Miðbakkinn – staður fyrir alla?

Arkitekt segir að það þurfi að vera staðir í almannarýminu þar sem öllum líður eins og þeir tilheyri og séu hluti af einni heild.

Auglýsing

Miðbakkinn hefur verið að vakna til lífsins, með alls kyns leik og hreyfingu, líkt og skemmtilegur andi sé að færast yfir svæðið. Hinsvegar getum við spurt okkur hvað koma skal í ljósi hugmynda fjársterkra uppbyggingaraðila sem kynntar voru til sögunnar nýverið. Tillagan minnir á risastóra kökusneið sem slítur borgina frá höfninni og einkavæðir víðáttuna og hafflötinn. Þessar hugmyndir hafa sem betur fer ekki verið samþykktar svo vonandi er framtíð svæðisins enn björt. 

Við höfum oft séð slíkar tillögur áður, sem tikka í öll box viðskiptalíkans skipulagsmála til þess eins að koma koma gríðarlegu byggingarmagni í gegn. Þar má meðal annars sjá inndregnar hæðir sem hefur lengi verið einhvers konar undarleg málamiðlun til að minnka stórar byggingar – sem verður auðvitað aldrei raunin. Svo er útlitið hálf þokukennt, ekkert ákveðið en samt allskonar svo ekki sé hægt að kalla þetta “steinsteypukumbalda” eða “glerhallir”. Þegar myndir af innigörðum eru skoðaðar nánar má sjá óbeina fleti, samt án þess að um lífræna formgerð sé að ræða. Meira eins og þessir útlitsfletir hafi verið beinir í upphafi en svo teygðir til svo einhver myndi ekki kalla þetta „kassalaga nútíma arkitektúr“. 

Það má kannski segja að það sé nokkuð ósanngjarnt að rýna í svona myndir og hugleiða hvers konar arkitektúr sé á ferð og hvort þetta sem beri fyrir sjónir sé gott eða ekki. Verkefnið felst nefnilega ekki í að búa til arkitektúr heldur sölumyndir fyrir viðskiptahugmynd. Þá þurfum við að spyrja okkur hvort Miðbakkinn eigi að vera söluvara eða staður fyrir almenning? 

Þegar við horfum aftur í tímann þá hefur höfnin í Reykjavík skipað sérstakan sess fyrir borgina. Þegar ég rifja upp sögur afa míns af stríðsárunum, eins og þegar hann vitjaði ættingja sem voru að koma með farþegaskipi frá Ameríku, þá hljómaði höfnin eins og staður fyrir alla. Hún myndaði tengingu við umheiminn og var undirstaða lífsviðurværis okkar. 

Auglýsing
Það sem er að gerast á svæðinu í dag lofar góðu því það er vísir að sterku almannarými. Jákvæð orkan gefur sterklega til kynna að svæðið gæti þróast í að vera eins og Southbank í London sem iðar af fjölbreytilegu mannlífi; með hverri menningarstofnun á fætur annarri, hjólabrettamenningu, útileikhúsum og matarmörkuðum en líka fáguðum stíg sem vísar út að ánni Thames. Þetta er ein hugmynd um hvernig svæðið gæti þróast en líklega eru margar aðrar góðar leiðir.

Hvað varðar hin miklu uppbyggingaráform sem kynnt hafa verið er vert að halda því til haga að jarðhæðir bygginga verða líklega opnar almenningi, með kaffihúsum og slíku. Hafnarkanturinn sem er bílastæði í dag verður nú aðgengilegur hinum almenna borgara. Að því leytinu til mun verkefnið aftur tikka í rétt box skipulagsmála. Hér erum við þó komin að þeim viðkvæma félagsfræðilega punkti sem snýr að því hvort okkur finnist við tilheyra ákveðnu umhverfi, jafnvel þó skipulagsskilmálar segi að við gerum það. Fjölmörg erlend dæmi, af svipuðum toga með fimm stjörnu hótelum, sýna að svona uppbygging verður ekki fyrir alla hópa samfélagsins.

Það er vissulega erfitt að gera öll svæði fyrir alla. Við erum nefnilega fjölbreytileg flóra fólks með mismunandi hugmyndir, væntingar og lífsviðhorf. Engu að síður verða líka að vera til þessir staðir í almannarýminu þar sem öllum líður eins og þeir tilheyri og séu hluti af einni heild. Umhverfið á að halda utan um okkur öll. Höfnin hefur allt til brunns að bera til að vera staður sem tengir borgina við víðáttumikið hafið og margslungna sögu og menningu. Hún getur verið staður sem tengir okkur öll saman; íbúa á öllum aldri en líka ferðalanga sem þyrstir í að sjá margbreytilegt mannlíf og víðáttumikið hafið við sundin. 

Höfundur er arkitekt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar