Hugsjón íslenskra stjórnmála er dauð

Árni Már Jensson spyr hvort kjósendur ætli að afhenda börnum sínum lýðræðið í verra ástandi en þeir tóku við af foreldrum sínum.

Auglýsing

Stjórn­mál eiga að vera vett­vangur gagn­virkra sam­skipta hugs­andi fólks um hag­rænar lausnir í sam­fé­lag­inu og líf­rík­inu til góðs. Og þá skiptir höf­uð­máli hvaða hug­myndir menn aðhyllast; hvort þeir líti á sam­fé­lagið sem hags­muna­banda­lag sér­hags­muna eða sem sam­fé­lag hugs­andi fólks. Ríki fyrra við­horf­ið, gildir fyrst og fremst að hafa sterkan for­ingja og við­hlæj­andi flokks­heild, sem stendur vörð um sér­hags­mun­ina og skipt­ingu þeirrar köku. Ráði síð­ara við­horf­ið, gildir fyrst og fremst að leyfa ólíkum sjón­ar­miðum að takast á – innan flokka sem utan – í þeirri von að það leiði til far­sællar nið­ur­stöðu fyrir sam­fé­lagið í heild.

And­leg, sið­ferði­leg og efna­hags­leg sköpun sam­fé­lags­ins á að vera á ábyrgð heið­ar­legs fólks sem leggur sig stöðugt eftir að hugsa og ræða um sam­eig­in­leg mál­efni með hugsjón, almanna­heill og lífríkið að leið­ar­ljósi.

Er það svo hjá íslenskum stjórnmálamönnum?

Og af hverju setti Rannsóknarnefnd Alþingis stjórnarskrá lýðveldisins í samhengi við hrunið?

Auglýsing

Álykt­anir og lær­dóm­ar:

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184):

„Ís­lensk stjórn­mála­menn­ing er van­þroskuð og ein­kenn­ist af miklu valdi ráð­herra og odd­vita stjórn­ar­flokk­anna. Þingið rækir illa umræðu­hlut­verk sitt vegna ofurá­herslu á kapp­ræðu þar sem þekk­ing og rök­ræður víkja fyrir hern­að­ar­list og valda­klækj­um. Þingið er líka illa í stakk búið til þess að rækja eft­ir­lits­hlut­verk sitt, meðal ann­ars vegna ofríkis meiri­hlut­ans og fram­kvæmd­ar­valds­ins, sem og skorts á fag­legu bak­landi fyrir þing­ið. Skortur á fag­mennsku og van­trú á fræði­legum rök­semdum er mein í íslenskum stjórn­mál­um. And­vara­leysi hefur verið ríkj­andi gagn­vart því hvernig vald í krafti auðs hefur safn­ast á fárra hendur og ógnað lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­hátt­u­m.“

Lær­dóm­ar:

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184):

„Leita þarf leiða til þess að styrkja sið­ferð­is­vit­und stjórn­mála­manna og auka virð­ingu þeirra fyrir góðum stjórn­sið­um [...] Draga þarf úr ráð­herraræði og styrkja eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is.“

„Taka þarf stjórn­ar­skrána til skipu­legrar end­ur­skoð­unar í því skyni að treysta grund­vall­ar­at­riði lýð­ræð­is­sam­fé­lags­ins og skýra betur meg­in­skyld­ur, ábyrgð og hlut­verk vald­hafa.“

Hvað hefur breyst hjá íslenskum stjórnmálamönnum á þeim tíu árum sem liðin eru frá útgáfu þessa merku skýrslu og þjóðarspegils? Lítið sem ekkert.

Stjórnmál í lýðræðisríki eiga að snúast um líf, heilsu, afkomu og hamingju fólks. Stundum fæðist farsæl nið­ur­staða í sam­hljómi skoð­ana en einnig oft í aðstæðum þar sem heggur nærri skoð­unum and­stæðra fylk­inga, nokkuð sem oft á tíðum og óhjá­kvæmi­lega reynist nauðsynlegt til ásætt­an­legra lausna. Það er jú eig­in­legt mark­mið lýð­ræð­is að sem flestir njóti sann­mælis skoð­ana sinna í hljómgrunni raddanna sem Alþingi á að endurspegla. Alþingi á að vera fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir Alþingi. Lýð­ræðið hvílir þannig á stjórn­ar­skrá sem á að ýta undir gagn­virk sam­skipti hinna mis­mun­andi kerfa sam­fé­lags­ins sem myndar hið réttláta þjóð­fé­lag sem við þrá­um. Stjórnarskrá þjóðarinnar þarfnast hins vegar brýnnar endurskoðunar við, nokkuð sem þjóðin kaus um og samþykkti í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu 20.10.2012.

Brýn nauðsyn á endurskoðun stjórnarskrárinnar var mat þjóðarinnar og beinlínis niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis í kjölfar versta efnahagshruns vestrænna þjóða á friðartímum. Efnahagshruns sem orsakaðist af hagsmunatengdum stjórnmálum fámenns hóps sjálfhverfra viðskiptamanna í slagtogi misvitra stjórnmálamanna. Pólitísk hug­mynda­fræði, hægri, vinstri, eða miðju, á að gilda um þau sam­eig­in­legu mark­mið stjórn­mál­anna; að virða vilja fólksins í landinu og skapa betra líf og sam­fé­lag þorra almenn­ings í hag. Alþingi á að starfa af heilindum fyrir fólkið í landinu en ekki fámenna hagsmunahópa.

Meðan vilji almennings, og uppruni valdsins, til stjórnarskrárbreytinga og þar með aukins réttlætis, mannréttinda og jöfnuðar er hundsaður af fámennum fulltrúum lýðræðisins, breytist hér fátt til hins betra, því miður. Aðgerðaleysi stjórnmálamanna í stjórnarskrármálinu er vitnisburður um hnignandi stjórnarfar og skort á siðferði í lýðræðisríki. Vitnisburður um að menn hafi engan lærdóm dregið af hruninu.

Hjásetur, blekkingar, útúrsnúningar og tafir stjórnmálamanna í stjórnarskrármálinu er vísbending um hnignandi stjórnarfar og skort á siðferði í lýðræðisríki sem endurspeglar metnaðarleysi og dauða pólitískra hugsjóna. Hér virða pólitískir fulltrúar ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hér virða pólitískir fulltrúar ekki eignarétt yfir fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar meira en svo, að þeir heimila nánast gjaldfrían aðgang áratugum saman að 250 milljarða árlegum verðmætum.

Hvernig geta alþingismenn réttlætt það fyrir sér að sinna kjörnum trúnaðarstörfum fyrir þjóðina og vanrækja á sama tíma vilja hennar? Af hverju er ekki búið að lögfesta þær stjórnarskrárbreytingar sem þjóðin kaus?

Það er hreinlega með ólíkindum að fámennur forréttindaklúbbur kvótahafa með gjaldlítinn aðgang að fiskveiðiauðlindum heillar þjóðar, skuli geta keypt stjórnmálamenn og flokka með þeim hætti sem gert er hér á landi. En þar liggur einmitt hundurinn grafinn og virðast íslenskir stjórnmálamenn í þessum efnum frekar fyrirmyndir en eftirbátar kollega sinna í Namibíu. Hugsjón stjórnmálamanna er dauð. Hún kafnaði í brúnu umslögunum, því miður.

Frá hruni hafa stjórnmálamenn búið við gullið tækifæri til að hlýða hrópandi kalli þjóðarinnar um réttlátara samfélag án þess að svara af heiðarleika. Þeir hafa einfaldlega brugðist, algjörlega brugðist.

Nú styttist í kosningar og hin áleitna spurning verður þessi: Ætla kjósendur að afhenda börnum sínum lýðræðið í verra ástandi en þeir tóku við af foreldrum sínum?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar