Árið 1970 og upp úr

Ástþór Ólafsson skoðar orsök og afleiðingu af fátækt og ójöfnuði í heiminum í dag og sjónarhorn gríska hagfræðingsins og heimspekingsins, Yanis Varoufakis.

Auglýsing

Það er fátt annað sem kemst í umræð­una um þessar mundir en ójöfn­uður og hefur þetta bil á milli ríkra og fátækra verið títt í tungu­máli þjóðar und­an­farin ár. Það er frekar regla en und­an­tekn­ing að und­ir­rit­aður velti þessu fyrir sér á löngum stundum og spyrji: Af hverju er svona mik­ill ójöfn­uður í heim­in­um? Hvers vegna er ver­öldin stöðugt að búa til meiri fátækt?

Svörin hafa verið af ýmsum toga eins og félags­legur darwin­ismi eða að aðeins þeir sterku lifa af og að þeir sem fæð­ast í fjár­hags­lega sterku umhverfi hafi for­skot á að verða ríkir og geta lifað vellyst­ing­ar­lífi í áhyggju­lausri til­vist. Síðan hafa komið fram full­yrð­ingar á borð við að sumar þjóðir séu fátæk­ari en aðr­ar. Það er marg­slungið og flókið svar en á sama tíma krefst ítar­legri útskýr­inga en ein­göngu sem bláköld stað­reynd.

Þegar þetta er borið saman við lestur á bók­inni And The Weak Suffer, What They Must? eftir hag­fræð­ing­inn og heim­spek­ing­inn, Yanis Varoufa­kis, sem kom út árið 2016 þá má segja að þessar spurn­ingar fái sterka mynd en Varoufa­kis tekur saman hvernig hag­kerfið hefur þró­ast frá árinu 1944 til 1971 í þeim til­gangi að skoða af hverju Grikkir urðu gjald­þrota eftir árið 2008 sem er önnur saga. En sam­kvæmt hans heim­ildum er ára­bilið 1950 til 1971 senni­lega gæfu­rík­ustu ár 20. ald­ar­inn­ar. Þetta byrj­aði árið 1940 með sam­komu­lag­inu „Bretton Woods“ sem var sam­þykki á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­þjóða um að halda hag­kerf­inu í góðu jafn­vægi eftir seinni heims­styrj­öld­ina. En eftir árið 1970 kom svo­kallað „Nixon-­sjokk­ið“ eða „Nixon Shock“ sem verður til þess að Banda­ríkin klippa á sam­komu­lagið enda Þýska­land og Frakk­land farin að sví­virða sam­komu­lagið sem gerði Banda­ríkja­mönnum erfitt fyrir að við­halda þessu jafnvægi. Í kjöl­farið á þessu varð til svokölluð „stýrð sundr­ung“ eða „controlled dis­in­tegration“ sem Banda­ríkja­menn settu af stað til að forð­ast verð­bólgu sem þeir og náðu, en bjuggu til mik­inn ójöfnuð og fátækt á sama tíma.

Auglýsing

Bretton Woods sam­komu­lagið

Sam­komu­lagið er frá hug­mynda­smiðju breska hag­fræð­ings­ins John Mayn­ard Key­nes. En hann ásamt öðrum fræði­mönnum töldu hið eina rétta í stöð­unni að Banda­ríkin og Evr­ópa myndu snúa bökum saman og leiða fram sátt og sam­lyndi eftir seinni heims­styrj­öld­ina. Með þessu ættu Banda­ríkin og þjóðir Evr­ópu að aðstoða hvort annað við að halda góðu flæði í milli­ríkja­við­skipt­um. En það varð til þess að á árunum í kringum 1950 til 1971 varð gríð­ar­legur vöxtur sem gerði fólki kleift að lifa í hag­sæld víðs­vegar um heim­inn. Þetta skap­aði umhverfi þar sem hver og einn gat keypt sér fast­eign og lifað vellyst­ing­ar­lífi óháð umhverfi eða landi.

Það var alveg sama hvert var lit­ið, til Suð­ur­-Am­er­íku eða Asíu, allar þjóðir högn­uð­ust á þessum þjóð­ar­við­skiptum með ein­hverjum hætti. Banda­ríkin keyptu mikið af bílum og þvotta­vélum frá Þjóð­verjum á meðan Frakk­land seldi vín, brauð ásamt fleiru og Bret­land Cad­bury súkkulaðið og Ítalir sinn Fíat. Þessi milli­ríkja­við­skipti urðu til þess að allar þjóðir nutu góðs af þessu sam­komu­lagi þannig að afkomu­mestu þjóðir dreifðu hagn­að­inum á milli lít­illa ríkja til að halda góðu jafn­vægi á fast­eigna­mark­aði, atvinnu og lífs­við­ur­væri fólks­ins.

Nixon-­sjokkið

Þegar tutt­ugu og sex ár af stöðugri inn­komu á milli ríkja var búið að eiga sér stað voru aðrar þjóðir farnar að sjá sér leik á borði til að reyna hagn­ast meira. Þýska­land og Frakk­land tóku ákvörðun um að hætta við­skiptum við Banda­ríkin þannig að um tíma voru Banda­ríkin ein­göngu að kaupa vörur af Evr­ópu­þjóðum og þá sér­stak­lega í meira lagi frá Þýska­landi og Frakk­landi sem varð til þess að banda­ríski for­set­inn Ric­hard Nixon kippti Bretton Woods-­sam­komu­lag­inu fljót­lega úr sam­bandi. Það varð til þess að þjóðir í Evr­ópu stóðu frammi fyrir því að geta ekki fram­fleytt sér enda var búið að stóla á við­skipti á milli risanna þriggja: Banda­ríkj­anna, Þýska­lands og Frakk­lands. Engin þjóð gat tekið við af Banda­ríkj­unum þannig að inn­koma dróst veru­lega saman og verð­bólga fór að mynd­ast.

Stýrð sundr­ung

Í kjöl­farið á Nixon-­sjokk­inu tóku Banda­ríkin ákvörðun um að verða afkomu­mesta þjóðin án þess að vera mikið í við­skiptum við aðrar þjóðir eins og átti sér stað áður fyrr. Heldur nýttu Banda­ríkin sér hluta­bréfa­mark­að­inn „Wall Street“ til þess að ná því mark­miði að verða afkomu­mesta þjóð heims. Þarna verða straum­hvörf í við­skiptum á milli landa og fyr­ir­tækja þar sem lausafé fyr­ir­tækja fór meira í fjár­fest­ingar á hluta­bréfa­mark­að­inum en í inn­viði: Starfs­fólk. En banda­ríski hag­fræð­ing­ur­inn Paul Volcker mælti með svo­kall­aðri „stýrðri sundr­ung“ eða „controlled dis­in­tegration“ sem þýddi að auka ætti vexti til að búa til aðdrátt­ar­afl fyrir fyr­ir­tæki fyrir utan Banda­ríkin í við­skiptum með hluta­bréf. Þannig að fyr­ir­tækin gátu ávaxtað sinn gróða en þurftu að fórna sínu starfs­fólki með því að lækka laun þess og skerða lífs­við­ur­væri þess.

Þarna náði Volcker að gera Banda­ríkin að afkomu­mestu þjóð án þess að selja nokkurn varn­ing og á sama tíma eiga engin við­skipti við evr­ópskar þjóðir nema í gegnum hluta­bréf. Þetta bjó til þá glufu sem hefur sífellt verið að aukast í heim­inum í dag vegna þess að fyr­ir­tækin hættu að borga þau laun sem þekkt­ust á árunum 1950 til 1971 sem gat veitt fólki mögu­leika á því að kaupa sína fast­eign, lifa vellyst­ing­ar­lífi og meðal ann­ars kaupa þá vöru í því fyr­ir­tæki sem unnið var í. Með þessu fara fyr­ir­tæki að huga meira að hluta­bréfa­mark­að­inum heldur en sínum innvið­um. Verk­smiðjur lok­uðu og fast­eign­ar­verð hækk­aði sem gerði hinum almenna íbúa erfitt fyrir að taka þátt í sam­fé­lag­inu eins og gerð­ist áður fyrr.

Ójöfn­uður og fátækt í heim­inum

Und­ir­rit­aður hefur stöðugt verið að leita af svörum við þessum spurn­ing­um: Af hverju er svona mik­ill ójöfn­uður í heim­in­um? Hvers vegna er ver­öldin stöðugt að búa til meiri fátækt?

Að horfa til félags­legs darwin­isma eða til þess að sumar þjóðir séu fátæk­ari en aðrar fær minna vægi en áður. Enda skiptir þessi þrenna máli: Bretton Woods-­sam­komu­lag­ið, Nixon-­sjokkið og stýrð sundr­ung eru án efa orsök og afleið­ing af þeim heimi sem við búum í í dag.

Að fyr­ir­tækin hafi byrjað að fjár­festa meira í hlut­bréfum heldur en sínu starfs­fólki býr aug­ljós­lega til þessa glufu á milli sem stans­laust er verið að reyna berj­ast fyrir að laga. Þarna stóðu þjóðir meira saman sem gerði minni þjóðum og fólki óháð umhverf­inu kleift að kaupa sína fast­eign og lifa vellyst­ing­ar­lífi.

Þarna verða lyfja­fyr­ir­tæki einnig fyr­ir­ferða­meiri á fjár­mála­mark­að­inum enda komin með fót­inn inn í hluta­bréfa­mark­að­inn. Þá er við­eig­andi að spyrja sig: Er það ástæðan af hverju geð­heilsa fólks er orðin að kaup og sölu hjá þriðja aðila?

Þarna verður líka til gjá sem mynd­ast á milli geð­lækna og sál­fræði­vís­ind­anna og þá kemur önnur spurn­ing: Er djúp og mann­úð­leg sál­fræði hent út fyrir hagnað geð­lyfja?

En það eru auð­vitað skrif fyrir aðra grein, þessar tvær spurn­ing­ar, en áhuga­vert er að velta þessu fyrir sér í þessum sam­an­burði sem á sér stað á þessum tíma, árið 1970 og upp úr.

Höf­undur er seiglu­ráð­gjafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar