Úthaginn, kolefnið og loftslagið

Deildarforseti við Landbúnaðarháskóla Íslands segir að stjórnvöld verði að grípa kostaboð sem landsliðið í landnýtingu hefur sett fram og stórefla um leið þekkingu á kolefnisbúskap Íslands.

Auglýsing

Stór hluti Íslands, eða alls um 53% lands­ins, telst vera úthagi. Þetta eru gróin eða hálf­gróin svæði sem ekki eru brotin til rækt­unar en iðu­lega nýtt til beit­ar. Hlut­fall úthaga sem líka má kalla mólendi er óvenju­lega hátt hér­lend­is. Ann­ars staðar í Evr­ópu er yfir­borðið lands­ins yfir­leitt akur eða skógur en víð­feðm úthaga­svæði eru aftur á móti algeng á þurrka­svæðum jarð­ar. Á Íslandi er ræktað land eins og eyjar í víð­áttu úthag­ans meðan því er öfugt farið víð­ast ann­ars staðar í Evr­ópu.

Moldin er mik­il­vægur þáttur flestra vist­kerfa. Hún er, eins og vatn og and­rúms­loft­ið, ein af und­ir­stöðum lífs á jörð­inni, í senn búsvæði ótelj­andi líf­vera, beður og rót­festa fyrir gróð­ur­inn, geymsla og upp­spretta nær­ing­ar­efna. Moldin varð­veitir meðal ann­ars og miðlar kolefni (C) sem er límið í líf­keðj­unni og allir þekkja nú sem lykil­efni í óða­hlýnun and­rúms­lofts­ins. 

Við Íslend­ingar höfum ekki farið vel með þessar auð­lindir okk­ar, úthag­ann og mold­ina, sum­part vegna van­þekk­ingar en líka þrátt fyrir betri vit­und – það er önnur saga. 

Stað­an 

Athygli og aðgerðir vegna upp­söfn­unar kolefnis í and­rúms­loft­inu á formi koltví­sýr­ings (CO2) hafa hingað til fyrst og fremst beinst að þeim þætti sem teng­ist beinum umsvifum manna, þ.e. sam­göng­um, land­bún­aði, stór­iðju og úrgangslos­un. Lofts­lags­bók­haldið hefur líka lagt meg­in­á­herslu á þessa þætti. Þó hefur lengi verið vitað að mikið magn kolefnis losnar úr mold undir fram­ræstu, ofbeittu og öðru rösk­uðu landi. Athygli alþjóða­sam­fé­lags­ins bein­ist nú æ meira að þessum þætti og Evr­ópu­sam­bandið hefur sett fram kröfu um að losun frá landi verði talin fram með býsna nákvæmum hætti æi opin­beru bók­haldi lands­ins. 

Og hvar stöndum við gagn­vart þeirri kröfu? Á und­an­förnum ára­tugum hefur margt verið gert og umtals­verðrar þekk­ingar aflað um nýt­ingu lands­ins, kolefn­is­bú­skap þess, áhrif fram­ræslu á los­ung gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hverju end­ur­heimt land­gæða, svo sem með vist­heimt eða ræktun skóga, getur skil­að. Samt eru enn fyrir hendi mjög stór þekk­ing­ar­göt – jafn­vel óhætt að segja risa­vaxin – sem nauð­syn­legt er að fylla í til þess að hægt verði að bæta land­nýt­ingu á Íslandi, draga úr losun kolefnis frá land­inu, upp­fylla þær lofts­lags­skuld­bind­ingar sem við höfum und­ir­geng­ist gagn­vart Evr­ópu og ekki síst eigin mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi Íslands árið 2040.

Auglýsing
Í bók­haldi Íslands til lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna árið 2018 var upp­gefin losun Íslands á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum sam­tals 4.800 kt (kílótonn) CO2 ígilda (kolefn­isí­gildi eru umreiknuð gildi sem taka til fleiri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en bara koltví­sýr­ings). Þessi 4.800 kt  CO2 ígilda eru losun vegna beinna umsvifa manna, þ.e. vegna sam­gangna, land­bún­að­ar, iðn­að­ar­ferla og úrgangslos­unar eins og fyrr er lýst. Losun frá fram­ræstu vot­lendi, sem ekki hefur verið form­legur hluti bók­halds­ins hingað til, hefur verið metin á um 8.400 kt CO2, sem er tvö­falt magn þess sem losnar vegna mann­legra umsvifa. Lögð skal áhersla á að í þessum tölum er heil­mikil óvissa og ekki ríkir um þær full sátt. 

Nokkrar til­raunir hafa verið gerðar til að meta kolefn­islosun frá þurrum úthaga byggðar á til­tækri þekk­ingu. Mun­ur­inn á þrengsta og víð­asta mati sem komið hefur út úr þeim útreikn­ingum er yfir  tutt­ugu­faldur eða frá 2.000 upp í 45.000 kt CO2 ígilda á ári. Þetta sýnir í hnot­skurn hve lítið við vitum í raun um kolefn­is­bú­skap þessa gríð­ar­stóra hluta lands­ins.  Mik­ill munur á ofan­greindum mats­tölum stafar fyrst og fremst af mis­mun­andi for­sendum sem menn gefa sér um losun ólíkra land­gerða og ástand þeirra með til­liti til jarð­vegs­rofs o.fl. þátta – land sem er rofið losar kolefni meðan vel­gróið land bindur það. Ofbeitt land missir einnig smám saman kolefn­is­forða sinn. Til að fá áreið­an­lega tölu um heild­ar­losun eða bind­ingu þarf til við­bótar við upp­lýs­ingar um ástand að vita heild­ar­flat­ar­mál ólíkra land­gerða. Þessar upp­lýs­ingar vantar að stórum hluta. 

Tutt­ugu­föld óvissa um losun kolefnis frá íslenskum úthaga er æpandi þekk­ing­ar­gat og end­ur­speglar því miður að ein­hverju leyti áhuga­leysi þeirra sem um hafa véla. Það er afar brýnt að þessu áhuga­leysi linni og að losun frá úthaga verði kort­lögð með ítar­legum hætti; þekk­ing  er grunnur aðgerða til að minnka losun og til að mót­væg­is­að­gerðir séu mark­viss­ar. Rann­sóknir á kolefn­is­bú­skap lands­ins eru ekki fok­dýr geim­vís­indi en krefj­ast vissu­lega yfir­legu og nákvæmni sem hentar vel dokt­or­snemum undir leið­sögn sér­fræð­inga. Þekk­ing á kolefn­is­bú­skap er nauð­syn­leg grunn­þekk­ing sem rann­sókna­sjóðum finnst yfir­leitt ekki spenn­andi að styrkja. Þess vegna þarf sér­stakt fjár­magn frá hinu opin­bera til í að vinna þessar rann­sókn­ir.  

Okkar til­gáta er að bind­ing kolefnis í mold og gróðri ásamt sam­drætti í losun frá fram­ræstu vot­lendi og úthaga – að ógleymdum mann­legum umsvifum – geti verið það mikil að unnt sé á fáum árum að ná kolefn­is­hlut­leysi fyrir allt Ísland. Sam­hliða yrði unnt að kolefn­is­jafna starf­semi er lýtur að nýt­ingu lands­ins, m.a. fram­leiðslu land­bún­að­ar­af­urða með búfé.

Átaks er þörf

Land­bún­að­ar­há­skóli Íslands, Land­græðslan og Skóg­ræktin lögðu á síð­asta hausti – eftir vel heppnað mál­þing um sama efni –  fyrir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og tals­konu rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­um, fjarska hóf­lega áætlun sem færi langt með að stoppa í það stóra þekk­ing­ar­gat sem tíundað er hér að ofan. Átakið mundi meðal tryggja þjálfun þriggja nýrra sér­fræð­ing (nýdokt­ora) á sviði land­nýt­ing­ar, stór­efla inn­viði til jarð­vegs­rann­sókna og skila af sér kolefn­is­forða­korti og -los­un­ar­korti af Íslandi. Með þannig tól að vopni væri hægt að stýra land­bóta­að­gerðum með mark­vissum hætti og fara í land­græðslu- og vist­heimt­ar­að­gerðir þar sem þeirra er mest þörf og mest von um skjótan árang­ur. Ofan­greind áætlun mundi kosta rík­is­sjóð 40–60 millj­ónir á ári í fjögur til fimm ár, eftir því hve vel yrði í lag­t. 

Við höfum lagt áherslu á að átakið skili nýrri sér­fræði­þekk­ingu. Það er mik­il­vægt því margir þeirra vís­inda­manna sem mest hafa feng­ist við rann­sóknir tengdar land­nýt­ingu eru að nálg­ast eft­ir­launa­ald­ur. Átakið mun líka stór­efla alla inn­viði til rann­sókna á svið­inu –verða grunnur að sam­eig­in­legu kolefn­is­setri ofan­greindra stofn­ana og fleiri. Þá hafa við­kom­andi stofn­anir lofað vinnu­fram­lagi vís­inda­manna sinna til verk­efn­is­ins. Mik­il­vægt er að ábyrgðin og stjórn verk­efn­is­ins falli ekki á sömu stofn­anir og sjá um fram­kvæmdir og eft­ir­lit með land­nýt­ingu. Háskóla­sam­fé­lagið þarf að vera í leið­andi stöðu til að tryggja trú­verð­ug­leika og þjálfun dokt­or­snema.

Und­ir­tektir ráða­manna við ofan­greindu til­boði hafa ein­kennst af kurt­eislegri tor­tryggni og hafa litlu sem engu skilað hingað til. Bent hefur verið á sam­keppn­is­sjóði en eins og þegar hefur verið nefnt falla  rann­sóknir á kolefn­is­forða og kolefn­is­flæði illa að mark­miðum sjóð­anna. Þegar hið opin­bera þarf á til­teknum upp­lýs­ingum að halda hefur sýnt sig að ekki er hægt að treysta á sam­keppn­is­sjói til að afla þeirra. Sjóð­irnir geta aftur á móti komið að tengdum rann­sóknum sem falla betur að mark­miðum þeirra.  

Von­andi bera stjórn­völd gæfu til þess að grípa ofan­greint kosta­boð lands­liðs­ins í land­nýt­ingu á lofti og þannig stór­efla þekk­ingu okkar á kolefn­is­bú­skap Íslands – án þeirrar þekk­ingar verður erfitt að skila full­nægj­andi kolefn­is­bók­haldi til alþjóða­sam­fé­lags­ins eða færa sönnur á fyr­ir­hug­aða kolefn­is­jöfnun Íslands.

Höf­undur er deild­ar­for­seti við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar