Rakaöryggi byggingaframkvæmda og áskoranir í byggingariðnaði

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir fjallar um rakaskemmdir og rakaöryggi í húsum í aðsendri grein.

Hús í miðbæ Reykjavíkur
Auglýsing

Umfjöllun um bygg­ing­argalla í hús­næði sem leiða af sér raka­vanda­mál og ótíma­bært við­hald hefur verið áber­andi upp á síðkast­ið. EFLA hefur látið sig málið varða og átt fjöl­mörg sam­töl við hags­muna­að­ila í bygg­ing­ar­iðn­aðnum til að leita leiða til úrbóta í þessum efn­um. Hlut­að­eig­andi aðilar eru sam­mála um að auka þurfi gæði þegar kemur að raka­ör­yggi í bygg­ing­um, en grein­ar­höf­undar skil­greina hug­takið raka­ör­yggi sem; 

Líkur á því að raka­á­stand í bygg­ing­ar­hlutum fari út fyrir skil­greind örygg­is­mörk sem ráð­ast af raka­þoli bygg­ing­ar­efna.

Afleið­ingar þess að raka­á­stand fari út fyrir örygg­is­mörk geta til dæmis verið fúi í timbri eða trjá­kenndum efn­um, örveru/myglu­vöxtur í bygg­ing­ar­efn­um, frost­skemmd­ir, tær­ing málma, aukin útgufun frá bygg­ing­ar­efn­um, aukin varma­leiðni í ein­angr­andi bygg­ing­ar­efn­um, raka­bólgur og nei­kvæð áhrif á loft­gæði og heilsu. Ástæður þess að bygg­ingar skemm­ast og grotna eru í lang­flestum til­fellum vegna raka eða í um 80% til­fella. 

Auglýsing

Umfang raka­vanda­mála á Íslandi og í nágranna­löndum

Til þess að gefa hug­mynd um umfang raka­vanda­mála er hægt að líta til rann­sókna frá nágranna­löndum þar sem ummerki um raka­skemmdir fund­ust í 30% húsa í Nor­egi og 55% húsa í Finn­landi. Í þessum til­fellum voru húsin skoðuð af fag­að­il­u­m. Mynd: AðsendBjörn Mart­eins­son, sér­fræð­ingur hjá Rann­sókna­stofu bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins við Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands (Rb við NMÍ) og dós­ent hjá Háskóla Íslands (HÍ), hefur á und­an­förnum ára­tugum greint tíðni raka­vanda­mála á Íslandi á vegum Rann­sókn­ar­stofn­unar bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins (RB) með því að senda út spurn­inga­lista á hús­eig­end­ur. Nið­ur­stöður úr nýj­ustu raka­á­standskönnun Rann­sókn­ar­stofu bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins (Rb) við Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands (NMÍ), sem send var út í byrjun þessa árs, munu von­andi liggja fyrir áður en NMÍ verður lagt niður í núver­andi mynd um næstu ára­mót. Nið­ur­stöður úr könn­un­inni munu hafa mikið vægi og gefa til kynna stöðu mála hér­lendis og mögu­lega hvar við ættum að leggja áherslu á aðgerð­ir.

Í síð­ustu könnun Rb frá árinu 2005-2006 kom í ljós að 30% hús­eig­anda sem áttu hús sem voru fimm ára og yngri sögðu að þeir höfðu orðið varir við raka/­leka. Mögu­lega má reikna með því að hærra hlut­fall kæmi í ljós ef húsin yrðu rann­sökuð af fag­að­ilum í stað þess að senda spurn­inga­lista á hús­eig­end­ur. Í til­fellum um leka eða raka í húsum sem eru fimm ára eða yngri er ástæðan örugg­lega bygg­ing­argallar en ekki skortur á við­haldi. Hér má sjá helstu nið­ur­stöður í töflu 1. Einnig er hægt að skoða hver sé helsta orsök raka­vanda, en það virð­ist vera þök og útveggir og þá helst með gluggum og hurð­um.

Tafla 1

Vanda­mál af þessu umfangi hljóta að hafa nei­kvæð áhrif á traust almenn­ings á íslenskum bygg­ing­ar­iðn­aði. Raka­vanda­mál eru oft afar kostn­að­ar­söm og ef ekki er brugð­ist skjótt við má reikna með meira umfangi við­gerða og kostn­aði. Svo má ekki gleyma áhrifum raka­vanda­mála á heilsu íbúa sem búa í við­kom­andi hús­næði.

Ólafur H. Wal­levik for­stöðu­maður Rb við NMÍ telur að sam­fé­lags­legur kostn­aður vegna raka­vanda­mála sé af stærð­argráðunni allt að 10 millj­arðar á ári á Íslandi.

Á Íslandi er verið að nota lausnir í bygg­ing­ar­iðn­aði sem að virð­ast ekki tíðkast í nágranna­löndum okkar

Til dæmis er það algengt hér­lendis að steypt hús séu ein­angruð að innan og þök sem eru ein­angruð á milli sperra hafa almennt þynnra loft­bil hér­lendis en ann­ars staðar og klæðn­ing er sjaldan lektuð hér­lend­is. Í mars sl. gaf NMÍ út nýtt 16 síðna Rb blað um þök sem ber nafnið „Þök – gerðir og eig­in­leik­ar“ en þar er m.a. fjallað um frá­gang á lektaðri þak­klæð­ingu. Rb blaðið um þök má nálg­ast frítt á heima­síðu NMÍ ef þess­ari vefslóð.

Vit­neskjan um hvernig eigi að koma í veg fyrir raka­vanda­mál er því til staðar en það þarf að miðla henni í bygg­inga­iðn­að­inn, hönn­un, eft­ir­lit, fram­kvæmd, við­hald og rekst­ur. 

Til­raunir stjórn­valda á Íslandi til þess að auka vægi raka­ör­yggis við hönnun og fram­kvæmd er til­greind í grein­ar­gerð um ein­angrun og raka í skoð­un­ar­hand­bókum Mann­virkja­stofn­un­ar. Vinna við slíka grein­ar­gerð sem er fram­kvæmd af fag­að­ila með þekk­ingu á bygg­ing­ar­eðl­is­fræði og raka­ör­yggi  getur skilað hús­eig­anda og rekstr­ar­að­ila mik­il­vægum upp­lýs­ingum sem getur aukið end­ingu og lækkað rekstr­ar­kostn­að. Krafan um skil á þess­ari grein­ar­gerð hefur verið til staðar frá 2012 en það virð­ist ekki hafa tíðkast að henni sé skilað inn. Rb við NMI gaf einmitt út Rb blað um þetta mál­efni í sept­em­ber 2019 sem nálg­ast má frítt á raf­rænu formi á þess­ari vefslóð

Sam­tal á milli fag­að­ila og hags­muna­að­ila

Frá árinu 2018 hefur EFLA staðið fyrir tæp­lega þrjá­tíu umræðu­fundum um raka­ör­yggi og bygg­ing­ar­eðl­is­fræði með ýmsum fag­að­il­um. Til­gangur þessa sam­tals er að miðla þekk­ingu og reynslu á milli aðila og afla upp­lýs­inga um helstu áskor­anir auk þess sem vel hefur heppn­ast.

Þau umræðu­efni sem komu ítrekað fram voru eft­ir­far­andi:

 • Fag­svið bygg­ing­ar­eðl­is­fræði og raka­ör­yggis fellur á milli arki­tekta og verk­fræð­inga
 • Mikið um óvönduð vinnu­brögð á mark­aði
 • Ófag­lærðir í störf sem þarfn­ast fag­þekk­ingar
 • Virð­ingu fyrir raka­ör­yggi á bygg­ing­ar­tíma er ábóta­vant, bygg­ing­ar­efni blotna og ekki hugað að þurrkun
 • Strangt eft­ir­lit með hönn­un­ar­gögnum en lítið eft­ir­lit með því að hönn­un­ar­gögnum sé fram­fylgt
 • Engin gögn um hvort að hönn­un­ar­gögnum hafi verið fylgt við fram­kvæmd
 • Almennt lítil þekk­ing á varma- og rakaflæði
 • Til­hneig­ing aðila til að forð­ast ábyrgð leiðir til minni sam­vinnu
 • Vantar staðl­aðar upp­lýs­ingar um lausnir og aðferð­ir, hvað reyn­ist best 
 • Bygg­inga­stjóra­á­byrgð óljós og upp­hæð oft ekki í sam­ræmi við tjón 
 • Ástands­skoðun við kaup og sölu gæti haft jákvæð áhrif á iðnað og síðar rekstur og við­hald
 • Eft­ir­lit og álits­gjöf vegna nýrra bygg­ing­ar­efna og lausna er ábóta­vant.
 • CE merk­ing vöru segir ekki til um hvort varan upp­fylli íslensk skil­yrði

Upp­lýs­ingum var safnað saman til þess að geta áttað sig á þeim áskor­unum sem við stöndum frammi fyrir í bygg­ing­ar­iðn­aði og raka­ör­yggi og hvar þyrfti að bregð­ast við.

EFLA tekur virkan þátt í fag­hópnum Betri bygg­ingar sem er haldið utan um af Rann­sókn­ar­stofu bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins við NMÍ og þar er reynslu og þekk­ingu miðlað á milli fag­að­ila. 

Auglýsing

Mik­il­vægt skref í ráð­gjöf er síðan að eiga sam­tal við aðra fag­að­ila, verk­taka, iðn­að­ar­menn og þá sem vinna við fram­kvæmdir og við­hald. Með því að miðla þekk­ingu og reynslu inn í hönnun nýbygg­inga er hægt að draga úr áhættu á ótíma­bæru við­haldi og raka­vanda­mál­um. EFLA leggur mikla áherslu á þver­fag­legt sam­tal og miðlun upp­lýs­inga, þar sem allir sem koma að hús­bygg­ingu eru jafn mik­il­vægir hlekkir í að tryggja gæði og end­ingu.

Verk­lag við ráð­gjöf í raka­ör­yggi

Grunnur ráð­gjafar um raka­ör­yggi liggur í því að taka til greina alla helstu þætti sem snúa að upp­tökum raka og flutn­ings­leið­um. Við mat á raka­ör­yggi er fylgt  þar til gerðum gát­listum og fundið út hvaða atriði eiga við í hvert sinn. 

Upp­sprett­ur:

 • Úrkoma
 • Raki í lofti inn­an­dyra og utandyra
 • Bygg­ingarraki (um­fram raki frá fram­kvæmd­ar­tíma)
 • Jarð­raki
 • Ofan­vatn
 • Vatns­notkun inn­an­dyra
 • Leki frá lögnum

Flutn­ings­leið­ir:

 • Raka­sveimi (e. diffusions) raka­flutn­ingur vegna mis­mun­andi gufu­þrýst­ings
 • Raka­streymi (e.con­vect­ion) raka­flutn­ingur vegna mis­mun­andi loft­þrýst­ings
 • Hár­pípu­virkni
 • Vatns­flæði

Til þess að veita ráð­gjöf í raka­ör­yggi teljum við nauð­syn­legt að hafa  reynslu á ástands­skoð­unum bygg­inga á Íslandi. Við hjá EFLU höfum skoðað þús­undir bygg­inga með til­liti til raka­vanda­mála, hvort sem er íbúð­ar- eða skrif­stofu­hús­næði, og búum yfir sér­hæfðri þekk­ingu í við­gerð­um, við­haldi, end­ur­nýjun og breyt­ingum á bygg­ing­um. Einnig eru sér­fræð­ingar EFLU með ára­tug­a­reynslu af ráð­gjöf og rann­sóknum á bygg­ing­ar­eðl­is­fræði­legum þátt­um. Þannig hefur byggst upp mikil reynsla varð­andi hvaða lausnir í bygg­ing­ar­iðn­aði virka og að sama skapa hvaða lausnir eru áhættu­sam­ar. 

Frá­gangs­deili eru skoðuð með til­liti til hættu á leka, hættu á upp­söfnun á raka vegna raka­sveimis eða raka­streym­is, áhrif bygg­ingarraka, mögu­legrar útþorn­un­ar, kulda­brú­ar­á­hrifa og mögu­legrar fram­kvæmd­ar­á­hættu. Lagt er mat á hvort það þurfi að gera betur grein fyrir ákveðnum frá­gangs­deil­um.

Verk­lags­reglur við skoðun bygg­inga

Í upp­hafi er skoð­aður gufu­þrýst­ing og mett­un­ar­þrýst­ingur í sniði bygg­ing­ar­hluta með gla­ser­að­ferð­inni. Við matið er reiknað með óhag­stæðum úti­að­stæðum eða -15°C og 80% hlut­falls­raka. Ef hætta er á raka­þétt­ingu í sniði er annað hvort skoð­aðar aðrar lausnir eða gert betur grein fyrir raka­á­standi með nákvæm­ari reikni­að­ferð­um. Í fram­haldi eru fram­kvæmdar herm­anir í WUFI þar sem notuð eru klukku­stund­ar­gildi frá Veð­ur­stofu Íslands varð­andi hita­stig, loft­raka, úrkomu, vind­hraða og sól­ar­geisl­un. Gagna­röð er skil­greind sam­kvæmt staðl­inum ÍST EN 15026 sem fjallar um útreikn­inga á raka­flutn­ingi með núm­er­ískum aðferð­um. Í ákveðnum til­vikum eru snið skoðuð ítar­lega þó svo að raka­þétt­ing komi ekki fram með gla­ser­að­ferð, t.d. í til­vikum þar sem að talið er að áhrifa­þættir s.s. sól­ar­geisl­un, und­ir­kæl­ingu, slagregn, selta eða annað eru talin geta haft afger­andi áhrif.

Í bygg­ing­ar­reglu­gerð kemur fram að bygg­ing­ar­hlutar þurfa vera þannig úr garði gerðir að ekki verði upp­söfnun á raka, þ.e. að raka­stig hækkar í bygg­ing­ar­hluta á árs­grund­velli. Krítísk skil­yrði geta mynd­ast án þess að upp­söfnun verði á raka í bygg­ing­ar­hluta á árs­grund­velli. Í bygg­ing­ar­reglu­gerð kemur einnig fram að mann­virki skulu hönnuð og byggð þannig að raki geti ekki skapað aðstæður fyrir myndun örveru­vaxt­ar.

Aðferðir við að meta raka­á­stand

Til eru nokkrar aðferðir við að meta áhættu á raka­skemmdum í bygg­ing­ar­hlut­um. Fyrir timbur og trjá­kennd efni er oft litið á efn­is­raka en í ÍST EN 335 eru áhættu­mörk fyrir örveru­vöxt skil­greind sem 20% efn­is­raki af þurri þyngd. Lægri áhættu­mörk fyrir efn­is­raka í timbri eru talin vera 18% af þurri þyngd. Fyrir önnur bygg­ing­ar­efni er yfir­leitt litið til hlut­falls­raka og hita­stigs en raka­þol er mjög mis­mun­andi á milli bygg­ing­ar­efna, t.d. eru gifs­plötur mun við­kvæm­ari fyrir raka en stein­ull. EFLA not­ast við nið­ur­stöður rit­rýndra rann­sókna á raka­þoli bygg­ing­ar­efna. Ef upp­lýs­ingar um raka­þol bygg­ing­ar­efnis finnst ekki er reiknað með lægri áhættu­mörkum sem 80% HR og 0°C6.

Ráð­gjöf miðar við að hönnun og fram­kvæmd sé háttað þannig að raka­á­stand sé alltaf undir lægri áhættu­mörkum fyrir raka­skemmdir

Ef aðstæður kalla eftir frek­ari grein­ingum á myglu­vexti þá notum við VTT módel fyrir myglu­vöxt. Mód­elið er þróað af rann­sókn­ar­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins í Finn­landi og byggir á rann­sóknum Viitanens á örveru­vexti. Mód­elið er hluti af for­rit­inu WUFI og tekur til greina þróun hlut­falls­raka og hita­stigs, gerð bygg­ing­ar­efnis og spírun­ar­tíma.

Flækju­stig verk­efna

Með auknu flækju­stigi og í stærri verk­efnum eru taldar meiri líkur á að eitt­hvað fari úrskeiðis hvað raka varðar með til­heyr­andi óþæg­indum og kostn­aði við að lag­færa slíkt. Þess vegna er talið er að ráð­gjöf varð­andi raka­ör­yggi eigi sér­stak­lega við í verk­efnum þar sem eft­ir­far­andi á við:

 • Notkun á nýjum bygg­ing­ar­efn­um/nýjum bygg­ing­ar­að­ferðum
 • Flóknar bygg­ingar
 • Mik­ill bygg­ing­ar­hraði
 • Alþjóða­væð­ing/inn­fluttar lausnir – þekk­ing um stað­hætti geta týnst
 • Óhefð­bundnar bygg­ing­ar­að­ferðir
 • Mikið raka­á­lag, sund­laugar og annað þess háttar
 • Stórar bygg­ing­ar, kerf­is­bund­inn galli væri stór­tjón
 • Kröfur vegna starfs­semi í húsi (sjúkra­hús, flug­vell­ir, opin­berar bygg­ing­ar)
 • Frið­aðar bygg­ingar
 • End­ur­bæt­ur/breyt­ing á starfs­semi eða notkun húss

Hvert atriði sem dregur úr áhættu á raka­vanda­málum á hönn­un­ar- eða fram­kvæmd­ar­stigi yfir líf­tíma bygg­ingar er verð­mætt. Sam­kvæmt lög­máli Murp­hys mun það sem getur farið úrskeiðis gera það, fyrr eða síð­ar.

Höf­undur er sér­­fræð­ingur í inn­i­vist, líf­fræði, lýð­heilsa. Fag­­stjóri EFLU verk­fræð­i­­stofu.


Heim­ildir

1) Becher, R., Høje, A.H., Bakke, J. V., Holøs, S. B., & Øvr­evik, J. (2017). Damp­ness and Moist­ure Problems in Norweg­ian Homes. International Journal of Environ­mental Res­e­arch and Public Health

2) Nevalainen, A., Partanen, P., Jääskeläinen, E., Hyvärinen, A., Koskinen, O., Meklin, T., Vahter­isto, M., Koi­vi­sto, J., Hus­man, T. Prevalence of Moist­ure Problems in Finn­ish Hou­ses. Indoor Air 1998, 8, 45–49

3) Björn Mart­eins­son (2012) Íslensk þök-­gæði og þró­un, NMÍ 12-12 v1, loka­skýrsla til Rannís og Íbúða­lána­sjóðs,

Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Háskóli Íslands Umhverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði­deild, Keldna­holt 

4) SIN­TEF Listar úr blaði 421.132 Fukt i bygn­inger. Teori­grunn­lag

5) SIN­TEF blað 700.119 Fukt i bygn­inger. Uttørk­ingStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar