Íslenska á öllum sviðum

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur nítjándi og næst síðasti pistillinn.

Auglýsing

19. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að gera kröfu um og stuðla að því eftir mætti að unnt sé að nota íslensku á öllum svið­um, til allra þarfa.

Umræða um ensk áhrif á íslensku hófst með bresku og síðar banda­rísku her­námi á árum síð­ari heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Hún hefur verið við­var­andi síðan og stundum blossað upp af krafti, t.d. á tímum Kana­sjón­varps­ins upp úr 1960, og sner­ist lengst af um hugs­an­leg áhrif á form máls­ins – einkum orða­forða og setn­inga­gerð. Þótt sú umræða sé vissu­lega enn í gangi hafa áhyggjur fólks á sein­ustu árum fremur beinst að þeim mögu­leika að enskan yfir­taki heil svið og íslenskan hörfi.

Það svið sem helst hefur verið nefnt í þeirri umræðu er hinn sístækk­andi staf­ræni heim­ur. Árið 1997 flutti ég erindi um upp­lýs­inga­tækni og lítil mál­sam­fé­lög, „Informationsteknologien og små sprog­sam­fund“, á nor­rænu mál­nefnda­þingi í Þórs­höfn í Fær­eyj­um. Þar var ég að velta fyrir mér hugs­an­legum áhrifum þess á smá­þjóða­mál eins og íslensku ef málið yrði ekki not­hæft innan tölvu- og upp­lýs­inga­tækn­innar og sagði í íslenskri frum­gerð erind­is­ins:

„Þarna er orðið mik­il­vægur þáttur í dag­legu lífi venju­legs fólks, þar sem móð­ur­málið er ónot­hæft. Takið eftir að þarna er þrennt sem spilar sam­an, og það skapar hætt­una. Um er að ræða mik­il­vægan þátt, en ekki eitt­hvert auka­at­riði; þessi þáttur snertir dag­legt líf, en kemur ekki bara fram ein­stöku sinn­um, við ein­hverjar sér­stakar aðstæð­ur; og þetta á við venju­legt fólk, allan almenn­ing, en ekki ein­göngu sér­fræð­inga á ein­hverju þröngu sviði. Ég held að málið gæti varist sam­spili tveggja þess­ara þátta, en þegar allir þrír koma saman kann að vera hætta á ferð­um. [...]

Auglýsing

Það er alþekkt að dauða­stríð tungu­mála hefst einmitt þegar aðstæður af þessu tagi koma upp; þegar mál er ekki lengur not­hæft við allar aðstæður í hvers­dags­legu lífi almenn­ings. Móð­ur­málið verður þá víkj­andi, það er aðeins hæft til heima­brúks en ekki til neinna alvar­legra hluta. Við slíkar aðstæður hrekkur jafn­vel ríku­legur bók­mennta­arfur og öfl­ugt nýyrða­starf skammt; málið á sér ekki við­reisnar von, og hlýtur að hverfa á til­tölu­lega stuttum tíma. Unga kyn­slóðin sér ekki lengur til­gang í að læra mál­ið, heldur leggur alla áherslu á að til­einka sér erlent mál, ensk­una vænt­an­lega, sem best.“

Allt síðan þetta var hef ég verið þess full­viss að upp­bygg­ing íslenskrar mál­tækni væri ein helsta for­sendan fyrir því að íslenskan gæti lifað til lang­frama. Nú er loks hafið stór­á­tak á því sviði með fram­kvæmd mál­tækni­á­ætl­unar, en í milli­tíð­inni hafa ýmsar aðrar ógn­anir komið til. Fyrir hrun var enska vinnu­mál hjá ýmsum íslenskum útrás­ar­fyr­ir­tækj­um. Með spreng­ingu í komu erlendra ferða­manna hefur ensku­notkun í ferða­þjón­ustu auk­ist gíf­ur­lega og hvers kyns aug­lýs­ingum og merk­ingum á ensku fjölg­að, auk þess sem fyr­ir­tækja­nöfn á ensku blómstra sem aldrei fyrr. Háskóla­kennsla á ensku fer einnig smátt og smátt vax­andi.

Það er for­gangs­mál að vinna að því meg­in­mark­miði íslenskrar mál­stefnu að íslenska verði áfram not­hæf – og notuð – á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, eins og kemur fram í þings­á­lyktun um að efla íslensku sem opin­bert mál á Íslandi sem sam­þykkt var vorið 2019. Við berum öll ábyrgð á því að fram­fylgja þess­ari stefnu.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit