Orðlaus maður með biblíu

Trump veifað biblíunni framan í ljósmyndara í Washington á meðan borgin logaði af mótmælum. Blökkukonan Muriel Bowser, borgarstjóri Washington, hefur nefnt eina af götum miðborgarinnar „Black Lives Matter Plaza“ – Trump til mikillar mæðu.

Auglýsing

Það er sjald­gæft að sjá sitj­andi for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, verða kjaft­stopp, en það gerð­ist þegar hann tók það sem kalla mætti „bibl­íu­göng­una“ þann 1.júní síð­ast­lið­inn. Þá labb­aði Trump frá Hvíta hús­inu, til lít­illar kirkju í mið­borg Was­hington, St.Johns, til að láta taka mynd af sér, en kirkjan er kölluð „for­seta­kirkj­an“ vegna sögu sinn­ar.

En fyrst hafði óeirð­ar­lög­regla á hest­um, með táras­gasi, flass­bombum og öllum hugs­an­legaum „óeirð­argræj­um“ rutt burtu bæði starfs­mönnum kirkj­unnar og mót­mæl­end­um, sem voru að mót­mæla dráp­inu á George Floyd, en Banda­ríkin hafa und­an­farna daga logað stafn­anna á milli vegna þess.

Enda ekki að undra þar sem svartir í Band­ríkj­unum virð­ast fá sífellt verri með­ferð af hendi yfir­valda, lög­reglu og slíkra aðila. Meðal ann­ars í gegnum tíð morð á svörtum mönnum und­an­farin ár, sem skotnir hafa verið til bana eða drepnir með öðrum hætti af lög­reglu­mönnum í hinum ýmsu borgum lands­ins.

Auglýsing

Kirkju­leik­rit sjón­varps­manns­ins Don­alds Trumps verður að setja í það sam­hengi að í byrjun nóv­em­ber síðar á þessu ári verður kosið til for­seta í Banda­ríkj­unum á milli Trumps og Joe Biden, fram­bjóð­anda Demókra­ta­flokks­ins og Trump þarf sár­lega „hið kristna fylgi“ til þess að vinna.

Fyrir aðeins nokkrum vikum virt­ist útlitið vera Trump veru­lega í hag, blússandi gangur í efn­hags­líf­inu og atvinnu­leysi í lág­marki. Svo kom kór­óna­veiran og Banda­ríkin fóru hrein­lega í klessu. Og eru nán­ast enn í klessu vegna far­ald­urs­ins, en yfir 110.000 manns hafa nú lát­ist þar vegna kóvid19.

En aftur að kirkj­unni. Trump og helstu ráð­herrar (m.a. dóms og varn­ar­mála­ráð­herra), yfir­maður her­ráðs­ins og helstu ráð­gjafar þrömm­uðu að henni, þegar táragas­inu hafði slotað og óhætt var að vera á ferli. Þetta var að loknu ávarpi Trumps til þjóð­ar­innar frá „Rósa­garði“ Hvíta húss­ins.

Og allt í beinni útsend­ingu, enda þegar svona dramat­ískir atburðir ger­ast, þá verður „veisla“ í fjöl­miðlum og gjarnan talað um „gott sjón­varp“ („good TV“), nokkuð sem Trump þekkir vel í gegnum feril sinn, meðal ann­ars í þátt­unum um „Lær­ling­inn“ (The App­rent­ice), sem hann átti og stjórn­aði.

Trump kom ark­andi að kirkj­unni og stillti sér framan hana miðja – leik­sýn­ingin var að ná hámarki. Ivanka, dóttir hans og einn nán­asti ráð­gjafi er sögð hafa rétt honum bibl­í­una. Þarna stóð því Trump með hina heilögu bók í hend­inni, en þetta var allt eins og illa gerður hlutur ein­hver­veg­inn. Því þetta hafði ekk­ert með trú­ar­brögð, kristni eða dálæti Trumps á orði Guðs og bíbl­í­unnar að gera – bara alls ekki neitt. Hér var bara Trump að sýna Trump.

Þög­ull sem gröfin

Enda kom ekki orð úr munni Trumps þar sem hann stóð og veif­aði bibl­í­unni, aldrei slíku vant. Hann stóð bara þarna, þög­ull sem gröfin – maður sem í raun er alltaf með kjaft­inn út á öxl!

Þetta var nefni­lega bara „ljós­mynda­til­felli“ („photo-op“) – sagan segir að Trump sé nú log­andi hræddur um að missa úr ,,kristna fylg­inu“ í kringum hann, sér­stak­lega þeirra sem flokka sig sem „evang­elista“ en einn fræg­asti slíkra í Banda­ríkj­unum var predik­ar­inn Billy Gra­ham (lést 2018). Þarna fyrir framan kirkj­una vildi Trump sýna sig sem „hinn sterka leið­toga“ en kvöldið áður var hann færður af örygg­is­á­stæðum í neð­an­jarð­ar­byrgið í Hvíta hús­inu, vegna mót­mæl­anna. Talið er að það hafi hann litið sem veik­leika­merki og því viljað snúa hlut­unum sér í hag.

Hvíta húsið víg­girt

For­set­inn sjálf­ur, „leið­togi hins frjálsa heims“ – Don­ald Trump, hafði sem sagt engin skila­boð til handa lýðnum þar sem hann stóð með bók­ina góðu í hendi sér. Hefði hand­ritið verið betur skrif­að, hefði hann að sjálf­sögðu lesið nokkur vel valin orð, en hann klikk­aði alger­lega á því.

Að hans mati hefur senni­lega myndin eins og sér átt að duga. „Frels­ar­inn“ með bíbl­í­una. Þetta „bibl­íu­at­riði“ tók því ekki langan tíma og síðan var þram­mað aftur að Hvíta hús­inu, sem nú er búið að víg­girða með um 3ja metra hárri girð­ingu allt um kring. Það er því orðið eins­konar „kreml“ (virki).

En súr­r­eal­ískt var þetta, þetta absúrd leik­rit, þar sem for­seti Banda­ríkj­anna þótt­ist vera „bibl­íu­mað­ur“ – maður trú­ar­inn­ar. Nokkuð sem hann hefur sjaldan eða aldrei verið talin vera, fyrr en hann þurfti á því að halda í kosn­inga­bar­áttuni árið 2016. Þá hitti hann valda­mikla, kristna trú­ar­leið­toga á fundi í New York, þar sem repúblík­an­inn Mike Hucka­bee stjórn­aði fund­in­um. Hann er fyrrum fylk­is­stjóri Arkansas og faðir fyrrum fjöl­miðla­full­trúa Trumps, Söru Hucka­bee.

Hyl­dýpið

Í frétt NPR sagði fá því að mark­mið fund­ar­ins hafi verið að trú­ar­leið­tog­arnir vildu hitta mann­inn sem átti að þeirra sögn „að bjarga Banda­ríkj­unum úr hyl­dýp­in­u“, vænt­an­lega frá „hinum vonda“ Barack Obama, sem Trump á sínum tíma sak­aði um að vera ekki Banda­ríkja­mað­ur.

Því ef þú vilt verða for­seti, þá er það nán­ast nauð­syn­legt að vera með þennan hóp fólks með þér, hina kristnu, sér­stak­lega fyrir repúblík­ana. Meðal hinna kristnu eru líka mestu íhalds­menn­irnir og þessum hópi fylgja gjarnan miklir pen­ing­ar.

Nú má kannski segja að ákveðið hyl­dýpi sé milli Trumps og (að minnsta kosti) hluta banda­rísku þjóð­ar­inn­ar, sér í lagi svartra. Skila­boð Trumps eftir morðið á blökku­mann­inum George Floyd hafa ein­göngu verið á einn veg; meiri harka, meiri vald­beit­ing, já, jafn­vel raun­veru­legir her­menn á göt­urn­ar, nokkuð sem aðeins örsjaldan hefur gerst í sögu Banda­ríkj­anna.

Trump hefur enga til­raun gert til þess að lægja öld­urnar og eða dempa ástand­ið. Engin til­raun til sátta, mála­miðl­ana eða álíka, bara harkan sex og leik­sýn­ing­ar. Það er hörku­tólið Don­ald Trump sem Don­ald Trump vill að heims­byggðin sjái.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar