Á að selja grunninnviði?

Það er margt að athuga við þá ákvörðun meirihlutans að selja hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum, skrifar Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur.

Auglýsing

Þegar Íslend­ingum auðn­að­ist að beisla nátt­úr­una til að fram­leiða orku, þá voru settar á lagg­irnar fyr­ir­tæki í eigu sveit­ar­fé­laga og rík­is­ins til að þróa og byggja upp kröftug orku­fyr­ir­tæki, sem og vatns-, hita- og raf­veit­ur. Í ára­tugi var grunn­hugs­unin að byggja upp orku­ver og dreifi­kerfi með það fyrir augum að tryggja örugga afhend­ingu orku og örugga afhend­ingu vatns (bæði kalt og heitt vatn) og öfl­ugri þjón­ustu fyrir íbúa og atvinnu­líf. 

Á sínum tíma voru sterk lýð­heilsu­sjóna­mið fyrir því að tryggja almenn­ingi aðgang að hreinu gæða­vatni. Þau sjón­a­mið eiga enn meira við í dag á tímum COVID-19. Með beislun orkunnar var grunn­hugs­unin sú að gera landið óháð olíu. Það var ekki fyrr en eftir seinni heim­styrj­öld­ina að við náðum að beisla ork­una til að fram­leiða raf­magn fyrir fyr­ir­tæki og heim­il­i.  Þessa upp­bygg­ingu hefur fólkið og atvinnu­lífið í land­inu greitt fyrir með afnota­gjöld­um. Það er ekki síður áhuga­vert að þessi þróun er varla meir en 100 ára göm­ul. 

Þegar rík­is­valdið samdi við sviss­neska álfyr­ir­tækið Alu­svisse á sjö­unda ára­tug síðstu ald­ar, um að byggja álver við Straums­vík, stofn­aði ríkið Lands­virkj­un. Enn er sú grunn­hug­mynd ríkj­andi að orku­fyr­ir­tæki og dreifi­fyr­ir­tæki orku eigi að vera í opin­berri eigu, enda eru orku­fyr­ir­tæki kerf­is­lega mik­il­væg þjóð­fé­lag­inu. Ríkið og sveit­ar­fé­lög á Suð­ur­nesjum stofn­uðu árið 1974 Hita­veitu Suð­ur­nesja sem síðar varð HS Orka.  Þáver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks ákvað að selja hlut rík­is­ins í HS Orku til einka­að­ila árið 2006 og smátt og smátt los­uðu sveit­ar­fé­lögin sig við sinn eign­ar­hlut og í dag er HS Orka nán­ast öll í eigu einka­að­ila. 

Auglýsing

Á sínum tíma var Hita­veitu Suð­ur­nesja skipt upp í HS Orku ann­ars vegar og hins vegar HS Veitur sem sér um dreif­ingu á raf­magni, heitu og köldu vatni. HS Veitur er í meiri­hluta eigu sveit­ar­fé­laga. Reykja­nes­bær á um helm­ing hluta­fjár, Hafn­ar­fjarð­ar­bær á um 16% í HS Veitum og einka­fyr­ir­tæki, HSV eign­ar­halds­fé­lag, á um 34%. HS Veitur hefur verið vel rekið og skilað góðum hagn­aði und­an­farin ár og greitt eig­endum sínum góðan arð. 

Nú bregður við að meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í Hafn­ar­firði vill selja hlut bæj­ar­ins í HS Veitum og þar með ljúka nær alda­gam­alli eign­ar­að­ild bæj­ar­ins að orku-, raf- og vatns­veitu. For­ystu­menn meiri­hlut­ans rétt­læta sölu á hlut bæj­ar­ins í HS Veitum með því að vísa í óvissu ástand sem skap­að­ist vegna Covid-19 og fyr­ir­sjá­an­legs tekju­taps bæj­ar­ins af því. Þetta eru bil­leg rök fyrir því að stíga svo stórt skref að einka­væða inn­viði sem ættu að vera í opin­berri eigu. Vatns­veita sem er ætlað að tryggja örugga afhend­ingu á vatni í hæsta gæða­flokki á ekki að einka­væða. 

Það er ein mesta blessun okkar Íslend­inga að hafa aðgengi að hreinu og góðu vatni. Það má deila um hvort að full­trúar bæj­ar­ins hafa umboð til að selja hlut­inn, því ekki voru þau kosin til þess og ekki  hafa þau leitað til kjós­enda eftir umboði til að selja eign bæj­ar­ins í HS Veit­um. Það er margt að athuga við þá ákvörðun meiri­hlut­ans að selja hlut Hafn­ar­fjarðar í HS Veit­um, sem bær­inn hefur fengið arð­greiðslur und­an­farin ár sem nema um 90 millj­ónum á ári. Auk þess hefur bær­inn í gengum eign­ar­hald sitt tryggt íbúum ákveðna þjón­ustu að dreifi­kerfi raf­magns og vatns. Með söl­unni lýkur bein­teng­ingu bæj­ar­ins við ákvarð­anir sem tryggja íbúum hans ákveðna þjón­ustu. Þeim mun  óskilj­an­legri er sú ákvörun meiri­hlut­ans í Hafna­firði að selja hlut bæj­ar­ins þegar haft er í huga að beislun raf­magns til orku­öfl­unar hófst einmitt í Hafn­ar­firði.

Ef gæta á hags­muna almenn­ings eins og bæj­ar- og sveita­stjórnum ber að gera á einka­fjár­magn og einka­að­ilar ekk­ert erindi í grunn­þjón­ustu og grunn­inn­viði, því með þeirri leið, verður þjón­ustan dýr­ari og lak­ari. Það er sam­merkt með flestum ef ekki öllum opin­berum orku­fyr­ir­tækjum að þau hafa þró­ast í ára­tugi og byggt upp öfl­uga þjón­ustu með miklum orku­verum, leiðslum og dreifi­kerf­i. 

Þessi fyr­ir­tæki eiga miklar eignir sem er í eigu almenn­ings. Með sölu á slíkum fyr­ir­tækjum mun aldrei fást rétt verð fyrir þær eignir sem verið er að selja, því þetta eru eignir sem hafa orðið til á mörgum ára­tug­um. Í þessu sam­bandi má einnig benda á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Reykja­vík berst illu heilli fyrir því að Gagna­veita Reykja­vík­ur, sem tryggir íbúum borg­ar­innar og nágranna­sveit­ar­fé­laga örugga afhend­ingu á þráð­lausu neti, verði seld til einka­að­il­um. Gagna­veitan hefur fjár­fest mikið í ljós­leið­ara­kerfi í borg­inni og nú þegar meg­in­upp­bygg­ing kerf­is­ins er lokið vill Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn einka­væða þjón­ust­una!Gegn þeim áformum þarf að berj­ast.Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar