Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar

Fyrrverandi utanríkisráðherra svarar spurningum sem vakna varðandi veiðistjórnunarkerfið.

Auglýsing

Grein mín Um Ala­skaarð­inn og Íslands­arf­inn, sem birt­ist í Kjarn­anum 25.05., hefur vakið miklar umræður og margar spurn­ing­ar, m.a. um það hvers vegna laga­á­kvæði um þjóð­ar­eign á auð­lind­inni og rétt eig­and­ans til gjald­töku fyrir nýt­ing­ar­rétt virð­ast vera hald­laus í fram­kvæmd. Fólk spyr sig í for­undran, hvernig það má vera að tíma­bundnar veiði­heim­ildir sem lögum sam­kvæmt mynda aldrei lögvar­inn eign­ar­rétt eru þrátt fyrir laga­á­kvæðin með­höndl­aðar sem einka­eign. Þær eru veð­settar fyrir lánum og ganga loks að erfð­um. En það eru fleiri spurn­ingar sem vakna af þessu til­efni. Til­gangur þess­arar greinar er að svara þeim eftir bestu getu:

1. Hvers vegna afla­marks­kerfi, sem í dag­legu tali kall­ast kvóta­kerfi?

Ástæðan fyrir því að það var tekið upp og fest í sessi, á árunum 1983, 1988 og 1990, er ein­föld. Fiski­fræð­ingar vör­uðu ítrekað við því að frjáls sókn stefndi helstu nytja­stofnum í hættu vegna ofveiði. Það yrði því að tak­marka sókn­ina. Nið­ur­staðan varð sú að ríkið yrði að taka að sér fisk­veiði­stjórn­ina. Í fram­kvæmd gefur ríkið út til­skip­anir um hámarks­afla fyrir hvern nytja­stofn með það að mark­miði að veið­arnar yrðu sjálf­bær­ar. Annað meg­in­mark­miðið var að auka arð­semi grein­ar­innar með því að sækja minni afla með færri skipum og minni til­kostn­aði. Þetta er hvorki meira né minna en bylt­ing í atvinnu­háttum þjóðar sem löngum hefur byggt afkomu sína á frjálsum og tak­marka­lausum veið­um. Afleið­ing­arnar hafa verið djúp­stæðar og langvar­andi, einkum í mörgum sjáv­ar­plássum á lands­byggð­inni, ekki síst á Vest­fjörð­u­m. 

2. En er fram­salið nauð­syn­legt?

Fram­salið þjónar öðru meg­in­mark­miði kerf­is­ins, nefni­lega að fækka skipum við að sækja tak­mark­aðan afla og draga þannig úr kostn­aði. Af því leiðir aukin hag­kvæmni og arð­semi. Með skiptum á veiði­heim­ildum geta útgerð­ar­menn aukið sér­hæfn­i.  Þannig hafa veiði­heim­ild­irn­ar, sem upp­haf­lega var úthlutað þeim sem á við­mið­un­ar­árum höfðu gert út, skipt um eig­end­ur. Fjöl­margir útgerð­ar­menn hafa verið keyptir út úr grein­inni. Smám saman hafa veiði­heim­ild­irnar safn­ast á æ færri hend­ur. Þetta er einn helsti galli óbreytts kerf­is, sem og að nýliðun í grein­inni er tor­veld.

Auglýsing

3. En hvers vegna voru auð­linda­gjöld ekki lögð á strax með fram­sal­inu?

Ástæðan er sú að á þeim tíma hafði engin auð­lind­arenta mynd­ast sem and­lag veiði­leyfagjalds.  Sjáv­ar­út­veg­ur­inn var á þeim tíma sokk­inn í skuldir eftir langvar­andi fjár­fest­inga­fyll­erí fyrri ára.  Flot­inn var alltof stór. Það var sam­drátt­ar­skeið 1988 – 94, minnk­andi afli og versn­andi við­skipta­kjör. Flest útgerð­ar­fyr­ir­tæki voru rekin með tapi. Fram­salið var heim­ilað til að hraða hag­ræð­ingu í grein­inni þannig að hún stæði fram­vegis undir auð­linda­gjöld­um. Þetta tók nokkur ár. Næstu árin var lagt á sér­stakt „þró­un­ar­gjald“. Það rann í úreld­inga­sjóð fiski­skipa og átti sinn þátt í bættri afkomu útgerð­ar­inn­ar. Þegar leið nær ald­mót­unum 2000 fór uðlind­arentan vax­andi í skjóli tak­mark­aðrar sókn­ar.

4. Hver er árang­ur­inn?

Mark­miðið með kerf­inu var sem áður sagði tví­þætt: 1) Sjálf­bærar veiðar 2) aukin arð­semi. Árang­ur­inn telst vera við­un­andi. Það eru engir nytja­stofnar innan lög­sög­unnar taldir vera í útrým­ing­ar­hættu. Samt hefur ekki tek­ist að auka afrakstur helstu nytja­stofna til jafns við það sem mest var á lið­inni öld. Veið­arnar eru því sjálf­bærar þótt afrakst­ur­inn sé minni en þegar mest var áður fyrr. En arð­semi veið­anna er með því besta sem ger­ist á heims­vísu. Það er því sem næst ein­göngu því að þakka að rík­is­valdið hefur tak­markað sókn­ina. Í þeim skiln­ingi eru veiði­heim­ild­irnar einka­leyfi. Hand­hafar þeirra öðl­ast einka­rétt sem stendur ekki nein ógn af sam­keppni. Þannig mynd­ast nokkuð sem heitir „auð­lind­arenta“ sem er und­ir­staða auð­linda­gjalda. 

5. Hvað er auð­lind­ar­renta?

Auð­lind­arentan verður til í skjóli tak­mark­aðrar sókn­ar. Henni var áður eytt með tak­marka­lausri sókn og hömlu­lausri sam­keppni. Þegar útgerðin hefur greitt allan kostnað við veið­arnar (fjár­fest­ing­ar- og rekstr­ar­kostn­að, afborg­anir af lán­um, hlut sjó­manna, olíu og veiða­færa­kostn­að, skatta og gjöld) stendur eftir auð­lind­arenta, í skjóli tak­mark­aðrar sókn­ar. Það er þetta sem skýrir stór­bætta arð­semi veið­anna. Deilur s.l. ára­tugi um auð­lind­ar­gjöld snú­ast fyrst og fremst um ráð­stöfun auð­lind­arent­unn­ar. Til­heyrir hún eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, sem hefur tak­markað sókn­ina, og þar með aukið arð­sem­ina? Eða til­heyrir hún útgerð­ar­mann­in­um, sem fékk sinn nýt­ing­ar­rétt í skjóli tak­mark­aðrar sókn­ar? 

Frá og með sein­ustu alda­mótum hefur auð­lind­ar­rentan numið tugum millj­arða króna á ári að með­al­tali. Álögð auð­linda­gjöld hafa hins vegar sjaldn­ast dugað fyrir kostn­aði rík­is­ins af þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg­inn (hafn­ir, haf­rann­sókn­ir, land­helg­is­gæsla, fisk­veiði­stjórn­unin o.s.frv.). Á sama tíma hafa veiði­heim­ild­irnar safn­ast á æ færri hend­ur, uns nú er svo komið að fyr­ir­tækja­sam­steypur fimm fjöl­skyldna ráða yfir meira en helm­ingi allra veiði­heim­ilda. Þessar fjöl­skyldur hafa tekið auð­lind­ar­rent­una til sín í skjóli póli­tísks valds. 

6. Er auð­linda­gjald skattur á lands­byggð­ina?

Auð­linda­gjald er ekki skattur heldur sér­stakt nýt­ing­ar­gjald. Þetta skýrist best með ein­faldri sam­lík­ingu. Sá sem leigir hús­næði borgar leigu­gjald fyrir afnot­in. En hann hefur ekki þar með  keypt íbúð­ina, né heldur hefur hann rétt til að selja hana, veð­setja hana, leigja öðrum eða arf­leiða afkom­endur sína að henni. Leigu­gjald fyrir afnot af íbúð­inni myndar m.ö.o. ekki lögvar­inn eigna­rétt og er tíma­bund­ið.  Hús­eig­and­inn getur sagt leigj­and­anum upp.  Auð­linda­gjald er því með öðrum orðum ekki skattur og þ.a.l ekki skattur á lands­byggð­ina.  Þar sem auð­linda­gjöld renna í þjóð­ar­sjóð eins og t.d. í Alaska og Nor­egi, er þjóð­ar­sjóð­ur­inn sam­eign íbú­anna og kemur öllum að not­um, ekki síst lands­byggð­inni þegar honum er varið til upp­bygg­ingar inn­viða (sam­göng­ur, heil­brigð­is­kerfi, mennta­stofn­an­ir). 

7. Hvernig á að ákvarða auð­linda­gjöld?

Hvernig eru auð­linda­gjöld ákvörð­uð? Það eru einkum tvær aðferðir sem koma til greina: 1) að stjórn­mála­menn ákvarði auð­linda­gjöld frá ári til árs eða 2) að veiði­heim­ild­irnar verði boðnar upp þannig að útgerð­ar­menn sjálfir skil­greini hvað þeir eru reiðu­búnir til að borga fyrir einka­leyfi. Íslend­ingar hafa hingað til valið fyrri kost­inn. Það býður heim póli­tískri spill­ingu af verstu sort, eins og alþjóð­leg reynsla, sem og okkar eig­in, stað­fest­ir.  Miklum auði fylgja mikil völd og áhrif. Það er löngum ljóst að hand­hafar veiði­heim­ild­anna hafa gríð­ar­leg póli­tísk áhrif, í kjör­dæm­unum heima fyrir og á Alþing­i.  Þess vegna hafa auð­linda­gjöldin ein­ungis verið til mála­mynda hingað til. Alþingi hefur sýnt sig að vera ófært um að gæta almanna­hags­muna í þessu máli.

8. Upp­boðs­leiðin er mark­aðs­lausn: Hvers vegna ekki að beita henni?

Rökin fyrir því að hafna upp­boðs­leið­inni voru þau fyrst og fremst, að henni fylgir að öðru jöfnu mikil sam­þjöppun veiði­heim­ilda nema sér­stak­lega séu settar skorður við því. Reynslan sýnir að sam­þjöppun veiði­heim­ilda hefur orðið engu að síður í óbreyttu kerfi. Spurn­ingin snýst því um það, hvers konar reglur eigi að setja sem tak­marka sam­þjöppun veiði­heim­ilda. Setja verður strangar reglur um hámark veiði­heim­ilda í hlut hvers fyr­ir­tækis og fylgja þeim eftir með öfl­ugu eft­ir­liti. Það hefur brugð­ist alger­lega hér á landi. Við eigum að kynna okkur reynslu Fær­ey­ingja, sem hafa farið upp­boðs­leið­ina á und­an­förnum árum. Við getum einnig lært mikið af reynslu Norð­manna, sem sett hafa ítar­lega lög­gjöf um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Til­gang­ur­inn er að tryggja að arð­ur­inn af fisk­veiðum skili sér til byggð­ar­laga á lands­byggð­inni þar sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn er burða­rás atvinnu­lífs­ins. Eðli­legt væri að fela stofnun eins og Þjóð­hags­stofnun var að reikna upp­hæð auð­lind­arent­unnar á ári hverju þannig að við hættum þeim leiða ávana að ríf­ast um stað­reynd­ir. Það verður að telj­ast frá­leitt að byggja ákvörðun um auð­linda­gjöld á úreltum upp­lýs­ingum eins og hér tíðkast. 

9. Hvað er þjóð­ar­sjóð­ur?

Í grein minni Um Ala­ska­mód­elið kom fram að olíu­lind­irnar í Alaska eru lögum sam­kvæmt, sam­eign Ala­ska­búa og að tekjur fylk­is­ins af olíu­vinnsl­unni renna að stærstum hluta í þjóð­ar­sjóð en að hluta er þeim dreift til allra íbúa fylk­is­ins með reglu­bundnum bein­greiðsl­um. Þjóð­ar­sjóð­ur­inn er fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur, sem skilar arði og vöxt­um. Þannig munu Ala­ska­búar njóta arðs af auð­lind­inni, jafn­vel eftir að hún er þrot­in. Svip­aða sögu er að segja af Norð­mönn­um. Tekjur norska rík­is­ins af olíu- og gasauð­lindum Nor­egs hafa nú bráðum í hálfa öld runnið í sér­stakan þjóð­ar­sjóð sem er stærsti fjár­fest­ing­ar­sjóður í heimi.   Síðan þarf að ná póli­tískri sátt um það, hvernig þessum miklu fjár­munum verði best varið með hags­muni allrar þjóð­ar­innar fyrir aug­um.

10. Er ríkið bóta­skylt ef úthlutun veiði­heim­ilda verður breytt?

Svarið við þess­ari spurn­ingu er klárt og kvitt: NEI. Ríkið er ekki bóta­skylt. Laga­text­inn, og vilji lög­gjafans þar með, er skýr. Í 1. grein laga (1990) um stjórn fisk­veiða seg­ir: „Út­hlutun veiði­heim­ilda sam­kvæmt lögum þessum mynda ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra aðila yfir veiði­heim­ild­um“. Skýr­ing á þýð­ingu þessa ákvæðis í nefnd­ar­á­liti hljóðar svo: „Lagt er til að bætt verði inn í 1. gr. til áherslu­aukn­ingar ákvæði þar sem ótví­rætt er tekið fram að úthlutun veiði­heim­ilda skv. lög­unum stofni ekki eign­ar­rétt né skerði for­ræði lög­gjafans til að ákveða síð­ar, án bóta­skyldu til ein­stakra útgerða, breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi við stjórn fisk­veiða. 

Margir ótt­ast að dóms­stólar kunni að líta svo á að útgerð­ar­menn hafi áunnið sér hefð­ar­rétt yfir veiði­heim­ild­un­um, í skjóli aðgerða­leysis Alþing­is. En dóms­stólar hafa tekið á þessu álita­efni. Í dómi Hæsta­réttar nr. 12/2000 segir m.a.: „Til þess verður og að líta að skv. 3. máls­lið 1. gr. lag­anna myndar úthlutun veiði­heim­ilda ekki eigna­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra manna yfir þeim, eins og áður seg­ir.“...“Í skjóli vald­heim­ilda sinna getur Alþingi kveðið nánar á um rétt­inn til fisk­veiða, bundið hann skil­yrðum eða inn­heimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert, vegna breyttrar sjón­ar­miða um ráð­stöfun þeirrar sam­eignar íslensku þjóð­ar­innar sem nytja­stofnar á Íslands­miðum eru.“

Þurfum við frekar vitn­anna við? 

Auglýsing

11. Varist hræðslu­á­róður

Það eru gríð­ar­legir hags­munir í húfi. Þeir sem hafa orðið ofur­rík­ir, í skjóli póli­tísks valds, í óbreyttu kerfi mun skirr­ast einskis við að hræða almenn­ing frá öllum til­lögum um rót­tækar breyt­ing­ar. Til­raunir til að ná samn­ing­um, um inn­köllun lít­ils brots af veiði­heim­ildum á ári hverju (tæki allt að 40 ár!) hafa verið reynd­ar, án árang­urs. Hræðslu­á­róðri verður miskun­ar­laust beitt um að auð­linda­gjöld, sem taki mið af mark­aðs­að­stæð­um, séu skattur á lands­byggð­ina. Fyr­ir­tækin verði lögð í rúst, fjölda­at­vinnu­leysi taki við og fisk­mark­aðir erlendis verði í hættu. Allt þetta og fleira til við­bótar verður notað til að hræða fólk frá raun­hæfum aðgerð­um. Kannski eru að verða sein­ustu for­vöð til að taka á mál­inu af festu, áður en auð­ræðið leysir lýð­ræðið af hólmi. Þá verður of seint að spyrja „hverjir eiga Ísland?“ Svarið verður þá ekki lengur í okkar hönd­um. 

12. En hvað með stjórn­ar­skrána?

Fyrir liggur að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þjóð­ar­innar vill að auð­lindir hennar verði lýstar ævar­andi sam­eign þjóð­ar­innar í nýrri stjórn­ar­skrá. Það á að tryggja með var­an­legum hætti að einka­að­il­ar, inn­lendir og erlend­ir, geti ekki sölsað þær undir sig. Í átta ár hefur þjóðin beðið eftir því að Alþingi tryggi að þjóð­ar­vilj­inn fái að ráða. Það hefur ekki tek­ist hingað til. Við verðum að vera sér­stak­lega á verði gagn­vart öllum til­raunum til mála­miðl­unar sem ekk­ert hald er í. Það er ófrá­víkj­an­leg krafa að gild­andi laga­á­kvæði um að veiði­heim­ildir séu tíma­bundnar og myndi hvorki lögvar­inn eigna­rétt né bóta­skyldu á rík­is­sjóð sé þeim breytt eða þær aft­ur­kall­an­leg­ar, standi óhögguð sem og að gjald­taka fyrir afnota­rétt­inn taki mið af mark­aðs­að­stæð­u­m. 

13. Og auð­lind­irnar eru fleiri – en eru þær okk­ar?

Íslend­ingar eru rík þjóð að nátt­úru­auð­lind­um.  Það á ekki bara við um helstu nytja­stofna innan fisk­veiði­lög­sög­unn­ar.  Það á við um orku­lind­irn­ar, í fall­vötnum og jarð­hita. Það á við um landið og vatn­ið, fyrir utan nátt­úruperlurn­ar, sem munu áfram laða að ferða­menn, þegar veiru­far­aldr­inum linn­ir.  En það skortir mikið á að Íslend­ingar hafi mótað sér fram­sýna auð­linda­stefnu. Krafan um að þjóðin fái notið arðs af fisk­veiði­auð­lind­inni er því bara hluti af stærra máli, af því að sama máli gegnir um aðrar auð­lindir okkar lík­a.  Þess sjást nú þegar merki að jafnt inn­lendir sem erlendir gróða­fíklar seilist eftir eigna­haldi á löndum og orku­lind­um, án þess að þjóðin hafi var­ann á og án þess að stjórn­völd bregð­ist við, svo sem vera bæri. Og það er stutt í það að vatnið - tært og ómengað – verði eft­ir­sóttasta auð­lind Íslands.  Nú þegar er svo komið í heim­inum að vatns­skortur herjar á íbúa margra stærstu borga heims­ins.  Framundan er miskun­ar­laust kapp­hlaup um að kom­ast yfir eign­ar­hald á og umráð yfir vatns­lind­um. Það er kom­inn tími til að Íslend­ingar vakni af dvala sínum og taki til þeirra ráða sem duga í tæka tíð til að tryggja eign­ar­hald sitt á auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. 

...............................................................................

Í fyrri grein minni um Ala­skaarð­inn og Íslands­arf­inn lagði ég til að stjórn­ar­and­staðan tæki nú höndum saman um heild­stæða og fram­kvæm­an­lega aðgerð­ar­á­ætlun um nauð­syn­legar breyt­ingar á fisk­veiði­stjórn­un­inni, eins og hér hefur verið lýst, til að tryggja að þjóðin njóti fram­vegis arðs af auð­lind sinni. Þessa aðgerð­ar­á­ætlun ber að leggja fram í frum­varps­formi á Alþingi. Þar með væri lík­legt að næstu kosn­ingar yrðu í reynd þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um mál­ið. Fyrir liggur að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þjóð­ar­innar styður mál­ið. Málið er brýnt og máls­stað­ur­inn göf­ug­ur. Vilji er allt sem þarf. 

Grein­ar­höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og höf­undur bók­ar­innar Tæpitungu­laust: Lífs­skoðun jafn­að­ar­manns (HB Av 2019) þar sem ítar­legar er fjallað um auð­linda­stefnu jafn­að­ar­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar