Förum varlega í leiðréttingar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur þrettándi pistillinn.

Auglýsing

13. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að hneyksl­ast ekki á mál­notkun ann­arra eða vera sífellt að leið­rétta fólk og gera athuga­semdir við mál­far þess.

Hnökrar á mál­fari náung­ans hafa lengi verið vin­sælt umræðu­efni Íslend­inga. Leið­rétt­ingar á algengum „mál­villum“ hafa verið eitt helsta við­fangs­efni mál­far­spistla í blöð­um, haldið hefur verið úti blogg­síðum með það að meg­in­til­gangi að gagn­rýna og leið­rétta mál­far fólks, og á Face­book er hópur með tæp­lega átta þús­und þátt­tak­endum þar sem flest inn­legg snú­ast um hneykslun og leið­rétt­ingu á mál­fari. Reyndar byggj­ast þær athuga­semdir sem þar eru gerðar iðu­lega á for­dóm­um, útúr­snún­ingum eða þekk­ing­ar­skorti á mál­fræði og þekktum til­brigðum í mál­inu.

Það er engin kurt­eisi að gera óum­beðnar athuga­semdir við mál­far ann­arra – slíkar athuga­semdir eru iðu­lega til bölv­unar og geta leitt til málótta þar sem mál­not­endur veigra sér við „að tjá sig í riti, þó ekki sé nema í  sendi­bréfi, eða að taka til máls á opin­berum vett­vangi, því að þeir ótt­ast að brjóta þá bann­helgi orða og orð­mynda, sem þeim hefur verið inn­rætt. Eftir því sem amazt er við fleiru, eftir því verður nem­endum tor­veld­ara að muna hvað talið er óæski­legt, og þetta eykur á óör­yggi mál­not­and­ans gagn­vart því máli sem er þó hans eigið móð­ur­mál og getur gert það fátæk­legra eða ann­ar­legra en vera þyrft­i“.

Þetta á við um leið­rétt­ingar sem gerðar eru í per­sónu­legum sam­skiptum við fólk sem er komið af mál­töku­skeiði og á íslensku að móð­ur­máli. Öðru máli gegnir hins vegar um fólk sem kemur fram á opin­berum vett­vangi og hefur atvinnu af því að nota málið í ræðu eða riti. Við eigum kröfu á að það fólk vandi sig og beiti mál­inu af kunn­áttu og þekk­ingu. Það er ekk­ert að því að benda á það sem betur má fara í máli þess, þótt auð­vitað skipti máli hvernig þær ábend­ingar eru settar fram.

Auglýsing

Alkunna er að á mál­töku­skeiði gera börn ýmsar villur í mál­notk­un, sé miðað við mál full­orð­inna. Þekkt er t.d. að börn beygja sterkar sagnir veikt og segja hlaupaði, bítti, látti í stað hljóp, beit, lét o.s.frv. Það er ekk­ert óeðli­legt að for­eldrar leit­ist við að leið­rétta börn­in, þótt rann­sóknir sýni reyndar að beinar leið­rétt­ingar skili litlu. Árang­urs­rík­ara er að hafa réttar myndir fyrir börn­un­um, en aðal­at­riðið er þó að sjá til þess að þau hafi næga íslensku í mál­um­hverfi sínu – í sam­tali, lestri, hlustun og áhorfi. Þá koma réttu mynd­irnar oft­ast inn í mál þeirra fyrr en seinna, þótt vissu­lega geti stundum eitt­hvað breyst í mál­tök­unni.

Fólk sem ekki á íslensku að móð­ur­máli gerir vit­an­lega ýmiss konar villur þegar það er að læra mál­ið. Vissu­lega má halda því fram að því sé greiði gerður með því að leið­rétta þessar villur – það flýti fyrir því að það nái fullu valdi á mál­inu en fest­ist ekki í óeðli­legu eða röngu mál­fari. Þetta er samt vand­með­farið og við­horf þeirra sem eru að læra málið til slíkra leið­rétt­inga er mis­jafnt – sumir taka þeim feg­ins hendi en öðrum finnst þær stuð­andi. Áður en farið er að leið­rétta mál­far fólks er þess vegna er æski­legt að reyna að kom­ast að því hvort það vilji láta leið­rétta sig – og virða óskir þess.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit