Tíu milljarðar á mánuði

Kristján Guy Burgess skrifar um grænt fjárfestingarátak fyrir lífeyrissjóði.

Auglýsing

Nú er að skap­ast sögu­legt tæki­færi til að ráð­ast í verk­efni sem vinna í senn gegn efna­hags­sam­drætti, bregð­ast við yfir­vof­andi atvinnu­leysi, og takast á við stærstu ógn­ina framund­an, lofts­lags­vána. 

Grænt fjár­fest­ing­ar­á­tak þar sem líf­eyr­is­sjóðir vinna með ríki og sveit­ar­fé­lögum getur skapað gríð­ar­legan sam­fé­lags­legan ávinn­ing um leið og það bætir umhverfið og ávaxtar iðgjöldin okkar til lengri tíma.

Í sam­komu­lagi Seðla­bank­ans og líf­eyr­is­sjóð­anna frá 17. mars, féllust sjóð­irnir á að halda aftur af gjald­eyr­is­kaupum til erlendra fjár­fest­inga í þrjá mán­uði. Sam­komu­lagið var svo fram­lengt og mun gilda í þrjá mán­uði til við­bót­ar, allt til 17. sept­em­ber. 

Hér er um háar upp­hæðir að ræða, und­an­farið hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir varið lið­lega 10 millj­örðum króna til erlendra fjár­fest­inga í hverjum mán­uði, sem hefur verið nauð­syn­legt og rétt­mætt fyrir sjóð­ina og sam­fé­lagið til að ávaxta fé og dreifa áhættu. Nú þarf hins vegar að verja þessum 60 millj­örðum hér inn­an­lands. Spurn­ingin er bara hvern­ig.

Hér er lagt til að góðum hluta af þessum fjár­munum verði varið til grænna verk­efna.

Græna leiðin

Græna leiðin út úr kóf­inu felst m.a. í því að end­ur­fjár­magna og fjár­festa í sjálf­bærri ferða­þjón­ustu sem getur byggt grein­ina upp að nýju á sjálf­bær­ari grunni. Það þarf að ráð­ast í nauð­syn­legar grænar inn­viða­fjár­fest­ing­ar, eins og Borg­ar­línu, inn­viði fyrir hjólandi og gang­andi og koma orku­skiptum í sam­göngum af stað af kraft­i. 

Auglýsing
Einnig er nauð­syn­legt að byggja upp greinar sem nýta hreina íslenska orku til að skapa verð­mætar útflutn­ings­vörur og byggja undir grænan fjár­fest­inga­mark­að. 

Margt annað er hægt að ráð­ast í, eins og Grænt plan Reykja­vík­ur­borgar ber vitni um, grænar skap­andi grein­ar, ný græn hverfi osfrv. Nú bíðum við eftir að ríkið komi inn af mun meiri krafti í grænu mál­in, og að líf­eyr­is­sjóð­irnir leiki lyk­il­hlut­verk ásamt alþjóð­legum fjár­festum sem sækj­ast eftir grænum fjár­fest­ing­um, og stórum fjár­mála­stofn­unum sem vilja gjarnan veita fé til slíkra verk­efna. 

5.000 millj­arða hreyfi­afl

Eignir íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna eru nú yfir 5.000 millj­arðar króna sem þarf að fjár­festa með ýmsum hætti til að sjóð­fé­lagar upp­skeri þegar komið er að eft­ir­launa­aldri. Tak­mörkuð tæki­færi eru nú á inn­lendum hluta­bréfa­mark­aði og aðrar for­sendur í vaxta­málum en þegar sjóð­irnir hófu af krafti að lána sjóð­fé­lögum hús­næð­is­lán fyrir fáeinum miss­er­um. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru margir og fjöl­breyttir og hver og einn vinnur eftir sinni fjár­fest­ing­ar­stefnu. Þeir verða að finna takt­inn hver fyrir sig en um stór verk­efni geta þeir unnið saman og lagt sam­eig­in­legan kraft til að koma góðum málum fram. 

Þótt fjár­mun­irnir séu til stað­ar, skortir hreyfi­aflið til að þeir nýt­ist til að takast á við þessar risa­vöxnu áskor­anir í efna­hags- og atvinnu­málum sem Ísland stendur nú frammi fyrir í kjöl­far kór­óna­veirunnar og gagn­vart lofts­lags­vánni. Þar verða ein­fald­lega allir að taka höndum saman því staða Íslands gagn­vart skuld­bind­ingum fyrir umhverfið er engan veg­inn ásætt­an­leg og það er engum í hag að stöðnun taki við eftir veiruna.

Grænn fókus til fram­tíðar

Þegar opn­ast fyrir erlendar fjár­fest­ingar á ný, er nauð­syn­legt að sjóð­irnir taki fastar á því að fjár­festa með ábyrgum hætti, setji ekki fjár­muni almenn­ings til að styðja við félög sem menga og spilla, heldur leggi allt kapp á að fjár­munir íslenskra líf­eyr­is­greið­enda fari til góðra verk­efna sem bæta sam­fé­lög og umhverf­i. 

Til eru fjölda­mörg tæki til að hjálpa þeim við að finna bestu grænu leið­irn­ar. Nú er því full­kom­lega tíma­bært fyrir íslenska líf­eyr­is­sjóði að gera metn­að­ar­fullar áætl­anir um grænar fjár­fest­ing­ar.

Grænt fjár­fest­ing­ar­á­tak fyrir líf­eyr­is­sjóði er svarið við mörgum af þeim spurn­ingum sem við stöndum nú frammi fyr­ir. Það er æpandi þörf fyrir atvinnu­skap­andi verk­efni, þjóð­hags­lega arð­bærar stór­fram­kvæmdir og raun­veru­legar aðgerðir fyrir lofts­lag­ið. Nú þarf að bretta upp ermar og hreyfa við hlut­unum til fram­tíð­ar! 

Höf­undur er ráð­gjafi um ábyrgar fjár­fest­ingar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar