Á að selja grunninnviði?

Það er margt að athuga við þá ákvörðun meirihlutans að selja hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum, skrifar Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur.

Auglýsing

Þegar Íslend­ingum auðn­að­ist að beisla nátt­úr­una til að fram­leiða orku, þá voru settar á lagg­irnar fyr­ir­tæki í eigu sveit­ar­fé­laga og rík­is­ins til að þróa og byggja upp kröftug orku­fyr­ir­tæki, sem og vatns-, hita- og raf­veit­ur. Í ára­tugi var grunn­hugs­unin að byggja upp orku­ver og dreifi­kerfi með það fyrir augum að tryggja örugga afhend­ingu orku og örugga afhend­ingu vatns (bæði kalt og heitt vatn) og öfl­ugri þjón­ustu fyrir íbúa og atvinnu­líf. 

Á sínum tíma voru sterk lýð­heilsu­sjóna­mið fyrir því að tryggja almenn­ingi aðgang að hreinu gæða­vatni. Þau sjón­a­mið eiga enn meira við í dag á tímum COVID-19. Með beislun orkunnar var grunn­hugs­unin sú að gera landið óháð olíu. Það var ekki fyrr en eftir seinni heim­styrj­öld­ina að við náðum að beisla ork­una til að fram­leiða raf­magn fyrir fyr­ir­tæki og heim­il­i.  Þessa upp­bygg­ingu hefur fólkið og atvinnu­lífið í land­inu greitt fyrir með afnota­gjöld­um. Það er ekki síður áhuga­vert að þessi þróun er varla meir en 100 ára göm­ul. 

Þegar rík­is­valdið samdi við sviss­neska álfyr­ir­tækið Alu­svisse á sjö­unda ára­tug síðstu ald­ar, um að byggja álver við Straums­vík, stofn­aði ríkið Lands­virkj­un. Enn er sú grunn­hug­mynd ríkj­andi að orku­fyr­ir­tæki og dreifi­fyr­ir­tæki orku eigi að vera í opin­berri eigu, enda eru orku­fyr­ir­tæki kerf­is­lega mik­il­væg þjóð­fé­lag­inu. Ríkið og sveit­ar­fé­lög á Suð­ur­nesjum stofn­uðu árið 1974 Hita­veitu Suð­ur­nesja sem síðar varð HS Orka.  Þáver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks ákvað að selja hlut rík­is­ins í HS Orku til einka­að­ila árið 2006 og smátt og smátt los­uðu sveit­ar­fé­lögin sig við sinn eign­ar­hlut og í dag er HS Orka nán­ast öll í eigu einka­að­ila. 

Auglýsing

Á sínum tíma var Hita­veitu Suð­ur­nesja skipt upp í HS Orku ann­ars vegar og hins vegar HS Veitur sem sér um dreif­ingu á raf­magni, heitu og köldu vatni. HS Veitur er í meiri­hluta eigu sveit­ar­fé­laga. Reykja­nes­bær á um helm­ing hluta­fjár, Hafn­ar­fjarð­ar­bær á um 16% í HS Veitum og einka­fyr­ir­tæki, HSV eign­ar­halds­fé­lag, á um 34%. HS Veitur hefur verið vel rekið og skilað góðum hagn­aði und­an­farin ár og greitt eig­endum sínum góðan arð. 

Nú bregður við að meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í Hafn­ar­firði vill selja hlut bæj­ar­ins í HS Veitum og þar með ljúka nær alda­gam­alli eign­ar­að­ild bæj­ar­ins að orku-, raf- og vatns­veitu. For­ystu­menn meiri­hlut­ans rétt­læta sölu á hlut bæj­ar­ins í HS Veitum með því að vísa í óvissu ástand sem skap­að­ist vegna Covid-19 og fyr­ir­sjá­an­legs tekju­taps bæj­ar­ins af því. Þetta eru bil­leg rök fyrir því að stíga svo stórt skref að einka­væða inn­viði sem ættu að vera í opin­berri eigu. Vatns­veita sem er ætlað að tryggja örugga afhend­ingu á vatni í hæsta gæða­flokki á ekki að einka­væða. 

Það er ein mesta blessun okkar Íslend­inga að hafa aðgengi að hreinu og góðu vatni. Það má deila um hvort að full­trúar bæj­ar­ins hafa umboð til að selja hlut­inn, því ekki voru þau kosin til þess og ekki  hafa þau leitað til kjós­enda eftir umboði til að selja eign bæj­ar­ins í HS Veit­um. Það er margt að athuga við þá ákvörðun meiri­hlut­ans að selja hlut Hafn­ar­fjarðar í HS Veit­um, sem bær­inn hefur fengið arð­greiðslur und­an­farin ár sem nema um 90 millj­ónum á ári. Auk þess hefur bær­inn í gengum eign­ar­hald sitt tryggt íbúum ákveðna þjón­ustu að dreifi­kerfi raf­magns og vatns. Með söl­unni lýkur bein­teng­ingu bæj­ar­ins við ákvarð­anir sem tryggja íbúum hans ákveðna þjón­ustu. Þeim mun  óskilj­an­legri er sú ákvörun meiri­hlut­ans í Hafna­firði að selja hlut bæj­ar­ins þegar haft er í huga að beislun raf­magns til orku­öfl­unar hófst einmitt í Hafn­ar­firði.

Ef gæta á hags­muna almenn­ings eins og bæj­ar- og sveita­stjórnum ber að gera á einka­fjár­magn og einka­að­ilar ekk­ert erindi í grunn­þjón­ustu og grunn­inn­viði, því með þeirri leið, verður þjón­ustan dýr­ari og lak­ari. Það er sam­merkt með flestum ef ekki öllum opin­berum orku­fyr­ir­tækjum að þau hafa þró­ast í ára­tugi og byggt upp öfl­uga þjón­ustu með miklum orku­verum, leiðslum og dreifi­kerf­i. 

Þessi fyr­ir­tæki eiga miklar eignir sem er í eigu almenn­ings. Með sölu á slíkum fyr­ir­tækjum mun aldrei fást rétt verð fyrir þær eignir sem verið er að selja, því þetta eru eignir sem hafa orðið til á mörgum ára­tug­um. Í þessu sam­bandi má einnig benda á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Reykja­vík berst illu heilli fyrir því að Gagna­veita Reykja­vík­ur, sem tryggir íbúum borg­ar­innar og nágranna­sveit­ar­fé­laga örugga afhend­ingu á þráð­lausu neti, verði seld til einka­að­il­um. Gagna­veitan hefur fjár­fest mikið í ljós­leið­ara­kerfi í borg­inni og nú þegar meg­in­upp­bygg­ing kerf­is­ins er lokið vill Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn einka­væða þjón­ust­una!



Gegn þeim áformum þarf að berj­ast.



Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar