Hugleiðing á þjóðhátíð

Árni Már Jensson skrifar nýju stjórnarskránna sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum síðan.

Auglýsing

Á hvaða veg­ferð eru for­menn og stjórn­mála­flokkar í lýð­ræð­is­ríki sem ganga gegn vilja umbjóð­enda sinna, þjóð­ar­inn­ar?

Hinn almenni borg­­ari sæk­ist ekki til valda, og enn síður í fé ann­­arra, en lítur frekar til stjórn­­­mála með vænt­ingu um sann­girni, vel­­ferð og rétt­­læti; að hans eigin sjóðum og ann­­arra sé varið af heið­­ar­­leika og kost­­gæfni sam­­fé­lag­inu til heilla.

Stjórn­mála­fólk sæk­ist hins vegar í full­trúa­völd og fé umbjóð­enda sinna gegn lof­orði og dreng­skap um að hafa jákvæð áhrif á sam­­fé­lag­ið. Það er því mik­il­vægt að almenn­ingur og stjórn­­­mála­­fólk brúi sam­­skipti sín á milli og til­­einki sér það tung­u­­tak sem elur af sér gagn­­kvæman skiln­ing, traust og lausn­­ar­mið­aða þjóð­­fé­lags­heild í stað sundr­ung­­ar. Ger­ist það, mun skiln­ingur fólks á mis­­mun­andi þörfum allra og þjóð­­fé­lags­ins í heild batna.

Í stjórn­­­málum er sam­hengi hlut­anna ekki ýkja flókin jafna: Þar sem gagn­­sæi er við­haft, er heið­­ar­­legur ásetn­ingur í fyr­ir­­rúmi en hið önd­verða þar sem leynd hvíl­­ir. Gagn­­sæi og hrein­­skipt sam­­skipti fólks í millum er upp­­­skrift að heið­­ar­­leika, og eru stjórn­­­mála­­menn þar engin und­an­­tekn­ing.

Auglýsing
Heið­ar­leiki er gjarnan hátt skrifuð dyggð í mann­­legu sam­­fé­lagi. Allir vilja vera kenndir við heið­­ar­­leika, jafn­­vel þeir sem vita ekki hvað orð­heldni er. Heið­­ar­­leiki er sumum með­­­fæddur en öðrum nauð­­syn að læra og iðka í þágu þeirrar dyggðar að vaxa til manns. Heið­­ar­­leiki er sam­hljómur milli orðs og æðis sem elur af sér traust. Heið­­ar­­leiki raun­­ger­ist þar sem véla­brögð eru ekki við­höfð né aðrar gryfjur eða blekk­ingar mann­­legra sam­­skipta.

Lýð­ræð­isum­­ræðan á Íslandi um lög­fest­ingu nýju stjórn­­­ar­­skrár­inn­ar, verndun auð­linda og nátt­úru, þarf ekki á vél­ráðum að halda til þjónk­unar skamm­­tíma­hags­munum þröngs hóps útgerð­ar­manna sem mis­nota sam­eig­in­lega fisk­veiði­auð­lind þjóð­ar­innar í skjóli keyptra stjórn­mála. Umræðan þarf ekki að lit­­ast kænsku­brögð­um, heldur krefst heið­­ar­­leika, gagn­­sæis og gagn­rýnnar hugs­un­­ar. Ástæðan er skýr; nið­­ur­­staðan er oft óaft­­ur­kræf og varðar kom­andi kyn­slóð­­ir.

Átta ár eru liðin frá þeirri þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu sem mark­aði vatna­skil í sögu lýð­veld­is­ins. Skil milli gamla Íslands og hins nýja. Breyt­ing stjórn­­­ar­­skrár­innar með stað­­fest­ingu þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­unnar 20.10.2012 var sú lang­­þráða sið­­bót sem þjóðin krafð­ist eftir hrun. Stjórn­laga­þing og síðar Stjórn­­laga­ráð með stuðn­­ingi meiri­hluta Alþingis og skipað af rík­­is­­stjórn, skil­aði breyt­ingum stjórn­­­ar­­skrár­innar með stuðn­­ingi 2/3 kjós­­enda í sögu­legri þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu.

Þessi stjórn­ar­skrá þjóð­ar­innar hefur ekki verið lög­fest af Alþingi sem ítrekað brýtur gegn þjóð­inni.

Á þjóð­há­tíð­ar­degi Íslend­inga er mér fram­an­greint efst í huga.

Góðar stund­ir.

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar