Boðflennur

Í athugasemd sinni við frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórnarskrána hvetur Örn Bárður Jónsson alþingismenn til góðra verka, biður þá að hætta að hegða sér eins og „boðflennur í hátíðarsal lýðræðisins“.

Auglýsing

Athuga­semd mín við frum­varp um stjórn­ar­skrána er ekki við ein­stakar greinar sem Alþingi er að föndra með, ekki bætur sem rík­is­stjórn­in, í sam­ráði við for­menn flokka eða full­trúa þeirra, ætlar að sauma á gat­slitna flík, ekki á neitt efn­is­legt frá ykkar hendi, því það sem þið ætlist fyr­ir, er vart sæm­andi þjóð­þingi í lýð­ræð­is­legu rétt­ar­ríki.



Athuga­semd mín er í formi hug­vekju, meta­fóru, lík­inga­máls, hvatn­ing­ar, ögrun­ar, brýn­ing­ar.



Í þessu sam­bandi er hollt að rifja upp orð þess manns sem haft hefur meiri áhrif á vest­ræna hugsun en nokkur annar og sagði:



„Eng­inn saumar bót af óþæfðum dúk á gam­alt fat því þá rífur nýja bótin af hinu gamla og verður af verri rifa. Og eng­inn lætur nýtt vín á gamla belgi því þá sprengir vínið belg­ina og vínið ónýt­ist og belgirn­ir. Nýtt vín er látið á nýja belg­i.“ (Mark­ús­ar­guð­spjall 2.21-22)

Auglýsing


Til er nýtt vín á nýjum belgj­um, sem þið fúlsið við í sið­lausu brölti, þar sem þið hegðið ykkur eins og boð­flenn­ur, er æða upp á svið, á tón­leikum hjá Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, ryðja sviðið og þykj­ast geta flutt verkið sjálf eða lag­fært verkið á nótna­blöð­un­um.



Þið hegðið ykkur því miður eins og ókurt­eisir dón­ar, alþing­is­menn, þegar sum ykkar ætlið að van­virða lýð­ræðið með reigðum haus.



Á meðan lag­er­ast nýja vínið vel á nýju belgj­unum og verður bara betra og betra með hverjum deg­inum sem líð­ur.



Ég bjó í Nor­egi í 5 ár (2014-2019) og starf­aði þar sem sókn­ar­prest­ur. Í höf­uð­kirkj­unni í fv. presta­kalli mínu stendur Nes­kirkja, veg­leg kross­kirkja úr steini. Elstu hlutar hennar eru frá því um 1250. Á vegg við inn­gang­inn í kirkju­garð­inn er emel­er­aður skjöldur sem minnir á að árið 1814 var kirkjan kjör­staður í hér­aði þegar þjóðin valdi sér full­trúa á stjórn­laga­þing um land allt. Í kirkju­skip­inu er skjal sem tjáir hverjir valdir voru. Þetta val, sem fór fram í höf­uð­kirkjum um allan Nor­eg, lagði grunn­inn að því verki sem unnið var á Eiðsvelli árið 1814 þegar Norð­menn eign­uð­ust stjórn­ar­skrá sína, sem enn er við lýði og er meðal elstu slíkra í heim­in­um. Í fyrra heim­sótti ég Eiðs­völl og fékk einka­leið­sögn um bygg­ing­una með sínum mörgu munum og minj­um. Eft­ir­minni­leg var sú heim­sókn og fræð­andi.



Ferlið sem Norð­menn stóðu fyrir var í mínum augum heil­agt, í þeim skiln­ingi, að það var í sam­ræmi við lög og rétt­læt­is­hug­sjón­ir. Allir póstar sam­fé­lags­ins, sem þá var að móta lýð­ræð­is­hefð sína í frum­drátt­um, virtu ferlið og vönd­uðu sig í hví­vetna. Ferlið hér heima var líka heil­agt í mínum huga, gert af elsku og virð­ingu fyrir lýð­ræð­inu, með hag lands og þjóðar að leið­ar­ljósi.

Mynd: Bára Huld Beck



Hæsti­réttur úrskurð­aði kosn­ing­una til stjórn­laga­þings ógilda á sínum tíma og á ein­tómum hugs­an­leg­um, mögu­legum ágöll­um, á ein­hverju ímynd­uðum til­fellum sem ef til vill hefði getað ger­st, og setti fram til­gátur um ein­hverjar upp­diktaðar aðstæð­ur. Þá þjón­aði rétt­ur­inn óvinum þessa ferl­is, and­skotum lýð­ræð­is­ins, sem sig­uðu sínum sendi­svein­um, stutt­buxna­drengjum úr æfinga­búðum vald­níðsl­unn­ar, til að panta ógild­ingu. Og pönt­unin var sam­þykkt og afgreidd í hlýðni við vald, sem ráðið hefur skipan dóm­ara í meir en manns­ald­ur. Ég bæti því við og full­yrði að allar kosn­ing­ar, sem haldnar hafa verið í land­inu frá stofnun lýð­veld­is­ins, mætti úrskurða ólög­mætar út frá sömu til­gátum og hýpótes­um, sem svo­nefndur hæsti­réttur setti fram og fabúler­aði um. Hæsti­réttur gegn­is­felldi þar með sjálfan sig og varð að aumum smá­rétti í mínum augum og margra ann­arra lands­manna.



En for­sæt­is­ráð­herra, Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, hafði vit og kjark og sá við óvinum máls­ins og skip­aði auð­vitað þau sem þjóðin kaus í stjórn­laga­ráð, ein­stak­linga sem ekki voru valdir af flokks­list­um, ekki af pakka­til­boð­um, heldur ein­stak­linga sem unnu vinnu sína í sátt og á skömmum tíma og skil­uðu af sér heil­steyptri stjórn­ar­skrá í umboði þjóðar sinn­ar, sem hlotið hefur lof um ver­öld víða, einkum virtra sér­fræð­inga í stjórn­laga­rétti.



Og meiri­hluti Alþing­is­manna und­an­farin 9 ár hefur lagt koll­húfur og látið sér fátt um finn­ast.



Alþingi hefur ekki verið kosið til þess verk­efnis að semja nýja stjórn­ar­skrá eða lag­færa gat­slitna flík frá því seint á þar sein­ustu öld, sem bætt var og stöguð árið 1944, en þó með brýn­ingu leið­andi manna á Alþingi þess tíma, um að skrifa nýja hið snarasta – nýtt fat án bóta, nýtt vín á nýjum belgj­um.



En Alþingi hefur ekki umboð þjóðar sinnar til þess verks. Það er vegna þess að Alþingi er saman sett af lista­kjörnum full­trúum póli­tískra flokka, gæslu­mönnum sér­hags­muna, sem oft gleyma almanna­hags­mun­um. Alþing­is­menn geta ekki samið stjórn­ar­skrá,  því af þeirra hendi getur bara komið moð af hug­myndum úr ein­hverri illa leik­inni ref­skák, sem tefld er af sér­hags­muna­fólki, sem sumt hvert er veð­sett upp í hárs­rætur vegna lof­orða í hér­aði og liggur sumt marflatt og auð­mjúkt frammi fyrir hinum vold­ugu og ríku, sem stjórna á bak við tjöldin með bit­lingum sínum og pen­ingum og van­virða þar með lýð­ræðið sem er heil­agt. Alþingi hefur nefni­lega í sér inn­gró­inn ómögu­leika, eins­konar genetískan galla, sem gerir það ófært um að semja heila stjórn­ar­skrá.



En Alþingi er hins vegar falið að afgreiða til­lögu stjórn­laga­ráðs án þess að raska því veru­lega, sem til þess kjörnir full­trúar hafa samið og sam­þykkt ein­róma.



Eng­inn kaus ykkur til stjórn­laga­þings eða stjórn­laga­ráðs, eng­inn hefur gefið ykkur umboð til að van­virða þær til­lögur sem þjóðin sam­þykkti í ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20. októ­ber 2012, og er enn óaf­greidd af Alþingi, 8 árum síð­ar. Þið voruð kosin til þess, af þjóð­inni, að afgreiða vilja þjóð­ar­inn­ar, sem er upp­spretta valds­ins og er yfir ykkur öll­um. Vilji þjóð­ar­innar er sá að ganga út frá til­lögu stjórn­laga­ráðs. Yfir­gnæf­andi meiri­hluti sam­þykkti til að mynda grein­ina um auð­lindir í þjóð­ar­eigu eða 83%.



Óvinir lýð­ræð­is­ins tönnl­uð­ust á að kjör­sókn hefði ekki verið næg en eng­inn þeirra vill vísa í skoð­ana­kann­anir sem gerða voru um svipað leyti og sýndu sömu nið­ur­stöðu. Það skipti því engu hvort kjör­sókn var 48,9%, eins og raunin varð á, eða 95%. Nið­ur­staðan hefði orðið sú sam­an. Nei, and­skotar lýð­ræð­is­ins trúa bara á skoð­ana­kann­anir sem passa þeim sjálf­um. Verum minnug þess að Brexit var sam­þykkt með rétt rúm­lega 50% atkvæða og sú nið­ur­staða stendur sem stafur á helgri bók lýð­ræð­is­ins þar í landi.

Úr niðurstöðum þjóðfundar um nýja stjórnarskrá.



Undir yfir­lýs­ingu og vilja 83ja pró­senta þjóð­ar­innar um auð­lindir í þjóð­ar­eign, búum við enn við það, að örfáir ein­stak­lingar dansa með fjöregg þjóð­ar­inn­ar, fisk­inn í haf­inu. Þeir arð­ræna þjóð­ina í skjóli Alþing­is. Innan útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna, með auð­lind­ina í sínum höndum fyrir smán­ar­verð og bók­færða sem eign – sem heitir þýfi á manna­máli – hafa margir hagn­ast og sumir farið offari hér heima og úti í hinum stóra heimi. Sumir úr þessum hópi hinna skæð­ustu útgerð­ar­manna, ganga enn laus­ir, þrátt fyrir grun­semdir um mikið mis­ferli og jafn­vel alvar­lega glæpi. Hag­fræð­ingur nokk­ur, hefur sann­færst um það af rann­sóknum sínum almennt tal­að, eftir því sem mér er tjáð, að á bak við allan mik­inn, upp­safn­aðan auð, sé ætíð glæpur í lest­inni.



Um þetta hefur Alþingi staðið dyggan vörð. Þjóð­þingið er í mínum augum orið að þjóf­þingi eins og ég hef áður sagt með þessu nýyrði úr eigin smiðju. Meðan Alþingi vindur ekki ofan af þjófn­að­inum en kýs að taka þátt í honum með aðgerð­ar­leysi dafnar órétt­ur­inn eins og púk­inn á fjós­bit­an­um. Aðgerð­ar­leysið má túlka sem glæp gagn­vart þjóð­inni. Glæpir dafna best þegar gott fólk aðhefst lítið sem ekk­ert til að gæta réttar og rétt­læt­is.



Alþing­is­menn! Nú hvet ég ykkur til góðra verka, að hegða ykkur ekki eins og boð­flennur í hátíð­ar­sal lýð­ræð­is­ins, undir skaf­heiðum himni rétt­læt­is­sólar skap­ar­ans, sem er upp­spretta alls hins góða, fagra og full­komna, upp­spretta allra hug­mynda okkar um lýð­ræði og rétt­læti, jafn­rétti og kær­leika.



Öll þessu hug­tök eru heilög í mínum huga og þjóð­þing, sem standa vill undir nafni, má ekki ganga í ber­högg við það sem er heil­agt og algilt í alheimi og býr í raun djúpt í hjarta hverrar mann­eskju.



Guð gefi að ykkur lán­ist að vita hvað til ykkar friðar heyr­ir.

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­ar­prestur og sat í stjórn­laga­ráði



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar