Íslenska á öllum sviðum

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur nítjándi og næst síðasti pistillinn.

Auglýsing

19. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að gera kröfu um og stuðla að því eftir mætti að unnt sé að nota íslensku á öllum svið­um, til allra þarfa.

Umræða um ensk áhrif á íslensku hófst með bresku og síðar banda­rísku her­námi á árum síð­ari heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Hún hefur verið við­var­andi síðan og stundum blossað upp af krafti, t.d. á tímum Kana­sjón­varps­ins upp úr 1960, og sner­ist lengst af um hugs­an­leg áhrif á form máls­ins – einkum orða­forða og setn­inga­gerð. Þótt sú umræða sé vissu­lega enn í gangi hafa áhyggjur fólks á sein­ustu árum fremur beinst að þeim mögu­leika að enskan yfir­taki heil svið og íslenskan hörfi.

Það svið sem helst hefur verið nefnt í þeirri umræðu er hinn sístækk­andi staf­ræni heim­ur. Árið 1997 flutti ég erindi um upp­lýs­inga­tækni og lítil mál­sam­fé­lög, „Informationsteknologien og små sprog­sam­fund“, á nor­rænu mál­nefnda­þingi í Þórs­höfn í Fær­eyj­um. Þar var ég að velta fyrir mér hugs­an­legum áhrifum þess á smá­þjóða­mál eins og íslensku ef málið yrði ekki not­hæft innan tölvu- og upp­lýs­inga­tækn­innar og sagði í íslenskri frum­gerð erind­is­ins:

„Þarna er orðið mik­il­vægur þáttur í dag­legu lífi venju­legs fólks, þar sem móð­ur­málið er ónot­hæft. Takið eftir að þarna er þrennt sem spilar sam­an, og það skapar hætt­una. Um er að ræða mik­il­vægan þátt, en ekki eitt­hvert auka­at­riði; þessi þáttur snertir dag­legt líf, en kemur ekki bara fram ein­stöku sinn­um, við ein­hverjar sér­stakar aðstæð­ur; og þetta á við venju­legt fólk, allan almenn­ing, en ekki ein­göngu sér­fræð­inga á ein­hverju þröngu sviði. Ég held að málið gæti varist sam­spili tveggja þess­ara þátta, en þegar allir þrír koma saman kann að vera hætta á ferð­um. [...]

Auglýsing

Það er alþekkt að dauða­stríð tungu­mála hefst einmitt þegar aðstæður af þessu tagi koma upp; þegar mál er ekki lengur not­hæft við allar aðstæður í hvers­dags­legu lífi almenn­ings. Móð­ur­málið verður þá víkj­andi, það er aðeins hæft til heima­brúks en ekki til neinna alvar­legra hluta. Við slíkar aðstæður hrekkur jafn­vel ríku­legur bók­mennta­arfur og öfl­ugt nýyrða­starf skammt; málið á sér ekki við­reisnar von, og hlýtur að hverfa á til­tölu­lega stuttum tíma. Unga kyn­slóðin sér ekki lengur til­gang í að læra mál­ið, heldur leggur alla áherslu á að til­einka sér erlent mál, ensk­una vænt­an­lega, sem best.“

Allt síðan þetta var hef ég verið þess full­viss að upp­bygg­ing íslenskrar mál­tækni væri ein helsta for­sendan fyrir því að íslenskan gæti lifað til lang­frama. Nú er loks hafið stór­á­tak á því sviði með fram­kvæmd mál­tækni­á­ætl­unar, en í milli­tíð­inni hafa ýmsar aðrar ógn­anir komið til. Fyrir hrun var enska vinnu­mál hjá ýmsum íslenskum útrás­ar­fyr­ir­tækj­um. Með spreng­ingu í komu erlendra ferða­manna hefur ensku­notkun í ferða­þjón­ustu auk­ist gíf­ur­lega og hvers kyns aug­lýs­ingum og merk­ingum á ensku fjölg­að, auk þess sem fyr­ir­tækja­nöfn á ensku blómstra sem aldrei fyrr. Háskóla­kennsla á ensku fer einnig smátt og smátt vax­andi.

Það er for­gangs­mál að vinna að því meg­in­mark­miði íslenskrar mál­stefnu að íslenska verði áfram not­hæf – og notuð – á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, eins og kemur fram í þings­á­lyktun um að efla íslensku sem opin­bert mál á Íslandi sem sam­þykkt var vorið 2019. Við berum öll ábyrgð á því að fram­fylgja þess­ari stefnu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit