Tíu milljarðar á mánuði

Kristján Guy Burgess skrifar um grænt fjárfestingarátak fyrir lífeyrissjóði.

Auglýsing

Nú er að skap­ast sögu­legt tæki­færi til að ráð­ast í verk­efni sem vinna í senn gegn efna­hags­sam­drætti, bregð­ast við yfir­vof­andi atvinnu­leysi, og takast á við stærstu ógn­ina framund­an, lofts­lags­vána. 

Grænt fjár­fest­ing­ar­á­tak þar sem líf­eyr­is­sjóðir vinna með ríki og sveit­ar­fé­lögum getur skapað gríð­ar­legan sam­fé­lags­legan ávinn­ing um leið og það bætir umhverfið og ávaxtar iðgjöldin okkar til lengri tíma.

Í sam­komu­lagi Seðla­bank­ans og líf­eyr­is­sjóð­anna frá 17. mars, féllust sjóð­irnir á að halda aftur af gjald­eyr­is­kaupum til erlendra fjár­fest­inga í þrjá mán­uði. Sam­komu­lagið var svo fram­lengt og mun gilda í þrjá mán­uði til við­bót­ar, allt til 17. sept­em­ber. 

Hér er um háar upp­hæðir að ræða, und­an­farið hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir varið lið­lega 10 millj­örðum króna til erlendra fjár­fest­inga í hverjum mán­uði, sem hefur verið nauð­syn­legt og rétt­mætt fyrir sjóð­ina og sam­fé­lagið til að ávaxta fé og dreifa áhættu. Nú þarf hins vegar að verja þessum 60 millj­örðum hér inn­an­lands. Spurn­ingin er bara hvern­ig.

Hér er lagt til að góðum hluta af þessum fjár­munum verði varið til grænna verk­efna.

Græna leiðin

Græna leiðin út úr kóf­inu felst m.a. í því að end­ur­fjár­magna og fjár­festa í sjálf­bærri ferða­þjón­ustu sem getur byggt grein­ina upp að nýju á sjálf­bær­ari grunni. Það þarf að ráð­ast í nauð­syn­legar grænar inn­viða­fjár­fest­ing­ar, eins og Borg­ar­línu, inn­viði fyrir hjólandi og gang­andi og koma orku­skiptum í sam­göngum af stað af kraft­i. 

Auglýsing
Einnig er nauð­syn­legt að byggja upp greinar sem nýta hreina íslenska orku til að skapa verð­mætar útflutn­ings­vörur og byggja undir grænan fjár­fest­inga­mark­að. 

Margt annað er hægt að ráð­ast í, eins og Grænt plan Reykja­vík­ur­borgar ber vitni um, grænar skap­andi grein­ar, ný græn hverfi osfrv. Nú bíðum við eftir að ríkið komi inn af mun meiri krafti í grænu mál­in, og að líf­eyr­is­sjóð­irnir leiki lyk­il­hlut­verk ásamt alþjóð­legum fjár­festum sem sækj­ast eftir grænum fjár­fest­ing­um, og stórum fjár­mála­stofn­unum sem vilja gjarnan veita fé til slíkra verk­efna. 

5.000 millj­arða hreyfi­afl

Eignir íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna eru nú yfir 5.000 millj­arðar króna sem þarf að fjár­festa með ýmsum hætti til að sjóð­fé­lagar upp­skeri þegar komið er að eft­ir­launa­aldri. Tak­mörkuð tæki­færi eru nú á inn­lendum hluta­bréfa­mark­aði og aðrar for­sendur í vaxta­málum en þegar sjóð­irnir hófu af krafti að lána sjóð­fé­lögum hús­næð­is­lán fyrir fáeinum miss­er­um. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru margir og fjöl­breyttir og hver og einn vinnur eftir sinni fjár­fest­ing­ar­stefnu. Þeir verða að finna takt­inn hver fyrir sig en um stór verk­efni geta þeir unnið saman og lagt sam­eig­in­legan kraft til að koma góðum málum fram. 

Þótt fjár­mun­irnir séu til stað­ar, skortir hreyfi­aflið til að þeir nýt­ist til að takast á við þessar risa­vöxnu áskor­anir í efna­hags- og atvinnu­málum sem Ísland stendur nú frammi fyrir í kjöl­far kór­óna­veirunnar og gagn­vart lofts­lags­vánni. Þar verða ein­fald­lega allir að taka höndum saman því staða Íslands gagn­vart skuld­bind­ingum fyrir umhverfið er engan veg­inn ásætt­an­leg og það er engum í hag að stöðnun taki við eftir veiruna.

Grænn fókus til fram­tíðar

Þegar opn­ast fyrir erlendar fjár­fest­ingar á ný, er nauð­syn­legt að sjóð­irnir taki fastar á því að fjár­festa með ábyrgum hætti, setji ekki fjár­muni almenn­ings til að styðja við félög sem menga og spilla, heldur leggi allt kapp á að fjár­munir íslenskra líf­eyr­is­greið­enda fari til góðra verk­efna sem bæta sam­fé­lög og umhverf­i. 

Til eru fjölda­mörg tæki til að hjálpa þeim við að finna bestu grænu leið­irn­ar. Nú er því full­kom­lega tíma­bært fyrir íslenska líf­eyr­is­sjóði að gera metn­að­ar­fullar áætl­anir um grænar fjár­fest­ing­ar.

Grænt fjár­fest­ing­ar­á­tak fyrir líf­eyr­is­sjóði er svarið við mörgum af þeim spurn­ingum sem við stöndum nú frammi fyr­ir. Það er æpandi þörf fyrir atvinnu­skap­andi verk­efni, þjóð­hags­lega arð­bærar stór­fram­kvæmdir og raun­veru­legar aðgerðir fyrir lofts­lag­ið. Nú þarf að bretta upp ermar og hreyfa við hlut­unum til fram­tíð­ar! 

Höf­undur er ráð­gjafi um ábyrgar fjár­fest­ingar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar