Áfram íslenska!

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur tuttugasti pistillinn og sá síðasti.

Auglýsing

20. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að hlusta á íslensku, tala íslensku, lesa íslensku, skrifa íslensku – nota íslensku sem allra mest, á allan hátt.

Á und­an­förnum öldum hefur íslensk­unni margoft verið spáð dauða, ýmist hægum eða bráðum. Og engin furða – það er hreint ekki sjálf­gefið að 350 þús­und manna þjóð eigi sér sjálf­stætt tungu­mál sem sé notað á öllum sviðum þjóð­lífs­ins, og ýmis­legt bendir til þess að sam­fé­lags- og tækni­breyt­ingar síð­ustu 10-15 ára valdi því að íslenskan gæti átt undir högg að sækja á næstu árum og ára­tug­um.

Þótt það sé grund­vall­ar­at­riði að gera fólki kleift að nota íslensku innan tölvu­tækn­innar, í ferða­þjón­ust­unni og á öðrum sviðum þar sem hún á í vök að verj­ast kemur það fyrir lítið ef fólk hefur ekki áhuga á að nota hana í raun, heldur kýs fremur að nota ensku á ákveðnum svið­um. Iðu­lega slettir fólk líka ensku að þarf­lausu, þótt til séu íslensk orð. Þetta er einkum óheppi­legt í tali og skrifum í fjöl­miðl­um, þar sem búast má við að ein­hverjir áheyr­enda eða les­enda skilji ekki orð­in.

Það er nauð­syn­legt að efla vit­und fólks um mik­il­vægi þess að nota íslensku þar sem þess er kost­ur. Við sem búum í íslensku mál­sam­fé­lagi notum málið vissu­lega yfir­leitt á hverjum degi – heyrum það talað og tölum það sjálf. Með til­komu sam­fé­lags­miðla eru líka fleiri en áður sem lesa og ekki síst skrifa íslensku dag­lega, og það er mjög jákvætt. En íslenskan er miklu fjöl­skrúð­ugri en kemur fram í hvers­dags­legum sam­tölum eða skrifum á sam­fé­lags­miðlum þar sem orða­forði er til­tölu­lega tak­mark­aður og setn­inga­gerð ein­föld.

Auglýsing

Til að við­halda íslensku sem menn­ing­ar­máli og burða­r­ási sam­fé­lags­ins þurfum við að vera dug­leg að nota hana á allan hátt – kynn­ast marg­vís­legum máls­niðum og beita þeim. Við þurfum að tala um hugs­anir okkar og hugð­ar­efni, við þurfum að hlusta á íslensku í útvarpi, sjón­varpi, hlað­varpi og öðrum miðl­um, við þurfum að lesa bækur og blöð um marg­vís­leg efni á íslensku, og við þurfum að þjálfa okkur í að móta hugsun okkar í orð, í flókn­ari texta en við skrifum dags dag­lega á sam­fé­lags­miðl­um. Við megum fyrir alla muni ekki hræð­ast að nota málið á þann hátt sem okkur er eðli­legur, þótt það falli ekki alltaf að því sem okkur kann að hafa verið kennt.

Það er haft eftir Jóni Árna­syni þjóð­sagna­safn­ara að það hafi verið mesta gleði hans í líf­inu að rekast hvergi á Þjóð­sögur sínar öðru­vísi en rifnar og skítug­ar, því að það sýndi hve mikið þær höfðu verið lesn­ar. Sama gildir um íslensk­una. Hún á ekk­ert að vera slétt og felld, laus við hrukkur og bletti. Við eigum að gleðj­ast yfir því að það sjá­ist á henni að hún sé notuð til allra þarfa – en öfugt við þjóð­sög­urnar verður notk­unin ekki til að slíta henni upp til agna.

Þvert á móti – það er notk­unin sem heldur í henni líf­inu og kemur í veg fyrir að hún verði að dauðum safn­grip. Íslenskan end­ur­nýjar sig sjálf, ef við leyfum henni að gera það og sköpum henni skil­yrði til þess. Áfram íslenska!Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit