Förum varlega í leiðréttingar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur þrettándi pistillinn.

Auglýsing

13. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að hneyksl­ast ekki á mál­notkun ann­arra eða vera sífellt að leið­rétta fólk og gera athuga­semdir við mál­far þess.

Hnökrar á mál­fari náung­ans hafa lengi verið vin­sælt umræðu­efni Íslend­inga. Leið­rétt­ingar á algengum „mál­villum“ hafa verið eitt helsta við­fangs­efni mál­far­spistla í blöð­um, haldið hefur verið úti blogg­síðum með það að meg­in­til­gangi að gagn­rýna og leið­rétta mál­far fólks, og á Face­book er hópur með tæp­lega átta þús­und þátt­tak­endum þar sem flest inn­legg snú­ast um hneykslun og leið­rétt­ingu á mál­fari. Reyndar byggj­ast þær athuga­semdir sem þar eru gerðar iðu­lega á for­dóm­um, útúr­snún­ingum eða þekk­ing­ar­skorti á mál­fræði og þekktum til­brigðum í mál­inu.

Það er engin kurt­eisi að gera óum­beðnar athuga­semdir við mál­far ann­arra – slíkar athuga­semdir eru iðu­lega til bölv­unar og geta leitt til málótta þar sem mál­not­endur veigra sér við „að tjá sig í riti, þó ekki sé nema í  sendi­bréfi, eða að taka til máls á opin­berum vett­vangi, því að þeir ótt­ast að brjóta þá bann­helgi orða og orð­mynda, sem þeim hefur verið inn­rætt. Eftir því sem amazt er við fleiru, eftir því verður nem­endum tor­veld­ara að muna hvað talið er óæski­legt, og þetta eykur á óör­yggi mál­not­and­ans gagn­vart því máli sem er þó hans eigið móð­ur­mál og getur gert það fátæk­legra eða ann­ar­legra en vera þyrft­i“.

Þetta á við um leið­rétt­ingar sem gerðar eru í per­sónu­legum sam­skiptum við fólk sem er komið af mál­töku­skeiði og á íslensku að móð­ur­máli. Öðru máli gegnir hins vegar um fólk sem kemur fram á opin­berum vett­vangi og hefur atvinnu af því að nota málið í ræðu eða riti. Við eigum kröfu á að það fólk vandi sig og beiti mál­inu af kunn­áttu og þekk­ingu. Það er ekk­ert að því að benda á það sem betur má fara í máli þess, þótt auð­vitað skipti máli hvernig þær ábend­ingar eru settar fram.

Auglýsing

Alkunna er að á mál­töku­skeiði gera börn ýmsar villur í mál­notk­un, sé miðað við mál full­orð­inna. Þekkt er t.d. að börn beygja sterkar sagnir veikt og segja hlaupaði, bítti, látti í stað hljóp, beit, lét o.s.frv. Það er ekk­ert óeðli­legt að for­eldrar leit­ist við að leið­rétta börn­in, þótt rann­sóknir sýni reyndar að beinar leið­rétt­ingar skili litlu. Árang­urs­rík­ara er að hafa réttar myndir fyrir börn­un­um, en aðal­at­riðið er þó að sjá til þess að þau hafi næga íslensku í mál­um­hverfi sínu – í sam­tali, lestri, hlustun og áhorfi. Þá koma réttu mynd­irnar oft­ast inn í mál þeirra fyrr en seinna, þótt vissu­lega geti stundum eitt­hvað breyst í mál­tök­unni.

Fólk sem ekki á íslensku að móð­ur­máli gerir vit­an­lega ýmiss konar villur þegar það er að læra mál­ið. Vissu­lega má halda því fram að því sé greiði gerður með því að leið­rétta þessar villur – það flýti fyrir því að það nái fullu valdi á mál­inu en fest­ist ekki í óeðli­legu eða röngu mál­fari. Þetta er samt vand­með­farið og við­horf þeirra sem eru að læra málið til slíkra leið­rétt­inga er mis­jafnt – sumir taka þeim feg­ins hendi en öðrum finnst þær stuð­andi. Áður en farið er að leið­rétta mál­far fólks er þess vegna er æski­legt að reyna að kom­ast að því hvort það vilji láta leið­rétta sig – og virða óskir þess.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit