Áfram íslenska!

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur tuttugasti pistillinn og sá síðasti.

Auglýsing

20. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að hlusta á íslensku, tala íslensku, lesa íslensku, skrifa íslensku – nota íslensku sem allra mest, á allan hátt.

Á und­an­förnum öldum hefur íslensk­unni margoft verið spáð dauða, ýmist hægum eða bráðum. Og engin furða – það er hreint ekki sjálf­gefið að 350 þús­und manna þjóð eigi sér sjálf­stætt tungu­mál sem sé notað á öllum sviðum þjóð­lífs­ins, og ýmis­legt bendir til þess að sam­fé­lags- og tækni­breyt­ingar síð­ustu 10-15 ára valdi því að íslenskan gæti átt undir högg að sækja á næstu árum og ára­tug­um.

Þótt það sé grund­vall­ar­at­riði að gera fólki kleift að nota íslensku innan tölvu­tækn­innar, í ferða­þjón­ust­unni og á öðrum sviðum þar sem hún á í vök að verj­ast kemur það fyrir lítið ef fólk hefur ekki áhuga á að nota hana í raun, heldur kýs fremur að nota ensku á ákveðnum svið­um. Iðu­lega slettir fólk líka ensku að þarf­lausu, þótt til séu íslensk orð. Þetta er einkum óheppi­legt í tali og skrifum í fjöl­miðl­um, þar sem búast má við að ein­hverjir áheyr­enda eða les­enda skilji ekki orð­in.

Það er nauð­syn­legt að efla vit­und fólks um mik­il­vægi þess að nota íslensku þar sem þess er kost­ur. Við sem búum í íslensku mál­sam­fé­lagi notum málið vissu­lega yfir­leitt á hverjum degi – heyrum það talað og tölum það sjálf. Með til­komu sam­fé­lags­miðla eru líka fleiri en áður sem lesa og ekki síst skrifa íslensku dag­lega, og það er mjög jákvætt. En íslenskan er miklu fjöl­skrúð­ugri en kemur fram í hvers­dags­legum sam­tölum eða skrifum á sam­fé­lags­miðlum þar sem orða­forði er til­tölu­lega tak­mark­aður og setn­inga­gerð ein­föld.

Auglýsing

Til að við­halda íslensku sem menn­ing­ar­máli og burða­r­ási sam­fé­lags­ins þurfum við að vera dug­leg að nota hana á allan hátt – kynn­ast marg­vís­legum máls­niðum og beita þeim. Við þurfum að tala um hugs­anir okkar og hugð­ar­efni, við þurfum að hlusta á íslensku í útvarpi, sjón­varpi, hlað­varpi og öðrum miðl­um, við þurfum að lesa bækur og blöð um marg­vís­leg efni á íslensku, og við þurfum að þjálfa okkur í að móta hugsun okkar í orð, í flókn­ari texta en við skrifum dags dag­lega á sam­fé­lags­miðl­um. Við megum fyrir alla muni ekki hræð­ast að nota málið á þann hátt sem okkur er eðli­legur, þótt það falli ekki alltaf að því sem okkur kann að hafa verið kennt.

Það er haft eftir Jóni Árna­syni þjóð­sagna­safn­ara að það hafi verið mesta gleði hans í líf­inu að rekast hvergi á Þjóð­sögur sínar öðru­vísi en rifnar og skítug­ar, því að það sýndi hve mikið þær höfðu verið lesn­ar. Sama gildir um íslensk­una. Hún á ekk­ert að vera slétt og felld, laus við hrukkur og bletti. Við eigum að gleðj­ast yfir því að það sjá­ist á henni að hún sé notuð til allra þarfa – en öfugt við þjóð­sög­urnar verður notk­unin ekki til að slíta henni upp til agna.

Þvert á móti – það er notk­unin sem heldur í henni líf­inu og kemur í veg fyrir að hún verði að dauðum safn­grip. Íslenskan end­ur­nýjar sig sjálf, ef við leyfum henni að gera það og sköpum henni skil­yrði til þess. Áfram íslenska!Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit