Hverjir eru þínir bakverðir?

Jenný Ruth Hrafnsdóttir bendir á að fólk sé tilbúið að flykkjast að baki frumkvöðlum vegna þess að þeir boði betri lausnir, nýja sýn og bjartari framtíð sem við trúum að skapi hagvöxt og þekkingarstörf í samfélaginu.

Auglýsing

Ég er vísi­fjár­fest­ir. Það þýðir að ég starfa við að fylgj­ast með tækni­fram­þróun og nýsköpun og ráð­stafa fjár­magni til ungra sprota­fyr­ir­tækja sem byggja á nýjum og fram­sæknum hug­mynd­um. Vísi­fjár­festar fjár­festa ekki aðeins pen­ingum heldur líka ómældum tíma með sprota­fyr­ir­tækj­um. Okkar starfi er best lýst sem bak­vörðum sem hvetja frum­kvöðla til dáða, hjálpa þeim að finna gott starfs­fólk, tengja þá við fleiri góða bak­verði og spegla hug­myndir og ákvarð­anir út frá okkar reynslu­heimi sem fyrr­ver­andi frum­kvöðlar og bak­verðir ann­arra fyr­ir­tækja. Vísi­fjár­festar koma sjaldn­ast úr fjár­mála­heim­in­um, yfir­leitt eru þeir frum­kvöðlar og fólk með tækni- og mark­aðs­reynslu sem hefur nú tekið sér stöðu bak­varða.

Þrátt fyrir að frum­kvöðlar séu upp til hópa bjart­sýnir og dug­legir þá getur verið þraut­inni þyngra að koma sprota­fyr­ir­tæki á legg. Og þegar þeir mæta ofurefli stór­fyr­ir­tækja sem geta auð­veld­lega lagt þá í krafti tengsla­nets og auð­magns er erfitt að standa einn og óstudd­ur. Þess vegna hefur þeim sprotum farn­ast best sem eru óhræddir við að leita hjálp­ar, starfa í traustu teymi og raða sterkum bak­vörðum umhverfis sig í glímunni við ráð­andi félög á mark­aði og aðrar áskor­anir sem á vegi þeirra verða. Og fólk er til­búið að flykkj­ast að baki frum­kvöðlum vegna þess að þeir boða betri lausnir, nýja sýn og bjart­ari fram­tíð sem við trúum að skapi hag­vöxt og þekk­ing­ar­störf í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Sér­hver mann­eskja sem hefur ein­hvern tím­ann á ævinni mætt ofurefli (t.d. rík­is­valds eins og mót­mælt er í Banda­ríkj­unum þessa dag­ana) veit að það er ógjörn­ingur að standa einn og óstudd­ur. Því leitum við stuðn­ings hjá traustum vinum og fjöl­skyldu og stundum hjá sér­fræð­ing­um. En ekki hafa allir sterkt bak­land sem stappar í þá stál­inu og gefur góð ráð og fyrir börn þá er það alfarið á ábyrgð for­eldra hvort þau fái lausn sinna mála. Og raun­sæ­is­fólk með lítið aflögu veit að það er óðs­manns æði að leggj­ast í bar­áttu við ofurefli og emb­ætt­is­kerfi jafn­vel þó rétt­sýnin sé með þeim í lið­i.   

Um langan tíma hef ég velt því fyrir mér hvort aðferð­ar­fræð­ina og umhverfið sem við byggjum sprota­fyr­ir­tækjum mætti yfir­færa á okkur sem ein­stak­linga.  Það er ekki alveg auð­velt að setja fingur á hvernig hvert okkar sem ein­stak­ling­ar, ólíkt fyr­ir­tækj­um, sköpum hag­vöxt í sam­fé­lag­inu en við lestur greinar Auðar Jóns­dóttur rit­höf­unds á Hvíta­sunnu­dag staldr­aði ég við setn­ing­una: „Er kom­inn tími til að við hugsum um mannúð sem auð­­magn, eitt­hvað sem geti stuðlað að vexti almanna­hags?“ Ég hef velt því fyrir mér um langt skeið hvers vegna við sem sam­fé­lag sjáum ekki sömu tæki­færin í að styðja við sér­hvern ein­stak­ling sem minna má sín eins og sprota­sam­fé­lag­inu hefur farn­ast svo vel að gera umhverfis sprota­fyr­ir­tæki. Það sem hefur líka gerst á und­an­förnum ára­tug er að sumir sprotar hafa vaxið gíf­ur­lega hratt og orðið að risa­fyr­ir­tækj­um, sér­stak­lega í Banda­ríkj­un­um. Er þetta ekki bara sönnun þess að þeir sem fá sterka bak­varða­sveit með hug­vitið að vopni geta skapað mikil verð­mæti. Er þessu eitt­hvað öðru­vísi háttað hjá okkur sem ein­stak­ling­um?

Bak­verðir þurfa að hafa trú á auðnum sem býr innra með öðrum og vera drifnir ein­stak­lingar í að sjá fólk og fyr­ir­tæki vaxa og blómstra. Þeirra hlut­verk er ekki að verja status quo. Þeirra hlut­verk er að styðja fólk í sókn sinni í líf­inu og vera varn­ar­vegg­ur­inn fyrir aft­an. Við þurfum öll bak­verði ef mark­miðið er að byggja sam­fé­lag þar sem geta og hug­vit sér­hvers ein­stak­lings telur og allir vaxa sem per­sónur og leik­end­ur. Hverjir eru þínir bak­verð­ir?Höf­undur er með­eig­andi hjá Crowberry.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar