Afleikur Icelandair

Stefán Ólafsson prófessor skrifar um viðræðuslit milli Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands.

Auglýsing

Staðan í samn­inga­við­ræðum Icelandair og flug­freyja/flug­þjóna er vissu­lega erf­ið. En þó alls ekki óleys­an­leg. Raunar má ætla að félagið þurfi ekki að bæta svo miklu við þann samn­ing sem felldur var nýlega til að ná saman á ný. Samt myndi félagið ná fram mik­illi hag­ræð­ingu í rekstr­in­um.

En þá bregður svo við að stjórn­endur Icelandair kasta sér út í straum­þunga á og segj­ast ætla að synda á móti straumnum með því að freista þess að fella ríkj­andi samn­inga­skipan á vinnu­mark­að­in­um. Það ætla þeir að gera með því að snið­ganga stétt­ar­fé­lag starfs­manna sinna, sem margir hverjir hafa þjónað félag­inu vel í gegnum súrt og sætt í ára­tugi.

Með þessu fær Icelandair gjörvalla hreyf­ingu launa­fólks í land­inu upp á móti sér.

Auglýsing

Þetta virð­ist gert að und­ir­lagi Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), sem lætur sig dreyma um að veikja sam­tök launa­fólks var­an­lega með slíkum aðgerð­um, að hætti nýfrjáls­hyggju­manna. Er ein­hver skyn­semi í svona ævin­týra­mennsku á við­kvæmum tíma?

Nei! Raunar er þetta mik­ill afleikur hjá stjórn­endum Icelanda­ir. Hvers vegna?

Hér eru nokkur rök fyrir þess­ari stað­hæf­ingu:

  • Opið stríð við hreyf­ingu launa­fólks í land­inu mun á engan hátt auð­velda leit að lausnum á vanda félags­ins. Það mun þvert á móti auka á vand­ann svo um mun­ar.
  • Icelandair þrengir veru­lega með þessu mögu­leika sína á að end­ur­fjár­magna félag­ið, því full­trúar launa­fólks í stjórnum líf­eyr­is­sjóð­anna munu vissu­lega eiga mun erf­ið­ara en ella með að styðja nýjar fjár­fest­ingar í Icelandair ef það stendur sam­tímis fyrir her­ferð til að veikja sam­tök launa­fólks og samn­ings­rétt­inn á vinnu­mark­að­in­um. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga nú hátt í helm­ing hluta í félag­inu.
  • Það verður einnig erf­ið­ara fyrir rík­is­valdið að styðja félag­ið, umfram það sem þegar hefur verið gert, ef þetta útspil stend­ur.
  • Við­horf almenn­ings til Icelandair verður í fram­hald­inu nei­kvætt, ólíkt því sem lengi hefur ver­ið. Icelandair verður ekki lengur “flug­fé­lagið okk­ar” í hugum launa­fólks. Aðrir val­kostir munu hafa hærri sess þegar flug­ferðir verða valdar í fram­tíð­inni. Þetta grefur þannig undan mark­aðs­stöðu félags­ins meðal almenn­ings á Íslandi.Fleira af sama toga mætti nefna. En ljóst er að með þessu útspili hafa stjórn­endur Icelandair tekið veru­lega áhættu sem auð­veldar ekki fram­hald­ið, heldur eykur líkur á að áætl­unin um end­ur­reisn félags­ins verður í mun meiri óvissu en fyrir var.

Þeir sem vilja félag­inu vel hljóta að vona að stjórn­endur end­ur­skoði hug sinn og hverfi frá þess­ari óskyn­sam­legu óvissu­ferð í boði SA, með því að bjóða full­trúum Flug­freyju­fé­lags­ins aftur að samn­ings­borð­inu og sýni þá meiri samn­ings­lip­urð.

Höf­und­­ur er pró­­fessor við HÍ

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar