Afleikur Icelandair

Stefán Ólafsson prófessor skrifar um viðræðuslit milli Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands.

Auglýsing

Staðan í samn­inga­við­ræðum Icelandair og flug­freyja/flug­þjóna er vissu­lega erf­ið. En þó alls ekki óleys­an­leg. Raunar má ætla að félagið þurfi ekki að bæta svo miklu við þann samn­ing sem felldur var nýlega til að ná saman á ný. Samt myndi félagið ná fram mik­illi hag­ræð­ingu í rekstr­in­um.

En þá bregður svo við að stjórn­endur Icelandair kasta sér út í straum­þunga á og segj­ast ætla að synda á móti straumnum með því að freista þess að fella ríkj­andi samn­inga­skipan á vinnu­mark­að­in­um. Það ætla þeir að gera með því að snið­ganga stétt­ar­fé­lag starfs­manna sinna, sem margir hverjir hafa þjónað félag­inu vel í gegnum súrt og sætt í ára­tugi.

Með þessu fær Icelandair gjörvalla hreyf­ingu launa­fólks í land­inu upp á móti sér.

Auglýsing

Þetta virð­ist gert að und­ir­lagi Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), sem lætur sig dreyma um að veikja sam­tök launa­fólks var­an­lega með slíkum aðgerð­um, að hætti nýfrjáls­hyggju­manna. Er ein­hver skyn­semi í svona ævin­týra­mennsku á við­kvæmum tíma?

Nei! Raunar er þetta mik­ill afleikur hjá stjórn­endum Icelanda­ir. Hvers vegna?

Hér eru nokkur rök fyrir þess­ari stað­hæf­ingu:

  • Opið stríð við hreyf­ingu launa­fólks í land­inu mun á engan hátt auð­velda leit að lausnum á vanda félags­ins. Það mun þvert á móti auka á vand­ann svo um mun­ar.
  • Icelandair þrengir veru­lega með þessu mögu­leika sína á að end­ur­fjár­magna félag­ið, því full­trúar launa­fólks í stjórnum líf­eyr­is­sjóð­anna munu vissu­lega eiga mun erf­ið­ara en ella með að styðja nýjar fjár­fest­ingar í Icelandair ef það stendur sam­tímis fyrir her­ferð til að veikja sam­tök launa­fólks og samn­ings­rétt­inn á vinnu­mark­að­in­um. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga nú hátt í helm­ing hluta í félag­inu.
  • Það verður einnig erf­ið­ara fyrir rík­is­valdið að styðja félag­ið, umfram það sem þegar hefur verið gert, ef þetta útspil stend­ur.
  • Við­horf almenn­ings til Icelandair verður í fram­hald­inu nei­kvætt, ólíkt því sem lengi hefur ver­ið. Icelandair verður ekki lengur “flug­fé­lagið okk­ar” í hugum launa­fólks. Aðrir val­kostir munu hafa hærri sess þegar flug­ferðir verða valdar í fram­tíð­inni. Þetta grefur þannig undan mark­aðs­stöðu félags­ins meðal almenn­ings á Íslandi.Fleira af sama toga mætti nefna. En ljóst er að með þessu útspili hafa stjórn­endur Icelandair tekið veru­lega áhættu sem auð­veldar ekki fram­hald­ið, heldur eykur líkur á að áætl­unin um end­ur­reisn félags­ins verður í mun meiri óvissu en fyrir var.

Þeir sem vilja félag­inu vel hljóta að vona að stjórn­endur end­ur­skoði hug sinn og hverfi frá þess­ari óskyn­sam­legu óvissu­ferð í boði SA, með því að bjóða full­trúum Flug­freyju­fé­lags­ins aftur að samn­ings­borð­inu og sýni þá meiri samn­ings­lip­urð.

Höf­und­­ur er pró­­fessor við HÍ

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar