Eignarrétturinn jarðaður?

Þingmaður Viðreisnar skrifar um breytingar stjórnvalda á réttinum til að ráðstafa jörðum.

Auglýsing

Það ætti kannski alltaf að vekja spurningar þegar Framsóknarflokkur, Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur koma sér saman um leið til að ráðstafa auðlindum landsins. Nú liggur fyrir frumvarp um hvernig má ráðstafa jörðum landsins og þá um leið auðlindunum sem jörðunum fylgja. Leiðin sem hefur verið valin er að við ákveðnar aðstæður þurfi samþykki frá ráðherra til að öðlast eignarétt eða afnotarétt jörðum. Málið varðar sem sagt algjöra grundvallarhagsmuni. Það fjallar um auðlindapólitík. Málið er bæði stórt pólitískt og það er stórt í þeirri merkingu að það hefur í för með sér breytingar á fjórum lagabálkum; lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna; þinglýsingalögum; lögum um skráningu og mat fasteigna og loks jarðalögum. Margt við þetta mál krefst þess að það sé rýnt en helst eru það tvö atriði sem vekja upp spurningar.

Hvers vegna liggur svona á?

Fyrst er að þetta mál hefur varla verið rætt á þingi áður en keyra á það í gegn sem lög. Það eru óboðleg vinnubrögð og í engu samræmi við mikilvægi hinna samfélagslegu hagsmuna sem liggja að baki. Lagasetning af þessum toga þarf að vera ígrunduð, hún þarf að fá umræðu og fá að þroskast í umræðunni. Gott væri að lagasetning sem þessi fengi umræðu í samfélaginu, sem getur auðvitað ekki orðið á þeim hraða sem þetta mál virðist eiga að þjóta í gegnum þingið. Það gefur augaleið að lagasetning sem rædd er á örfáum fundum nefndar og svo í kjölfarið keyrð í gegn á lokadögum þings verður aldrei til þess fallin að ná sátt. Það verður fyrst eftir að lögin hafa verið sett sem kastljósið fer á inntak og pólitíska hugmyndafræði málsins. Auk þess er hætta á því að við svo hraða yfirferð verði gerð mistök. Hitt atriðið lýtur að hugmyndafræðinni að baki málinu. Þessi tvö atriði gera að verkum að spurningar vakna. 

Auglýsing
Stafar hraðinn á málinu vegna þess að það varðar hagsmuni sem þola ekki bið? - Nei, það mun ekkert dramatískt gerast þó þetta mál fái tímann með sér og umræðu. Þvert á móti mun það vinna með markmiðum lagasetningarinnar að vandað sé til verka. Er málið þá unnið á þessum hraða vegna þess að það er ákall um þessar lagabreytingar í samfélaginu? - Nei, það er ekki heldur reyndin. Reyndar er það einkennandi um þetta frumvarp að umsagnir um frumvarpið eru margar mjög neikvæðar. Í þeim segir meðal annars að frumvarpið geti skert möguleika bænda til verðmætasköpunar, dregið úr fjárfestingu og veiti ráðherra of víðtækt vald til að ákveða hvort viðskipti með jarðir fái að eiga sér stað. Slíkar umsagnir ættu að vekja stjórnvöld til umhugsunar nú þegar aðgerðir stjórnvalda snúast einmitt fyrst og fremst um að styrkja fyrirtæki landsins og efnahagslíf sem hefur orðið fyrir þungu höggi, að stjórnvöld séu þau samhliða að smíða lög sem margir telja að muni hafa í för með sér að draga mun úr fjárfestingu, í þessu tilviki í stærri fasteignum utan þéttbýlis. Allur minnihluti allsherjarnefndar var enda sammála um að málið væri ekki nálægt því að teljast fullunnið, því mikilvægum spurningum er ósvarað, þar á meðal um það hver áhrif slíkrar lagasetningar verða.

Umhugsunarverð leið að góðu markmiði

Yfirlýst markmið frumvarpsins er að auka gagnsæi og taka fyrir eignasamþjöppun. Það er mikilsvert markmið og svo samfélagslega mikilvægt markmið á skilið að vinna í kringum málið sé til þess fallin að ná því fram. Undirliggjandi markmið virðist þó fyrst og síðast að ákveðnir útlendingar geti aðeins keypt jarðir hafi þeir til þess samþykki ráðherra. Ísland er nú þegar afar lokað þegar kemur að erlendri fjárfestingu og þessi leið gerir ráðstöfun eignaréttarins til tiltekinna útlendinga utan EES háð leyfi ráðherra. Sýslumenn munu samkvæmt frumvarpinu hafa með höndum ákveðið eftirlitshlutverk hvað þessi viðskipti varðar en þeir hafa lýst því yfir að sjá ekki auðveldlega fram á að geta sinnt því hlutverki. Fyrir liggur því að þeir aðilar sem vinna eiga að því að ná fram markmiðum laganna treysta sér ekki til þess. 

Hér á landi er gnægð af þjóðfélagslega mikilvægum náttúruauðlindum undir og á yfirborði jarðar, þar á meðal jarðhita, vatns- og veiðiréttindum. Við erum rík af samfélagslegum verðmætum í ósnortinni náttúru landsins. Það er sannarlega gild rök til þess að taka á samþjöppun eignarhalds á landi. Lagasetning um þessi markmið er í þágu almannahagsmuna. Útfærslan um þetta markmið hefur hins vegar mikið um það að segja hvort reyndin verði sú að standa vörð um almannahagsmuni. Aðferðin sem lögð er til í frumvarpinu til að tryggja þessi markmið er umhugsunarverð. Samþykki ráðherra verður áskilið fyrir ráðstöfun jarða í tilteknum tilvikum, svo tryggja megi nægt aðgengi að ræktanlegu landi. Ráðstöfun á lögbýli verður háð athugun og samþykki ráðherra. 

Ráðherrann rannsakar

Ráðherra hefur samkvæmt þessu það hlutverk að rannsaka í hvaða tilgangi jarðir eru keyptar og svo að veita samþykki fyrir kaupum, ef honum líst þannig á. Til þess fær ráðherrann  nokkuð svigrúm, því við matið á hann að líta til þess hver áform viðtakanda réttar um nýtingu nýrrar fasteignar eru og hvernig hann og tengdir aðilar nýta fasteignir sem þeir eiga fyrir. Opið orðalag eins og þetta um völd ráðherra hvað varðar kaup og sölu á jörðum opnar á að pólitík verði samofin jarðakaupum. Það er stef sem rímar illa við það markmið að ætla að verja almannahagsmuni. Frumvarp sem snýst um auðlindapólitík hlýtur að krefjast vandaðra vinnubragða.

Það er sömuleiðis ástæða til að líta víðtækar takmarkanir á eignarréttinum gagnrýnum augum, enda hefur frumvarpið jafnframt verið gagnrýnt fyrir að velja óþarflega íþyngjandi leið til að ná fram markmiði um að sporna gegn eignasamþjöppun. Gott markmið getur ekki orðið til þess að leiðina að markmiðinu megi ekki ræða. Það á sérstaklega við þegar vilji stjórnvalda virðist standa til að drífa mál í gegn um þingið, án teljandi umræðu og í miklum hraði. Hér er engin aðkallandi hætta á ferðum sem gerir að verkum að þetta mál þoli ekki umræðu í haust. 

Höfundur er þingmaður Viðreisnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar