Útrýmum fátækt

Fimm leiðtogar verkalýðsfélaga og baráttusamtaka segja að fólk sem býr við fátækt beri ekki ábyrgð á henni heldur samfélagið allt. Við verðum að sjá til þess að enginn sé skilinn eftir.

Forystufólk ASÍ BHM BSRB KÍ ÖBÍ
Auglýsing

Tæplega 10 prósent Íslendinga eiga það á hættu að búa við fátækt. Hlutfallið er enn hærra þegar kemur að börnum. Okkur ber siðferðileg skylda til að breyta þessu. Í gegnum tíðina hefur umræðu um fátækt á Íslandi verið mætt með svörum um að tekjujöfnuður hér á landi sé meiri en í samanburðarlöndum og að stéttskipting og fátækt séu þar af leiðandi minni. Það breytir ekki þeirri staðreynd að rúmlega tíunda hvert barn á Íslandi á það á hættu að búa við fátækt. Það getum við ekki sætt okkur við.

Öryrkjar eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fjárhagsþrengingar og fátækt. Börn þeirra og einstæðra foreldra eru í langmestri fátæktarhættu. Nú þegar efnahagslífið er að ganga í gegnum djúpa kreppu af völdum COVID-19 faraldursins er hætta á að þessi hópur muni stækka. Hjálparstofnanir merkja nú þegar stóraukna spurn eftir aðstoð og segja flesta í þeim hópi vera öryrkja og langveikar einstæðar mæður.

Fátækt er ekki óumflýjanlegur veruleiki. Stjórnvöld hafa úrslitaáhrif á það hvort fólk búi við fátækt, með öllum þeim alvarlegu andlegu og líkamlegu afleiðingum sem henni fylgja. Það er pólitísk ákvörðun að gera ekki nóg. Afleiðing langvarandi aðgerðaleysis er að ójöfnuður mun aukast og fátækum fjölga.

Auglýsing

Dæmi um slíka pólitíska ákvörðun er að láta framfærsluviðmið öryrkja ekki fylgja launaþróun í landinu. Ef framfærsluviðmið almannatrygginga hefðu fylgt launaþróun frá árinu 2009 væru þau tæplega 50 þúsund krónum hærri fyrir öryrkja sem býr með öðrum fullorðnum en rúmlega 35 þúsund krónum hærri fyrir öryrkja sem býr einn. Önnur slík pólitísk ákvörðun er að skerða örorkulífeyri eins og raun ber vitni hjá öryrkjum sem hafa vinnufærni og vilja starfa á vinnumarkaði. Ef frítekjumark vegna atvinnutekna hefði hækkað með sama hætti og laun frá 2009 væri það nærri tvöfalt hærra en það er í dag eða 208.000 kr á mánuði. 

Einhverjir kunna að telja að þessi umræða sé ekki tímabær nú þegar við stöndum frammi fyrir gríðarmiklum vanda vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Við teljum, þvert á móti, að nú sé einmitt rétti tíminn til að styðja betur við fólk í viðkvæmri stöðu. Þá er ljóst að eitt mikilvægasta skrefið fyrir efnahagslífið nú er að auka kaupgetu fólks svo stuðla megi að aukinni neyslu innanlands. Örorkulífeyrisþegar eru margir með langvarandi lágar tekjur og eiga fyrir vikið hvorki sparifé eða eignir og hafa takmarkaða lánamöguleika. Einu bjargráð þeirra eru að leita til sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð eða sækja aðstoð frá hjálparstofnunum.  

Reynslan frá síðastu kreppu sýnir að fjárhagsáhyggjur og slæm fjárhagsstaða hafa verulega neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks. Afleiðingar þess eru lengi að koma fram en eru langvarandi og einn helsti orsakavaldur kulnunar og örmögnunar.

Tíminn til aðgerða er núna. Bregðumst við með því að hækka örorkulífeyri og tryggjum að hann fylgi launaþróun. Drögum úr skerðingum hjá öryrkjum sem hafa vinnufærni og vilja leggja sitt af mörkum. Ábyrgð á fátækt bera ekki þau sem búa við hana heldur samfélagið allt. Við verðum að sjá til þess að enginn sé skilinn eftir.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar