Hverjir eru þínir bakverðir?

Jenný Ruth Hrafnsdóttir bendir á að fólk sé tilbúið að flykkjast að baki frumkvöðlum vegna þess að þeir boði betri lausnir, nýja sýn og bjartari framtíð sem við trúum að skapi hagvöxt og þekkingarstörf í samfélaginu.

Auglýsing

Ég er vísi­fjár­fest­ir. Það þýðir að ég starfa við að fylgj­ast með tækni­fram­þróun og nýsköpun og ráð­stafa fjár­magni til ungra sprota­fyr­ir­tækja sem byggja á nýjum og fram­sæknum hug­mynd­um. Vísi­fjár­festar fjár­festa ekki aðeins pen­ingum heldur líka ómældum tíma með sprota­fyr­ir­tækj­um. Okkar starfi er best lýst sem bak­vörðum sem hvetja frum­kvöðla til dáða, hjálpa þeim að finna gott starfs­fólk, tengja þá við fleiri góða bak­verði og spegla hug­myndir og ákvarð­anir út frá okkar reynslu­heimi sem fyrr­ver­andi frum­kvöðlar og bak­verðir ann­arra fyr­ir­tækja. Vísi­fjár­festar koma sjaldn­ast úr fjár­mála­heim­in­um, yfir­leitt eru þeir frum­kvöðlar og fólk með tækni- og mark­aðs­reynslu sem hefur nú tekið sér stöðu bak­varða.

Þrátt fyrir að frum­kvöðlar séu upp til hópa bjart­sýnir og dug­legir þá getur verið þraut­inni þyngra að koma sprota­fyr­ir­tæki á legg. Og þegar þeir mæta ofurefli stór­fyr­ir­tækja sem geta auð­veld­lega lagt þá í krafti tengsla­nets og auð­magns er erfitt að standa einn og óstudd­ur. Þess vegna hefur þeim sprotum farn­ast best sem eru óhræddir við að leita hjálp­ar, starfa í traustu teymi og raða sterkum bak­vörðum umhverfis sig í glímunni við ráð­andi félög á mark­aði og aðrar áskor­anir sem á vegi þeirra verða. Og fólk er til­búið að flykkj­ast að baki frum­kvöðlum vegna þess að þeir boða betri lausnir, nýja sýn og bjart­ari fram­tíð sem við trúum að skapi hag­vöxt og þekk­ing­ar­störf í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Sér­hver mann­eskja sem hefur ein­hvern tím­ann á ævinni mætt ofurefli (t.d. rík­is­valds eins og mót­mælt er í Banda­ríkj­unum þessa dag­ana) veit að það er ógjörn­ingur að standa einn og óstudd­ur. Því leitum við stuðn­ings hjá traustum vinum og fjöl­skyldu og stundum hjá sér­fræð­ing­um. En ekki hafa allir sterkt bak­land sem stappar í þá stál­inu og gefur góð ráð og fyrir börn þá er það alfarið á ábyrgð for­eldra hvort þau fái lausn sinna mála. Og raun­sæ­is­fólk með lítið aflögu veit að það er óðs­manns æði að leggj­ast í bar­áttu við ofurefli og emb­ætt­is­kerfi jafn­vel þó rétt­sýnin sé með þeim í lið­i.   

Um langan tíma hef ég velt því fyrir mér hvort aðferð­ar­fræð­ina og umhverfið sem við byggjum sprota­fyr­ir­tækjum mætti yfir­færa á okkur sem ein­stak­linga.  Það er ekki alveg auð­velt að setja fingur á hvernig hvert okkar sem ein­stak­ling­ar, ólíkt fyr­ir­tækj­um, sköpum hag­vöxt í sam­fé­lag­inu en við lestur greinar Auðar Jóns­dóttur rit­höf­unds á Hvíta­sunnu­dag staldr­aði ég við setn­ing­una: „Er kom­inn tími til að við hugsum um mannúð sem auð­­magn, eitt­hvað sem geti stuðlað að vexti almanna­hags?“ Ég hef velt því fyrir mér um langt skeið hvers vegna við sem sam­fé­lag sjáum ekki sömu tæki­færin í að styðja við sér­hvern ein­stak­ling sem minna má sín eins og sprota­sam­fé­lag­inu hefur farn­ast svo vel að gera umhverfis sprota­fyr­ir­tæki. Það sem hefur líka gerst á und­an­förnum ára­tug er að sumir sprotar hafa vaxið gíf­ur­lega hratt og orðið að risa­fyr­ir­tækj­um, sér­stak­lega í Banda­ríkj­un­um. Er þetta ekki bara sönnun þess að þeir sem fá sterka bak­varða­sveit með hug­vitið að vopni geta skapað mikil verð­mæti. Er þessu eitt­hvað öðru­vísi háttað hjá okkur sem ein­stak­ling­um?

Bak­verðir þurfa að hafa trú á auðnum sem býr innra með öðrum og vera drifnir ein­stak­lingar í að sjá fólk og fyr­ir­tæki vaxa og blómstra. Þeirra hlut­verk er ekki að verja status quo. Þeirra hlut­verk er að styðja fólk í sókn sinni í líf­inu og vera varn­ar­vegg­ur­inn fyrir aft­an. Við þurfum öll bak­verði ef mark­miðið er að byggja sam­fé­lag þar sem geta og hug­vit sér­hvers ein­stak­lings telur og allir vaxa sem per­sónur og leik­end­ur. Hverjir eru þínir bak­verð­ir?Höf­undur er með­eig­andi hjá Crowberry.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar