Á villtum götum

Birgir Birgisson fjallar um öryggi hjólreiðamanna, reglur er varða málaflokkinn – eða skort á þeim – og hvað þurfi að breytast áður en næsta dauðaslys hjólreiðamanns á sér stað.

Auglýsing

Eins og alkunna er hefur und­an­farin ár orðið mikil aukn­ing í hjól­reiðum á Íslandi. Að flestu leyti hlýtur þetta að telj­ast jákvæð þróun enda draga hjól­reiðar úr ýmsum fylgi­kvillum þess þægi­lega lífs sem flest nútíma­fólk lif­ir. Að hreyfa okkur reglu­lega og anda að okkur fersku lofti gerir okkur flestum bara gott. Því miður virð­ist þó sem ekki séu allir sáttir við þessa þró­un. Þrátt fyrir að reið­hjól hafi í langan tíma verið við­ur­kenndur hluti af þeirri flóru sam­göngu­tækja sem okkur stendur til boða, að minnsta kosti um 100 ára skeið og senni­lega mun leng­ur, heldur sumt fólk ennþá að götur og vegir séu ekki ætluð hjólandi fólki. Að akbrautir séu ein­göngu ætl­aðar fyrir bíla og ekk­ert ann­að. 

Það er hætt við því að sama fólk fái hland fyrir hjartað ef það tæki upp á því að lesa núgild­andi umferð­ar­lög þar sem reið­hjól eru ekki ein­ungis við­ur­kennd sem sam­göngu­máti heldur skýrt og skil­merki­lega skil­greind sem öku­tæki, til jafns á við margt ann­að. Þetta þýðir að sjálf­sögðu að hjólandi fólki er ekki bara heim­ilt að nýta götur og vegi til að kom­ast leiðar sinn­ar. Það er bein­línis ætl­ast til þess. Sú stað­reynd að til eru reglur sem heim­ila hjólandi fólki að nýta líka göngu­stíga og gang­stétt­ir, að því gefnu að taka fullt til­lit til gang­andi veg­far­enda, þýðir nefni­lega hvorki að hjólandi fólki sé skylt að nota göngu­stíga eða því bannað að nota akbraut­ir. 

Í augum þeirra sem ekki hafa kynnt sér málið nægi­lega vel kann þetta að virð­ast létt­vægt. En það er ekk­ert létt­vægt við stór og þung öku­tæki sem á miklum hraða fara hættu­lega nærri hjólandi veg­far­anda af því öku­mann­inum „finn­st“ við­kom­andi vera fyr­ir. Þær per­sónu­legu skoð­anir sem fólk hefur á þessum málum ráða mun oftar hegðun þess en það hvað lög og reglur segja. Þetta á sér­stak­lega við þegar fólk sem ekki þekkir umferð­ar­reglur og lög ekur eins og það er vant að gera eða eins og það sér „alla hina“ gera. Þetta er sér­stak­lega slæmt þegar „allir hin­ir“ eru líka að gera vit­leys­ur. En hvernig er hægt að búast við því að fólk kunni réttar aðferðir þegar eng­inn er til að kenna þær? 

Auglýsing

Ráða­leysi Sam­göngu­stofu, Lög­regl­unnar og ann­arra sem bera ábyrgð á for­vörnum og eft­ir­liti með mála­flokknum er algert. Eðli máls­ins sam­kvæmt eru hjólandi veg­far­endur oft­ast einir á ferð á sínum öku­tækjum og þar af leiðir að þegar hættu­á­stand skap­ast af víta­verðum eða gáleys­is­legum akstri vél­knú­inna öku­tækja er til­gangs­laust fyrir hjól­reiða­fólk að til­kynna eða kæra slíkt til lög­reglu þar sem yfir­leitt eru engin vitni til stað­ar. Þar að auki er eng­inn til­gangur í því að kalla til lög­reglu vegna slíkra atvika þegar brot­legi aðil­inn er fyrir löngu ekinn burt. Til­raunir hjól­reiða­fólks með mynda­vélar til að skjal­festa slík atvik hafa enga þýð­ingu þar sem lög­regla hefur ítrekað neitað að taka við slíkum upp­tök­um. Þó eru til mýmörg dæmi um að slíkar upp­tökur úr mynda­vélum á mæla­borðum bif­reiða hafi verið not­aðar sem sönn­un­ar­gögn þegar árekstrar verða milli bíla. Ein­hverra hluta vegna gildir annað um öku­tæki hjólandi fólks. Sam­göngu­stofa gefur þar að auki út leið­bein­ingar um „ríkj­andi stöðu á vegi“ sem á sér enga stoð í lögum og reglum og gerir lítið annað en setja hjólandi veg­far­endur í enn meiri hættu því oftar en ekki reyna öku­menn samt sem áður fram­úr­akstur og taka enn stærri áhætt­u. 

Með þeirri miklu fjölgun hjól­reiða­fólks sem hefur átt sér stað und­an­farin ár væri for­vitni­legt að kom­ast að því hvaða áhrif sú aukn­ing hafi haft á það efni og þær aðferðir sem öku­kenn­arar nýta við almenna öku­kennslu. Því miður virð­ast þau áhrif vera hverf­andi. Að minnsta kosti hefur Sam­göngu­stofa ekki séð neina ástæðu til að fara fram á að Öku­kenn­ara­fé­lag Íslands, sem gefur út kennslu­efni til almennra öku­rétt­inda, upp­færi kennslu­efnið svo það end­ur­spegli betur veru­leika í íslenskri umferð. Það er reyndar frekar fyndið að í þeirri kennslu­bók sem notuð er í dag, þýdd og stað­færð frá Finn­landi, er meira ­gert af því að vara nýja öku­menn við því að festa ekki bíla sína á braut­ar­teinum spor­vagna en að kenna þeim rétta hegðun í nágrenni við hjólandi veg­far­end­ur. Hvort skyldi nú vera mik­il­væg­ara á Ísland­i? 

Það hlýtur að vera alvar­legt umhugs­un­ar­efni þeirra sem bera ábyrgð á mála­flokknum að það hefur tekið skemmri tíma fyrir sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að byggja upp allt núver­andi inn­viða­kerfi hjóla­stíga, brúa og umferð­ar­ljósa fyrir hjólandi umferð, en það tekur Sam­göngu­stofu og Öku­kenn­ara­fé­lag Ísland að bæta við og lag­færa ein­faldan texta í kennslu­bók til almennra öku­rétt­inda. Á meðan þetta er til­fellið er það auð­vitað borin von að íslenskir öku­menn læri að aka af ábyrgð nærri hjól­reiða­fólki. Eins og hefð og venja er á Íslandi veður þessu ekki breytt fyrr en dauða­slys verður sem eftir á er hægt að rekja beint til van­kunn­áttu öku­manns um þessi mik­il­vægu atriði. Svo nú bíðum við eftir næsta dauða­slysi hjól­reiða­manns. Er ein­hver sem býður sig fram? 

Höf­undur er áhuga­maður um örugga umferð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar