Að tilheyra réttum markhópi

Jakob S. Jónsson kemur hér með hugleiðingar í tilefni markaðsátaksins „Ísland – saman í sókn“ og streitulosunarhátalara.

Auglýsing

Ef marka má Íslands­stofu og ferða­mála­ráð­herra, eru nú óvissu­tímar, jafn­vel svo að jafn­ist á við krepp­una 1929 eða lok seinni heims­styrj­aldar 1945. Þetta má sjá og heyra í kynn­ingu, sem haldin var vegna mark­aðsátaks­ins „Ís­land – saman í sókn“.

En það er huggun harmi gegn að Ísland er enn aðlað­andi í augum erlendra ferða­manna, þekkt fyrir fal­lega og hreina nátt­úru; hér hefur tek­ist vel að taka á Covid-19 far­aldr­inum og landið er þekkt fyrir öryggi, heil­brigði og heil­næmt umhverfi, það er strjál­býlt en býr yfir sterkum innvið­um.

En það kom líka fram að það líka afar brýnt að hin efna­hags­lega mik­il­væga ferða­þjón­usta rétti úr kútnum og til þess að svo megi verða var undir „ör­uggri hand­leiðslu Rík­is­kaupa“ val­inn „öfl­ugur aðili“ til að ann­ast þann hluta máls­ins – M&C Saatchi, mark­aðs­stofa. Hún starfar auð­vitað sam­kvæmt ákveð­inni aðferða­fræði.

Auglýsing

Full­trúi M&C Saatchi talar um „breyti­lega tíma“ þar sem Íslands­stofa og ferða­mála­ráð­herra tala um „óvissu­tíma“. Í „breyti­legum tím­um“ fel­ast mögu­leik­ar. Þeir snúa að þeim erlendu ferða­mönnum sem eru lík­legir til að koma til lands­ins á undan öðrum eftir Covid-19 far­ald­ur­inn. Þeir eru vel­stæðir fjár­hags­lega og sólgnir í að ferðast, en þeirra ferða­lög snú­ast fremst um það að geta mátað sig og sitt gild­is­mat við hreina nátt­úru, lands­lags­feg­urð og ævin­týri í heimi öræfa. M&C Saatchi telja sig geta boðið þessum ferða­löngum uppá Ísland til að öðl­ast stað­fest­ingu á að þeir séu unn­endur nátt­úru og vist­kerf­is­væn­ir. Það munu þeir fá vottað með því að geta sagt vinum og vanda­mönnum „sjáið tind­inn, þarna fór ég“ – og áherslan er á „ég“.

Þessir ferða­menn líta á nátt­úru Íslands sem neyslu­vöru sem þjónar þeim til­gangi fyrst og fremst að stað­festa að þeir séu fjallagarpar, nátt­úru­unn­endur á eigin for­send­um. Þeir ferð­ast ekki á for­sendum nátt­úr­unn­ar. Upp­lifun þeirra snýst um að stað­festa sjálfs­mynd­ina, en tekur ekki mið af því ein­staka vist­kerfi sem ein­kennir íslenska nátt­úru. Það er sorg­leg stað­reynd – en þannig er lagt upp með aug­lýs­inga­her­ferð M&C Saatchi og sýnir sig m.a. í þeim hátöl­urum sem eiga að miðla streitu­los­una­r­öskrum ferða­langa í ákveðnum nátt­úruperlum lands­ins.

Ef rýnt væri í aðferða­fræði M&C Saatchi útfrá sjón­ar­miðum síð­ný­lendu­stefnu færi trú­lega hrollur um ansi margan Íslend­ing, sem til þessa hefur staðið í þeirri trú að Ísland sé hvorki nýlenda né hjá­lenda í þjón­ustu erlends afls. Hugsum sem svo, að erlendum ferða­mönnum væri gef­inn laus taumur innan veggja Þjóð­minja­safns­ins og leyft að skreyta sig með hvaða grip sem væri til að taka face­bók­ar­sjálfu og skapa skemmti­legar upp­still­ingar með sjálfum sér í brennid­epli og þyrfti þá kannski að beygja eitt­hvert silfur­arm­bandið til að koma því á úln­lið, nú, eða rífa upp­hlut til að kom­ast í hann eða þætti snið­ugt skera út nafnið sitt á 17. aldar ask til að full­nægja þörf­inni til að stað­festa sig sem skemmti­legan gaur, þá væri það allt í lagi sam­kvæmt aðferða­fræði M&C Saatchi.

Þessir ferða­menn til­heyra réttum mark­hópi og skilja hvernig Ísland, íslensk menn­ing og íslensk nátt­úra stað­festir ímynd­ina af þeim sjálfum sem menn­ing­ar- og nátt­úru­elsk­andi mann­ver­ur! Eða hvað?

Það er mögu­legt að selja Ísland á sjálfsí­mynd­ar­út­sölu eins og að ofan greinir í ljósi þess að hér vantar enn heild­ar­stefnu í ferða­þjón­ustu, sem myndi, ef skyn­sam­lega væri að verki stað­ið, að sjálf­sögðu ganga út frá hags­munum lands­ins, nátt­úr­unn­ar, þjóð­ar­innar og menn­ingu hennar og sögu.

Höf­undur er leið­sögu­maður og leik­stjóri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar