Á villtum götum

Birgir Birgisson fjallar um öryggi hjólreiðamanna, reglur er varða málaflokkinn – eða skort á þeim – og hvað þurfi að breytast áður en næsta dauðaslys hjólreiðamanns á sér stað.

Auglýsing

Eins og alkunna er hefur und­an­farin ár orðið mikil aukn­ing í hjól­reiðum á Íslandi. Að flestu leyti hlýtur þetta að telj­ast jákvæð þróun enda draga hjól­reiðar úr ýmsum fylgi­kvillum þess þægi­lega lífs sem flest nútíma­fólk lif­ir. Að hreyfa okkur reglu­lega og anda að okkur fersku lofti gerir okkur flestum bara gott. Því miður virð­ist þó sem ekki séu allir sáttir við þessa þró­un. Þrátt fyrir að reið­hjól hafi í langan tíma verið við­ur­kenndur hluti af þeirri flóru sam­göngu­tækja sem okkur stendur til boða, að minnsta kosti um 100 ára skeið og senni­lega mun leng­ur, heldur sumt fólk ennþá að götur og vegir séu ekki ætluð hjólandi fólki. Að akbrautir séu ein­göngu ætl­aðar fyrir bíla og ekk­ert ann­að. 

Það er hætt við því að sama fólk fái hland fyrir hjartað ef það tæki upp á því að lesa núgild­andi umferð­ar­lög þar sem reið­hjól eru ekki ein­ungis við­ur­kennd sem sam­göngu­máti heldur skýrt og skil­merki­lega skil­greind sem öku­tæki, til jafns á við margt ann­að. Þetta þýðir að sjálf­sögðu að hjólandi fólki er ekki bara heim­ilt að nýta götur og vegi til að kom­ast leiðar sinn­ar. Það er bein­línis ætl­ast til þess. Sú stað­reynd að til eru reglur sem heim­ila hjólandi fólki að nýta líka göngu­stíga og gang­stétt­ir, að því gefnu að taka fullt til­lit til gang­andi veg­far­enda, þýðir nefni­lega hvorki að hjólandi fólki sé skylt að nota göngu­stíga eða því bannað að nota akbraut­ir. 

Í augum þeirra sem ekki hafa kynnt sér málið nægi­lega vel kann þetta að virð­ast létt­vægt. En það er ekk­ert létt­vægt við stór og þung öku­tæki sem á miklum hraða fara hættu­lega nærri hjólandi veg­far­anda af því öku­mann­inum „finn­st“ við­kom­andi vera fyr­ir. Þær per­sónu­legu skoð­anir sem fólk hefur á þessum málum ráða mun oftar hegðun þess en það hvað lög og reglur segja. Þetta á sér­stak­lega við þegar fólk sem ekki þekkir umferð­ar­reglur og lög ekur eins og það er vant að gera eða eins og það sér „alla hina“ gera. Þetta er sér­stak­lega slæmt þegar „allir hin­ir“ eru líka að gera vit­leys­ur. En hvernig er hægt að búast við því að fólk kunni réttar aðferðir þegar eng­inn er til að kenna þær? 

Auglýsing

Ráða­leysi Sam­göngu­stofu, Lög­regl­unnar og ann­arra sem bera ábyrgð á for­vörnum og eft­ir­liti með mála­flokknum er algert. Eðli máls­ins sam­kvæmt eru hjólandi veg­far­endur oft­ast einir á ferð á sínum öku­tækjum og þar af leiðir að þegar hættu­á­stand skap­ast af víta­verðum eða gáleys­is­legum akstri vél­knú­inna öku­tækja er til­gangs­laust fyrir hjól­reiða­fólk að til­kynna eða kæra slíkt til lög­reglu þar sem yfir­leitt eru engin vitni til stað­ar. Þar að auki er eng­inn til­gangur í því að kalla til lög­reglu vegna slíkra atvika þegar brot­legi aðil­inn er fyrir löngu ekinn burt. Til­raunir hjól­reiða­fólks með mynda­vélar til að skjal­festa slík atvik hafa enga þýð­ingu þar sem lög­regla hefur ítrekað neitað að taka við slíkum upp­tök­um. Þó eru til mýmörg dæmi um að slíkar upp­tökur úr mynda­vélum á mæla­borðum bif­reiða hafi verið not­aðar sem sönn­un­ar­gögn þegar árekstrar verða milli bíla. Ein­hverra hluta vegna gildir annað um öku­tæki hjólandi fólks. Sam­göngu­stofa gefur þar að auki út leið­bein­ingar um „ríkj­andi stöðu á vegi“ sem á sér enga stoð í lögum og reglum og gerir lítið annað en setja hjólandi veg­far­endur í enn meiri hættu því oftar en ekki reyna öku­menn samt sem áður fram­úr­akstur og taka enn stærri áhætt­u. 

Með þeirri miklu fjölgun hjól­reiða­fólks sem hefur átt sér stað und­an­farin ár væri for­vitni­legt að kom­ast að því hvaða áhrif sú aukn­ing hafi haft á það efni og þær aðferðir sem öku­kenn­arar nýta við almenna öku­kennslu. Því miður virð­ast þau áhrif vera hverf­andi. Að minnsta kosti hefur Sam­göngu­stofa ekki séð neina ástæðu til að fara fram á að Öku­kenn­ara­fé­lag Íslands, sem gefur út kennslu­efni til almennra öku­rétt­inda, upp­færi kennslu­efnið svo það end­ur­spegli betur veru­leika í íslenskri umferð. Það er reyndar frekar fyndið að í þeirri kennslu­bók sem notuð er í dag, þýdd og stað­færð frá Finn­landi, er meira ­gert af því að vara nýja öku­menn við því að festa ekki bíla sína á braut­ar­teinum spor­vagna en að kenna þeim rétta hegðun í nágrenni við hjólandi veg­far­end­ur. Hvort skyldi nú vera mik­il­væg­ara á Ísland­i? 

Það hlýtur að vera alvar­legt umhugs­un­ar­efni þeirra sem bera ábyrgð á mála­flokknum að það hefur tekið skemmri tíma fyrir sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að byggja upp allt núver­andi inn­viða­kerfi hjóla­stíga, brúa og umferð­ar­ljósa fyrir hjólandi umferð, en það tekur Sam­göngu­stofu og Öku­kenn­ara­fé­lag Ísland að bæta við og lag­færa ein­faldan texta í kennslu­bók til almennra öku­rétt­inda. Á meðan þetta er til­fellið er það auð­vitað borin von að íslenskir öku­menn læri að aka af ábyrgð nærri hjól­reiða­fólki. Eins og hefð og venja er á Íslandi veður þessu ekki breytt fyrr en dauða­slys verður sem eftir á er hægt að rekja beint til van­kunn­áttu öku­manns um þessi mik­il­vægu atriði. Svo nú bíðum við eftir næsta dauða­slysi hjól­reiða­manns. Er ein­hver sem býður sig fram? 

Höf­undur er áhuga­maður um örugga umferð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar