Þrettán staðreyndir um Menntasjóð námsmanna og nýjar úthlutunarreglur sjóðsins

Jóhann Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður SÍNE, bendir á að nú eigi námsmenn erlendis rétt á ferðalánum á hverju námsári samkvæmt úthlutunarreglum en ekki einungis einu sinni á hverju námsstigi.

Auglýsing

 1. Nú hefur loks verið inn­leitt styrkja­kerfi fyrir náms­menn. Þannig munu þeir náms­menn sem ljúka námi á réttum tíma sam­kvæmt lögum nr. 60/2020 um Mennta­sjóð náms­manna eiga rétt á 30% nið­ur­fell­ingu af höf­uð­stól náms­láns ásamt verð­bót­um. 2. Mennta­sjóð­ur­inn mun veita styrk til fram­færslu barns sem nemur ein­földum barna­líf­eyri á mán­uði að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. 3. Við náms­lok munu náms­menn almennt hafa val um hvort þeir end­ur­greiði náms­lán sín með verð­tryggðu eða óverð­tryggðu skulda­bréfi en lán­þegar hafa heim­ild til að end­ur­greiða náms­lán með tekju­teng­ingu séu náms­lok áður eða á því ári sem þeir ná 35 ára aldri. 4. Stjórn Mennta­sjóðs­ins hefur heim­ild til að gjald­fella lán hafi það ekki verið að fullu greitt á því ári þegar lán­þegi nær 66 ára aldri. 5. Ráð­herra hefur nú heim­ild til að ákveða sér­staka tíma­bundna ívilnun við end­ur­greiðslu náms­lána vegna til­tek­inna náms­greina sem og hjá lán­þegum búsettum og starf­andi á svæðum skil­greindum í sam­ráði við Byggða­stofnun að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. 6. Með lög­unum eru ábyrgðir ábyrgð­ar­manns á náms­lánum teknum í tíð eldri laga feldar niður enda hafi lán­þegi verið í skilum við Lána­sjóð íslenskra náms­manna. Sama gildir um ábyrgðir á náms­lánum sem eru í óskiptum dán­ar­búum og ábyrgð­ar­yf­ir­lýs­ingar fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þannig hefur skil­yrðið um að lán­þegi sé ekki á van­skila­skrá fallið brott úr frum­varp­inu við þing­lega með­ferð máls­ins. Í lög­unum má einnig finna þau nýmæli að ábyrgð ábyrgð­ar­manns á náms­lánum teknum í tíð eldri laga falla niður við and­lát hans enda sé lán­þegi í skilum við Lána­sjóð íslenskra náms­manna. 7. Mennta­sjóð­ur­inn mun ekki veita þeim náms­að­stoð sem eru í van­skilum við sjóð­inn. 8. Vextir af náms­lánum hafa árum saman verið 1% verð­tryggð­ir. Nú munu þeir byggj­ast á vaxta­kjörum sem rík­is­sjóði bjóð­ast á mark­aði að við­bættu föstu vaxta­á­lagi sem tekur mið af væntum afföllum af end­ur­greiðslu náms­lána. Við þing­lega með­ferð máls­ins bætt­ist við ákvæði þar sem kveðið er á um vaxta­há­mark þannig vextir verða aldrei hærri en 4% verð­tryggðir eða 9% óverð­tryggð­ir. Er óhætt að segja að lán­þegar muni búa við tölu­vert meiri óvissu er við­kemur vöxtum á náms­lán­um. 9. End­ur­greiðslur hefj­ast nú fyrr eða einu ári eftir lok náms. 10. Nú er Mennta­sjóðnum skylt að veita stað­ar­upp­bót sem mið­ast við kostnað vegna nauð­synja og aðrar sér­stakar aðstæður á hverjum stað. Stjórn Mennta­sjóðs­ins ákvað að kveða á um stað­ar­upp­bót í sjö lönd­um/lands­hlutum vegna náms­árs­ins 2020-2021; Banda­ríkj­unum (A og B), London, Írska lýð­veld­inu, Róm, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og Sviss. 11. Frí­tekju­mark náms­manns sem kemur af atvinnu­mark­aði verður sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum fimm­falt náms­árið 2020-2021 enda liggi fyrir að hann hafi ekki verið í námi sl. 6. mán­uði. 12. Nám sem er skipu­lagt sam­fellt lengra en 5 ár er nú heim­ilt sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum að bæta við skóla­gjalda­há­mark til ráð­stöf­unar á fimmta og/eða sjötta náms­ári, allt að 1.817.400.- ISK en áður hafði það verið 1.500.000.- ISK. 13. Nú eiga náms­menn erlendis rétt á ferða­lánum á hverju náms­ári sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum en ekki ein­ungis einu sinni á hverju náms­stigi.

Auglýsing

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Sam­bands íslenskra náms­manna erlendis (SÍNE).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar