Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett

Ísrael ógnar friði í Mið-Austurlöndum og stefnir á enn frekari innlimun á svæðum Palestínumanna. COVID-19 setti þó strik í reikninginn. Íslensk stjórnvöld þögul.

Auglýsing

Ímynd­aðu þér, les­andi góð­ur, að þú búir í par­húsi. Allt í einu kemur nágrann­inn og seg­ir: „Ég ætla að taka af þér stof­una og eld­hús­ið.“ Þú yrðir vænt­an­lega ekki sáttur og myndir senni­lega grípa til ráð­staf­ana.

Einmitt svona hegða Ísra­els­menn sér, með Benja­min Net­hanya­hu, fremstan í flokki, gegn Palest­ínu­mönnum og hafa gert lengi. Net­anya­hu, sem sak­aður hefur verið um spill­ingu, er núna for­sæt­is­ráð­herra í sam­steypu­stjórn með einum helsta and­stæð­ingi sín­um, Benja­min Gantz(!), sem er varn­ar­mála­ráð­herra.

Eins og staðan er núna hefur þessum hug­myndum um inn­limun þó verið frestað, en til síð­ari tíma, jafn­vel aðeins fram í júlí/ágúst. Ástæðan er meðal ann­ars vegna COVID-19 og skiptra skoð­ana um mál­ið. Ólík­legt verður að telj­ast að þessar áætl­anir verði með öllu slegnar af, það myndi verða túlkað sem veik­leika­merki.

Auglýsing

Nokkrar sviðs­myndir

Ísra­els­menn eru sem sagt með á stefnu­skrá sinni inn­limun á svæðum Palest­ínu­manna á Vest­ur­bakk­anum (sem þeir stjórna nær alger­lega), Jórdan-dalnum og jafn­vel fleiri svæð­um, það eru nokkrar „sviðs­mynd­ir“ hugs­an­legar sam­kvæmt fréttum af mál­inu. Mest ætla þeir að taka um 30% af Vest­ur­bakk­an­um, þar sem fyrir er risa­stór örygg­is­vegg­ur, sem tal­inn er taka um 10% af svæði Vest­ur­bakk­ans. Veggur sem Trump er senni­lega ánægður með. Aðgerðin með Jórdan-dal­inn (á landa­mærum Ísra­els og Jórdan­íu) miðar að því að skapa „ör­ygg­is­svæði“ þar.

Skil­greina má inn­limun þá aðgerð þegar ríki eða leið­togi eins ríkis tekur yfir annað ríki eða hluta þess (svæði) og fellir það inn í sitt ríki.

Nýjasta dæmið um inn­limun er þegar Rúss­land (les;Vla­dimír Pútín) inn­lim­aði Krím­skaga vorið 2014, en hann til­heyrði Úkra­ínu. Um það bil frá þeim tíma hefur geysað þar stríð, sem kostað hefur meira en um 10.000 manns­líf. Saddam Hússein réð­ist inn í og inn­lim­aði smá­ríkið Kúvæt árið 1990 og kom þar með af stað fyrsta Flóa­bar­daga við Banda­ríkja­menn og banda­lag þeirra (meðal ann­ars Ísland). Adolf Hitler inn­lim­aði Aust­ur­ríki árið 1938 og gerði það þar með að hluta af „þriðja ríki“ Hitlers. Mark­miðið var að stofna „Stór-Þýska­land“. Við vitum hvernig það dæmi fór.

Brot á alþjóða­lögum

Inn­limun er í eðli sínu aðgerð sem gengur alger­lega gegn alþjóða­lögum og inn­limun Krím­skaga hefur til dæmis verið harka­lega mót­mælt, Rússar hafa fengið á sig við­skipta­þving­anir (meðal ann­ars frá Ísland­i), ráða­menn og áhrifa­menn hafa verið settir á „svarta lista“ og fleira slíkt. Því inn­limun er í raun hámarks birt­ing­ar­mynd frekju og yfr­gangs, með því að einn aðili yfir­tekur land og svæði sem til­heyra annarri þjóð.

Með þeirri land­töku sem Ísra­els­menn hafa nú boðað er sam­kvæmt frétt á vef Al-Jazeera, verið að taka mik­il­væg land­bún­að­ar­svæði og vatns­ból af Palest­ínu­mönn­um, en land­tökur Ísra­els­manna á svæðum Palest­ín­u-­Araba eru ekk­ert nýtt mál og hafa í raun verið í gangi ára­tugum sam­an, eða allt frá stofnun Ísra­els­ríkis árið 1948.

„Ap­artheid“ Mið-Aust­ur­landa

Ýmsir hafa líkt fram­ferði Ísra­els­manna við aðskilnð­ar­stefnu hvítra í S-Afr­íku, þá alræmdu stefnu sem kall­að­ist „Ap­artheid“ (1948! – 1990) og mið­aði að því að aðskilja í raun svarta íbúa lands­ins, frá hvítum minni­hluta.

Deila þeirra og Palest­ínu­manna er eitt alvar­leg­asta deilu­málið í Mið-Aust­ur­lönd­um, en um tvær millj­ónir Palest­ínu­manna búa á land­ræmunni Gaza, sem er álíka stór og Reykja­neskagi. Gaza hefur stundum verið kallað „stærsta fang­elsi heims“ og þar eru allar aðstæður íbúa hinar verstu, skortur á öllum gæðum sem við teljum eðli­leg, t.d. heilsu­gæslu.

Á Vest­ur­bakk­anum búa um 400.000 manns og um 750.000 ef Jer­úsalem er talin með, en bæði Gyð­ing­ar, Múslimar og Kristnir í Jer­úsalem gera til­kall til borg­ar­innar og vilja gera hana að „sinn­i“. Í land­töku­byggðum á Vest­ur­bakk­an­um, sem Ísra­els­menn hertóku í Sex daga stríð­inu árið 1967, búa um 430.000 Gyð­ing­ar.

Treysta á Banda­ríkja­menn

Í aðgerðum sínum (sem þeir kalla reyndar „ráð­stöfun á full­veld­i“) treysta Ísra­els­menn á ófrá­víkj­an­legan stuðn­ing Banda­ríkja­manna og vissu­lega er stuðn­ingur þeirra gríð­ar­leg­ur, en beinn hern­að­ar­stuðn­ingur Banda­ríkj­anna til Ísra­els nemur um 3 millj­örðum doll­ara á ári, eða um 8 millj­ónum doll­ara á dag. Ekki minna munar um hinn sið­ferði­lega stuðn­ing sem lobbí­istar gyð­inga í Banda­ríkj­unum vinna dug­lega að. Hags­muna­sam­tök Gyð­inga í Banda­ríkj­unum eru að margra mati þau öfl­ug­ustu þar í landi.

Fjöl­mörg og flest stærstu ríki Evr­ópu hafa mót­mælt þessum fyr­ir­hug­uðu aðgerðum Ísra­els­manna, en þeir treysta alger­lega á stuðn­ing for­seta Banda­ríkj­anna, sem hefur mjög tak­mark­aða þekk­ingu á alþjóða­mál­um, en til dæmis kom fram í fréttum fyrir skömmu að hann teldi Finn­land til­heyra Rúss­landi. Segir það ansi margt um þekk­ingu for­set­ans á hinu alþjóð­lega sviði. Þá hafa Sam­ein­uðu þjóðr­inar (UN) sagt þessar áætl­anir Ísra­els­manna vera ólög­legar.

Palest­ínu­menn æfir

Palest­ínu­menn hafa sagt aðgerðir Ísra­els jafn­gilda stríðs­yf­ir­lýs­ingu, en þær koma í kjöl­farið á „frið­ar­á­ætl­un“ sem Jared Kus­hner, tengda­sonum Don­alds Trump hefur verið í for­svari fyrir og er sagður vera einn höf­unda að. Hann er sjálfur Gyð­ingur og hefur fram að þessu ekki verið tal­inn til sér­fræð­inga í mál­efnum Ísra­els/Mið-Aust­ur­landa. Almennt er talið að áætlun þessi sér Ísra­els­mönnum veru­lega hag­felld, á kostnað Palest­ínu­manna, sem hafa hafnað henni, enda voru þeir ekki hafðir með í ráðum á neinn hátt.

Áætl­unin hafnar til­kalli Palest­ínu­manna til hluta af Jer­úsalem og þá við­ur­kennir áætlun Kus­hners land­töku­byggðir Gyð­inga á Vest­ur­bakk­an­um, nokkuð sem Palest­ínu­menn og alþjóða­sam­fé­lagið segja ólög­leg­ar. Ekki bætir úr skák að árið 2017 lýsti Don­ald Trump því yfir að Jer­úsalem væri höfðu­borg Ísra­els og flutti hann sendi­ráð Banda­ríkj­anna frá Tel Aviv, til Jer­úsal­em, en það var gert 14.maí 2018, þegar 70 ár voru liðin frá stofnun Ísra­els. Tákn­rænna getur það varla ver­ið.

Segja má að líf Gyð­inga og Palest­ín­u-­Ara­ba, hafi allt frá 1918, frá hinni alræmdu Balfo­ur-­yf­ir­lýs­ingu (þegar Bretar afhentu Gyð­ingum land Palest­ínu­manna til yfir­ráða) og síðar með stofnun rík­is­ins sjálfs árið 1948, ein­kennst af stríði, hryðju­verkum og ofbeldi. Landið var stofnað í kjöl­far Helfar­ar­inn­ar, þar sem sex milj­ljónum Gyð­inga var slátrað af Nas­ist­um. Hel­förin var ein birt­ing­ar­mynd alda­gam­allar gyð­inga­andúðar í Evr­ópu, sér­stak­lega A-Evr­ópu.

Leikur katt­ar­ins að músinni

Annað ein­kenni þess­ara átaka má kalla „leik katt­ar­ins að músinni“ og er þá vísað til nær algerra yfir­burða Ísra­els­manna, sem búa yfir (vegna stuðn­ings Banda­ríkj­anna) öllum helstu topp­græjum á sviði hern­að­ar. Leik­ur­inn er því veru­lega ójafn. Þegar Palet­stínu­menn senda heima­gerðar eld­flaugar á Ísr­ael (þær hafa drepið mjög fáa), þá svara Ísra­els­menn yfir­leitt með loft­árásum, gerðum af banda­rískum her­þotum af full­komn­ustu gerð. Enda er talið að mann­fall meðal Palest­ínu­manna (og Araba) í þessum átökum í gegnum tíð­ina sé allt að fimm­falt hærra en hjá Ísra­els­mönn­um.

Fyrir skömmu beindi Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands þeim til­mælum til stjórn­valda í Ísr­ael að hætta við þessar fyr­ir­hug­uðu áætl­anir og öll helstu ríki Evr­ópu hafa lýst yfir­van­þóknun sinni á þessum fyr­ir­ætl­un­um.

En hvað með íslensk stjórn­völd? Ætla þau að mót­mæla og lýsa andúð sinni á þessum hug­myndum Ísra­els­manna? Þó sagt sé að Ísland hafa eitt og sér hafi ekki mikið vægi í alþjóða­málum ætti það að mínu mati vera sjálf­sagt mál að land sem telur sig virða frelsi og mann­rétt­indi slá­ist í hóp ann­arra ríkja og mót­mæli þessum fyr­ir­hug­uðu yfir­gangs­að­gerð­um, sem koma senni­lega ein­ungis til með að auka vanda­málin á svæð­inu, mögu­lega leiða til auk­inna og nýrra átaka, mann­falls og þján­inga.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar