Um Dresden og miðbæi framtíðar

Baldvin Flóki Bjarnason vill að við stöldrum við áður en endurreisum það sem var í úreltum stíl.

Auglýsing

Það er ekki að því hlaupið að ferð­ast milli landa á tímum kóf­s­ins. Það vita þeir sem reyna og þeirra á meðal er ég. Ég var í rútu frá Berlín til Prag. Á tékk­nesku landa­mær­unum var rút­unni snúið við mín vegna, við mik­inn fögnuð sam­far­þega minna. Tékk­nesku landamæra­vörð­unum þótti ég ekki sann­fær­andi þegar ég tjáði þeim að öku­skír­teini sé lög­gilt skil­ríki, og eig­in­lega bara alveg eins og vega­bréf. Eða kannski er ekki að því hlaupið að ferð­ast án vega­bréfs. Ég hefði betur munað eftir því þegar ég fór frá Prag.

Ég var skil­inn eftir við aðal­braut­ar­stöð­ina í Dres­den og rútan og hinir sam­visku­sam­ari ferða­lang­arnir héldu á braut, seinir til Prag. Ég keypti mér gistinótt á hót­eli og hugs­aði með mér að svona gerð­ist bara í bók­um. Þetta var dramat­ískt og meira spenn­andi en hvunn­dag­ur­inn, en ekki nógu spenn­andi til að vera í bíó­mynd. Morg­un­inn eft­ir, áður en ég tók lest aftur til Berlín­ar, þá spáss­er­aði ég um miðbæ Dres­den. Ich bin spazi­eren gegangen.

Dres­den fór illa í seinni heims­styrj­öld­inni og hún ber þess merki. Banda­menn jöfn­uðu hana við jörðu í umdeildri loft­árás í febr­úar 1945, rétt fyrir stríðs­lok. Borgin var áður kölluð „the Jewel Box“ eða skart­gripa­skrínið sökum mik­il­feng­legra barokk­bygg­inga mið­bæj­ar­ins. Núna ein­kenn­ist mið­bær­inn af end­ur­reistum barokk­djásnum ann­ars vegar og hins vegar af hrylli­legum versl­un­ar­mið­stöðv­um. Og á þeim stutta tíma sem ég eyddi í miðbæ Dres­den vökn­uðu því tvær spurn­ing­ar: Af hverju end­ur­reistu menn þessar gömlu bygg­ing­ar? Og af hverju eru nýju bygg­ing­arnar svona ljót­ar?

Fyrri spurn­ing­una má kannski umorða: Af hverju end­ur­reistu menn þessar gömlu bygg­ingar í gömlum stíl í stað­inn fyrir að gera eitt­hvað nýtt og fram­úr­stefnu­legt? Franski heim­spek­ing­ur­inn Jean Baudrill­ard myndi eflaust svara á þá leið að menn væru að reyna að við­halda ákveðnum valda­stiga í því kerfi tákna sem við búum í og reyna að ríg­halda í eitt­hvað sann­leiks- og raun­veru­leika­lög­mál. Og þó svo að ég sé ekki frá því að hann hafi eitt­hvað til síns máls að taka, þá er ég líka á því að maður þarf ekki að vera kunn­ugur franskri tutt­ug­ustu aldar heim­speki til að finn­ast þessi end­ur­bygg­ing ögn furðu­leg. Því að þetta er ekki sögu­leg end­ur­bygg­ing eins og þjóð­veld­is­bær­inn Stöng. Hún er miklu umfangs­meiri en svo og í henni felst ekk­ert sér­stakt fræði­legt gildi. Og þetta er ekki ein­bert við­hald, það þarf ekki að dytta að bygg­ing­unum heldur byggja þær upp á nýtt. Þetta er ekki til­raun til að halda í frum­leikann, í það upp­runa­lega, í áruna eins og Walter Benja­min myndi kannski kalla það. Áran er komin og far­in. Þetta er smá eins og ef Mona Lisa væri brennd og menn ákvæðu að mála hana bara upp á nýtt. Upp­runa­legi mið­bær­inn var jafn­aður við jörðu þegar sprengi­efni rigndi yfir borg­ina og í eld­storm­inum sem geis­aði dag­ana á eft­ir. Það er aug­ljóst að þetta eru ekki upp­runa­legu hús­in. Kalk­steinn­inn er hvítur og nýr en ekki svartur og tærður eins og sá sem finna má í húsum frá 18. öld. Það er ekki nema einn og einn steinn sem hefur verið bjargað úr rúst­unum og not­aður í end­ur­bygg­ing­una.

Ætli þessi end­ur­bygg­ing hafi tákn­rænt gildi? Að end­ur­bygg­ingin tákni end­ur­reisn sem seg­ir, „Komið og sjá­ið, hér var eitt sinn gíf­ur­legt ríki­dæmi!“ En þessi end­ur­reisn er þó í hróp­andi and­stöðu við borgir sem ekki hafa verið sprengdar í loft upp. Pét­urs­kirkjan í Róm seg­ir, „sjá­ið, hér er ríki­dæmi!“ Hvaða máli skiptir það hvar ríki­dæmið var? Hvað annað en að við­halda tákn­rænum erfða­rétti á mik­il­vægi. Dres­den hefur verið end­ur­reist í kerfi tákn­anna, til­veru­réttur hennar og staða byggir ekki á fram­tíð­inni heldur for­tíð­inni. Hún getur sannað mik­il­vægi sitt með því að sýna að hér var ríki­dæmi. Og hér er svo sem ríki­dæmi enn, Dres­den er þekkt fyrir hátækni­iðnað og stundum kölluð „Sil­icon Saxony“ fyrir vik­ið. En það er ekki sama ríki­dæmi og reisti miðbæ í barokkstíl.

En svo getur líka verið að mið­bær­inn hafi verið end­ur­byggður eins og hann var af því að barokkstíll­inn þykir ein­fald­lega svo fal­leg­ur. Og þá komum við að seinni spurn­ing­unni, af hverju eru nýbygg­ing­arnar svona ljót­ar?

Auglýsing
Barokkstíllinn ein­kenn­ist af aft­ur­halds­lausum íburði og hentar því vel í kirkj­ur, öllu er til kostað til dýrðar Guði. Skand­in­av­ískum minima­listum mis­býð­ur. En þeim mis­býður eflaust líka glerið og blikkið sem klæðir versl­un­ar­mið­stöðvar nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Nú er það ekki vegna skrauts­ins heldur smekk­leys­is­ins. Í barokk­inu voru menn ekki feimnir við að eyða pen­ing­um, til hvers eru pen­ingar ef ekki til að búa til eitt­hvað stór­feng­legt og tigna Guð? Nú er Guð dauður en eftir stendur pen­ing­ur­inn. Nýbygg­ing­arnar eru ekki byggðar til skrauts, þær eru fjár­fest­ing­ar. Þær eru byggðar úr ódýrum efnum og munu eflaust ryðga í sundur innan ald­ar. Þær rýma ekki anda og dýrð heldur neyslu. Á milli aðal­braut­ar­stöðv­ar­innar í Dres­den og mið­bæj­ar­ins eru einar fjórar versl­un­ar­mið­stöðv­ar. Restin eru versl­un­ar­stræti. Ef barokkið var hannað til að vekja undrun og upp­lifun hjá fólki, þá eru versl­un­ar­mið­stöðv­arnar hann­aðar til að vekja kaup­mátt­inn með ónot­um. Það er ekk­ert sem hvetur mann til að staldra við og með­taka umhverf­ið, þvert á móti þá leitar maður skjóls í næstu búð. Ef barokkið var til dýrðar Guði, þá eru sam­tíma­bygg­ingar til dýrðar versl­unar og neyslu — til dýrðar kap­ít­als­ins. Kap­ít­alið fjár­festir í eigin tign.

Það er vert að nefna að rústir Frú­ar­kirkj­unnar voru látnar standa í tæpa hálfa öld. Aðrar bygg­ingar voru end­ur­reistar en það sem var eftir af Frú­ar­kirkj­unni var látið standa sem minn­is­varði um ógeðs­lega eyði­legg­ingu stríðs. Rúst­irnar voru minn­is­varði um það sem er horfið og kemur aldrei aft­ur. En eftir að Þýska­land var sam­einað og nýfrjáls­hyggjan tók yfir, þá var kirkjan end­ur­byggð í nýrri og upp­runa­legri mynd. Þar með var hulan lögð yfir horfna tíma og í dag er ekk­ert sem bendir til þess að nokkuð hafi gerst. Núna gengur maður inn í leik­mynd þegar maður virðir Dres­den fyrir sér. Maður tekur þátt í leik­riti sög­unnar og þó svo að ef vel er að gáð, að þá sé hægt að sjá að leik­myndin er ekki ekta, þá er fjórði múr­inn aldrei brot­inn. Leik­ræni gjörn­ing­ur­inn er ekki við­ur­kennd­ur.

Þær eru und­ar­legar and­stæð­urnar í mið­borg Dres­den. Ann­ars vegar eru sál­ar­lausar bygg­ingar í barokkstíl, end­ur­reistar af and­lausum öfl­um, og hins vegar eru snar­geldir og ósjar­mer­andi versl­un­ar­kjarn­ar, reistir með kap­ít­ali fyrir kap­ít­alið. En bil beggja held ég að finna megi eitt­hvað eft­ir­sókn­ar­vert. Það sem liggur að baki barokk­inu, til­raunin til að skapa eitt­hvað stór­brot­ið, eitt­hvað sem kitlar augað og ber þess merki hvers við erum fag­ur­fræði­lega megn­ug, mætti einnig vera til grund­vallar nýbygg­ing­um. Og nýbygg­ing­in, fram­sýnin og fram­tíð­in, mætti vera tekin alvar­leg­ar, frekar en að ríg­halda í það sem horfið er. Barokkið kemur aldrei aft­ur, en það þýðir ekki að við getum ekki skapað eitt­hvað fal­legt. Og á þessum umbrota­tímum kóf­s­ins, þó svo að von­andi séu allir löngu orðnir þreyttir á gagn­rýnni sjálfs­skoð­un, þá hvet ég til umræðu um hvernig fram­tíð við viljum byggja og skilja eftir okk­ur. Stöldrum alla­veg­ana við áður en við end­ur­reisum bara það sem var í úreltum stíl.

Höf­undur er heim­spekinemi búsettur á meg­in­land­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar