Lífeyrissjóðir og langir skuggar

Stór útlán banka og sjóða hafa runnið til siðlausra ævintýramanna og umhverfissóða, með hörmulegum afleiðingum, skrifar Þorsteinn Vilhjálmsson, fyrrverandi prófessor.

Auglýsing

Árið 2019 var mikið afmæl­isár í sögu líf­eyr­is­sjóða á Íslandi. Emb­ætt­is­menn höfðu að vísu fengið eft­ir­laun frá Dana­kon­ungi allar götur frá 19. öld, en árið 1919 var stofn­aður líf­eyr­is­sjóður emb­ætt­is­manna sem varð að lokum að líf­eyr­is­sjóði allra opin­berra starfs­manna. Grund­völl­ur­inn að núver­andi líf­eyr­is­sjóðum almennra launa­manna var síðan lagður með alls­herjar kjara­samn­ingum á vinnu­mark­aði árið 1969 þar sem kveðið var á um atvinnu­tengda líf­eyr­is­sjóði með skyldu­að­ild og full­gildri sjóð­söfnun frá árs­byrjun 1970. Árið 1974 voru svo sett lög á grund­velli þess­ara samn­inga og líf­eyr­is­kerfið hélt áfram að efl­ast eftir það.

Líf­eyr­is­kerfi launa­manna var ekki eina rót­tæka breyt­ingin sem verka­lýðs­hreyf­ing 20. aldar knúði fram með kjara­bar­áttu sinni. Atvinnu­leys­is­trygg­ingar höfðu feng­ist með svip­uðum hætti í sögu­frægum verk­fallsá­tökum árið 1955, og einnig fengu sam­tökin smám saman fram­gengt kröfum sínum um veik­inda­rétt og sjúkra­sjóði, veru­leg orlofs­rétt­indi, stytt­ingu vinnu­tím­ans, umbætur í hús­næð­is­málum og fleira slíkt sem miklu skipti. Öll þessi rétt­indi kost­uðu mikla og stranga bar­áttu en reynd­ust, eftir á að hyggja, miklu meiri og var­an­legri kjara­bót en fjölgun aur­anna í launa­umslag­inu, sem hvarf jafn­harðan í hít verð­bólg­unnar sem ein­kenndi tíma­bilið eftir stríð og fram til 1990 eins og margir muna.

Aðdrag­and­inn að stofnun almennra líf­eyr­is­sjóða árið 1969 var bæði langur og flók­inn. Þó að mönnum kæmi að lokum saman um að sjóð­irnir yrðu í reynd eign sjóðs­fé­laga varð verka­lýðs­hreyf­ingin að fall­ast á að stjórnir þeirra skyldu skip­aðar full­trúum atvinnu­rek­enda og sjóðs­fé­laga til jafns. Á næstu árum eftir stofnun sjóð­anna kom krafan um meiri­hluta verka­fólks í stjórn sjóð­anna oft til umræðu í sam­tökum laun­þega en hún náði þó aldrei fram að ganga, og því sitjum við enn uppi með það óeðli­lega fyr­ir­komu­lag að full­trúar sjóðs­fé­laga eru ekki í meiri­hluta í stjórnum sjóð­anna.

Auglýsing

Í 36. grein laga nr. 129/1997 um skyldu­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­semi líf­eyr­is­sjóða er fjallað um fjár­fest­ing­ar­stefnu sjóð­anna. Þar segir í 1. tölu­lið að „líf­eyr­is­sjóður skal hafa hags­muni sjóð­fé­laga að leið­ar­ljósi.“ Einnig segir í 5. tölu­lið: „Líf­eyr­is­sjóður skal setja sér sið­ferð­is­leg við­mið í fjár­fest­ing­um.“

Í hlut­hafa­stefnu Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna eru meðal ann­ars eft­ir­far­andi ákvæði, í fram­haldi af fyrr­nefndum laga­á­kvæð­um:

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn er aðili að reglum Sam­ein­uðu Þjóð­anna (UN PRI) um ábyrgar fjár­fest­ing­ar, ásamt mörgum af stærstu líf­eyr­is­sjóðum og fag­fjár­festum vest­an­hafs og í Evr­ópu. Í regl­unum er fjallað um hvernig áhersla á umhverf­is­leg og sam­fé­lags­leg mál­efni auk góðra stjórn­ar­hátta fyr­ir­tækja getur stuðlað að bættum fjár­fest­ing­ar­ár­angri verð­bréfa­safna. Þannig fari saman hags­munir fjár­festa og mark­mið þjóð­fé­lags­ins í víð­ara sam­hengi.

LV telur mik­il­vægt að félög, einkum þau sem skráð eru á hluta­bréfa­mark­aði, setji sér opin­bera stefnu um: 

  • að við­hafa góða stjórn­ar­hætti 
  • starfs­kjör
  • sam­fé­lags­lega ábyrgð og umhverf­is­mál.

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, sem er með stærstu sjóðum lands­ins, hefur sett sér „stefnu um ábyrgar fjár­fest­ing­ar“ og þar eru ákvæði af svip­uðum toga.

Þetta er allt rifjað upp hér sem inn­gangur að nýjasta tísku­orði íslenskunn­ar, „skugga­stjórn­un“. Þar sem orðið er nýtt í mál­inu er þess ekki von að það hafi verið skil­greint til hlít­ar, en mér sýn­ist eft­ir­far­andi skil­grein­ing nú vera „mest tek­in“:

  • Skugga­stjórnun er það þegar for­ystu­maður í stétt­ar­fé­lagi segir í fjöl­miðlum að hann ætli að senda full­trúum félags­ins í stjórn líf­eyr­is­sjóðs til­mæli eða fyr­ir­mæli um hvernig þeir eigi að taka afstöðu í til­teknu máli. Ef þeir fari ekki eftir til­mæl­unum verði þeir látnir víkja úr stjórn­inni við fyrsta hent­ug­leika. Ef for­ystu­mað­ur­inn fer ekki með þetta í fjöl­miðla og talar ekki um upp­sögn, þá er það hins vegar ekki „skugga­stjórn­un“ enda eru svo­leiðis sam­skipti milli manna auð­vitað altíð í fjár­mála­heim­inum eins og ann­ars stað­ar. Ég læt les­and­ann um að hug­leiða hvor leiðin honum finnst „skugga­legri.“

Það eru einkum tveir menn sem hafa reynt að móta þessa skil­grein­ingu þegar þetta er skrif­að, að morgni laug­ar­dags­ins 25. júlí 2020. Það eru þeir Hörður Ægis­son blaða­maður á Frétta­blað­inu og Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri. Til­efnið hjá báðum varð til eftir að Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair hafði sagt frá þeirri ætlun sinni að slíta samn­ingum félags­ins við flug­freyjur og flug­þjóna (segja þeim upp), og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður Versl­un­ar­manna­fé­lags Reykja­víkur sendi þá út þau til­mæli til full­trúa félags­ins í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna að styðja ekki hugs­an­leg kaup sjóðs­ins á hluta­bréfum í félag­inu, ella kynnu þeir að verða látnir víkja. Nokkru síðar dró Bogi Nils ákvörðun sína til baka og í kjöl­farið fór Ragnar Þór sömu leið með til­mæli sín sem mið­uð­ust auð­vitað við ákvörðun Boga.

Engu að síður sáu þeir Hörður og Ásgeir ástæðu til að fjöl­yrða um málið í föstu­dags­blaði Frétta­blaðs­ins með stórum orðum um skugga­stjórn­un, lög­brot og ríka þörf fyrir breyt­ingar á lög­um. Þar átti lítil þúfa sann­ar­lega að velta þungu hlassi  þótt blessuð þúfan hefði verið í við­teng­ing­ar­hætti og auk þess verið þurrkuð út snar­lega. 

Þar sem málið er mik­il­vægt skulum við huga að efn­inu sjálfu í lok­in. Ég rakti hér á undan þau atriði í lögum um líf­eyr­is­sjóði sem lúta að þessu máli. Í þeim felst að sjóð­stjórnum ber að gæta hags­muna sjóð­fé­laga og hafa sið­ferði­leg við­mið í fjár­fest­ing­um, og þessi atriði eru útfærð nánar í sam­þykktum bæði Gildis og Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna eins og ég nefndi. Líf­eyr­is­sjóðir eiga hins vegar EKKI að horfa ein­göngu til skamm­tíma arð­sem­is­sjón­ar­miða í fjár­fest­ingum sín­um. Slíkt væri einmitt stór­hættu­leg stefna og þarf ekki að leita lengi að dæmum um slíkt í for­tíð­inni, þar sem stór útlán banka og sjóða hafa runnið til sið­lausra ævin­týra­manna og umhverf­is­sóða, með hörmu­legum afleið­ing­um. For­stjóri Icelandair var aug­ljós­lega á hálum ís þegar honum datt í hug að þurrka út heilan hóp starfs­manna, draga þannig veru­lega úr þeirri vel­vild sem félagið hefur notið á íslenskum mark­aði og veikja stöðu þess gagn­vart fjár­fest­um. Sem betur fer sá hann að sér og dró þetta til baka. Tím­inn leiðir í ljós hvort það dugir til þess að fjár­fest­ing líf­eyr­is­sjóða í félag­inu geti talist ábyrg gagn­vart sjóð­fé­lögum þegar upp er stað­ið.

Höf­undur er ­fyrr­ver­andi pró­fessor í eðl­is­fræði og vís­inda­sögu.

Heim­ild­ir:

Lög um líf­eyr­is­sjóði 

Saga Alþýðu­sam­bands­ins eftir Sum­ar­liða Ísleifs­son

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna: Hlut­hafa­stefna, kafli I.1, liðir f-g

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi: Stefna um ábyrgar fjár­fest­ingar

Við­tal við Ásgeir Jóns­son

Grein Harðar Ægis­sonarStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar