Miðbakkinn – staður fyrir alla?

Arkitekt segir að það þurfi að vera staðir í almannarýminu þar sem öllum líður eins og þeir tilheyri og séu hluti af einni heild.

Auglýsing

Mið­bakk­inn hefur verið að vakna til lífs­ins, með alls kyns leik og hreyf­ingu, líkt og skemmti­legur andi sé að fær­ast yfir svæð­ið. Hins­vegar getum við spurt okkur hvað koma skal í ljósi hug­mynda fjár­sterkra upp­bygg­ing­ar­að­ila sem kynntar voru til sög­unnar nýver­ið. Til­lagan minnir á risa­stóra köku­sneið sem slítur borg­ina frá höfn­inni og einka­væðir víð­átt­una og haf­flöt­inn. Þessar hug­myndir hafa sem betur fer ekki verið sam­þykktar svo von­andi er fram­tíð svæð­is­ins enn björt. 

Við höfum oft séð slíkar til­lögur áður, sem tikka í öll box við­skipta­lík­ans skipu­lags­mála til þess eins að koma koma gríð­ar­legu bygg­ing­ar­magni í gegn. Þar má meðal ann­ars sjá inn­dregnar hæðir sem hefur lengi verið ein­hvers konar und­ar­leg mála­miðlun til að minnka stórar bygg­ingar – sem verður auð­vitað aldrei raun­in. Svo er útlitið hálf þoku­kennt, ekk­ert ákveðið en samt alls­konar svo ekki sé hægt að kalla þetta “stein­steypukumb­alda” eða “gler­hall­ir”. Þegar myndir af inni­görðum eru skoð­aðar nánar má sjá óbeina fleti, samt án þess að um líf­ræna form­gerð sé að ræða. Meira eins og þessir útlits­fletir hafi verið beinir í upp­hafi en svo teygðir til svo ein­hver myndi ekki kalla þetta „kassa­laga nútíma arki­tekt­úr“. 

Það má kannski segja að það sé nokkuð ósann­gjarnt að rýna í svona myndir og hug­leiða hvers konar arki­tektúr sé á ferð og hvort þetta sem beri fyrir sjónir sé gott eða ekki. Verk­efnið felst nefni­lega ekki í að búa til arki­tektúr heldur sölu­myndir fyrir við­skipta­hug­mynd. Þá þurfum við að spyrja okkur hvort Mið­bakk­inn eigi að vera sölu­vara eða staður fyrir almenn­ing? 

Þegar við horfum aftur í tím­ann þá hefur höfnin í Reykja­vík skipað sér­stakan sess fyrir borg­ina. Þegar ég rifja upp sögur afa míns af stríðs­ár­un­um, eins og þegar hann vitj­aði ætt­ingja sem voru að koma með far­þega­skipi frá Amer­íku, þá hljóm­aði höfnin eins og staður fyrir alla. Hún mynd­aði teng­ingu við umheim­inn og var und­ir­staða lífs­við­ur­væris okk­ar. 

Auglýsing
Það sem er að ger­ast á svæð­inu í dag lofar góðu því það er vísir að sterku almanna­rými. Jákvæð orkan gefur sterk­lega til kynna að svæðið gæti þró­ast í að vera eins og Sout­h­bank í London sem iðar af fjöl­breyti­legu mann­lífi; með hverri menn­ing­ar­stofnun á fætur ann­arri, hjóla­bretta­menn­ingu, úti­leik­húsum og mat­ar­mörk­uðum en líka fág­uðum stíg sem vísar út að ánni Thames. Þetta er ein hug­mynd um hvernig svæðið gæti þró­ast en lík­lega eru margar aðrar góðar leið­ir.

Hvað varðar hin miklu upp­bygg­ing­ar­á­form sem kynnt hafa verið er vert að halda því til haga að jarð­hæðir bygg­inga verða lík­lega opnar almenn­ingi, með kaffi­húsum og slíku. Hafn­ar­kant­ur­inn sem er bíla­stæði í dag verður nú aðgengi­legur hinum almenna borg­ara. Að því leyt­inu til mun verk­efnið aftur tikka í rétt box skipu­lags­mála. Hér erum við þó komin að þeim við­kvæma félags­fræði­lega punkti sem snýr að því hvort okkur finn­ist við til­heyra ákveðnu umhverfi, jafn­vel þó skipu­lags­skil­málar segi að við gerum það. Fjöl­mörg erlend dæmi, af svip­uðum toga með fimm stjörnu hót­el­um, sýna að svona upp­bygg­ing verður ekki fyrir alla hópa sam­fé­lags­ins.

Það er vissu­lega erfitt að gera öll svæði fyrir alla. Við erum nefni­lega fjöl­breyti­leg flóra fólks með mis­mun­andi hug­mynd­ir, vænt­ingar og lífs­við­horf. Engu að síður verða líka að vera til þessir staðir í almanna­rým­inu þar sem öllum líður eins og þeir til­heyri og séu hluti af einni heild. Umhverfið á að halda utan um okkur öll. Höfnin hefur allt til brunns að bera til að vera staður sem tengir borg­ina við víð­áttu­mikið hafið og marg­slungna sögu og menn­ingu. Hún getur verið staður sem tengir okkur öll sam­an; íbúa á öllum aldri en líka ferða­langa sem þyrstir í að sjá marg­breyti­legt mann­líf og víð­áttu­mikið hafið við sund­in. 

Höf­undur er arki­tekt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar