Þrettán staðreyndir um Menntasjóð námsmanna og nýjar úthlutunarreglur sjóðsins

Jóhann Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður SÍNE, bendir á að nú eigi námsmenn erlendis rétt á ferðalánum á hverju námsári samkvæmt úthlutunarreglum en ekki einungis einu sinni á hverju námsstigi.

Auglýsing

 1. Nú hefur loks verið inn­leitt styrkja­kerfi fyrir náms­menn. Þannig munu þeir náms­menn sem ljúka námi á réttum tíma sam­kvæmt lögum nr. 60/2020 um Mennta­sjóð náms­manna eiga rétt á 30% nið­ur­fell­ingu af höf­uð­stól náms­láns ásamt verð­bót­um. 2. Mennta­sjóð­ur­inn mun veita styrk til fram­færslu barns sem nemur ein­földum barna­líf­eyri á mán­uði að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. 3. Við náms­lok munu náms­menn almennt hafa val um hvort þeir end­ur­greiði náms­lán sín með verð­tryggðu eða óverð­tryggðu skulda­bréfi en lán­þegar hafa heim­ild til að end­ur­greiða náms­lán með tekju­teng­ingu séu náms­lok áður eða á því ári sem þeir ná 35 ára aldri. 4. Stjórn Mennta­sjóðs­ins hefur heim­ild til að gjald­fella lán hafi það ekki verið að fullu greitt á því ári þegar lán­þegi nær 66 ára aldri. 5. Ráð­herra hefur nú heim­ild til að ákveða sér­staka tíma­bundna ívilnun við end­ur­greiðslu náms­lána vegna til­tek­inna náms­greina sem og hjá lán­þegum búsettum og starf­andi á svæðum skil­greindum í sam­ráði við Byggða­stofnun að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. 6. Með lög­unum eru ábyrgðir ábyrgð­ar­manns á náms­lánum teknum í tíð eldri laga feldar niður enda hafi lán­þegi verið í skilum við Lána­sjóð íslenskra náms­manna. Sama gildir um ábyrgðir á náms­lánum sem eru í óskiptum dán­ar­búum og ábyrgð­ar­yf­ir­lýs­ingar fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þannig hefur skil­yrðið um að lán­þegi sé ekki á van­skila­skrá fallið brott úr frum­varp­inu við þing­lega með­ferð máls­ins. Í lög­unum má einnig finna þau nýmæli að ábyrgð ábyrgð­ar­manns á náms­lánum teknum í tíð eldri laga falla niður við and­lát hans enda sé lán­þegi í skilum við Lána­sjóð íslenskra náms­manna. 7. Mennta­sjóð­ur­inn mun ekki veita þeim náms­að­stoð sem eru í van­skilum við sjóð­inn. 8. Vextir af náms­lánum hafa árum saman verið 1% verð­tryggð­ir. Nú munu þeir byggj­ast á vaxta­kjörum sem rík­is­sjóði bjóð­ast á mark­aði að við­bættu föstu vaxta­á­lagi sem tekur mið af væntum afföllum af end­ur­greiðslu náms­lána. Við þing­lega með­ferð máls­ins bætt­ist við ákvæði þar sem kveðið er á um vaxta­há­mark þannig vextir verða aldrei hærri en 4% verð­tryggðir eða 9% óverð­tryggð­ir. Er óhætt að segja að lán­þegar muni búa við tölu­vert meiri óvissu er við­kemur vöxtum á náms­lán­um. 9. End­ur­greiðslur hefj­ast nú fyrr eða einu ári eftir lok náms. 10. Nú er Mennta­sjóðnum skylt að veita stað­ar­upp­bót sem mið­ast við kostnað vegna nauð­synja og aðrar sér­stakar aðstæður á hverjum stað. Stjórn Mennta­sjóðs­ins ákvað að kveða á um stað­ar­upp­bót í sjö lönd­um/lands­hlutum vegna náms­árs­ins 2020-2021; Banda­ríkj­unum (A og B), London, Írska lýð­veld­inu, Róm, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og Sviss. 11. Frí­tekju­mark náms­manns sem kemur af atvinnu­mark­aði verður sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum fimm­falt náms­árið 2020-2021 enda liggi fyrir að hann hafi ekki verið í námi sl. 6. mán­uði. 12. Nám sem er skipu­lagt sam­fellt lengra en 5 ár er nú heim­ilt sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum að bæta við skóla­gjalda­há­mark til ráð­stöf­unar á fimmta og/eða sjötta náms­ári, allt að 1.817.400.- ISK en áður hafði það verið 1.500.000.- ISK. 13. Nú eiga náms­menn erlendis rétt á ferða­lánum á hverju náms­ári sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum en ekki ein­ungis einu sinni á hverju náms­stigi.

Auglýsing

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Sam­bands íslenskra náms­manna erlendis (SÍNE).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar