George Floyd og neyðarástandið í Ameríku

Nýdoktor í sögu Bandaríkjanna við Edinborgar-háskóla skrifar um ástandið í Bandaríkjunum.

Auglýsing

Margir supu hveljur á dög­unum yfir hótun Banda­ríkja­for­seta um að láta her­inn kveða niður mót­mæli sem sprottið hafa í kjöl­far morðs­ins á George Floyd. En sé litið til sög­unnar má full­yrða að banda­rísk yfir­völd hafi – frá tímum þræla­halds til fjölda­fang­els­unar – rekið stríð gagn­vart fólki af afrískum upp­runa. 

Í tæpa öld eftir stofnun Banda­ríkj­anna var þræla­hald fest í sessi laga­lega í gegnum stjórn­ar­skrá alrík­is­ins og stjórn­ar­skrár ein­stakra ríkja í Suðr­inu. Ein af meg­in­á­stæðum þess að alrík­inu voru veitt sér­stök neyð­ar­völd í stjórn­ar­skránni árið 1787 – sömu vald­heim­ildir og gera Don­ald Trump kleift að beita hernum í inn­an­rík­is­málum – var til þess að berja niður þræla­upp­reisn­ir. 

Upp­haf skipu­legrar lög­gæslu í Banda­ríkj­unum má m.a. rekja til svo­kall­aðra þræla­sveita í Suðr­inu. Þær voru skip­aðar hvítum sjálf­boða­liðum sem höfðu leyfi til að beita ofbeldi til að fram­fylgja lögum sem festu þræla­hald í sessi. Sveit­irnar höfðu uppi á stroku­þrælum og skil­uðu þeim til „eig­enda“ sinna, börðu niður upp­reisnir þræla og pynt­uðu þá sem voru taldir hafa brotið reglur þræla­sam­fé­lags­ins. Her­lið alrík­is­ins var svo til taks ef á þurfti að halda, við­búið að aðstoða ríki við að brjóta frels­is­bar­áttu þræla á bak aft­ur. 

Auglýsing

Að loknu borg­ara­stríð­inu árið 1865 voru þræla­sveit­irnar leystar upp. Þræla­hald var afnumið og með end­ur­reisn­inni átti að tryggja að hið nýfengna frelsi yrði ekki ein­ungis orðin tóm. En í Suð­ur­ríkj­unum voru í sömu andrá festar í lög sér­stakar reglur fyrir svarta undir yfir­skrift­inni Black Codes. Mark­miðið var að við­halda und­ir­okun svarts fólks og hneppa það í eins konar vist­ar­band. Fjórt­ánda breyt­ing­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­innar árið 1868 felldi þessi lög úr gildi en sam­kvæmt því voru Banda­ríkja­menn af afrískum upp­runa jafnir öðrum gagn­vart lög­um. 

Á næstu tveimur ára­tugum var farið í kringum breyt­ing­ar­á­kvæðið og fest í lög svokölluð Jim Crow lög­gjöf um Suðrið og víða í Norð­ur­ríkj­unum sem komu á aðskiln­að­ar­stefnu milli svartra og hvítra. Svartir voru jafn­framt úti­lok­aðir frá stjórn­mála­þátt­töku og öðrum borg­ara­legum rétt­ind­um. Hlut­verk lög­regl­unnar var að fram­fylgja aðskiln­að­ar­stefn­unni. Skipu­lagðar sveitir hvítra kyn­þátta­hat­ara, á borð við Ku Kux Klan, ofsóttu áfram og myrtu svart fólk og gátu oft­ast treyst því að lög­regla og dóms­kerfi myndu láta það óátalið. Á þriðja ára­tugnum litu þýskir nas­istar hýru til aðskiln­að­ar­kerf­is­ins og ferð­uð­ust m.a. til Suð­ur­ríkj­anna til að kynna sér aðferðir til að kúga gyð­inga.

Tæpum 90 árum eftir að fjórt­ánda breyt­ing­ar­á­kvæðið var leitt í lög – eða árið 1957 – tók þáver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, Dwight D. Eisen­hower, stjórn yfir þjóð­varð­ar­liði Arkansas og beitti því til að fram­fylgja ákvörðun Hæsta­réttar um að aðskiln­að­ar­stefna skyldi felld úr gildi í skólum lands­ins. Áður hafði rík­is­stjóri Arkansas kallað út her­sveit­irnar til að koma í veg fyrir að svartir nem­endur fengju inn­göngu í skóla. Borg­ara­rétt­inda­bar­áttan sem sigldi í kjöl­farið á sjötta og sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar leiddi til bylt­ingar á rétt­indum og stöðu svartra Banda­ríkja­manna. Aðskiln­að­ar­stefnan var brotin á bak aft­ur, jafn­vel með her­valdi. Í fyrsta sinn þjón­uðu lögin svörtu fólki í stað þess að við­halda und­ir­okun þeirra. Neyð­ar­heim­ildir sem settar voru upp­haf­lega til að berja niður rétt­inda­bar­áttu þeirra voru nú nýttar þeim til stuðn­ings. 

Auglýsing
En kyn­þátta­mis­réttið fann sér nýjan far­veg og skýrasta dæmið um áfram­hald­andi kúgun er að finna í fang­elsum lands­ins. Frá enda­lokum aðskiln­að­ar­stefn­unnar hefur föngum í Banda­ríkj­unum fjölgað um 700 pró­sent. Banda­ríkja­menn eru um 5 pró­sent af fólks­fjölda heims­ins, en um 25 pró­sent allra fanga heims­ins. Mik­ill meiri­hluti er svart fólk, einkum karl­ar, en fólk af öðrum upp­runa verður líka fyrir barð­inu á kyn­þátta­mis­rétt­inu, ekki síst Banda­ríkja­menn frá rómönsku Amer­íku. Í Suð­ur­ríkj­unum getur einn af hverjum þremur karl­mönnum af afrískum upp­runa og einn af hverjum sex af suð­ur­-am­er­ískum upp­runa búist við því að sitja í fang­elsi á ein­hverjum tíma­punkti lífs síns. Tæpur helm­ingur er fang­els­aður fyrir væg og ofbeld­is­laus afbrot, t.d. fyrir vörslu og notkun fíkni­efna en svart fólk er marg­falt lík­legra til að vera hand­tekið fyrir slík brot en hvítt fólk. 

Lög­gjaf­inn átt­aði sig á því á sjö­unda ára­tugnum að náin tengsl voru á milli atvinnu­leysis og glæpa­tíðni. En í stað þess að skapa ný atvinnu­tæki­færi var opin­beru fjár­magni veitt upp­bygg­ingu nýrra fang­elsa þvert um landið og fjölgun (hvítra) lög­reglu­manna í stór­borg­um. Refs­ingar voru auknar og nýjar teg­undir af afbrotum gerð refsi­verð. Hið svo­kall­aða Stríð gegn eit­ur­lyfjum reynd­ist vera stríð gegn svörtu fólki, und­ir­staðan að „nýrri Jim Crow“ aðskiln­að­ar­stefnu eins og lög­fræð­ing­ur­inn Michelle Alex­ander hefur bent á. Í dag eru fleiri svartir ein­stak­lingar í fang­elsi í Banda­ríkj­unum en voru í Suð­ur­-Afr­íku á hátindi aðskiln­að­ar­stefn­unn­ar. 

Glæpa­væð­ing kyn­þáttar birt­ist líka í því að 90 pró­sent þeirra sem eru stopp­að­ir, yfir­heyrðir og leitað á – á afar tæpum laga­legum grund­velli án ástæðu til hand­töku eða leit­ar­heim­ildar – eru af afrískum og suð­ur­-am­er­ískum upp­runa. Skortur er á áreið­an­legri töl­fræði um lög­reglu­of­beldi í Banda­ríkj­un­um, en á und­an­förnum sex árum hafa a.m.k. 100 ein­stak­lingar af afrískum upp­runa lát­ist í varð­haldi lög­reglu. Lög­reglu­menn sem eru valdir að dauða eru nán­ast frið­helgir; á sama tíma­bili var ekki ákært í 99 pró­sent til­vika. Lög­reglu­menn­irnir sem vakta sam­fé­lög svartra eru að mestu hvítir og búa ekki sjálfir á svæð­un­um.  

Þá birt­ist það sem Hannah Arendt hefur vísað til sem bjúg­verpils­á­hrifa í tengslum við stríðið gegn hryðju­verkum í því að lög­regla víg­vopn­ast eins og her í inn­rás­ar­stríði. Her­gögn sem fram­leidd voru fyrir stríðs­rekstur í Afganistan og Írak hafa ratað fyrir til­stilli sér­stakra reglu­gerða til banda­rískra lög­reglu­deilda. Alríkið tryggir með beinum hætti að her­gögn séu notuð gegn banda­rískum borg­urum heima fyrir með því að skylda lög­reglu­deildir sem taka við vopn­unum að beita þeim innan árs. Rann­sóknir sýna fram á skýra fylgni milli her­væð­ingar lög­regl­unnar og fjölg­unar lög­reglu­drápa og -of­beld­is. Frá 2002 hafa svo hund­ruð banda­rískra lög­reglu­manna frá lög­reglu­deildum þvert um landið ferð­ast til Ísra­els þar sem þeir hafa fengið þjálfun frá hernum í eft­ir­lits­að­gerð­um, óeirða­stjórnun og bar­daga­að­ferð­um. Það er því ekki til­viljun að ísra­elskir lög­reglu­menn beita sömu aðferðum og þeim sem urðu George Floyd að bana, eins og sjá mátti af myndum sem dreift var á sam­fé­lags­miðlum nýlega þar sem sjá mátti lög­reglu­menn með hné á hálsi Palest­ínu­manna. 

Mótmæli vegna morðsins á George Floyd í Bandaríkjunum Mynd: EPA

Þegar mót­mæli brjót­ast út vegna lög­reglu­of­beldis og mann­drápa í Banda­ríkj­unum – eins og árið 2014 í kjöl­far morð­anna á Eric Gar­dner í New York og Mich­ael Brown í Fergu­son – mætir lög­reglan almenn­ingi eins og um sé að ræða óvini á víg­velli, vopnuð árás­ar­riffl­um, vél­byssuturn­um, sprengju­vörp­um, drónum og bryn­vörðum öku­tækjum sem líkj­ast helst skrið­drek­um. Það sem Don­ald Trump kallar „lög og reglu“ á því meira skylt við her­lög og her­nám. 

Kröfur mót­mæl­enda um að draga úr fjár­mögnun til (her)lög­regl­unnar og fang­els­is­iðn­að­ar­ins verður að skoða í þessu ljósi. Það eru allt of margir lög­reglu­menn á götum stór­borga Banda­ríkj­anna með allt of mikið af vopnum með það verk­efni að leita uppi glæpi sem rík­is­valdið sjálft hefur búið til, m.a. til að svara eft­ir­spurn hins ábata­sama fang­els­is­iðn­aðar eftir nýjum föng­um. Upp­bygg­ing þessa lög­reglu­ríkis hefur verið á kostnað vel­ferð­ar­rík­is­ins og mennta­kerf­is­ins. 

Frá upp­hafi hafa and­stæð öfl sett mark sitt á sögu Banda­ríkj­anna. Þar hafa tek­ist á frels­is­hug­myndir sem gera ráð fyrir að Banda­ríkin séu land frelsis allra og kyn­þátta­hyggja með áherslu á yfir­burði hinna hvítu. Að und­an­skil­inni end­ur­reisn­inni og borg­ara­rétt­ar­bylt­ing­unni hafa Banda­ríkin einkum verið land fyrir hvítt fólk. Segja má að núver­andi Banda­ríkja­for­seti hafi meðal ann­ars verið kjör­inn til að við­halda þeirri stöðu og halda stríð­inu gegn svörtu fólki áfram. Von­andi verður mót­mæla­aldan í tengslum við morðið á George Floyd upp­hafið að enda­lokum hern­að­ar­ins.

Höf­undur er nýdoktor í sögu Banda­ríkj­anna við Edin­borg­ar-há­skóla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar