Áfram íslenska!

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur tuttugasti pistillinn og sá síðasti.

Auglýsing

20. Til að efla íslensku og tryggja framtíð hennar er mikilvægt að hlusta á íslensku, tala íslensku, lesa íslensku, skrifa íslensku – nota íslensku sem allra mest, á allan hátt.

Á undanförnum öldum hefur íslenskunni margoft verið spáð dauða, ýmist hægum eða bráðum. Og engin furða – það er hreint ekki sjálfgefið að 350 þúsund manna þjóð eigi sér sjálfstætt tungumál sem sé notað á öllum sviðum þjóðlífsins, og ýmislegt bendir til þess að samfélags- og tæknibreytingar síðustu 10-15 ára valdi því að íslenskan gæti átt undir högg að sækja á næstu árum og áratugum.

Þótt það sé grundvallaratriði að gera fólki kleift að nota íslensku innan tölvutækninnar, í ferðaþjónustunni og á öðrum sviðum þar sem hún á í vök að verjast kemur það fyrir lítið ef fólk hefur ekki áhuga á að nota hana í raun, heldur kýs fremur að nota ensku á ákveðnum sviðum. Iðulega slettir fólk líka ensku að þarflausu, þótt til séu íslensk orð. Þetta er einkum óheppilegt í tali og skrifum í fjölmiðlum, þar sem búast má við að einhverjir áheyrenda eða lesenda skilji ekki orðin.

Það er nauðsynlegt að efla vitund fólks um mikilvægi þess að nota íslensku þar sem þess er kostur. Við sem búum í íslensku málsamfélagi notum málið vissulega yfirleitt á hverjum degi – heyrum það talað og tölum það sjálf. Með tilkomu samfélagsmiðla eru líka fleiri en áður sem lesa og ekki síst skrifa íslensku daglega, og það er mjög jákvætt. En íslenskan er miklu fjölskrúðugri en kemur fram í hversdagslegum samtölum eða skrifum á samfélagsmiðlum þar sem orðaforði er tiltölulega takmarkaður og setningagerð einföld.

Auglýsing

Til að viðhalda íslensku sem menningarmáli og burðarási samfélagsins þurfum við að vera dugleg að nota hana á allan hátt – kynnast margvíslegum málsniðum og beita þeim. Við þurfum að tala um hugsanir okkar og hugðarefni, við þurfum að hlusta á íslensku í útvarpi, sjónvarpi, hlaðvarpi og öðrum miðlum, við þurfum að lesa bækur og blöð um margvísleg efni á íslensku, og við þurfum að þjálfa okkur í að móta hugsun okkar í orð, í flóknari texta en við skrifum dags daglega á samfélagsmiðlum. Við megum fyrir alla muni ekki hræðast að nota málið á þann hátt sem okkur er eðlilegur, þótt það falli ekki alltaf að því sem okkur kann að hafa verið kennt.

Það er haft eftir Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara að það hafi verið mesta gleði hans í lífinu að rekast hvergi á Þjóðsögur sínar öðruvísi en rifnar og skítugar, því að það sýndi hve mikið þær höfðu verið lesnar. Sama gildir um íslenskuna. Hún á ekkert að vera slétt og felld, laus við hrukkur og bletti. Við eigum að gleðjast yfir því að það sjáist á henni að hún sé notuð til allra þarfa – en öfugt við þjóðsögurnar verður notkunin ekki til að slíta henni upp til agna.

Þvert á móti – það er notkunin sem heldur í henni lífinu og kemur í veg fyrir að hún verði að dauðum safngrip. Íslenskan endurnýjar sig sjálf, ef við leyfum henni að gera það og sköpum henni skilyrði til þess. Áfram íslenska!


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit