Lífeyrissjóðir og langir skuggar

Stór útlán banka og sjóða hafa runnið til siðlausra ævintýramanna og umhverfissóða, með hörmulegum afleiðingum, skrifar Þorsteinn Vilhjálmsson, fyrrverandi prófessor.

Auglýsing

Árið 2019 var mikið afmæl­isár í sögu líf­eyr­is­sjóða á Íslandi. Emb­ætt­is­menn höfðu að vísu fengið eft­ir­laun frá Dana­kon­ungi allar götur frá 19. öld, en árið 1919 var stofn­aður líf­eyr­is­sjóður emb­ætt­is­manna sem varð að lokum að líf­eyr­is­sjóði allra opin­berra starfs­manna. Grund­völl­ur­inn að núver­andi líf­eyr­is­sjóðum almennra launa­manna var síðan lagður með alls­herjar kjara­samn­ingum á vinnu­mark­aði árið 1969 þar sem kveðið var á um atvinnu­tengda líf­eyr­is­sjóði með skyldu­að­ild og full­gildri sjóð­söfnun frá árs­byrjun 1970. Árið 1974 voru svo sett lög á grund­velli þess­ara samn­inga og líf­eyr­is­kerfið hélt áfram að efl­ast eftir það.

Líf­eyr­is­kerfi launa­manna var ekki eina rót­tæka breyt­ingin sem verka­lýðs­hreyf­ing 20. aldar knúði fram með kjara­bar­áttu sinni. Atvinnu­leys­is­trygg­ingar höfðu feng­ist með svip­uðum hætti í sögu­frægum verk­fallsá­tökum árið 1955, og einnig fengu sam­tökin smám saman fram­gengt kröfum sínum um veik­inda­rétt og sjúkra­sjóði, veru­leg orlofs­rétt­indi, stytt­ingu vinnu­tím­ans, umbætur í hús­næð­is­málum og fleira slíkt sem miklu skipti. Öll þessi rétt­indi kost­uðu mikla og stranga bar­áttu en reynd­ust, eftir á að hyggja, miklu meiri og var­an­legri kjara­bót en fjölgun aur­anna í launa­umslag­inu, sem hvarf jafn­harðan í hít verð­bólg­unnar sem ein­kenndi tíma­bilið eftir stríð og fram til 1990 eins og margir muna.

Aðdrag­and­inn að stofnun almennra líf­eyr­is­sjóða árið 1969 var bæði langur og flók­inn. Þó að mönnum kæmi að lokum saman um að sjóð­irnir yrðu í reynd eign sjóðs­fé­laga varð verka­lýðs­hreyf­ingin að fall­ast á að stjórnir þeirra skyldu skip­aðar full­trúum atvinnu­rek­enda og sjóðs­fé­laga til jafns. Á næstu árum eftir stofnun sjóð­anna kom krafan um meiri­hluta verka­fólks í stjórn sjóð­anna oft til umræðu í sam­tökum laun­þega en hún náði þó aldrei fram að ganga, og því sitjum við enn uppi með það óeðli­lega fyr­ir­komu­lag að full­trúar sjóðs­fé­laga eru ekki í meiri­hluta í stjórnum sjóð­anna.

Auglýsing

Í 36. grein laga nr. 129/1997 um skyldu­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­semi líf­eyr­is­sjóða er fjallað um fjár­fest­ing­ar­stefnu sjóð­anna. Þar segir í 1. tölu­lið að „líf­eyr­is­sjóður skal hafa hags­muni sjóð­fé­laga að leið­ar­ljósi.“ Einnig segir í 5. tölu­lið: „Líf­eyr­is­sjóður skal setja sér sið­ferð­is­leg við­mið í fjár­fest­ing­um.“

Í hlut­hafa­stefnu Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna eru meðal ann­ars eft­ir­far­andi ákvæði, í fram­haldi af fyrr­nefndum laga­á­kvæð­um:

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn er aðili að reglum Sam­ein­uðu Þjóð­anna (UN PRI) um ábyrgar fjár­fest­ing­ar, ásamt mörgum af stærstu líf­eyr­is­sjóðum og fag­fjár­festum vest­an­hafs og í Evr­ópu. Í regl­unum er fjallað um hvernig áhersla á umhverf­is­leg og sam­fé­lags­leg mál­efni auk góðra stjórn­ar­hátta fyr­ir­tækja getur stuðlað að bættum fjár­fest­ing­ar­ár­angri verð­bréfa­safna. Þannig fari saman hags­munir fjár­festa og mark­mið þjóð­fé­lags­ins í víð­ara sam­hengi.

LV telur mik­il­vægt að félög, einkum þau sem skráð eru á hluta­bréfa­mark­aði, setji sér opin­bera stefnu um: 

  • að við­hafa góða stjórn­ar­hætti 
  • starfs­kjör
  • sam­fé­lags­lega ábyrgð og umhverf­is­mál.

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, sem er með stærstu sjóðum lands­ins, hefur sett sér „stefnu um ábyrgar fjár­fest­ing­ar“ og þar eru ákvæði af svip­uðum toga.

Þetta er allt rifjað upp hér sem inn­gangur að nýjasta tísku­orði íslenskunn­ar, „skugga­stjórn­un“. Þar sem orðið er nýtt í mál­inu er þess ekki von að það hafi verið skil­greint til hlít­ar, en mér sýn­ist eft­ir­far­andi skil­grein­ing nú vera „mest tek­in“:

  • Skugga­stjórnun er það þegar for­ystu­maður í stétt­ar­fé­lagi segir í fjöl­miðlum að hann ætli að senda full­trúum félags­ins í stjórn líf­eyr­is­sjóðs til­mæli eða fyr­ir­mæli um hvernig þeir eigi að taka afstöðu í til­teknu máli. Ef þeir fari ekki eftir til­mæl­unum verði þeir látnir víkja úr stjórn­inni við fyrsta hent­ug­leika. Ef for­ystu­mað­ur­inn fer ekki með þetta í fjöl­miðla og talar ekki um upp­sögn, þá er það hins vegar ekki „skugga­stjórn­un“ enda eru svo­leiðis sam­skipti milli manna auð­vitað altíð í fjár­mála­heim­inum eins og ann­ars stað­ar. Ég læt les­and­ann um að hug­leiða hvor leiðin honum finnst „skugga­legri.“

Það eru einkum tveir menn sem hafa reynt að móta þessa skil­grein­ingu þegar þetta er skrif­að, að morgni laug­ar­dags­ins 25. júlí 2020. Það eru þeir Hörður Ægis­son blaða­maður á Frétta­blað­inu og Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri. Til­efnið hjá báðum varð til eftir að Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair hafði sagt frá þeirri ætlun sinni að slíta samn­ingum félags­ins við flug­freyjur og flug­þjóna (segja þeim upp), og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður Versl­un­ar­manna­fé­lags Reykja­víkur sendi þá út þau til­mæli til full­trúa félags­ins í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna að styðja ekki hugs­an­leg kaup sjóðs­ins á hluta­bréfum í félag­inu, ella kynnu þeir að verða látnir víkja. Nokkru síðar dró Bogi Nils ákvörðun sína til baka og í kjöl­farið fór Ragnar Þór sömu leið með til­mæli sín sem mið­uð­ust auð­vitað við ákvörðun Boga.

Engu að síður sáu þeir Hörður og Ásgeir ástæðu til að fjöl­yrða um málið í föstu­dags­blaði Frétta­blaðs­ins með stórum orðum um skugga­stjórn­un, lög­brot og ríka þörf fyrir breyt­ingar á lög­um. Þar átti lítil þúfa sann­ar­lega að velta þungu hlassi  þótt blessuð þúfan hefði verið í við­teng­ing­ar­hætti og auk þess verið þurrkuð út snar­lega. 

Þar sem málið er mik­il­vægt skulum við huga að efn­inu sjálfu í lok­in. Ég rakti hér á undan þau atriði í lögum um líf­eyr­is­sjóði sem lúta að þessu máli. Í þeim felst að sjóð­stjórnum ber að gæta hags­muna sjóð­fé­laga og hafa sið­ferði­leg við­mið í fjár­fest­ing­um, og þessi atriði eru útfærð nánar í sam­þykktum bæði Gildis og Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna eins og ég nefndi. Líf­eyr­is­sjóðir eiga hins vegar EKKI að horfa ein­göngu til skamm­tíma arð­sem­is­sjón­ar­miða í fjár­fest­ingum sín­um. Slíkt væri einmitt stór­hættu­leg stefna og þarf ekki að leita lengi að dæmum um slíkt í for­tíð­inni, þar sem stór útlán banka og sjóða hafa runnið til sið­lausra ævin­týra­manna og umhverf­is­sóða, með hörmu­legum afleið­ing­um. For­stjóri Icelandair var aug­ljós­lega á hálum ís þegar honum datt í hug að þurrka út heilan hóp starfs­manna, draga þannig veru­lega úr þeirri vel­vild sem félagið hefur notið á íslenskum mark­aði og veikja stöðu þess gagn­vart fjár­fest­um. Sem betur fer sá hann að sér og dró þetta til baka. Tím­inn leiðir í ljós hvort það dugir til þess að fjár­fest­ing líf­eyr­is­sjóða í félag­inu geti talist ábyrg gagn­vart sjóð­fé­lögum þegar upp er stað­ið.

Höf­undur er ­fyrr­ver­andi pró­fessor í eðl­is­fræði og vís­inda­sögu.

Heim­ild­ir:

Lög um líf­eyr­is­sjóði 

Saga Alþýðu­sam­bands­ins eftir Sum­ar­liða Ísleifs­son

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna: Hlut­hafa­stefna, kafli I.1, liðir f-g

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi: Stefna um ábyrgar fjár­fest­ingar

Við­tal við Ásgeir Jóns­son

Grein Harðar Ægis­sonarStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar