Hugleiðing á þjóðhátíð

Árni Már Jensson skrifar nýju stjórnarskránna sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum síðan.

Auglýsing

Á hvaða vegferð eru formenn og stjórnmálaflokkar í lýðræðisríki sem ganga gegn vilja umbjóðenda sinna, þjóðarinnar?

Hinn almenni borg­ari sæk­ist ekki til valda, og enn síður í fé ann­arra, en lítur frekar til stjórn­mála með vænt­ingu um sann­girni, vel­ferð og rétt­læti; að hans eigin sjóðum og ann­arra sé varið af heið­ar­leika og kost­gæfni sam­fé­lag­inu til heilla.

Stjórnmálafólk sæk­ist hins vegar í fulltrúavöld og fé umbjóðenda sinna gegn loforði og drengskap um að hafa jákvæð áhrif á sam­fé­lag­ið. Það er því mik­il­vægt að almenn­ingur og stjórn­mála­fólk brúi sam­skipti sín á milli og til­einki sér það tungu­tak sem elur af sér gagn­kvæman skiln­ing, traust og lausn­ar­mið­aða þjóð­fé­lags­heild í stað sundr­ung­ar. Ger­ist það, mun skiln­ingur fólks á mis­mun­andi þörfum allra og þjóð­fé­lags­ins í heild batna.

Í stjórn­málum er sam­hengi hlut­anna ekki ýkja flókin jafna: Þar sem gagn­sæi er við­haft, er heið­ar­legur ásetn­ingur í fyr­ir­rúmi en hið önd­verða þar sem leynd hvíl­ir. Gagn­sæi og hrein­skipt sam­skipti fólks í millum er upp­skrift að heið­ar­leika, og eru stjórn­mála­menn þar engin und­an­tekn­ing.

Auglýsing
Heið­ar­leiki er gjarnan hátt skrifuð dyggð í mann­legu sam­fé­lagi. Allir vilja vera kenndir við heið­ar­leika, jafn­vel þeir sem vita ekki hvað orð­heldni er. Heið­ar­leiki er sumum með­fæddur en öðrum nauð­syn að læra og iðka í þágu þeirrar dyggðar að vaxa til manns. Heið­ar­leiki er sam­hljómur milli orðs og æðis sem elur af sér traust. Heið­ar­leiki raun­ger­ist þar sem véla­brögð eru ekki við­höfð né aðrar gryfjur eða blekk­ingar mann­legra sam­skipta.

Lýð­ræð­isum­ræðan á Íslandi um lögfestingu nýju stjórn­ar­skrárinnar, verndun auð­linda og nátt­úru, þarf ekki á vél­ráðum að halda til þjónkunar skamm­tíma­hags­munum þröngs hóps útgerðarmanna sem misnota sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar í skjóli keyptra stjórnmála. Umræðan þarf ekki að lit­ast kænsku­brögð­um, heldur krefst heið­ar­leika, gagn­sæis og gagn­rýnnar hugs­un­ar. Ástæðan er skýr; nið­ur­staðan er oft óaft­ur­kræf og varðar kom­andi kyn­slóð­ir.

Átta ár eru liðin frá þeirri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem mark­aði vatna­skil í sögu lýð­veld­is­ins. Skil milli gamla Íslands og hins nýja. Breyt­ing stjórn­ar­skrár­innar með stað­fest­ingu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 20.10.2012 var sú lang­þráða sið­bót sem þjóðin krafð­ist eftir hrun. Stjórnlagaþing og síðar Stjórn­laga­ráð með stuðn­ingi meiri­hluta Alþingis og skipað af rík­is­stjórn, skil­aði breyt­ingum stjórn­ar­skrár­innar með stuðn­ingi 2/3 kjós­enda í sögulegri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Þessi stjórnarskrá þjóðarinnar hefur ekki verið lögfest af Alþingi sem ítrekað brýtur gegn þjóðinni.
Á þjóðhátíðardegi Íslendinga er mér framangreint efst í huga.

Góðar stundir.

Höfundur er áhugamaður um betra líf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar