Miðbakkinn – staður fyrir alla?

Arkitekt segir að það þurfi að vera staðir í almannarýminu þar sem öllum líður eins og þeir tilheyri og séu hluti af einni heild.

Auglýsing

Mið­bakk­inn hefur verið að vakna til lífs­ins, með alls kyns leik og hreyf­ingu, líkt og skemmti­legur andi sé að fær­ast yfir svæð­ið. Hins­vegar getum við spurt okkur hvað koma skal í ljósi hug­mynda fjár­sterkra upp­bygg­ing­ar­að­ila sem kynntar voru til sög­unnar nýver­ið. Til­lagan minnir á risa­stóra köku­sneið sem slítur borg­ina frá höfn­inni og einka­væðir víð­átt­una og haf­flöt­inn. Þessar hug­myndir hafa sem betur fer ekki verið sam­þykktar svo von­andi er fram­tíð svæð­is­ins enn björt. 

Við höfum oft séð slíkar til­lögur áður, sem tikka í öll box við­skipta­lík­ans skipu­lags­mála til þess eins að koma koma gríð­ar­legu bygg­ing­ar­magni í gegn. Þar má meðal ann­ars sjá inn­dregnar hæðir sem hefur lengi verið ein­hvers konar und­ar­leg mála­miðlun til að minnka stórar bygg­ingar – sem verður auð­vitað aldrei raun­in. Svo er útlitið hálf þoku­kennt, ekk­ert ákveðið en samt alls­konar svo ekki sé hægt að kalla þetta “stein­steypukumb­alda” eða “gler­hall­ir”. Þegar myndir af inni­görðum eru skoð­aðar nánar má sjá óbeina fleti, samt án þess að um líf­ræna form­gerð sé að ræða. Meira eins og þessir útlits­fletir hafi verið beinir í upp­hafi en svo teygðir til svo ein­hver myndi ekki kalla þetta „kassa­laga nútíma arki­tekt­úr“. 

Það má kannski segja að það sé nokkuð ósann­gjarnt að rýna í svona myndir og hug­leiða hvers konar arki­tektúr sé á ferð og hvort þetta sem beri fyrir sjónir sé gott eða ekki. Verk­efnið felst nefni­lega ekki í að búa til arki­tektúr heldur sölu­myndir fyrir við­skipta­hug­mynd. Þá þurfum við að spyrja okkur hvort Mið­bakk­inn eigi að vera sölu­vara eða staður fyrir almenn­ing? 

Þegar við horfum aftur í tím­ann þá hefur höfnin í Reykja­vík skipað sér­stakan sess fyrir borg­ina. Þegar ég rifja upp sögur afa míns af stríðs­ár­un­um, eins og þegar hann vitj­aði ætt­ingja sem voru að koma með far­þega­skipi frá Amer­íku, þá hljóm­aði höfnin eins og staður fyrir alla. Hún mynd­aði teng­ingu við umheim­inn og var und­ir­staða lífs­við­ur­væris okk­ar. 

Auglýsing
Það sem er að ger­ast á svæð­inu í dag lofar góðu því það er vísir að sterku almanna­rými. Jákvæð orkan gefur sterk­lega til kynna að svæðið gæti þró­ast í að vera eins og Sout­h­bank í London sem iðar af fjöl­breyti­legu mann­lífi; með hverri menn­ing­ar­stofnun á fætur ann­arri, hjóla­bretta­menn­ingu, úti­leik­húsum og mat­ar­mörk­uðum en líka fág­uðum stíg sem vísar út að ánni Thames. Þetta er ein hug­mynd um hvernig svæðið gæti þró­ast en lík­lega eru margar aðrar góðar leið­ir.

Hvað varðar hin miklu upp­bygg­ing­ar­á­form sem kynnt hafa verið er vert að halda því til haga að jarð­hæðir bygg­inga verða lík­lega opnar almenn­ingi, með kaffi­húsum og slíku. Hafn­ar­kant­ur­inn sem er bíla­stæði í dag verður nú aðgengi­legur hinum almenna borg­ara. Að því leyt­inu til mun verk­efnið aftur tikka í rétt box skipu­lags­mála. Hér erum við þó komin að þeim við­kvæma félags­fræði­lega punkti sem snýr að því hvort okkur finn­ist við til­heyra ákveðnu umhverfi, jafn­vel þó skipu­lags­skil­málar segi að við gerum það. Fjöl­mörg erlend dæmi, af svip­uðum toga með fimm stjörnu hót­el­um, sýna að svona upp­bygg­ing verður ekki fyrir alla hópa sam­fé­lags­ins.

Það er vissu­lega erfitt að gera öll svæði fyrir alla. Við erum nefni­lega fjöl­breyti­leg flóra fólks með mis­mun­andi hug­mynd­ir, vænt­ingar og lífs­við­horf. Engu að síður verða líka að vera til þessir staðir í almanna­rým­inu þar sem öllum líður eins og þeir til­heyri og séu hluti af einni heild. Umhverfið á að halda utan um okkur öll. Höfnin hefur allt til brunns að bera til að vera staður sem tengir borg­ina við víð­áttu­mikið hafið og marg­slungna sögu og menn­ingu. Hún getur verið staður sem tengir okkur öll sam­an; íbúa á öllum aldri en líka ferða­langa sem þyrstir í að sjá marg­breyti­legt mann­líf og víð­áttu­mikið hafið við sund­in. 

Höf­undur er arki­tekt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar