Veröld sem verður?

Með því að mæra samninga flugfélagsins Play er ekki hægt að skilja núverandi forystufólk Samtaka atvinnulífsins öðruvísi en að það hvetji aðildarfélög sín til að hafna samningum við íslenskt launafólk, skrifar Guðrún Johnsen.

Auglýsing

Á tímum kór­ónu­veirunnar dylst engum getu­leysi banda­rískra stjórn­valda í viður­eign­inni við COVID-19. Það er hins vegar ekki eini far­ald­ur­inn sem geisar í Banda­ríkj­un­um. Angus Deaton og Anne Case, pró­fess­orar við Princeton háskóla hafa nýverið birt grein­ingu á afleið­ingum nið­ur­brots stétta­fé­laga, samn­ings­stöðu launa­fólks, nið­ur­broti á litlum og með­al­stórum atvinnu­rek­endum og auk­inni fákeppni í Banda­ríkj­unum síð­ast­liðin 40 ár í bók sinni And­lát vegna ang­istar (e. Deaths of despair). 

Pró­fess­or­arnir sýna fram á að órétt­læti sem mynd­ast hefur með versn­andi launa­kjörum, meðal þeirra sem lægst hafa laun­in, skorti á atvinnu­ör­yggi og atvinnu­tæki­færum sé ekki bara mælt í tví­t­oppa launa­dreif­ing­um, krónum og aur­um, heldur einnig í auknum fjölda ótíma­bærra and­láta sem tengj­ast sjálfs­víg­um, ofnotkun eit­ur­lyfja og áfeng­is, og þá meðal ófag­lærðra, hvítra Banda­ríkja­manna. 

Átak­an­legar nið­ur­stöður grein­ingar þeirra sýna að ótíma­bær dauðs­föll fyrir 45 ára ald­ur, meðal þeirra sem ekki höfðu lokið háskóla­menntun og fædd­ust árið 1970, voru 2,5 sinnum algeng­ari en meðal þeirrra sem eru fæddir árið 1950. Og þró­unin versn­ar, því fólk sem var fætt árið 1985 var tvisvar sinnum lík­legra til að lát­ast fyrir 35 ára aldur en þeir sem voru fæddir árið 1970. Þau meta það svo að aukin áhersla á útvistun starfa, verk­taka­vinnu án rétt­inda launa­fólks, lít­illi fjár­fest­ingu fyr­ir­tækja í starfs­fólki sem leitt hefur til færri og færri tæki­færa til að vinna sig upp í ábyrgð og launum hjá stönd­ugu fyr­ir­tæki, hafi leitt til ang­istar og þung­lyndis meðal nýrrar kyn­slóð­ar, sem sér ekki fram á að geta fram­fleytt sér eða raun­gera hæfi­leika sína í þjón­ustu við atvinnu­líf­ið.

Auglýsing

Sam­bæri­leg gögn á Íslandi yfir ótíma­bær dauðs­föll af völdum áfengis og vímu­efna­neyslu, sem og sjálfs­víga eftir aldri, eru ekki aðgengi­leg með greiðum hætti og kalla á víð­tækar rann­sókn­ir. Leitni á ótíma­bærum dauðs­föllum vegna sjúk­dóma tengdum ofnotkun áfengis yfir tíma er hins vegar ugg­væn­leg. Ótíma­bær dauðs­föll á hverja 100 þús­und íbúa á Íslandi var 1,8 árið 1996, en er nú komið í 10,5 (miðað við 4 ára velt­andi með­al­tal), og hefur því fimm­fald­ast síðan þá, eða ríf­lega þre­fald­ast frá því mæl­ingar hófust á árunum 1981-1984.

Heimild: Hagstofa íslands

Líf­eyr­is­sjóðir og und­ir­stöðu­at­riði um ábyrgar fjár­fest­ingar

Það er ástæða til að vera von­góður fyrir hönd íslensks atvinnu­lífs. Íslenski lög­gjaf­inn og íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafa áttað sig á hvert stefnir í efna­hags­kerfum að öllu óbreyttu, hvað varðar sjál­bærni út frá félags­legu og umhverf­is­legu til­liti. Nýleg breyt­ing á lögum um skyldu­trygg­ingu líf­eyr­is­sparn­aðar gerir líf­eyr­is­sjóðum m.a. skylt að setja sér siða­regl­ur. Líf­eyr­is­sjóðum lands­ins er upp­álagt að taka við iðgjöld­um, fjár­festa þeim með sem bestum hætti í atvinnu­tæki­færum og fjár­mála­gern­ingum sem skila af sér góðri ávöxtun til lengri tíma; en að auki hafa flestir líf­eyr­is­sjóðir á Íslandi þegar tekið upp fjár­fest­ing­ar­stefnu sem tekur mið af meg­in­reglum um ábyrgar fjár­fest­ingar (sjá unpri.org­).  

Meg­in­reglur um ábyrgar fjár­fest­ingar voru útbúnar af alþjóð­legum sam­tökum líf­eyr­is­sjóða og fag­fjár­festa að frum­kvæði Sam­ein­uðu þjóð­anna, til að tryggja fram­gang heims­mark­miða SÞ um sjálf­bæra þró­un. Til að geta gert sér í hug­ar­lund hvaða þættir það eru sem íslenskir líf­eyr­is­sjóðir líta til í ákvarð­ana­töku við fjár­fest­ingar þarf að hafa í huga öll 17 heims­mark­mið SÞ. Þar er m.a. að finna mark­mið um 1. Fátækt – að binda enda á fátækt í öllum myndum alls stað­ar, 8. Hag­vöxt - Stuðla að var­an­legum sjálf­bærum hag­vexti án aðgrein­ing­ar, full­ri, arð­bærri og mann­sæm­andi atvinnu fyrir alla. 10. Ójöfnuð - Draga úr ójöfn­uði innan ríkja og milli þeirra. 12. Tryggja sjálf­bæra fram­leiðslu og sjálf­bært neyslu­mynst­ur.

Íslenskir atvinnu­rek­endur hafna vinnu­afli og fjár­magni frá Íslandi?

Í ljósi þessa skrif­aði aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka Atvinnu­lífs­ins athygli­verða grein í Frétta­blað­inu hinn 14. júlí s.l., með vísan í áhrifa­mikið bók­mennta­verk Stefan Zweig (1881-1942), Ver­öld sem var, og yfir­færir upp­lifun Zweig á hnign­andi blóma­tíma yfir­stéttar Vín­ar­borgar fyrir seinna stríð yfir á stöðu flug­freyja-og flug­þjóna í stétta­bar­áttu þeirra gagn­vart almenn­ings­hluta­fé­lag­inu Icelanda­ir. Þar seg­ir: „Sú þróun er nauð­syn­leg og eðli­legt fram­hald af því að síð­ustu tutt­ugu ár hefur fjöldi flug­fé­laga sprottið upp með allt annað og ódýr­ara launa­fyr­ir­komu­lag en áður þekkt­ist. [...] For­svars­menn Play hafa gefið út að félagið hafi gert kjara­samn­ing um störf flug­freyja og flug­þjóna sem fela í sér allt að 27 pró­sent lægri launa­kostnað en tíðk­að­ist hjá Wow air vegna sömu starfa, en Wow air var með um 30 pró­sent hag­stæð­ari samn­inga við FFÍ en Icelanda­ir.”Rekstr­ar­um­hverfi margra fyr­ir­tækja er mjög erfitt í dag og verður næstu miss­eri. COVID-19 krefst þess af stjórn­endum um allan heim að koma með frum­legar hug­myndir um það hvernig þeir þræða sig í gegnum þessa erf­iðu stöðu. Þeir þurfa að leita allra leiða til að hag­ræða í rekstri og jafn­vel breyta við­skipta­lík­ani sínu til að eiga mögu­leika á að kom­ast í gegnum kóf­ið. Slíkt kallar á ein­hverjar tíma­bundnar fórnir bæði af hálfu atvinnu­rek­enda og launa­fólks. 

Það stendur þó einnig uppá stjórn­endur fyr­ir­tækja og sam­fé­lagið allt að standa vörð um áunnin laun og rétt­indi launa­fólks almennt og til lengri tíma. Með því að mæra samn­inga milli flug­fé­lags sem ekki hefur hafið dag­legan rekstur um veru­lega lækkun launa þeirra starf­stétta ófag­lærðra, sem einmitt er fjallað um í rann­sóknum Case og Deaton, niður á ósjálf­bært plan miðað við íslenskan veru­leika er ekki hægt að skilja það öðru vísi en svo að núver­andi for­ystu­fólk SA hvetji aðild­ar­fé­lög sín til að hafna samn­ingum við íslenskt launa­fólk. 

En um leið lokar SA leiðum fyrir aðild­ar­fé­lög sín til að njóta aðgengis að íslensku fjár­magni, að stærstum hluta, enda sam­ræm­ist nið­ur­þjöppun launa sem leiðir til auk­innar fátæktar og ójöfn­uðar ekki mark­miðum SÞ um sjálf­bæra þró­un, sjálf­bæran hag­vöxt án aðgrein­ing­ar, full­ri, arð­bærri og mann­sæm­andi atvinnu fyrir alla, né heldur meg­in­reglum um ábyrgar fjár­fest­ing­ar, sem íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafa geng­ist undir í fjár­fest­ing­ar­stefnum sín­um. Það getur varla verið vilji aðild­ar­fé­lag­anna sjálfra?Höf­undur er doktor í hag­fræði, efna­hags­ráð­gjafi VR í hluta­starfi, rann­sak­andi hjá Council on Economic Policy, stjórn­ar­maður í Líf­eyr­is­sjóði Verzl­un­ar­manna og Tran­sparency International á Íslandi. Sjón­ar­mið sem koma fram í grein­inni eru á ábyrgð höf­und­ar.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar