Þingsályktunartillaga um siðferðileg gildi og forgangsröðun samþykkt á Alþingi

Heilbrigðisráðherra segir að til þess að ná því að almenningur á Íslandi búi við örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu þar sem aðgengi allra landsmanna sé tryggt sé einsýnt að forgangsraða þurfi fjármunum til heilbrigðisþjónustunnar.

Auglýsing

Í júní 2019 var sam­þykkt á Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­laga heil­brigð­is­ráð­herra um heil­brigð­is­stefnu til árs­ins 2030. Með sam­þykkt stefn­unnar var mik­il­vægum áfanga náð í að skapa sátt um fram­tíð­ar­sýn í heil­brigð­is­þjón­ustu. Stefnan er leið­ar­vísir okkar við upp­bygg­ingu á heild­stæðu, öfl­ugu og enn betra heil­brigð­is­kerf­i. 

Eitt af mark­miðum heil­brigð­is­stefnu er að: „Al­menn sátt ríki um þær sið­ferði­legu meg­in­reglur sem liggi til grund­vallar for­gangs­röðun og ákvörð­unum í heil­brigð­is­kerf­inu og stöðug umræða verði um sið­ferði­leg leið­ar­ljós .“ Sam­kvæmt fimm ára aðgerða­á­ætlun sem heil­brigð­is­ráð­herra lagði fyrir Alþingi í kjöl­far sam­þykktar á heil­brigð­is­stefnu skal þessu mark­miði náð innan þriggja ára. Alþingi hefur nú nýlega sam­þykkt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um sið­ferði­leg gildi og for­gangs­röðum í heil­brigð­is­kerf­inu. Grund­völlur til­lög­unnar er skipu­lögð umræða sem fór fram síð­ast­liðið haust, og heil­brigð­is­þing sem haldið var þann 15. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn sem var til­einkað umræðu um sið­ferði­leg gildi og for­gangs­röð­un. 

Gildi sem almenn sátt ríkir um

Stjórn­endur og starfs­fólk heil­brigð­is­kerf­is­ins standa dag­lega frammi fyrir fjölda erf­iðra ákvarð­ana sem varða líf og heilsu fólks. For­gangs­röðun er liður í dag­legum störfum heil­brigð­is­starfs­fólks. Auknir mögu­leikar við grein­ingu og með­ferð sjúk­dóma með sívax­andi kostn­aði gera kröfur um að ríkið sem greið­andi heil­brigð­is­þjón­ust­unnar for­gangsraði því fjár­magni sem er til umráða. For­gangs­röðun af hálfu stjórn­valda þarf að byggj­ast á skýrum við­miðum og sið­ferði­legum gildum sem öllum eru kunn og ljós þegar erf­iðar ákvarð­anir eru tekn­ar. Um þessi gildi þarf að ríkja almenn sátt í sam­fé­lag­inu. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni kemur fram að ákveðin gildi verði leið­ar­ljós við ákvarð­anir um for­gangs­röðun í heil­brigð­is­kerf­inu. Gildin eru talin upp í mik­il­væg­is­röð. Mann­helgi er grund­vall­ar­gildi sem gengur framar öðrum gild­um, því næst gildið þörf og sam­staða og loks hag­kvæmni og skil­virkni.

Auglýsing
Með mann­helgi er átt við rými sem sér­hver mann­eskja á óskor­aðan rétt yfir og felur í sér áherslu á virð­ingu fyrir mann­legri reisn hvers og eins. Í hug­tak­inu mann­helgi felst enn fremur að allir menn séu jafnir og eigi sama rétt til verndar lífs og við­halds heil­brigðis og að við­ur­kennd og almenn rétt­indi séu virt.  Með gild­unum þörf og sam­staða er átt við að þau sem eru í brýn­ustu þörf fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu á hverjum tíma skulu ganga fyrir og að mik­il­vægt sé að gæta réttar þeirra sem eru í við­kvæmri stöðu, af hvaða ástæðu sem það er, og geta því ekki sjálf leitað réttar síns. Þá er það rétt­læt­is­mál að heil­brigð­is­þjón­usta sé mark­viss, árang­urs­rík og eins hag­kvæm og kostur er. Hag­kvæmni og skil­virkni eru því gildi sem hafa skal að leið­ar­ljósi við for­gangs­röðun í heil­brigð­is­þjón­ust­unni, t.a.m. þegar tekin er ákvörðun um með­ferð.  

Gildin skipta sköpum við ákvarð­ana­töku

Mik­il­vægt er að gildin séu lögð til grund­vallar á öllum stigum ákvarð­ana­töku, þ.e. við dag­leg störf hjá stjórn­völd­um, stjórn­endum í heil­brigð­is­kerf­inu og heil­brigð­is­starfs­fólki.

Þau gera það jafn­framt að verkum að öðrum gildum er for­gangs­raðað neð­ar. Það sam­ræm­ist til dæmis ekki gildum þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar að for­gangs­raða sjúk­lingum á vinnu­færum aldri umfram þá sem eru á líf­eyri því að það er í and­stöðu við gildin mann­helgi og þörf og sam­stöðu. Hags­munir ein­stak­lings­ins koma í þessu til­viki ofar hags­munum sam­neysl­unn­ar. 

Annað dæmi um for­gang gild­anna sem fram koma í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er að það brýtur í bága við mann­helgi og þörf og sam­stöðu að mis­muna fólki eftir þjóð­fé­lags­stöðu þess eða hugs­an­legri þjóð­fé­lags­stöðu þess í fram­tíð­inni. Til­viljun má heldur ekki ráða for­gangs­röð­un, t.d. ef þjón­ustan er tak­mörk­uð. Sú aðferð stríðir gegn gild­inu um þörf og sam­stöðu. Sama má segja um það að láta eft­ir­spurn stýra for­gangs­röð­un. Eft­ir­spurn sprettur iðu­lega af þörf en gæta ber að þeim sem eru í við­kvæmri stöðu og eiga erfitt með að tjá þörf sína. 

Aðeins um að ræða leið­sögn í átt að nið­ur­stöðu

Það er ómögu­legt að gefa ein­faldar leið­bein­ingar eða verk­lags­reglur um for­gangs­röðun í heil­brigð­is­kerf­inu. Óljósar aðstæður og grá svæði munu ávallt vera til stað­ar. Með sið­ferði­legum gildum skap­ast for­sendur fyrir því að kom­ast að með­vit­uðum og ígrund­uðum nið­ur­stöð­um, sem almenn sátt ríkir um. Þær gefa tón­inn í umræð­unni um for­gangs­röð­un. Það er mik­il­vægt að allir geri sér grein fyrir því að end­an­leg ábyrgð á ákvörð­unum um for­gangs­röðun í heil­brigð­is­kerf­inu mun ávallt hvíla á herðum þeirra sem sér­hverju sinni eru í þeirri aðstöðu að taka slíkar ákvarð­an­ir. Þau gildi sem kveðið er á um í þings­á­lyktun Alþingis veita í þeim til­vikum leið­sögn í átt að nið­ur­stöðu sem fengin er með sið­fræði­legri umræðu og rök­ræðu.

Engu að síður er mik­il­vægt að vera á varð­bergi fyrir því að óvið­kom­andi gildi verði notuð við ákvarð­ana­töku um for­gangs­röð­un. Þótt aldrei sé hægt að úti­loka slíkt má minnka þá áhættu með því að til­einka sér sið­ferði­leg gildi sem eru almennt við­ur­kennd og eru til umræðu í heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Þau sið­ferði­legu gildi sem Alþingi hefur ályktað um eiga að sitja djúpt í vit­und þeirra sem taka ákvarð­anir um heil­brigð­is­kerf­ið, þ.e. stjórn­mála­manna, þeirra sem starfa í stjórn­sýsl­unni og þeirra sem starfa við heil­brigð­is­þjón­ustu.

Til að tryggja að gildin mann­helgi, þörf og sam­staða og hag­kvæmni og skil­virkni verði leið­ar­ljós við erf­iðar ákvarð­anir og for­gangs­röðun í heil­brigð­is­þjón­ust­unni og að sátt ríki um sam­ræmda og gagn­sæja for­gangs­röðun er mik­il­vægt að fyrir hendi sé áætlun um inn­leið­ingu gild­anna. Því er brýnt að heil­brigð­is­stofn­anir tryggi heil­brigð­is­starfs­fólki sínu fræðslu og tíma til að til­einka sér þessi sið­ferði­legu gildi og íhuga hvaða þýð­ingu þau hafa fyrir hvern og einn. Jafn­framt er mik­il­vægt að stjórn­völd taki mið af gild­unum við áætl­ana­gerð og stefnu­mót­un. 

For­senda fyrir því að mark­miðum heil­brigð­is­stefnu verði náð

Að end­ingu má nefna að ég hef ákveðið að skipa starfs­hóp sem und­ir­býr stofnun þver­fag­legrar og ráð­gef­andi siða­nefndar um for­gangs­röðun í heil­brigð­is­þjón­ustu. Ekki er gert ráð fyrir því að slík nefnd fjalli um ein­stök mál eða taki ákvarð­anir sem eru á ábyrgð stjórn­enda eða starfs­fólks í heil­brigð­is­þjón­ustu, heldur á hún að fjalla almennt um for­gangs­röðun og vera ráð­gef­andi um stefnu­mót­andi ákvarð­anir í sam­ræmi við grund­vall­ar­gild­in. 

Til þess að ná meg­in­mark­miðum heil­brigð­is­stefn­unn­ar, sem er að almenn­ingur á Íslandi búi við örugga og hag­kvæma heil­brigð­is­þjón­ustu þar sem aðgengi allra lands­manna sé tryggt, er ein­sýnt að for­gangs­raða þarf fjár­munum til heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. Til þess að tryggja rétta for­gangs­röðun þarf stefnu­mótun fyrir heil­brigð­is­kerfið í heild að hvíla á traustum sið­ferði­legum grunni. Sam­þykkt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar um sið­ferði­leg gildi og for­gangs­röðun er því for­senda fyrir því að mark­miðum heil­brigð­is­stefnu verði náð, og sam­þykkt hennar er mik­il­vægur áfang­i. 

Höf­undur er heil­brigð­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar