Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett

Ísrael ógnar friði í Mið-Austurlöndum og stefnir á enn frekari innlimun á svæðum Palestínumanna. COVID-19 setti þó strik í reikninginn. Íslensk stjórnvöld þögul.

Auglýsing

Ímynd­aðu þér, les­andi góð­ur, að þú búir í par­húsi. Allt í einu kemur nágrann­inn og seg­ir: „Ég ætla að taka af þér stof­una og eld­hús­ið.“ Þú yrðir vænt­an­lega ekki sáttur og myndir senni­lega grípa til ráð­staf­ana.

Einmitt svona hegða Ísra­els­menn sér, með Benja­min Net­hanya­hu, fremstan í flokki, gegn Palest­ínu­mönnum og hafa gert lengi. Net­anya­hu, sem sak­aður hefur verið um spill­ingu, er núna for­sæt­is­ráð­herra í sam­steypu­stjórn með einum helsta and­stæð­ingi sín­um, Benja­min Gantz(!), sem er varn­ar­mála­ráð­herra.

Eins og staðan er núna hefur þessum hug­myndum um inn­limun þó verið frestað, en til síð­ari tíma, jafn­vel aðeins fram í júlí/ágúst. Ástæðan er meðal ann­ars vegna COVID-19 og skiptra skoð­ana um mál­ið. Ólík­legt verður að telj­ast að þessar áætl­anir verði með öllu slegnar af, það myndi verða túlkað sem veik­leika­merki.

Auglýsing

Nokkrar sviðs­myndir

Ísra­els­menn eru sem sagt með á stefnu­skrá sinni inn­limun á svæðum Palest­ínu­manna á Vest­ur­bakk­anum (sem þeir stjórna nær alger­lega), Jórdan-dalnum og jafn­vel fleiri svæð­um, það eru nokkrar „sviðs­mynd­ir“ hugs­an­legar sam­kvæmt fréttum af mál­inu. Mest ætla þeir að taka um 30% af Vest­ur­bakk­an­um, þar sem fyrir er risa­stór örygg­is­vegg­ur, sem tal­inn er taka um 10% af svæði Vest­ur­bakk­ans. Veggur sem Trump er senni­lega ánægður með. Aðgerðin með Jórdan-dal­inn (á landa­mærum Ísra­els og Jórdan­íu) miðar að því að skapa „ör­ygg­is­svæði“ þar.

Skil­greina má inn­limun þá aðgerð þegar ríki eða leið­togi eins ríkis tekur yfir annað ríki eða hluta þess (svæði) og fellir það inn í sitt ríki.

Nýjasta dæmið um inn­limun er þegar Rúss­land (les;Vla­dimír Pútín) inn­lim­aði Krím­skaga vorið 2014, en hann til­heyrði Úkra­ínu. Um það bil frá þeim tíma hefur geysað þar stríð, sem kostað hefur meira en um 10.000 manns­líf. Saddam Hússein réð­ist inn í og inn­lim­aði smá­ríkið Kúvæt árið 1990 og kom þar með af stað fyrsta Flóa­bar­daga við Banda­ríkja­menn og banda­lag þeirra (meðal ann­ars Ísland). Adolf Hitler inn­lim­aði Aust­ur­ríki árið 1938 og gerði það þar með að hluta af „þriðja ríki“ Hitlers. Mark­miðið var að stofna „Stór-Þýska­land“. Við vitum hvernig það dæmi fór.

Brot á alþjóða­lögum

Inn­limun er í eðli sínu aðgerð sem gengur alger­lega gegn alþjóða­lögum og inn­limun Krím­skaga hefur til dæmis verið harka­lega mót­mælt, Rússar hafa fengið á sig við­skipta­þving­anir (meðal ann­ars frá Ísland­i), ráða­menn og áhrifa­menn hafa verið settir á „svarta lista“ og fleira slíkt. Því inn­limun er í raun hámarks birt­ing­ar­mynd frekju og yfr­gangs, með því að einn aðili yfir­tekur land og svæði sem til­heyra annarri þjóð.

Með þeirri land­töku sem Ísra­els­menn hafa nú boðað er sam­kvæmt frétt á vef Al-Jazeera, verið að taka mik­il­væg land­bún­að­ar­svæði og vatns­ból af Palest­ínu­mönn­um, en land­tökur Ísra­els­manna á svæðum Palest­ín­u-­Araba eru ekk­ert nýtt mál og hafa í raun verið í gangi ára­tugum sam­an, eða allt frá stofnun Ísra­els­ríkis árið 1948.

„Ap­artheid“ Mið-Aust­ur­landa

Ýmsir hafa líkt fram­ferði Ísra­els­manna við aðskilnð­ar­stefnu hvítra í S-Afr­íku, þá alræmdu stefnu sem kall­að­ist „Ap­artheid“ (1948! – 1990) og mið­aði að því að aðskilja í raun svarta íbúa lands­ins, frá hvítum minni­hluta.

Deila þeirra og Palest­ínu­manna er eitt alvar­leg­asta deilu­málið í Mið-Aust­ur­lönd­um, en um tvær millj­ónir Palest­ínu­manna búa á land­ræmunni Gaza, sem er álíka stór og Reykja­neskagi. Gaza hefur stundum verið kallað „stærsta fang­elsi heims“ og þar eru allar aðstæður íbúa hinar verstu, skortur á öllum gæðum sem við teljum eðli­leg, t.d. heilsu­gæslu.

Á Vest­ur­bakk­anum búa um 400.000 manns og um 750.000 ef Jer­úsalem er talin með, en bæði Gyð­ing­ar, Múslimar og Kristnir í Jer­úsalem gera til­kall til borg­ar­innar og vilja gera hana að „sinn­i“. Í land­töku­byggðum á Vest­ur­bakk­an­um, sem Ísra­els­menn hertóku í Sex daga stríð­inu árið 1967, búa um 430.000 Gyð­ing­ar.

Treysta á Banda­ríkja­menn

Í aðgerðum sínum (sem þeir kalla reyndar „ráð­stöfun á full­veld­i“) treysta Ísra­els­menn á ófrá­víkj­an­legan stuðn­ing Banda­ríkja­manna og vissu­lega er stuðn­ingur þeirra gríð­ar­leg­ur, en beinn hern­að­ar­stuðn­ingur Banda­ríkj­anna til Ísra­els nemur um 3 millj­örðum doll­ara á ári, eða um 8 millj­ónum doll­ara á dag. Ekki minna munar um hinn sið­ferði­lega stuðn­ing sem lobbí­istar gyð­inga í Banda­ríkj­unum vinna dug­lega að. Hags­muna­sam­tök Gyð­inga í Banda­ríkj­unum eru að margra mati þau öfl­ug­ustu þar í landi.

Fjöl­mörg og flest stærstu ríki Evr­ópu hafa mót­mælt þessum fyr­ir­hug­uðu aðgerðum Ísra­els­manna, en þeir treysta alger­lega á stuðn­ing for­seta Banda­ríkj­anna, sem hefur mjög tak­mark­aða þekk­ingu á alþjóða­mál­um, en til dæmis kom fram í fréttum fyrir skömmu að hann teldi Finn­land til­heyra Rúss­landi. Segir það ansi margt um þekk­ingu for­set­ans á hinu alþjóð­lega sviði. Þá hafa Sam­ein­uðu þjóðr­inar (UN) sagt þessar áætl­anir Ísra­els­manna vera ólög­legar.

Palest­ínu­menn æfir

Palest­ínu­menn hafa sagt aðgerðir Ísra­els jafn­gilda stríðs­yf­ir­lýs­ingu, en þær koma í kjöl­farið á „frið­ar­á­ætl­un“ sem Jared Kus­hner, tengda­sonum Don­alds Trump hefur verið í for­svari fyrir og er sagður vera einn höf­unda að. Hann er sjálfur Gyð­ingur og hefur fram að þessu ekki verið tal­inn til sér­fræð­inga í mál­efnum Ísra­els/Mið-Aust­ur­landa. Almennt er talið að áætlun þessi sér Ísra­els­mönnum veru­lega hag­felld, á kostnað Palest­ínu­manna, sem hafa hafnað henni, enda voru þeir ekki hafðir með í ráðum á neinn hátt.

Áætl­unin hafnar til­kalli Palest­ínu­manna til hluta af Jer­úsalem og þá við­ur­kennir áætlun Kus­hners land­töku­byggðir Gyð­inga á Vest­ur­bakk­an­um, nokkuð sem Palest­ínu­menn og alþjóða­sam­fé­lagið segja ólög­leg­ar. Ekki bætir úr skák að árið 2017 lýsti Don­ald Trump því yfir að Jer­úsalem væri höfðu­borg Ísra­els og flutti hann sendi­ráð Banda­ríkj­anna frá Tel Aviv, til Jer­úsal­em, en það var gert 14.maí 2018, þegar 70 ár voru liðin frá stofnun Ísra­els. Tákn­rænna getur það varla ver­ið.

Segja má að líf Gyð­inga og Palest­ín­u-­Ara­ba, hafi allt frá 1918, frá hinni alræmdu Balfo­ur-­yf­ir­lýs­ingu (þegar Bretar afhentu Gyð­ingum land Palest­ínu­manna til yfir­ráða) og síðar með stofnun rík­is­ins sjálfs árið 1948, ein­kennst af stríði, hryðju­verkum og ofbeldi. Landið var stofnað í kjöl­far Helfar­ar­inn­ar, þar sem sex milj­ljónum Gyð­inga var slátrað af Nas­ist­um. Hel­förin var ein birt­ing­ar­mynd alda­gam­allar gyð­inga­andúðar í Evr­ópu, sér­stak­lega A-Evr­ópu.

Leikur katt­ar­ins að músinni

Annað ein­kenni þess­ara átaka má kalla „leik katt­ar­ins að músinni“ og er þá vísað til nær algerra yfir­burða Ísra­els­manna, sem búa yfir (vegna stuðn­ings Banda­ríkj­anna) öllum helstu topp­græjum á sviði hern­að­ar. Leik­ur­inn er því veru­lega ójafn. Þegar Palet­stínu­menn senda heima­gerðar eld­flaugar á Ísr­ael (þær hafa drepið mjög fáa), þá svara Ísra­els­menn yfir­leitt með loft­árásum, gerðum af banda­rískum her­þotum af full­komn­ustu gerð. Enda er talið að mann­fall meðal Palest­ínu­manna (og Araba) í þessum átökum í gegnum tíð­ina sé allt að fimm­falt hærra en hjá Ísra­els­mönn­um.

Fyrir skömmu beindi Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands þeim til­mælum til stjórn­valda í Ísr­ael að hætta við þessar fyr­ir­hug­uðu áætl­anir og öll helstu ríki Evr­ópu hafa lýst yfir­van­þóknun sinni á þessum fyr­ir­ætl­un­um.

En hvað með íslensk stjórn­völd? Ætla þau að mót­mæla og lýsa andúð sinni á þessum hug­myndum Ísra­els­manna? Þó sagt sé að Ísland hafa eitt og sér hafi ekki mikið vægi í alþjóða­málum ætti það að mínu mati vera sjálf­sagt mál að land sem telur sig virða frelsi og mann­rétt­indi slá­ist í hóp ann­arra ríkja og mót­mæli þessum fyr­ir­hug­uðu yfir­gangs­að­gerð­um, sem koma senni­lega ein­ungis til með að auka vanda­málin á svæð­inu, mögu­lega leiða til auk­inna og nýrra átaka, mann­falls og þján­inga.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar