólks sem leggur sig stöðugt eftir að hugsa og ræða um sam­eig­in­­leg mál­efni með hug­sjón, almanna­heill og líf­ríkið að leið­­ar­­ljósi.

Er það svo hjá íslenskum stjórn­mála­mönn­um?

Og af hverju setti Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins í sam­hengi við hrun­ið?

Auglýsing

Álykt­­anir og lær­­dóm­­ar:

Rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184):

„Ís­­lensk stjórn­­­mála­­menn­ing er van­­þroskuð og ein­­kenn­ist af miklu valdi ráð­herra og odd­vita stjórn­­­ar­­flokk­anna. Þingið rækir illa umræð­u­hlut­verk sitt vegna ofurá­herslu á kapp­ræðu þar sem þekk­ing og rök­ræður víkja fyrir hern­að­­ar­list og valda­­klækj­­um. Þingið er líka illa í stakk búið til þess að rækja eft­ir­lits­hlut­verk sitt, meðal ann­­ars vegna ofríkis meiri­hlut­ans og fram­­kvæmd­­ar­­valds­ins, sem og skorts á fag­­legu bak­landi fyrir þing­ið. Skortur á fag­­mennsku og van­­trú á fræð­i­­legum rök­­semdum er mein í íslenskum stjórn­­­mál­­um. And­vara­­leysi hefur verið ríkj­andi gagn­vart því hvernig vald í krafti auðs hefur safn­­ast á fárra hendur og ógnað lýð­ræð­is­­legum stjórn­­­ar­hátt­u­m.“

Lær­­dóm­­ar:

Rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184):

„Leita þarf leiða til þess að styrkja sið­­ferð­is­vit­und stjórn­­­mála­­manna og auka virð­ingu þeirra fyrir góðum stjórn­­sið­um [...] Draga þarf úr ráð­herraræði og styrkja eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­­is.“

„Taka þarf stjórn­­­ar­­skrána til skipu­­legrar end­­ur­­skoð­unar í því skyni að treysta grund­vall­­ar­at­riði lýð­ræð­is­­sam­­fé­lags­ins og skýra betur meg­in­­skyld­­ur, ábyrgð og hlut­verk vald­hafa.“

Hvað hefur breyst hjá íslenskum stjórn­mála­mönnum á þeim tíu árum sem liðin eru frá útgáfu þessa merku skýrslu og þjóð­ar­speg­ils? Lítið sem ekk­ert.

Stjórn­mál í lýð­ræð­is­ríki eiga að snú­ast um líf, heilsu, afkomu og ham­ingju fólks. Stundum fæð­ist far­sæl nið­­ur­­staða í sam­hljómi skoð­ana en einnig oft í aðstæðum þar sem heggur nærri skoð­unum and­­stæðra fylk­inga, nokkuð sem oft á tíðum og óhjá­­kvæmi­­lega reyn­ist nauð­syn­legt til ásætt­an­­legra lausna. Það er jú eig­in­­legt mark­mið lýð­ræð­is að sem flestir njóti sann­­mælis skoð­ana sinna í hljóm­grunni radd­anna sem Alþingi á að end­ur­spegla. Alþingi á að vera fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir Alþingi. Lýð­ræðið hvílir þannig á stjórn­­­ar­­skrá sem á að ýta undir gagn­­virk sam­­skipti hinna mis­­mun­andi kerfa sam­­fé­lags­ins sem myndar hið rétt­láta þjóð­­fé­lag sem við þrá­­um. Stjórn­ar­skrá þjóð­ar­innar þarfn­ast hins vegar brýnnar end­ur­skoð­unar við, nokkuð sem þjóðin kaus um og sam­þykkti í sögu­legri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20.10.2012.

Brýn nauð­syn á end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar var mat þjóð­ar­innar og bein­línis nið­ur­staða Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis í kjöl­far versta efna­hags­hruns vest­rænna þjóða á frið­ar­tím­um. Efna­hags­hruns sem orsak­að­ist af hags­muna­tengdum stjórn­málum fámenns hóps sjálf­hverfra við­skipta­manna í slag­togi mis­vitra stjórn­mála­manna. Póli­tísk hug­­mynda­fræði, hægri, vinstri, eða miðju, á að gilda um þau sam­eig­in­­legu mark­mið stjórn­­­mál­anna; að virða vilja fólks­ins í land­inu og skapa betra líf og sam­­fé­lag þorra almenn­ings í hag. Alþingi á að starfa af heil­indum fyrir fólkið í land­inu en ekki fámenna hags­muna­hópa.

Meðan vilji almenn­ings, og upp­runi valds­ins, til stjórn­ar­skrár­breyt­inga og þar með auk­ins rétt­læt­is, mann­rétt­inda og jöfn­uðar er hunds­aður af fámennum full­trúum lýð­ræð­is­ins, breyt­ist hér fátt til hins betra, því mið­ur. Aðgerða­leysi stjórn­mála­manna í stjórn­ar­skrár­mál­inu er vitn­is­burður um hnign­andi stjórn­ar­far og skort á sið­ferði í lýð­ræð­is­ríki. Vitn­is­burður um að menn hafi engan lær­dóm dregið af hrun­inu.

Hjá­set­ur, blekk­ing­ar, útúr­snún­ingar og tafir stjórn­mála­manna í stjórn­ar­skrár­mál­inu er vís­bend­ing um hnign­andi stjórn­ar­far og skort á sið­ferði í lýð­ræð­is­ríki sem end­ur­speglar metn­að­ar­leysi og dauða póli­tískra hug­sjóna. Hér virða póli­tískir full­trúar ekki þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um nýja stjórn­ar­skrá. Hér virða póli­tískir full­trúar ekki eigna­rétt yfir fisk­veiði­auð­lindum þjóð­ar­innar meira en svo, að þeir heim­ila nán­ast gjald­frían aðgang ára­tugum saman að 250 millj­arða árlegum verð­mæt­um.

Hvernig geta alþing­is­menn rétt­lætt það fyrir sér að sinna kjörnum trún­að­ar­störfum fyrir þjóð­ina og van­rækja á sama tíma vilja henn­ar? Af hverju er ekki búið að lög­festa þær stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem þjóðin kaus?

Það er hrein­lega með ólík­indum að fámennur for­rétt­inda­klúbbur kvóta­hafa með gjald­lít­inn aðgang að fisk­veiði­auð­lindum heillar þjóð­ar, skuli geta keypt stjórn­mála­menn og flokka með þeim hætti sem gert er hér á landi. En þar liggur einmitt hund­ur­inn graf­inn og virð­ast íslenskir stjórn­mála­menn í þessum efnum frekar fyr­ir­myndir en eft­ir­bátar kollega sinna í Namib­íu. Hug­sjón stjórn­mála­manna er dauð. Hún kafn­aði í brúnu umslög­un­um, því mið­ur.

Frá hruni hafa stjórn­mála­menn búið við gullið tæki­færi til að hlýða hróp­andi kalli þjóð­ar­innar um rétt­lát­ara sam­fé­lag án þess að svara af heið­ar­leika. Þeir hafa ein­fald­lega brugð­ist, algjör­lega brugð­ist.

Nú stytt­ist í kosn­ingar og hin áleitna spurn­ing verður þessi: Ætla kjós­endur að afhenda börnum sínum lýð­ræðið í verra ástandi en þeir tóku við af for­eldrum sín­um?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar