Kaldir stríðs klækir í fjármálaráðuneytinu

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja ekki ráðningu Þorvalds Gylfasonar í starf og hvernig það lét hana leiða hugann að afa sínum, Halldóri Laxness.

Auglýsing

Aðeins um Þor­vald Gylfa­son, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, og bragð af kalda stríðs klækj­um  í fjár­mála­ráðu­neyt­inu ... Í stuttu máli, á form­legum nót­um: Þor­valdi bauðst nokkuð virt staða, að verða ráð­inn rit­stjóri nor­ræna fræði­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Hann þáði stöð­una, en ráðn­ingin er því háð að hin löndin blessi hana, eða öllu heldur ákveðnir emb­ætt­is­menn hvers lands. 

Í kjöl­farið hefur starfs­maður fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sam­band við kollega í nor­rænu fjár­mála­ráðu­neyt­unum og jafn­framt Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina til að segja að ráðu­neytið á Íslandi geti ekki stutt ráðn­ingu Þor­vald­ar. Ástæð­an? Jú, sam­kvæmt vit­neskju ráðu­neyt­is­ins hefur Þor­valdur ver­ið, og sé enn, for­maður stjórn­mála­afls og telj­ist því vera of póli­tískt virkur til að hægt sé að styðja ráðn­ingu hans. 

Raunar er meint vit­neskja þess sem talar í umboði ráðu­neyt­is­ins röng, en eins og kunn­ugt er bar íslenska ráðu­neytið fyrir sig að þetta stæði á Wikipedia. Þor­valdur var einn stofn­anda Lýð­ræð­is­vakt­ar­innar árið 2013 og leiddi hana til kosn­inga, en síðan hætti hann í stjórn flokks­ins. 

Auglýsing

Við­búið er að margir sem lesa þetta hafi lesið bréfin sem fóru á milli finnska emb­ætt­is­manns­ins og þess íslenska, en sýn­is­horn má m.a. sjá hér.

Í ljós hefur komið að íslenski starfs­mað­ur­inn heitir Ólafur Heiðar Helga­son og er sér­fræð­ingur á skrif­stofu efna­hags­mála. Áhuga­vert er hvernig fjár­mála­ráðu­neytið og fjár­mála­ráð­herra virð­ast firra sig ábyrgð á gjörðum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, en í frétt á Vis­ir.is má les­a: „Hin nor­ræna stýrinefnd tók ákvörðun um hver var feng­inn til að gegna starf­inu. Sjón­ar­mið­unum sem um ræðir var komið á fram­færi af ráðu­neyt­inu og ekki borin undir ráð­herra né aðra á skrif­stofu yfir­stjórnar ráðu­neyt­is­ins,“ segir meðal ann­ars í útskýr­ingum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna máls­ins sem vakið hefur mikla athygl­i.“ 

Gátt­aður Finni

Og þá að óform­legri hluta þessa pistils: Af því sem ég fæ best séð býðst Þor­valdi þarna að fá að rit­stýra virtu mál­gagni á vett­vangi Norð­ur­land­anna, en það tæki­færi virð­ist vera eyði­lagt af íslenskum öflum í póli­tík­inni sem hafa lík­lega styggst vegna sam­fé­lags­gagn­rýni hans í gegnum tíð­ina. 

Spjótin standa á ungan starfs­mann ráðu­neyt­is­ins, téðan Ólaf Heið­ar, en auð­vitað ályktar maður að hann hljóti að hafa talið sig orða vilja íslenska ráðu­neyt­is­ins í anda og skjóli yfir­boð­ara sinna – sem þó virð­ast kjósa að firra sig allri ábyrgð. 

Af bréfa­skrif­unum að dæma virð­ist finnski emb­ætt­is­mað­ur­inn, Markku Sten­borg, klóra sér í hausnum yfir við­brögðum íslenska ráðu­neyt­is­ins og lái honum eng­um. Raunar er nokkuð kostu­legt að lesa eft­ir­far­andi línur sem hann sendir íslenska ráðu­neyt­is­starfs­mann­in­um: Dear Olaf­ur, I am very sur­prised by this messa­ge. Could you ple­ase open up your think­ing and rationa­lize the view? On paper, he seems an extrem­ely qualified candi­da­te. We would like to make an infor­med decision her­e. Best reg­ards, Markku Sten­borgSvo maður leiki sér að því að þýða þetta í inn­blás­inni þýð­ingu og tjá und­ir­liggj­andi tón orð­send­ing­ar­inn­ar, þá mætti útleggja hana á þessa leið: Kæri Ólaf­ur, Ég er gátt­aður á þessum skila­boð­um. Viltu vin­sam­leg­ast víkka út klesst hug­skot­ið, já, taka haus­inn út úr óæðri end­anum á þér, og færa rök fyrir hugs­ana­villu þinni? Svart á hvítu, ekki er annað að sjá en hér sé á ferð sér­stak­lega hæfur maður í starf­ið. Hér á bæ leggjum við í vana okkar að taka vel upp­lýstar, fag­legar ákvarð­anir og kjósum að íslenska fjár­mála­ráðu­neytið myndi gera hið sama. Bestu kveðj­ur, Markku Sten­borg

Þá að tján­ing­ar­frels­inu

Eitt­hvað við þetta mál leiddi hug­ann að móð­urafa mín­um, Hall­dóri Lax­ness, og emb­ætt­is­legum and­byr sem átti til að blása á hann, raddar hans vegna. Hann var, eins og þekkt er, póli­tískt þenkj­andi og tákn­rænn í umræðu um sós­í­al­isma. 

Á mik­il­vægu augna­bliki á höf­und­ar­ferli hans, þegar hann hafði gefið út skáld­sög­una Sjálf­stætt fólk í Banda­ríkj­un­um, árið 1946, við eft­ir­tekt­ar­verða vel­gengni, fóru íslensk stjórn­völd fram á það við banda­rísk stjórn­völd að rann­sókn yrði gerð á skatta­málum hans, en þá var Bjarni Bene­dikts­son utan­rík­is­ráð­herra. Um þetta leyti var Hall­dór að gefa út Atóm­stöð­ina sem kom út árið 1948 og var inn­legg í póli­tískt hita­mál, varn­ar­mál og her­stöð­ina í Kefla­vík. 

Á mbl.is má lesa grein um mála­vexti í skatta­málum Lax­ness í Banda­ríkj­un­um, en hún er byggð á bók Hall­dórs Guð­munds­sonar um hann: 

Í þess­ari klausu úr henni kemur m.a. fram að þáver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi hafi í febr­ú­ar, árið 1948 og mán­uði fyrir útgáfu Atóm­stöðv­ar­inn­ar, skrifað eft­ir­far­andi orð: 

„At­hugið að orðstír Lax­ness myndi skað­ast var­an­lega ef við komum því til skila að hann sé að reyna að kom­ast undan tekju­skatti." Trimble er bent á að það sé hlut­verk þeirra sem greiddu Hall­dóri höf­und­ar­launin að halda eftir því sem banda­rísk skatt­yf­ir­völd eiga að fá. Engu að síður er málið kannað og fær sendi­ráðið nákvæmt yfir­lit yfir höf­und­ar­laun Hall­dórs fyrir Sjálf­stætt fólk.

Leiða má líkur að því að fram­ganga íslenskra yfir­valda hafi stöðvað frek­ari þunga­vigtar útgáfu á verkum hans í Banda­ríkj­unum næstu ára­tug­ina, þrátt fyrir vel­gengn­ina, enda er vitað að banda­ríski útgef­and­inn fékk fyr­ir­spurnir um Lax­ness frá FBI, en á vef Gljúfra­steins stend­ur: 

Skáldsagan ­Sjálf­stætt fólk eftir Hall­dór Lax­ness kom út í jan­úar 1997 hjá Vin­ta­ge-­bóka­for­lag­inu í Banda­ríkj­unum sem er hluti af Random House útgáfu­sam­steyp­unni. Bókin var gefin út vestra af sömu sam­steypu árið 1946 og seld­ist þá í hálfri milljón ein­taka á um það bil hálfum mán­uði. Engin bók Hall­dórs Lax­ness hafði frá þeim tíma komið út hjá stóru bóka­for­lagi í Banda­ríkj­un­um. 

Nú hefði maður haldið að klækja­brögð Kalda stríðs­ins ættu að vera liðin tíð, svo fjar­læg að til­hugs­unin um að emb­ætt­is­maður í íslensku ráðu­neyti, fæddur 1992, væri smit­aður af anda þeirra þætti í hæsta máta frá­leitt. 

En nei! 

Og maður hefði haldið að flokk­ur­inn sem hefur kennt sig við frelsi, í oft á tíðum naívt hann­aðri orð­ræðu stjórn­mál­anna, ætti að gæta þess að grunn­gildum þess sé fylgt í ráðu­neyt­inu sem hann stjórnar og um leið fyr­ir­byggja að und­ir­sátar ráð­herra telji að línan sé að stjak­setja frelsið í nafni frels­is. Allt snýst þetta jú um tján­ing­ar­frelsi. 

Að skapa and­rými þess í sam­fé­lag­inu á þann hátt að borg­arar geti öruggir tjáð póli­tíska sýn sína og gagn­rýnt það sem þeim þykir miður fara, án þess að ótt­ast að það muni kosta að yfir­völd reyni að bregða fæti fyrir þá í fram­tíð­inni, slíkur ótti getur jú þaggað niður í fólki. Þor­valdur hefur vissu­lega póli­tíska rödd og þykir aktívur maður í sam­fé­lags­um­ræð­unni. En er veru­leik­inn sá að þeir sem hafa póli­tíska rödd, gagn­rýnir á núver­andi vald­hafa, þurfi að búa við ótta um að íslenska ríkið eigi til að beita sér fyrir því að brjóta á þeim, til dæmis með því að hefta atvinnu­mögu­leika þeirra á alþjóða­vett­vangi?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit