Árið 1970 og upp úr

Ástþór Ólafsson skoðar orsök og afleiðingu af fátækt og ójöfnuði í heiminum í dag og sjónarhorn gríska hagfræðingsins og heimspekingsins, Yanis Varoufakis.

Auglýsing

Það er fátt annað sem kemst í umræð­una um þessar mundir en ójöfn­uður og hefur þetta bil á milli ríkra og fátækra verið títt í tungu­máli þjóðar und­an­farin ár. Það er frekar regla en und­an­tekn­ing að und­ir­rit­aður velti þessu fyrir sér á löngum stundum og spyrji: Af hverju er svona mik­ill ójöfn­uður í heim­in­um? Hvers vegna er ver­öldin stöðugt að búa til meiri fátækt?

Svörin hafa verið af ýmsum toga eins og félags­legur darwin­ismi eða að aðeins þeir sterku lifa af og að þeir sem fæð­ast í fjár­hags­lega sterku umhverfi hafi for­skot á að verða ríkir og geta lifað vellyst­ing­ar­lífi í áhyggju­lausri til­vist. Síðan hafa komið fram full­yrð­ingar á borð við að sumar þjóðir séu fátæk­ari en aðr­ar. Það er marg­slungið og flókið svar en á sama tíma krefst ítar­legri útskýr­inga en ein­göngu sem bláköld stað­reynd.

Þegar þetta er borið saman við lestur á bók­inni And The Weak Suffer, What They Must? eftir hag­fræð­ing­inn og heim­spek­ing­inn, Yanis Varoufa­kis, sem kom út árið 2016 þá má segja að þessar spurn­ingar fái sterka mynd en Varoufa­kis tekur saman hvernig hag­kerfið hefur þró­ast frá árinu 1944 til 1971 í þeim til­gangi að skoða af hverju Grikkir urðu gjald­þrota eftir árið 2008 sem er önnur saga. En sam­kvæmt hans heim­ildum er ára­bilið 1950 til 1971 senni­lega gæfu­rík­ustu ár 20. ald­ar­inn­ar. Þetta byrj­aði árið 1940 með sam­komu­lag­inu „Bretton Woods“ sem var sam­þykki á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­þjóða um að halda hag­kerf­inu í góðu jafn­vægi eftir seinni heims­styrj­öld­ina. En eftir árið 1970 kom svo­kallað „Nixon-­sjokk­ið“ eða „Nixon Shock“ sem verður til þess að Banda­ríkin klippa á sam­komu­lagið enda Þýska­land og Frakk­land farin að sví­virða sam­komu­lagið sem gerði Banda­ríkja­mönnum erfitt fyrir að við­halda þessu jafnvægi. Í kjöl­farið á þessu varð til svokölluð „stýrð sundr­ung“ eða „controlled dis­in­tegration“ sem Banda­ríkja­menn settu af stað til að forð­ast verð­bólgu sem þeir og náðu, en bjuggu til mik­inn ójöfnuð og fátækt á sama tíma.

Auglýsing

Bretton Woods sam­komu­lagið

Sam­komu­lagið er frá hug­mynda­smiðju breska hag­fræð­ings­ins John Mayn­ard Key­nes. En hann ásamt öðrum fræði­mönnum töldu hið eina rétta í stöð­unni að Banda­ríkin og Evr­ópa myndu snúa bökum saman og leiða fram sátt og sam­lyndi eftir seinni heims­styrj­öld­ina. Með þessu ættu Banda­ríkin og þjóðir Evr­ópu að aðstoða hvort annað við að halda góðu flæði í milli­ríkja­við­skipt­um. En það varð til þess að á árunum í kringum 1950 til 1971 varð gríð­ar­legur vöxtur sem gerði fólki kleift að lifa í hag­sæld víðs­vegar um heim­inn. Þetta skap­aði umhverfi þar sem hver og einn gat keypt sér fast­eign og lifað vellyst­ing­ar­lífi óháð umhverfi eða landi.

Það var alveg sama hvert var lit­ið, til Suð­ur­-Am­er­íku eða Asíu, allar þjóðir högn­uð­ust á þessum þjóð­ar­við­skiptum með ein­hverjum hætti. Banda­ríkin keyptu mikið af bílum og þvotta­vélum frá Þjóð­verjum á meðan Frakk­land seldi vín, brauð ásamt fleiru og Bret­land Cad­bury súkkulaðið og Ítalir sinn Fíat. Þessi milli­ríkja­við­skipti urðu til þess að allar þjóðir nutu góðs af þessu sam­komu­lagi þannig að afkomu­mestu þjóðir dreifðu hagn­að­inum á milli lít­illa ríkja til að halda góðu jafn­vægi á fast­eigna­mark­aði, atvinnu og lífs­við­ur­væri fólks­ins.

Nixon-­sjokkið

Þegar tutt­ugu og sex ár af stöðugri inn­komu á milli ríkja var búið að eiga sér stað voru aðrar þjóðir farnar að sjá sér leik á borði til að reyna hagn­ast meira. Þýska­land og Frakk­land tóku ákvörðun um að hætta við­skiptum við Banda­ríkin þannig að um tíma voru Banda­ríkin ein­göngu að kaupa vörur af Evr­ópu­þjóðum og þá sér­stak­lega í meira lagi frá Þýska­landi og Frakk­landi sem varð til þess að banda­ríski for­set­inn Ric­hard Nixon kippti Bretton Woods-­sam­komu­lag­inu fljót­lega úr sam­bandi. Það varð til þess að þjóðir í Evr­ópu stóðu frammi fyrir því að geta ekki fram­fleytt sér enda var búið að stóla á við­skipti á milli risanna þriggja: Banda­ríkj­anna, Þýska­lands og Frakk­lands. Engin þjóð gat tekið við af Banda­ríkj­unum þannig að inn­koma dróst veru­lega saman og verð­bólga fór að mynd­ast.

Stýrð sundr­ung

Í kjöl­farið á Nixon-­sjokk­inu tóku Banda­ríkin ákvörðun um að verða afkomu­mesta þjóðin án þess að vera mikið í við­skiptum við aðrar þjóðir eins og átti sér stað áður fyrr. Heldur nýttu Banda­ríkin sér hluta­bréfa­mark­að­inn „Wall Street“ til þess að ná því mark­miði að verða afkomu­mesta þjóð heims. Þarna verða straum­hvörf í við­skiptum á milli landa og fyr­ir­tækja þar sem lausafé fyr­ir­tækja fór meira í fjár­fest­ingar á hluta­bréfa­mark­að­inum en í inn­viði: Starfs­fólk. En banda­ríski hag­fræð­ing­ur­inn Paul Volcker mælti með svo­kall­aðri „stýrðri sundr­ung“ eða „controlled dis­in­tegration“ sem þýddi að auka ætti vexti til að búa til aðdrátt­ar­afl fyrir fyr­ir­tæki fyrir utan Banda­ríkin í við­skiptum með hluta­bréf. Þannig að fyr­ir­tækin gátu ávaxtað sinn gróða en þurftu að fórna sínu starfs­fólki með því að lækka laun þess og skerða lífs­við­ur­væri þess.

Þarna náði Volcker að gera Banda­ríkin að afkomu­mestu þjóð án þess að selja nokkurn varn­ing og á sama tíma eiga engin við­skipti við evr­ópskar þjóðir nema í gegnum hluta­bréf. Þetta bjó til þá glufu sem hefur sífellt verið að aukast í heim­inum í dag vegna þess að fyr­ir­tækin hættu að borga þau laun sem þekkt­ust á árunum 1950 til 1971 sem gat veitt fólki mögu­leika á því að kaupa sína fast­eign, lifa vellyst­ing­ar­lífi og meðal ann­ars kaupa þá vöru í því fyr­ir­tæki sem unnið var í. Með þessu fara fyr­ir­tæki að huga meira að hluta­bréfa­mark­að­inum heldur en sínum innvið­um. Verk­smiðjur lok­uðu og fast­eign­ar­verð hækk­aði sem gerði hinum almenna íbúa erfitt fyrir að taka þátt í sam­fé­lag­inu eins og gerð­ist áður fyrr.

Ójöfn­uður og fátækt í heim­inum

Und­ir­rit­aður hefur stöðugt verið að leita af svörum við þessum spurn­ing­um: Af hverju er svona mik­ill ójöfn­uður í heim­in­um? Hvers vegna er ver­öldin stöðugt að búa til meiri fátækt?

Að horfa til félags­legs darwin­isma eða til þess að sumar þjóðir séu fátæk­ari en aðrar fær minna vægi en áður. Enda skiptir þessi þrenna máli: Bretton Woods-­sam­komu­lag­ið, Nixon-­sjokkið og stýrð sundr­ung eru án efa orsök og afleið­ing af þeim heimi sem við búum í í dag.

Að fyr­ir­tækin hafi byrjað að fjár­festa meira í hlut­bréfum heldur en sínu starfs­fólki býr aug­ljós­lega til þessa glufu á milli sem stans­laust er verið að reyna berj­ast fyrir að laga. Þarna stóðu þjóðir meira saman sem gerði minni þjóðum og fólki óháð umhverf­inu kleift að kaupa sína fast­eign og lifa vellyst­ing­ar­lífi.

Þarna verða lyfja­fyr­ir­tæki einnig fyr­ir­ferða­meiri á fjár­mála­mark­að­inum enda komin með fót­inn inn í hluta­bréfa­mark­að­inn. Þá er við­eig­andi að spyrja sig: Er það ástæðan af hverju geð­heilsa fólks er orðin að kaup og sölu hjá þriðja aðila?

Þarna verður líka til gjá sem mynd­ast á milli geð­lækna og sál­fræði­vís­ind­anna og þá kemur önnur spurn­ing: Er djúp og mann­úð­leg sál­fræði hent út fyrir hagnað geð­lyfja?

En það eru auð­vitað skrif fyrir aðra grein, þessar tvær spurn­ing­ar, en áhuga­vert er að velta þessu fyrir sér í þessum sam­an­burði sem á sér stað á þessum tíma, árið 1970 og upp úr.

Höf­undur er seiglu­ráð­gjafi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar