Þrettán staðreyndir um Menntasjóð námsmanna og nýjar úthlutunarreglur sjóðsins

Jóhann Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður SÍNE, bendir á að nú eigi námsmenn erlendis rétt á ferðalánum á hverju námsári samkvæmt úthlutunarreglum en ekki einungis einu sinni á hverju námsstigi.

Auglýsing

 1. Nú hefur loks verið inn­leitt styrkja­kerfi fyrir náms­menn. Þannig munu þeir náms­menn sem ljúka námi á réttum tíma sam­kvæmt lögum nr. 60/2020 um Mennta­sjóð náms­manna eiga rétt á 30% nið­ur­fell­ingu af höf­uð­stól náms­láns ásamt verð­bót­um. 2. Mennta­sjóð­ur­inn mun veita styrk til fram­færslu barns sem nemur ein­földum barna­líf­eyri á mán­uði að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. 3. Við náms­lok munu náms­menn almennt hafa val um hvort þeir end­ur­greiði náms­lán sín með verð­tryggðu eða óverð­tryggðu skulda­bréfi en lán­þegar hafa heim­ild til að end­ur­greiða náms­lán með tekju­teng­ingu séu náms­lok áður eða á því ári sem þeir ná 35 ára aldri. 4. Stjórn Mennta­sjóðs­ins hefur heim­ild til að gjald­fella lán hafi það ekki verið að fullu greitt á því ári þegar lán­þegi nær 66 ára aldri. 5. Ráð­herra hefur nú heim­ild til að ákveða sér­staka tíma­bundna ívilnun við end­ur­greiðslu náms­lána vegna til­tek­inna náms­greina sem og hjá lán­þegum búsettum og starf­andi á svæðum skil­greindum í sam­ráði við Byggða­stofnun að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. 6. Með lög­unum eru ábyrgðir ábyrgð­ar­manns á náms­lánum teknum í tíð eldri laga feldar niður enda hafi lán­þegi verið í skilum við Lána­sjóð íslenskra náms­manna. Sama gildir um ábyrgðir á náms­lánum sem eru í óskiptum dán­ar­búum og ábyrgð­ar­yf­ir­lýs­ingar fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þannig hefur skil­yrðið um að lán­þegi sé ekki á van­skila­skrá fallið brott úr frum­varp­inu við þing­lega með­ferð máls­ins. Í lög­unum má einnig finna þau nýmæli að ábyrgð ábyrgð­ar­manns á náms­lánum teknum í tíð eldri laga falla niður við and­lát hans enda sé lán­þegi í skilum við Lána­sjóð íslenskra náms­manna. 7. Mennta­sjóð­ur­inn mun ekki veita þeim náms­að­stoð sem eru í van­skilum við sjóð­inn. 8. Vextir af náms­lánum hafa árum saman verið 1% verð­tryggð­ir. Nú munu þeir byggj­ast á vaxta­kjörum sem rík­is­sjóði bjóð­ast á mark­aði að við­bættu föstu vaxta­á­lagi sem tekur mið af væntum afföllum af end­ur­greiðslu náms­lána. Við þing­lega með­ferð máls­ins bætt­ist við ákvæði þar sem kveðið er á um vaxta­há­mark þannig vextir verða aldrei hærri en 4% verð­tryggðir eða 9% óverð­tryggð­ir. Er óhætt að segja að lán­þegar muni búa við tölu­vert meiri óvissu er við­kemur vöxtum á náms­lán­um. 9. End­ur­greiðslur hefj­ast nú fyrr eða einu ári eftir lok náms. 10. Nú er Mennta­sjóðnum skylt að veita stað­ar­upp­bót sem mið­ast við kostnað vegna nauð­synja og aðrar sér­stakar aðstæður á hverjum stað. Stjórn Mennta­sjóðs­ins ákvað að kveða á um stað­ar­upp­bót í sjö lönd­um/lands­hlutum vegna náms­árs­ins 2020-2021; Banda­ríkj­unum (A og B), London, Írska lýð­veld­inu, Róm, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og Sviss. 11. Frí­tekju­mark náms­manns sem kemur af atvinnu­mark­aði verður sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum fimm­falt náms­árið 2020-2021 enda liggi fyrir að hann hafi ekki verið í námi sl. 6. mán­uði. 12. Nám sem er skipu­lagt sam­fellt lengra en 5 ár er nú heim­ilt sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum að bæta við skóla­gjalda­há­mark til ráð­stöf­unar á fimmta og/eða sjötta náms­ári, allt að 1.817.400.- ISK en áður hafði það verið 1.500.000.- ISK. 13. Nú eiga náms­menn erlendis rétt á ferða­lánum á hverju náms­ári sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum en ekki ein­ungis einu sinni á hverju náms­stigi.

Auglýsing

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Sam­bands íslenskra náms­manna erlendis (SÍNE).

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar