Kaldir stríðs klækir í fjármálaráðuneytinu

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja ekki ráðningu Þorvalds Gylfasonar í starf og hvernig það lét hana leiða hugann að afa sínum, Halldóri Laxness.

Auglýsing

Aðeins um Þor­vald Gylfa­son, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, og bragð af kalda stríðs klækj­um  í fjár­mála­ráðu­neyt­inu ... Í stuttu máli, á form­legum nót­um: Þor­valdi bauðst nokkuð virt staða, að verða ráð­inn rit­stjóri nor­ræna fræði­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Hann þáði stöð­una, en ráðn­ingin er því háð að hin löndin blessi hana, eða öllu heldur ákveðnir emb­ætt­is­menn hvers lands. 

Í kjöl­farið hefur starfs­maður fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sam­band við kollega í nor­rænu fjár­mála­ráðu­neyt­unum og jafn­framt Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina til að segja að ráðu­neytið á Íslandi geti ekki stutt ráðn­ingu Þor­vald­ar. Ástæð­an? Jú, sam­kvæmt vit­neskju ráðu­neyt­is­ins hefur Þor­valdur ver­ið, og sé enn, for­maður stjórn­mála­afls og telj­ist því vera of póli­tískt virkur til að hægt sé að styðja ráðn­ingu hans. 

Raunar er meint vit­neskja þess sem talar í umboði ráðu­neyt­is­ins röng, en eins og kunn­ugt er bar íslenska ráðu­neytið fyrir sig að þetta stæði á Wikipedia. Þor­valdur var einn stofn­anda Lýð­ræð­is­vakt­ar­innar árið 2013 og leiddi hana til kosn­inga, en síðan hætti hann í stjórn flokks­ins. 

Auglýsing

Við­búið er að margir sem lesa þetta hafi lesið bréfin sem fóru á milli finnska emb­ætt­is­manns­ins og þess íslenska, en sýn­is­horn má m.a. sjá hér.

Í ljós hefur komið að íslenski starfs­mað­ur­inn heitir Ólafur Heiðar Helga­son og er sér­fræð­ingur á skrif­stofu efna­hags­mála. Áhuga­vert er hvernig fjár­mála­ráðu­neytið og fjár­mála­ráð­herra virð­ast firra sig ábyrgð á gjörðum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, en í frétt á Vis­ir.is má les­a: „Hin nor­ræna stýrinefnd tók ákvörðun um hver var feng­inn til að gegna starf­inu. Sjón­ar­mið­unum sem um ræðir var komið á fram­færi af ráðu­neyt­inu og ekki borin undir ráð­herra né aðra á skrif­stofu yfir­stjórnar ráðu­neyt­is­ins,“ segir meðal ann­ars í útskýr­ingum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna máls­ins sem vakið hefur mikla athygl­i.“ 

Gátt­aður Finni

Og þá að óform­legri hluta þessa pistils: Af því sem ég fæ best séð býðst Þor­valdi þarna að fá að rit­stýra virtu mál­gagni á vett­vangi Norð­ur­land­anna, en það tæki­færi virð­ist vera eyði­lagt af íslenskum öflum í póli­tík­inni sem hafa lík­lega styggst vegna sam­fé­lags­gagn­rýni hans í gegnum tíð­ina. 

Spjótin standa á ungan starfs­mann ráðu­neyt­is­ins, téðan Ólaf Heið­ar, en auð­vitað ályktar maður að hann hljóti að hafa talið sig orða vilja íslenska ráðu­neyt­is­ins í anda og skjóli yfir­boð­ara sinna – sem þó virð­ast kjósa að firra sig allri ábyrgð. 

Af bréfa­skrif­unum að dæma virð­ist finnski emb­ætt­is­mað­ur­inn, Markku Sten­borg, klóra sér í hausnum yfir við­brögðum íslenska ráðu­neyt­is­ins og lái honum eng­um. Raunar er nokkuð kostu­legt að lesa eft­ir­far­andi línur sem hann sendir íslenska ráðu­neyt­is­starfs­mann­in­um: Dear Olaf­ur, I am very sur­prised by this messa­ge. Could you ple­ase open up your think­ing and rationa­lize the view? On paper, he seems an extrem­ely qualified candi­da­te. We would like to make an infor­med decision her­e. Best reg­ards, Markku Sten­borgSvo maður leiki sér að því að þýða þetta í inn­blás­inni þýð­ingu og tjá und­ir­liggj­andi tón orð­send­ing­ar­inn­ar, þá mætti útleggja hana á þessa leið: Kæri Ólaf­ur, Ég er gátt­aður á þessum skila­boð­um. Viltu vin­sam­leg­ast víkka út klesst hug­skot­ið, já, taka haus­inn út úr óæðri end­anum á þér, og færa rök fyrir hugs­ana­villu þinni? Svart á hvítu, ekki er annað að sjá en hér sé á ferð sér­stak­lega hæfur maður í starf­ið. Hér á bæ leggjum við í vana okkar að taka vel upp­lýstar, fag­legar ákvarð­anir og kjósum að íslenska fjár­mála­ráðu­neytið myndi gera hið sama. Bestu kveðj­ur, Markku Sten­borg

Þá að tján­ing­ar­frels­inu

Eitt­hvað við þetta mál leiddi hug­ann að móð­urafa mín­um, Hall­dóri Lax­ness, og emb­ætt­is­legum and­byr sem átti til að blása á hann, raddar hans vegna. Hann var, eins og þekkt er, póli­tískt þenkj­andi og tákn­rænn í umræðu um sós­í­al­isma. 

Á mik­il­vægu augna­bliki á höf­und­ar­ferli hans, þegar hann hafði gefið út skáld­sög­una Sjálf­stætt fólk í Banda­ríkj­un­um, árið 1946, við eft­ir­tekt­ar­verða vel­gengni, fóru íslensk stjórn­völd fram á það við banda­rísk stjórn­völd að rann­sókn yrði gerð á skatta­málum hans, en þá var Bjarni Bene­dikts­son utan­rík­is­ráð­herra. Um þetta leyti var Hall­dór að gefa út Atóm­stöð­ina sem kom út árið 1948 og var inn­legg í póli­tískt hita­mál, varn­ar­mál og her­stöð­ina í Kefla­vík. 

Á mbl.is má lesa grein um mála­vexti í skatta­málum Lax­ness í Banda­ríkj­un­um, en hún er byggð á bók Hall­dórs Guð­munds­sonar um hann: 

Í þess­ari klausu úr henni kemur m.a. fram að þáver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi hafi í febr­ú­ar, árið 1948 og mán­uði fyrir útgáfu Atóm­stöðv­ar­inn­ar, skrifað eft­ir­far­andi orð: 

„At­hugið að orðstír Lax­ness myndi skað­ast var­an­lega ef við komum því til skila að hann sé að reyna að kom­ast undan tekju­skatti." Trimble er bent á að það sé hlut­verk þeirra sem greiddu Hall­dóri höf­und­ar­launin að halda eftir því sem banda­rísk skatt­yf­ir­völd eiga að fá. Engu að síður er málið kannað og fær sendi­ráðið nákvæmt yfir­lit yfir höf­und­ar­laun Hall­dórs fyrir Sjálf­stætt fólk.

Leiða má líkur að því að fram­ganga íslenskra yfir­valda hafi stöðvað frek­ari þunga­vigtar útgáfu á verkum hans í Banda­ríkj­unum næstu ára­tug­ina, þrátt fyrir vel­gengn­ina, enda er vitað að banda­ríski útgef­and­inn fékk fyr­ir­spurnir um Lax­ness frá FBI, en á vef Gljúfra­steins stend­ur: 

Skáldsagan ­Sjálf­stætt fólk eftir Hall­dór Lax­ness kom út í jan­úar 1997 hjá Vin­ta­ge-­bóka­for­lag­inu í Banda­ríkj­unum sem er hluti af Random House útgáfu­sam­steyp­unni. Bókin var gefin út vestra af sömu sam­steypu árið 1946 og seld­ist þá í hálfri milljón ein­taka á um það bil hálfum mán­uði. Engin bók Hall­dórs Lax­ness hafði frá þeim tíma komið út hjá stóru bóka­for­lagi í Banda­ríkj­un­um. 

Nú hefði maður haldið að klækja­brögð Kalda stríðs­ins ættu að vera liðin tíð, svo fjar­læg að til­hugs­unin um að emb­ætt­is­maður í íslensku ráðu­neyti, fæddur 1992, væri smit­aður af anda þeirra þætti í hæsta máta frá­leitt. 

En nei! 

Og maður hefði haldið að flokk­ur­inn sem hefur kennt sig við frelsi, í oft á tíðum naívt hann­aðri orð­ræðu stjórn­mál­anna, ætti að gæta þess að grunn­gildum þess sé fylgt í ráðu­neyt­inu sem hann stjórnar og um leið fyr­ir­byggja að und­ir­sátar ráð­herra telji að línan sé að stjak­setja frelsið í nafni frels­is. Allt snýst þetta jú um tján­ing­ar­frelsi. 

Að skapa and­rými þess í sam­fé­lag­inu á þann hátt að borg­arar geti öruggir tjáð póli­tíska sýn sína og gagn­rýnt það sem þeim þykir miður fara, án þess að ótt­ast að það muni kosta að yfir­völd reyni að bregða fæti fyrir þá í fram­tíð­inni, slíkur ótti getur jú þaggað niður í fólki. Þor­valdur hefur vissu­lega póli­tíska rödd og þykir aktívur maður í sam­fé­lags­um­ræð­unni. En er veru­leik­inn sá að þeir sem hafa póli­tíska rödd, gagn­rýnir á núver­andi vald­hafa, þurfi að búa við ótta um að íslenska ríkið eigi til að beita sér fyrir því að brjóta á þeim, til dæmis með því að hefta atvinnu­mögu­leika þeirra á alþjóða­vett­vangi?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiÁlit