Hverjir eru þínir bakverðir?

Jenný Ruth Hrafnsdóttir bendir á að fólk sé tilbúið að flykkjast að baki frumkvöðlum vegna þess að þeir boði betri lausnir, nýja sýn og bjartari framtíð sem við trúum að skapi hagvöxt og þekkingarstörf í samfélaginu.

Auglýsing

Ég er vísi­fjár­fest­ir. Það þýðir að ég starfa við að fylgj­ast með tækni­fram­þróun og nýsköpun og ráð­stafa fjár­magni til ungra sprota­fyr­ir­tækja sem byggja á nýjum og fram­sæknum hug­mynd­um. Vísi­fjár­festar fjár­festa ekki aðeins pen­ingum heldur líka ómældum tíma með sprota­fyr­ir­tækj­um. Okkar starfi er best lýst sem bak­vörðum sem hvetja frum­kvöðla til dáða, hjálpa þeim að finna gott starfs­fólk, tengja þá við fleiri góða bak­verði og spegla hug­myndir og ákvarð­anir út frá okkar reynslu­heimi sem fyrr­ver­andi frum­kvöðlar og bak­verðir ann­arra fyr­ir­tækja. Vísi­fjár­festar koma sjaldn­ast úr fjár­mála­heim­in­um, yfir­leitt eru þeir frum­kvöðlar og fólk með tækni- og mark­aðs­reynslu sem hefur nú tekið sér stöðu bak­varða.

Þrátt fyrir að frum­kvöðlar séu upp til hópa bjart­sýnir og dug­legir þá getur verið þraut­inni þyngra að koma sprota­fyr­ir­tæki á legg. Og þegar þeir mæta ofurefli stór­fyr­ir­tækja sem geta auð­veld­lega lagt þá í krafti tengsla­nets og auð­magns er erfitt að standa einn og óstudd­ur. Þess vegna hefur þeim sprotum farn­ast best sem eru óhræddir við að leita hjálp­ar, starfa í traustu teymi og raða sterkum bak­vörðum umhverfis sig í glímunni við ráð­andi félög á mark­aði og aðrar áskor­anir sem á vegi þeirra verða. Og fólk er til­búið að flykkj­ast að baki frum­kvöðlum vegna þess að þeir boða betri lausnir, nýja sýn og bjart­ari fram­tíð sem við trúum að skapi hag­vöxt og þekk­ing­ar­störf í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Sér­hver mann­eskja sem hefur ein­hvern tím­ann á ævinni mætt ofurefli (t.d. rík­is­valds eins og mót­mælt er í Banda­ríkj­unum þessa dag­ana) veit að það er ógjörn­ingur að standa einn og óstudd­ur. Því leitum við stuðn­ings hjá traustum vinum og fjöl­skyldu og stundum hjá sér­fræð­ing­um. En ekki hafa allir sterkt bak­land sem stappar í þá stál­inu og gefur góð ráð og fyrir börn þá er það alfarið á ábyrgð for­eldra hvort þau fái lausn sinna mála. Og raun­sæ­is­fólk með lítið aflögu veit að það er óðs­manns æði að leggj­ast í bar­áttu við ofurefli og emb­ætt­is­kerfi jafn­vel þó rétt­sýnin sé með þeim í lið­i.   

Um langan tíma hef ég velt því fyrir mér hvort aðferð­ar­fræð­ina og umhverfið sem við byggjum sprota­fyr­ir­tækjum mætti yfir­færa á okkur sem ein­stak­linga.  Það er ekki alveg auð­velt að setja fingur á hvernig hvert okkar sem ein­stak­ling­ar, ólíkt fyr­ir­tækj­um, sköpum hag­vöxt í sam­fé­lag­inu en við lestur greinar Auðar Jóns­dóttur rit­höf­unds á Hvíta­sunnu­dag staldr­aði ég við setn­ing­una: „Er kom­inn tími til að við hugsum um mannúð sem auð­­magn, eitt­hvað sem geti stuðlað að vexti almanna­hags?“ Ég hef velt því fyrir mér um langt skeið hvers vegna við sem sam­fé­lag sjáum ekki sömu tæki­færin í að styðja við sér­hvern ein­stak­ling sem minna má sín eins og sprota­sam­fé­lag­inu hefur farn­ast svo vel að gera umhverfis sprota­fyr­ir­tæki. Það sem hefur líka gerst á und­an­förnum ára­tug er að sumir sprotar hafa vaxið gíf­ur­lega hratt og orðið að risa­fyr­ir­tækj­um, sér­stak­lega í Banda­ríkj­un­um. Er þetta ekki bara sönnun þess að þeir sem fá sterka bak­varða­sveit með hug­vitið að vopni geta skapað mikil verð­mæti. Er þessu eitt­hvað öðru­vísi háttað hjá okkur sem ein­stak­ling­um?

Bak­verðir þurfa að hafa trú á auðnum sem býr innra með öðrum og vera drifnir ein­stak­lingar í að sjá fólk og fyr­ir­tæki vaxa og blómstra. Þeirra hlut­verk er ekki að verja status quo. Þeirra hlut­verk er að styðja fólk í sókn sinni í líf­inu og vera varn­ar­vegg­ur­inn fyrir aft­an. Við þurfum öll bak­verði ef mark­miðið er að byggja sam­fé­lag þar sem geta og hug­vit sér­hvers ein­stak­lings telur og allir vaxa sem per­sónur og leik­end­ur. Hverjir eru þínir bak­verð­ir?



Höf­undur er með­eig­andi hjá Crowberry.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar