Eignarrétturinn jarðaður?

Þingmaður Viðreisnar skrifar um breytingar stjórnvalda á réttinum til að ráðstafa jörðum.

Auglýsing

Það ætti kannski alltaf að vekja spurn­ingar þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur, Vinstri Græn og Sjálf­stæð­is­flokkur koma sér saman um leið til að ráð­stafa auð­lindum lands­ins. Nú liggur fyrir frum­varp um hvernig má ráð­stafa jörðum lands­ins og þá um leið auð­lind­unum sem jörð­unum fylgja. Leiðin sem hefur verið valin er að við ákveðnar aðstæður þurfi sam­þykki frá ráð­herra til að öðl­ast eigna­rétt eða afnota­rétt jörð­um. Málið varðar sem sagt algjöra grund­vall­ar­hags­muni. Það fjallar um auð­lindapóli­tík. Málið er bæði stórt póli­tískt og það er stórt í þeirri merk­ingu að það hefur í för með sér breyt­ingar á fjórum laga­bálk­um; lögum um eign­ar­rétt og afnota­rétt fast­eigna; þing­lýs­inga­lög­um; lögum um skrán­ingu og mat fast­eigna og loks jarða­lög­um. Margt við þetta mál krefst þess að það sé rýnt en helst eru það tvö atriði sem vekja upp spurn­ing­ar.

Hvers vegna liggur svona á?

Fyrst er að þetta mál hefur varla verið rætt á þingi áður en keyra á það í gegn sem lög. Það eru óboð­leg vinnu­brögð og í engu sam­ræmi við mik­il­vægi hinna sam­fé­lags­legu hags­muna sem liggja að baki. Laga­setn­ing af þessum toga þarf að vera ígrund­uð, hún þarf að fá umræðu og fá að þroskast í umræð­unni. Gott væri að laga­setn­ing sem þessi fengi umræðu í sam­fé­lag­inu, sem getur auð­vitað ekki orðið á þeim hraða sem þetta mál virð­ist eiga að þjóta í gegnum þing­ið. Það gefur auga­leið að laga­setn­ing sem rædd er á örfáum fundum nefndar og svo í kjöl­farið keyrð í gegn á loka­dögum þings verður aldrei til þess fallin að ná sátt. Það verður fyrst eftir að lögin hafa verið sett sem kast­ljósið fer á inn­tak og póli­tíska hug­mynda­fræði máls­ins. Auk þess er hætta á því að við svo hraða yfir­ferð verði gerð mis­tök. Hitt atriðið lýtur að hug­mynda­fræð­inni að baki mál­inu. Þessi tvö atriði gera að verkum að spurn­ingar vakna. 

Auglýsing
Stafar hrað­inn á mál­inu vegna þess að það varðar hags­muni sem þola ekki bið? - Nei, það mun ekk­ert dramat­ískt ger­ast þó þetta mál fái tím­ann með sér og umræðu. Þvert á móti mun það vinna með mark­miðum laga­setn­ing­ar­innar að vandað sé til verka. Er málið þá unnið á þessum hraða vegna þess að það er ákall um þessar laga­breyt­ingar í sam­fé­lag­inu? - Nei, það er ekki heldur reynd­in. Reyndar er það ein­kenn­andi um þetta frum­varp að umsagnir um frum­varpið eru margar mjög nei­kvæð­ar. Í þeim segir meðal ann­ars að frum­varpið geti skert mögu­leika bænda til verð­mæta­sköp­un­ar, dregið úr fjár­fest­ingu og veiti ráð­herra of víð­tækt vald til að ákveða hvort við­skipti með jarðir fái að eiga sér stað. Slíkar umsagnir ættu að vekja stjórn­völd til umhugs­unar nú þegar aðgerðir stjórn­valda snú­ast einmitt fyrst og fremst um að styrkja fyr­ir­tæki lands­ins og efna­hags­líf sem hefur orðið fyrir þungu höggi, að stjórn­völd séu þau sam­hliða að smíða lög sem margir telja að muni hafa í för með sér að draga mun úr fjár­fest­ingu, í þessu til­viki í stærri fast­eignum utan þétt­býl­is. Allur minni­hluti alls­herj­ar­nefndar var enda sam­mála um að málið væri ekki nálægt því að telj­ast full­unn­ið, því mik­il­vægum spurn­ingum er ósvar­að, þar á meðal um það hver áhrif slíkrar laga­setn­ingar verða.

Umhugs­un­ar­verð leið að góðu mark­miði

Yfir­lýst mark­mið frum­varps­ins er að auka gagn­sæi og taka fyrir eigna­sam­þjöpp­un. Það er mik­ils­vert mark­mið og svo sam­fé­lags­lega mik­il­vægt mark­mið á skilið að vinna í kringum málið sé til þess fallin að ná því fram. Und­ir­liggj­andi mark­mið virð­ist þó fyrst og síð­ast að ákveðnir útlend­ingar geti aðeins keypt jarðir hafi þeir til þess sam­þykki ráð­herra. Ísland er nú þegar afar lokað þegar kemur að erlendri fjár­fest­ingu og þessi leið gerir ráð­stöfun eigna­rétt­ar­ins til til­tek­inna útlend­inga utan EES háð leyfi ráð­herra. Sýslu­menn munu sam­kvæmt frum­varp­inu hafa með höndum ákveðið eft­ir­lits­hlut­verk hvað þessi við­skipti varðar en þeir hafa lýst því yfir að sjá ekki auð­veld­lega fram á að geta sinnt því hlut­verki. Fyrir liggur því að þeir aðilar sem vinna eiga að því að ná fram mark­miðum lag­anna treysta sér ekki til þess. 

Hér á landi er gnægð af þjóð­fé­lags­lega mik­il­vægum nátt­úru­auð­lindum undir og á yfir­borði jarð­ar, þar á meðal jarð­hita, vatns- og veiði­rétt­ind­um. Við erum rík af sam­fé­lags­legum verð­mætum í ósnort­inni nátt­úru lands­ins. Það er sann­ar­lega gild rök til þess að taka á sam­þjöppun eign­ar­halds á landi. Laga­setn­ing um þessi mark­mið er í þágu almanna­hags­muna. Útfærslan um þetta mark­mið hefur hins vegar mikið um það að segja hvort reyndin verði sú að standa vörð um almanna­hags­muni. Aðferðin sem lögð er til í frum­varp­inu til að tryggja þessi mark­mið er umhugs­un­ar­verð. Sam­þykki ráð­herra verður áskilið fyrir ráð­stöfun jarða í til­teknum til­vik­um, svo tryggja megi nægt aðgengi að rækt­an­legu landi. Ráð­stöfun á lög­býli verður háð athugun og sam­þykki ráð­herra. 

Ráð­herr­ann rann­sakar

Ráð­herra hefur sam­kvæmt þessu það hlut­verk að rann­saka í hvaða til­gangi jarðir eru keyptar og svo að veita sam­þykki fyrir kaup­um, ef honum líst þannig á. Til þess fær ráð­herrann  nokkuð svig­rúm, því við matið á hann að líta til þess hver áform við­tak­anda réttar um nýt­ingu nýrrar fast­eignar eru og hvernig hann og tengdir aðilar nýta fast­eignir sem þeir eiga fyr­ir. Opið orða­lag eins og þetta um völd ráð­herra hvað varðar kaup og sölu á jörðum opnar á að póli­tík verði sam­ofin jarða­kaup­um. Það er stef sem rímar illa við það mark­mið að ætla að verja almanna­hags­muni. Frum­varp sem snýst um auð­lindapóli­tík hlýtur að krefj­ast vand­aðra vinnu­bragða.

Það er sömu­leiðis ástæða til að líta víð­tækar tak­mark­anir á eign­ar­rétt­inum gagn­rýnum aug­um, enda hefur frum­varpið jafn­framt verið gagn­rýnt fyrir að velja óþarf­lega íþyngj­andi leið til að ná fram mark­miði um að sporna gegn eigna­sam­þjöpp­un. Gott mark­mið getur ekki orðið til þess að leið­ina að mark­mið­inu megi ekki ræða. Það á sér­stak­lega við þegar vilji stjórn­valda virð­ist standa til að drífa mál í gegn um þing­ið, án telj­andi umræðu og í miklum hraði. Hér er engin aðkallandi hætta á ferðum sem gerir að verkum að þetta mál þoli ekki umræðu í haust. 

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar