Hugsjón íslenskra stjórnmála er dauð

Árni Már Jensson spyr hvort kjósendur ætli að afhenda börnum sínum lýðræðið í verra ástandi en þeir tóku við af foreldrum sínum.

Auglýsing

Stjórn­­­mál eiga að vera vett­vangur gagn­­virkra sam­­skipta hugs­andi fólks um hag­rænar lausnir í sam­­fé­lag­inu og líf­­rík­­inu til góðs. Og þá skiptir höf­uð­­máli hvaða hug­­myndir menn aðhyllast; hvort þeir líti á sam­­fé­lagið sem hags­muna­­banda­lag sér­­hags­muna eða sem sam­­fé­lag hugs­andi fólks. Ríki fyrra við­horf­ið, gildir fyrst og fremst að hafa sterkan for­ingja og við­hlæj­­andi flokks­heild, sem stendur vörð um sér­­hags­mun­ina og skipt­ingu þeirrar köku. Ráði síð­­­ara við­horf­ið, gildir fyrst og fremst að leyfa ólíkum sjón­­­ar­miðum að takast á – innan flokka sem utan – í þeirri von að það leiði til far­­sællar nið­­ur­­stöðu fyrir sam­­fé­lagið í heild.

And­­leg, sið­­ferð­i­­leg og efna­hags­­leg sköpun sam­­fé­lags­ins á að vera á ábyrgð heið­­ar­­legs fólks sem leggur sig stöðugt eftir að hugsa og ræða um sam­eig­in­­leg mál­efni með hug­sjón, almanna­heill og líf­ríkið að leið­­ar­­ljósi.

Er það svo hjá íslenskum stjórn­mála­mönn­um?

Og af hverju setti Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins í sam­hengi við hrun­ið?

Auglýsing

Álykt­­anir og lær­­dóm­­ar:

Rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184):

„Ís­­lensk stjórn­­­mála­­menn­ing er van­­þroskuð og ein­­kenn­ist af miklu valdi ráð­herra og odd­vita stjórn­­­ar­­flokk­anna. Þingið rækir illa umræð­u­hlut­verk sitt vegna ofurá­herslu á kapp­ræðu þar sem þekk­ing og rök­ræður víkja fyrir hern­að­­ar­list og valda­­klækj­­um. Þingið er líka illa í stakk búið til þess að rækja eft­ir­lits­hlut­verk sitt, meðal ann­­ars vegna ofríkis meiri­hlut­ans og fram­­kvæmd­­ar­­valds­ins, sem og skorts á fag­­legu bak­landi fyrir þing­ið. Skortur á fag­­mennsku og van­­trú á fræð­i­­legum rök­­semdum er mein í íslenskum stjórn­­­mál­­um. And­vara­­leysi hefur verið ríkj­andi gagn­vart því hvernig vald í krafti auðs hefur safn­­ast á fárra hendur og ógnað lýð­ræð­is­­legum stjórn­­­ar­hátt­u­m.“

Lær­­dóm­­ar:

Rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184):

„Leita þarf leiða til þess að styrkja sið­­ferð­is­vit­und stjórn­­­mála­­manna og auka virð­ingu þeirra fyrir góðum stjórn­­sið­um [...] Draga þarf úr ráð­herraræði og styrkja eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­­is.“

„Taka þarf stjórn­­­ar­­skrána til skipu­­legrar end­­ur­­skoð­unar í því skyni að treysta grund­vall­­ar­at­riði lýð­ræð­is­­sam­­fé­lags­ins og skýra betur meg­in­­skyld­­ur, ábyrgð og hlut­verk vald­hafa.“

Hvað hefur breyst hjá íslenskum stjórn­mála­mönnum á þeim tíu árum sem liðin eru frá útgáfu þessa merku skýrslu og þjóð­ar­speg­ils? Lítið sem ekk­ert.

Stjórn­mál í lýð­ræð­is­ríki eiga að snú­ast um líf, heilsu, afkomu og ham­ingju fólks. Stundum fæð­ist far­sæl nið­­ur­­staða í sam­hljómi skoð­ana en einnig oft í aðstæðum þar sem heggur nærri skoð­unum and­­stæðra fylk­inga, nokkuð sem oft á tíðum og óhjá­­kvæmi­­lega reyn­ist nauð­syn­legt til ásætt­an­­legra lausna. Það er jú eig­in­­legt mark­mið lýð­ræð­is að sem flestir njóti sann­­mælis skoð­ana sinna í hljóm­grunni radd­anna sem Alþingi á að end­ur­spegla. Alþingi á að vera fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir Alþingi. Lýð­ræðið hvílir þannig á stjórn­­­ar­­skrá sem á að ýta undir gagn­­virk sam­­skipti hinna mis­­mun­andi kerfa sam­­fé­lags­ins sem myndar hið rétt­láta þjóð­­fé­lag sem við þrá­­um. Stjórn­ar­skrá þjóð­ar­innar þarfn­ast hins vegar brýnnar end­ur­skoð­unar við, nokkuð sem þjóðin kaus um og sam­þykkti í sögu­legri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20.10.2012.

Brýn nauð­syn á end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar var mat þjóð­ar­innar og bein­línis nið­ur­staða Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis í kjöl­far versta efna­hags­hruns vest­rænna þjóða á frið­ar­tím­um. Efna­hags­hruns sem orsak­að­ist af hags­muna­tengdum stjórn­málum fámenns hóps sjálf­hverfra við­skipta­manna í slag­togi mis­vitra stjórn­mála­manna. Póli­tísk hug­­mynda­fræði, hægri, vinstri, eða miðju, á að gilda um þau sam­eig­in­­legu mark­mið stjórn­­­mál­anna; að virða vilja fólks­ins í land­inu og skapa betra líf og sam­­fé­lag þorra almenn­ings í hag. Alþingi á að starfa af heil­indum fyrir fólkið í land­inu en ekki fámenna hags­muna­hópa.

Meðan vilji almenn­ings, og upp­runi valds­ins, til stjórn­ar­skrár­breyt­inga og þar með auk­ins rétt­læt­is, mann­rétt­inda og jöfn­uðar er hunds­aður af fámennum full­trúum lýð­ræð­is­ins, breyt­ist hér fátt til hins betra, því mið­ur. Aðgerða­leysi stjórn­mála­manna í stjórn­ar­skrár­mál­inu er vitn­is­burður um hnign­andi stjórn­ar­far og skort á sið­ferði í lýð­ræð­is­ríki. Vitn­is­burður um að menn hafi engan lær­dóm dregið af hrun­inu.

Hjá­set­ur, blekk­ing­ar, útúr­snún­ingar og tafir stjórn­mála­manna í stjórn­ar­skrár­mál­inu er vís­bend­ing um hnign­andi stjórn­ar­far og skort á sið­ferði í lýð­ræð­is­ríki sem end­ur­speglar metn­að­ar­leysi og dauða póli­tískra hug­sjóna. Hér virða póli­tískir full­trúar ekki þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um nýja stjórn­ar­skrá. Hér virða póli­tískir full­trúar ekki eigna­rétt yfir fisk­veiði­auð­lindum þjóð­ar­innar meira en svo, að þeir heim­ila nán­ast gjald­frían aðgang ára­tugum saman að 250 millj­arða árlegum verð­mæt­um.

Hvernig geta alþing­is­menn rétt­lætt það fyrir sér að sinna kjörnum trún­að­ar­störfum fyrir þjóð­ina og van­rækja á sama tíma vilja henn­ar? Af hverju er ekki búið að lög­festa þær stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem þjóðin kaus?

Það er hrein­lega með ólík­indum að fámennur for­rétt­inda­klúbbur kvóta­hafa með gjald­lít­inn aðgang að fisk­veiði­auð­lindum heillar þjóð­ar, skuli geta keypt stjórn­mála­menn og flokka með þeim hætti sem gert er hér á landi. En þar liggur einmitt hund­ur­inn graf­inn og virð­ast íslenskir stjórn­mála­menn í þessum efnum frekar fyr­ir­myndir en eft­ir­bátar kollega sinna í Namib­íu. Hug­sjón stjórn­mála­manna er dauð. Hún kafn­aði í brúnu umslög­un­um, því mið­ur.

Frá hruni hafa stjórn­mála­menn búið við gullið tæki­færi til að hlýða hróp­andi kalli þjóð­ar­innar um rétt­lát­ara sam­fé­lag án þess að svara af heið­ar­leika. Þeir hafa ein­fald­lega brugð­ist, algjör­lega brugð­ist.

Nú stytt­ist í kosn­ingar og hin áleitna spurn­ing verður þessi: Ætla kjós­endur að afhenda börnum sínum lýð­ræðið í verra ástandi en þeir tóku við af for­eldrum sín­um?

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar