Förum varlega í leiðréttingar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur þrettándi pistillinn.

Auglýsing

13. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að hneyksl­ast ekki á mál­notkun ann­arra eða vera sífellt að leið­rétta fólk og gera athuga­semdir við mál­far þess.

Hnökrar á mál­fari náung­ans hafa lengi verið vin­sælt umræðu­efni Íslend­inga. Leið­rétt­ingar á algengum „mál­villum“ hafa verið eitt helsta við­fangs­efni mál­far­spistla í blöð­um, haldið hefur verið úti blogg­síðum með það að meg­in­til­gangi að gagn­rýna og leið­rétta mál­far fólks, og á Face­book er hópur með tæp­lega átta þús­und þátt­tak­endum þar sem flest inn­legg snú­ast um hneykslun og leið­rétt­ingu á mál­fari. Reyndar byggj­ast þær athuga­semdir sem þar eru gerðar iðu­lega á for­dóm­um, útúr­snún­ingum eða þekk­ing­ar­skorti á mál­fræði og þekktum til­brigðum í mál­inu.

Það er engin kurt­eisi að gera óum­beðnar athuga­semdir við mál­far ann­arra – slíkar athuga­semdir eru iðu­lega til bölv­unar og geta leitt til málótta þar sem mál­not­endur veigra sér við „að tjá sig í riti, þó ekki sé nema í  sendi­bréfi, eða að taka til máls á opin­berum vett­vangi, því að þeir ótt­ast að brjóta þá bann­helgi orða og orð­mynda, sem þeim hefur verið inn­rætt. Eftir því sem amazt er við fleiru, eftir því verður nem­endum tor­veld­ara að muna hvað talið er óæski­legt, og þetta eykur á óör­yggi mál­not­and­ans gagn­vart því máli sem er þó hans eigið móð­ur­mál og getur gert það fátæk­legra eða ann­ar­legra en vera þyrft­i“.

Þetta á við um leið­rétt­ingar sem gerðar eru í per­sónu­legum sam­skiptum við fólk sem er komið af mál­töku­skeiði og á íslensku að móð­ur­máli. Öðru máli gegnir hins vegar um fólk sem kemur fram á opin­berum vett­vangi og hefur atvinnu af því að nota málið í ræðu eða riti. Við eigum kröfu á að það fólk vandi sig og beiti mál­inu af kunn­áttu og þekk­ingu. Það er ekk­ert að því að benda á það sem betur má fara í máli þess, þótt auð­vitað skipti máli hvernig þær ábend­ingar eru settar fram.

Auglýsing

Alkunna er að á mál­töku­skeiði gera börn ýmsar villur í mál­notk­un, sé miðað við mál full­orð­inna. Þekkt er t.d. að börn beygja sterkar sagnir veikt og segja hlaupaði, bítti, látti í stað hljóp, beit, lét o.s.frv. Það er ekk­ert óeðli­legt að for­eldrar leit­ist við að leið­rétta börn­in, þótt rann­sóknir sýni reyndar að beinar leið­rétt­ingar skili litlu. Árang­urs­rík­ara er að hafa réttar myndir fyrir börn­un­um, en aðal­at­riðið er þó að sjá til þess að þau hafi næga íslensku í mál­um­hverfi sínu – í sam­tali, lestri, hlustun og áhorfi. Þá koma réttu mynd­irnar oft­ast inn í mál þeirra fyrr en seinna, þótt vissu­lega geti stundum eitt­hvað breyst í mál­tök­unni.

Fólk sem ekki á íslensku að móð­ur­máli gerir vit­an­lega ýmiss konar villur þegar það er að læra mál­ið. Vissu­lega má halda því fram að því sé greiði gerður með því að leið­rétta þessar villur – það flýti fyrir því að það nái fullu valdi á mál­inu en fest­ist ekki í óeðli­legu eða röngu mál­fari. Þetta er samt vand­með­farið og við­horf þeirra sem eru að læra málið til slíkra leið­rétt­inga er mis­jafnt – sumir taka þeim feg­ins hendi en öðrum finnst þær stuð­andi. Áður en farið er að leið­rétta mál­far fólks er þess vegna er æski­legt að reyna að kom­ast að því hvort það vilji láta leið­rétta sig – og virða óskir þess.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit