Förum varlega í leiðréttingar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur þrettándi pistillinn.

Auglýsing

13. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að hneyksl­ast ekki á mál­notkun ann­arra eða vera sífellt að leið­rétta fólk og gera athuga­semdir við mál­far þess.

Hnökrar á mál­fari náung­ans hafa lengi verið vin­sælt umræðu­efni Íslend­inga. Leið­rétt­ingar á algengum „mál­villum“ hafa verið eitt helsta við­fangs­efni mál­far­spistla í blöð­um, haldið hefur verið úti blogg­síðum með það að meg­in­til­gangi að gagn­rýna og leið­rétta mál­far fólks, og á Face­book er hópur með tæp­lega átta þús­und þátt­tak­endum þar sem flest inn­legg snú­ast um hneykslun og leið­rétt­ingu á mál­fari. Reyndar byggj­ast þær athuga­semdir sem þar eru gerðar iðu­lega á for­dóm­um, útúr­snún­ingum eða þekk­ing­ar­skorti á mál­fræði og þekktum til­brigðum í mál­inu.

Það er engin kurt­eisi að gera óum­beðnar athuga­semdir við mál­far ann­arra – slíkar athuga­semdir eru iðu­lega til bölv­unar og geta leitt til málótta þar sem mál­not­endur veigra sér við „að tjá sig í riti, þó ekki sé nema í  sendi­bréfi, eða að taka til máls á opin­berum vett­vangi, því að þeir ótt­ast að brjóta þá bann­helgi orða og orð­mynda, sem þeim hefur verið inn­rætt. Eftir því sem amazt er við fleiru, eftir því verður nem­endum tor­veld­ara að muna hvað talið er óæski­legt, og þetta eykur á óör­yggi mál­not­and­ans gagn­vart því máli sem er þó hans eigið móð­ur­mál og getur gert það fátæk­legra eða ann­ar­legra en vera þyrft­i“.

Þetta á við um leið­rétt­ingar sem gerðar eru í per­sónu­legum sam­skiptum við fólk sem er komið af mál­töku­skeiði og á íslensku að móð­ur­máli. Öðru máli gegnir hins vegar um fólk sem kemur fram á opin­berum vett­vangi og hefur atvinnu af því að nota málið í ræðu eða riti. Við eigum kröfu á að það fólk vandi sig og beiti mál­inu af kunn­áttu og þekk­ingu. Það er ekk­ert að því að benda á það sem betur má fara í máli þess, þótt auð­vitað skipti máli hvernig þær ábend­ingar eru settar fram.

Auglýsing

Alkunna er að á mál­töku­skeiði gera börn ýmsar villur í mál­notk­un, sé miðað við mál full­orð­inna. Þekkt er t.d. að börn beygja sterkar sagnir veikt og segja hlaupaði, bítti, látti í stað hljóp, beit, lét o.s.frv. Það er ekk­ert óeðli­legt að for­eldrar leit­ist við að leið­rétta börn­in, þótt rann­sóknir sýni reyndar að beinar leið­rétt­ingar skili litlu. Árang­urs­rík­ara er að hafa réttar myndir fyrir börn­un­um, en aðal­at­riðið er þó að sjá til þess að þau hafi næga íslensku í mál­um­hverfi sínu – í sam­tali, lestri, hlustun og áhorfi. Þá koma réttu mynd­irnar oft­ast inn í mál þeirra fyrr en seinna, þótt vissu­lega geti stundum eitt­hvað breyst í mál­tök­unni.

Fólk sem ekki á íslensku að móð­ur­máli gerir vit­an­lega ýmiss konar villur þegar það er að læra mál­ið. Vissu­lega má halda því fram að því sé greiði gerður með því að leið­rétta þessar villur – það flýti fyrir því að það nái fullu valdi á mál­inu en fest­ist ekki í óeðli­legu eða röngu mál­fari. Þetta er samt vand­með­farið og við­horf þeirra sem eru að læra málið til slíkra leið­rétt­inga er mis­jafnt – sumir taka þeim feg­ins hendi en öðrum finnst þær stuð­andi. Áður en farið er að leið­rétta mál­far fólks er þess vegna er æski­legt að reyna að kom­ast að því hvort það vilji láta leið­rétta sig – og virða óskir þess.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Mörg störf hafa horfið vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustuna.
Rúmlega 27 þúsund færri störf mönnuð á öðrum ársfjórðungi en í fyrra
Samkvæmt nýrri starfaskráningu frá Hagstofu Íslands voru 2.600 laus störf á Íslandi á öðrum ársfjórðungi, en störfunum sem voru mönnuð á íslenskum vinnumarkaði fækkaði um rúmlega 27 þúsund á milli ára.
Kjarninn 6. júlí 2020
Tvö tilvik þar sem lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví en fengu ekki greitt
BSRB telur með öllu óásættanlegt að framlínufólki eins og lögreglumönnum sé ekki bættur sá frítími sem þeir neyðast til að eyða í sóttkví vegna þess að þeir hafa orðið útsettir fyrir smiti af lífshættulegum sjúkdómi í störfum sínum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Verksmiðjurnar sem framleiða kórónuveiruna
Vikum saman hafa sláturhús um allan heim komist í fréttirnar vegna hópsýkinga starfsmanna af COVID-19. Skýringarnar eru margvíslegar. Í slíkum verksmiðjum er loftið kalt og rakt og fólk er þétt saman við vinnu sína.
Kjarninn 6. júlí 2020
Fólk sums staðar látið vinna „bara eins og það sé þrælar“
Barátta gegn því að fólk komi hingað í stórum stíl til að starfa launalaust eða með laun langt undir lágmarkslaunum var ofarlega í huga margra viðmælenda í nýrri skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála.
Kjarninn 5. júlí 2020
Bjarki Steinn Pétursson og Saga Yr Nazari
Vonin sú að Góðar Fréttir nái jafn miklu vægi í samfélaginu og aðrir stórir fréttamiðlar
Hópur ungs fólks safnar nú á Karolina Fund fyrir nýjum fréttamiðli. Það stefnir á að byggja upp jákvæða umgjörð í kringum fréttamiðlun.
Kjarninn 5. júlí 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Þegar síga fer á seinni hlutann
Kjarninn 5. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit