Á villtum götum

Birgir Birgisson fjallar um öryggi hjólreiðamanna, reglur er varða málaflokkinn – eða skort á þeim – og hvað þurfi að breytast áður en næsta dauðaslys hjólreiðamanns á sér stað.

Auglýsing

Eins og alkunna er hefur und­an­farin ár orðið mikil aukn­ing í hjól­reiðum á Íslandi. Að flestu leyti hlýtur þetta að telj­ast jákvæð þróun enda draga hjól­reiðar úr ýmsum fylgi­kvillum þess þægi­lega lífs sem flest nútíma­fólk lif­ir. Að hreyfa okkur reglu­lega og anda að okkur fersku lofti gerir okkur flestum bara gott. Því miður virð­ist þó sem ekki séu allir sáttir við þessa þró­un. Þrátt fyrir að reið­hjól hafi í langan tíma verið við­ur­kenndur hluti af þeirri flóru sam­göngu­tækja sem okkur stendur til boða, að minnsta kosti um 100 ára skeið og senni­lega mun leng­ur, heldur sumt fólk ennþá að götur og vegir séu ekki ætluð hjólandi fólki. Að akbrautir séu ein­göngu ætl­aðar fyrir bíla og ekk­ert ann­að. 

Það er hætt við því að sama fólk fái hland fyrir hjartað ef það tæki upp á því að lesa núgild­andi umferð­ar­lög þar sem reið­hjól eru ekki ein­ungis við­ur­kennd sem sam­göngu­máti heldur skýrt og skil­merki­lega skil­greind sem öku­tæki, til jafns á við margt ann­að. Þetta þýðir að sjálf­sögðu að hjólandi fólki er ekki bara heim­ilt að nýta götur og vegi til að kom­ast leiðar sinn­ar. Það er bein­línis ætl­ast til þess. Sú stað­reynd að til eru reglur sem heim­ila hjólandi fólki að nýta líka göngu­stíga og gang­stétt­ir, að því gefnu að taka fullt til­lit til gang­andi veg­far­enda, þýðir nefni­lega hvorki að hjólandi fólki sé skylt að nota göngu­stíga eða því bannað að nota akbraut­ir. 

Í augum þeirra sem ekki hafa kynnt sér málið nægi­lega vel kann þetta að virð­ast létt­vægt. En það er ekk­ert létt­vægt við stór og þung öku­tæki sem á miklum hraða fara hættu­lega nærri hjólandi veg­far­anda af því öku­mann­inum „finn­st“ við­kom­andi vera fyr­ir. Þær per­sónu­legu skoð­anir sem fólk hefur á þessum málum ráða mun oftar hegðun þess en það hvað lög og reglur segja. Þetta á sér­stak­lega við þegar fólk sem ekki þekkir umferð­ar­reglur og lög ekur eins og það er vant að gera eða eins og það sér „alla hina“ gera. Þetta er sér­stak­lega slæmt þegar „allir hin­ir“ eru líka að gera vit­leys­ur. En hvernig er hægt að búast við því að fólk kunni réttar aðferðir þegar eng­inn er til að kenna þær? 

Auglýsing

Ráða­leysi Sam­göngu­stofu, Lög­regl­unnar og ann­arra sem bera ábyrgð á for­vörnum og eft­ir­liti með mála­flokknum er algert. Eðli máls­ins sam­kvæmt eru hjólandi veg­far­endur oft­ast einir á ferð á sínum öku­tækjum og þar af leiðir að þegar hættu­á­stand skap­ast af víta­verðum eða gáleys­is­legum akstri vél­knú­inna öku­tækja er til­gangs­laust fyrir hjól­reiða­fólk að til­kynna eða kæra slíkt til lög­reglu þar sem yfir­leitt eru engin vitni til stað­ar. Þar að auki er eng­inn til­gangur í því að kalla til lög­reglu vegna slíkra atvika þegar brot­legi aðil­inn er fyrir löngu ekinn burt. Til­raunir hjól­reiða­fólks með mynda­vélar til að skjal­festa slík atvik hafa enga þýð­ingu þar sem lög­regla hefur ítrekað neitað að taka við slíkum upp­tök­um. Þó eru til mýmörg dæmi um að slíkar upp­tökur úr mynda­vélum á mæla­borðum bif­reiða hafi verið not­aðar sem sönn­un­ar­gögn þegar árekstrar verða milli bíla. Ein­hverra hluta vegna gildir annað um öku­tæki hjólandi fólks. Sam­göngu­stofa gefur þar að auki út leið­bein­ingar um „ríkj­andi stöðu á vegi“ sem á sér enga stoð í lögum og reglum og gerir lítið annað en setja hjólandi veg­far­endur í enn meiri hættu því oftar en ekki reyna öku­menn samt sem áður fram­úr­akstur og taka enn stærri áhætt­u. 

Með þeirri miklu fjölgun hjól­reiða­fólks sem hefur átt sér stað und­an­farin ár væri for­vitni­legt að kom­ast að því hvaða áhrif sú aukn­ing hafi haft á það efni og þær aðferðir sem öku­kenn­arar nýta við almenna öku­kennslu. Því miður virð­ast þau áhrif vera hverf­andi. Að minnsta kosti hefur Sam­göngu­stofa ekki séð neina ástæðu til að fara fram á að Öku­kenn­ara­fé­lag Íslands, sem gefur út kennslu­efni til almennra öku­rétt­inda, upp­færi kennslu­efnið svo það end­ur­spegli betur veru­leika í íslenskri umferð. Það er reyndar frekar fyndið að í þeirri kennslu­bók sem notuð er í dag, þýdd og stað­færð frá Finn­landi, er meira ­gert af því að vara nýja öku­menn við því að festa ekki bíla sína á braut­ar­teinum spor­vagna en að kenna þeim rétta hegðun í nágrenni við hjólandi veg­far­end­ur. Hvort skyldi nú vera mik­il­væg­ara á Ísland­i? 

Það hlýtur að vera alvar­legt umhugs­un­ar­efni þeirra sem bera ábyrgð á mála­flokknum að það hefur tekið skemmri tíma fyrir sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að byggja upp allt núver­andi inn­viða­kerfi hjóla­stíga, brúa og umferð­ar­ljósa fyrir hjólandi umferð, en það tekur Sam­göngu­stofu og Öku­kenn­ara­fé­lag Ísland að bæta við og lag­færa ein­faldan texta í kennslu­bók til almennra öku­rétt­inda. Á meðan þetta er til­fellið er það auð­vitað borin von að íslenskir öku­menn læri að aka af ábyrgð nærri hjól­reiða­fólki. Eins og hefð og venja er á Íslandi veður þessu ekki breytt fyrr en dauða­slys verður sem eftir á er hægt að rekja beint til van­kunn­áttu öku­manns um þessi mik­il­vægu atriði. Svo nú bíðum við eftir næsta dauða­slysi hjól­reiða­manns. Er ein­hver sem býður sig fram? 

Höf­undur er áhuga­maður um örugga umferð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar