Á villtum götum

Birgir Birgisson fjallar um öryggi hjólreiðamanna, reglur er varða málaflokkinn – eða skort á þeim – og hvað þurfi að breytast áður en næsta dauðaslys hjólreiðamanns á sér stað.

Auglýsing

Eins og alkunna er hefur undanfarin ár orðið mikil aukning í hjólreiðum á Íslandi. Að flestu leyti hlýtur þetta að teljast jákvæð þróun enda draga hjólreiðar úr ýmsum fylgikvillum þess þægilega lífs sem flest nútímafólk lifir. Að hreyfa okkur reglulega og anda að okkur fersku lofti gerir okkur flestum bara gott. Því miður virðist þó sem ekki séu allir sáttir við þessa þróun. Þrátt fyrir að reiðhjól hafi í langan tíma verið viðurkenndur hluti af þeirri flóru samgöngutækja sem okkur stendur til boða, að minnsta kosti um 100 ára skeið og sennilega mun lengur, heldur sumt fólk ennþá að götur og vegir séu ekki ætluð hjólandi fólki. Að akbrautir séu eingöngu ætlaðar fyrir bíla og ekkert annað. 

Það er hætt við því að sama fólk fái hland fyrir hjartað ef það tæki upp á því að lesa núgildandi umferðarlög þar sem reiðhjól eru ekki einungis viðurkennd sem samgöngumáti heldur skýrt og skilmerkilega skilgreind sem ökutæki, til jafns á við margt annað. Þetta þýðir að sjálfsögðu að hjólandi fólki er ekki bara heimilt að nýta götur og vegi til að komast leiðar sinnar. Það er beinlínis ætlast til þess. Sú staðreynd að til eru reglur sem heimila hjólandi fólki að nýta líka göngustíga og gangstéttir, að því gefnu að taka fullt tillit til gangandi vegfarenda, þýðir nefnilega hvorki að hjólandi fólki sé skylt að nota göngustíga eða því bannað að nota akbrautir. 

Í augum þeirra sem ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel kann þetta að virðast léttvægt. En það er ekkert léttvægt við stór og þung ökutæki sem á miklum hraða fara hættulega nærri hjólandi vegfaranda af því ökumanninum „finnst“ viðkomandi vera fyrir. Þær persónulegu skoðanir sem fólk hefur á þessum málum ráða mun oftar hegðun þess en það hvað lög og reglur segja. Þetta á sérstaklega við þegar fólk sem ekki þekkir umferðarreglur og lög ekur eins og það er vant að gera eða eins og það sér „alla hina“ gera. Þetta er sérstaklega slæmt þegar „allir hinir“ eru líka að gera vitleysur. En hvernig er hægt að búast við því að fólk kunni réttar aðferðir þegar enginn er til að kenna þær? 

Auglýsing

Ráðaleysi Samgöngustofu, Lögreglunnar og annarra sem bera ábyrgð á forvörnum og eftirliti með málaflokknum er algert. Eðli málsins samkvæmt eru hjólandi vegfarendur oftast einir á ferð á sínum ökutækjum og þar af leiðir að þegar hættuástand skapast af vítaverðum eða gáleysislegum akstri vélknúinna ökutækja er tilgangslaust fyrir hjólreiðafólk að tilkynna eða kæra slíkt til lögreglu þar sem yfirleitt eru engin vitni til staðar. Þar að auki er enginn tilgangur í því að kalla til lögreglu vegna slíkra atvika þegar brotlegi aðilinn er fyrir löngu ekinn burt. Tilraunir hjólreiðafólks með myndavélar til að skjalfesta slík atvik hafa enga þýðingu þar sem lögregla hefur ítrekað neitað að taka við slíkum upptökum. Þó eru til mýmörg dæmi um að slíkar upptökur úr myndavélum á mælaborðum bifreiða hafi verið notaðar sem sönnunargögn þegar árekstrar verða milli bíla. Einhverra hluta vegna gildir annað um ökutæki hjólandi fólks. Samgöngustofa gefur þar að auki út leiðbeiningar um „ríkjandi stöðu á vegi“ sem á sér enga stoð í lögum og reglum og gerir lítið annað en setja hjólandi vegfarendur í enn meiri hættu því oftar en ekki reyna ökumenn samt sem áður framúrakstur og taka enn stærri áhættu. 

Með þeirri miklu fjölgun hjólreiðafólks sem hefur átt sér stað undanfarin ár væri forvitnilegt að komast að því hvaða áhrif sú aukning hafi haft á það efni og þær aðferðir sem ökukennarar nýta við almenna ökukennslu. Því miður virðast þau áhrif vera hverfandi. Að minnsta kosti hefur Samgöngustofa ekki séð neina ástæðu til að fara fram á að Ökukennarafélag Íslands, sem gefur út kennsluefni til almennra ökuréttinda, uppfæri kennsluefnið svo það endurspegli betur veruleika í íslenskri umferð. Það er reyndar frekar fyndið að í þeirri kennslubók sem notuð er í dag, þýdd og staðfærð frá Finnlandi, er meira gert af því að vara nýja ökumenn við því að festa ekki bíla sína á brautarteinum sporvagna en að kenna þeim rétta hegðun í nágrenni við hjólandi vegfarendur. Hvort skyldi nú vera mikilvægara á Íslandi? 

Það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni þeirra sem bera ábyrgð á málaflokknum að það hefur tekið skemmri tíma fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins að byggja upp allt núverandi innviðakerfi hjólastíga, brúa og umferðarljósa fyrir hjólandi umferð, en það tekur Samgöngustofu og Ökukennarafélag Ísland að bæta við og lagfæra einfaldan texta í kennslubók til almennra ökuréttinda. Á meðan þetta er tilfellið er það auðvitað borin von að íslenskir ökumenn læri að aka af ábyrgð nærri hjólreiðafólki. Eins og hefð og venja er á Íslandi veður þessu ekki breytt fyrr en dauðaslys verður sem eftir á er hægt að rekja beint til vankunnáttu ökumanns um þessi mikilvægu atriði. Svo nú bíðum við eftir næsta dauðaslysi hjólreiðamanns. Er einhver sem býður sig fram? 

Höfundur er áhugamaður um örugga umferð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar