Að tilheyra réttum markhópi

Jakob S. Jónsson kemur hér með hugleiðingar í tilefni markaðsátaksins „Ísland – saman í sókn“ og streitulosunarhátalara.

Auglýsing

Ef marka má Íslands­stofu og ferða­mála­ráð­herra, eru nú óvissu­tímar, jafn­vel svo að jafn­ist á við krepp­una 1929 eða lok seinni heims­styrj­aldar 1945. Þetta má sjá og heyra í kynn­ingu, sem haldin var vegna mark­aðsátaks­ins „Ís­land – saman í sókn“.

En það er huggun harmi gegn að Ísland er enn aðlað­andi í augum erlendra ferða­manna, þekkt fyrir fal­lega og hreina nátt­úru; hér hefur tek­ist vel að taka á Covid-19 far­aldr­inum og landið er þekkt fyrir öryggi, heil­brigði og heil­næmt umhverfi, það er strjál­býlt en býr yfir sterkum innvið­um.

En það kom líka fram að það líka afar brýnt að hin efna­hags­lega mik­il­væga ferða­þjón­usta rétti úr kútnum og til þess að svo megi verða var undir „ör­uggri hand­leiðslu Rík­is­kaupa“ val­inn „öfl­ugur aðili“ til að ann­ast þann hluta máls­ins – M&C Saatchi, mark­aðs­stofa. Hún starfar auð­vitað sam­kvæmt ákveð­inni aðferða­fræði.

Auglýsing

Full­trúi M&C Saatchi talar um „breyti­lega tíma“ þar sem Íslands­stofa og ferða­mála­ráð­herra tala um „óvissu­tíma“. Í „breyti­legum tím­um“ fel­ast mögu­leik­ar. Þeir snúa að þeim erlendu ferða­mönnum sem eru lík­legir til að koma til lands­ins á undan öðrum eftir Covid-19 far­ald­ur­inn. Þeir eru vel­stæðir fjár­hags­lega og sólgnir í að ferðast, en þeirra ferða­lög snú­ast fremst um það að geta mátað sig og sitt gild­is­mat við hreina nátt­úru, lands­lags­feg­urð og ævin­týri í heimi öræfa. M&C Saatchi telja sig geta boðið þessum ferða­löngum uppá Ísland til að öðl­ast stað­fest­ingu á að þeir séu unn­endur nátt­úru og vist­kerf­is­væn­ir. Það munu þeir fá vottað með því að geta sagt vinum og vanda­mönnum „sjáið tind­inn, þarna fór ég“ – og áherslan er á „ég“.

Þessir ferða­menn líta á nátt­úru Íslands sem neyslu­vöru sem þjónar þeim til­gangi fyrst og fremst að stað­festa að þeir séu fjallagarpar, nátt­úru­unn­endur á eigin for­send­um. Þeir ferð­ast ekki á for­sendum nátt­úr­unn­ar. Upp­lifun þeirra snýst um að stað­festa sjálfs­mynd­ina, en tekur ekki mið af því ein­staka vist­kerfi sem ein­kennir íslenska nátt­úru. Það er sorg­leg stað­reynd – en þannig er lagt upp með aug­lýs­inga­her­ferð M&C Saatchi og sýnir sig m.a. í þeim hátöl­urum sem eiga að miðla streitu­los­una­r­öskrum ferða­langa í ákveðnum nátt­úruperlum lands­ins.

Ef rýnt væri í aðferða­fræði M&C Saatchi útfrá sjón­ar­miðum síð­ný­lendu­stefnu færi trú­lega hrollur um ansi margan Íslend­ing, sem til þessa hefur staðið í þeirri trú að Ísland sé hvorki nýlenda né hjá­lenda í þjón­ustu erlends afls. Hugsum sem svo, að erlendum ferða­mönnum væri gef­inn laus taumur innan veggja Þjóð­minja­safns­ins og leyft að skreyta sig með hvaða grip sem væri til að taka face­bók­ar­sjálfu og skapa skemmti­legar upp­still­ingar með sjálfum sér í brennid­epli og þyrfti þá kannski að beygja eitt­hvert silfur­arm­bandið til að koma því á úln­lið, nú, eða rífa upp­hlut til að kom­ast í hann eða þætti snið­ugt skera út nafnið sitt á 17. aldar ask til að full­nægja þörf­inni til að stað­festa sig sem skemmti­legan gaur, þá væri það allt í lagi sam­kvæmt aðferða­fræði M&C Saatchi.

Þessir ferða­menn til­heyra réttum mark­hópi og skilja hvernig Ísland, íslensk menn­ing og íslensk nátt­úra stað­festir ímynd­ina af þeim sjálfum sem menn­ing­ar- og nátt­úru­elsk­andi mann­ver­ur! Eða hvað?

Það er mögu­legt að selja Ísland á sjálfsí­mynd­ar­út­sölu eins og að ofan greinir í ljósi þess að hér vantar enn heild­ar­stefnu í ferða­þjón­ustu, sem myndi, ef skyn­sam­lega væri að verki stað­ið, að sjálf­sögðu ganga út frá hags­munum lands­ins, nátt­úr­unn­ar, þjóð­ar­innar og menn­ingu hennar og sögu.

Höf­undur er leið­sögu­maður og leik­stjóri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar