Þrettán staðreyndir um Menntasjóð námsmanna og nýjar úthlutunarreglur sjóðsins

Jóhann Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður SÍNE, bendir á að nú eigi námsmenn erlendis rétt á ferðalánum á hverju námsári samkvæmt úthlutunarreglum en ekki einungis einu sinni á hverju námsstigi.

Auglýsing

 1. Nú hefur loks verið inn­leitt styrkja­kerfi fyrir náms­menn. Þannig munu þeir náms­menn sem ljúka námi á réttum tíma sam­kvæmt lögum nr. 60/2020 um Mennta­sjóð náms­manna eiga rétt á 30% nið­ur­fell­ingu af höf­uð­stól náms­láns ásamt verð­bót­um. 2. Mennta­sjóð­ur­inn mun veita styrk til fram­færslu barns sem nemur ein­földum barna­líf­eyri á mán­uði að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. 3. Við náms­lok munu náms­menn almennt hafa val um hvort þeir end­ur­greiði náms­lán sín með verð­tryggðu eða óverð­tryggðu skulda­bréfi en lán­þegar hafa heim­ild til að end­ur­greiða náms­lán með tekju­teng­ingu séu náms­lok áður eða á því ári sem þeir ná 35 ára aldri. 4. Stjórn Mennta­sjóðs­ins hefur heim­ild til að gjald­fella lán hafi það ekki verið að fullu greitt á því ári þegar lán­þegi nær 66 ára aldri. 5. Ráð­herra hefur nú heim­ild til að ákveða sér­staka tíma­bundna ívilnun við end­ur­greiðslu náms­lána vegna til­tek­inna náms­greina sem og hjá lán­þegum búsettum og starf­andi á svæðum skil­greindum í sam­ráði við Byggða­stofnun að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. 6. Með lög­unum eru ábyrgðir ábyrgð­ar­manns á náms­lánum teknum í tíð eldri laga feldar niður enda hafi lán­þegi verið í skilum við Lána­sjóð íslenskra náms­manna. Sama gildir um ábyrgðir á náms­lánum sem eru í óskiptum dán­ar­búum og ábyrgð­ar­yf­ir­lýs­ingar fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þannig hefur skil­yrðið um að lán­þegi sé ekki á van­skila­skrá fallið brott úr frum­varp­inu við þing­lega með­ferð máls­ins. Í lög­unum má einnig finna þau nýmæli að ábyrgð ábyrgð­ar­manns á náms­lánum teknum í tíð eldri laga falla niður við and­lát hans enda sé lán­þegi í skilum við Lána­sjóð íslenskra náms­manna. 7. Mennta­sjóð­ur­inn mun ekki veita þeim náms­að­stoð sem eru í van­skilum við sjóð­inn. 8. Vextir af náms­lánum hafa árum saman verið 1% verð­tryggð­ir. Nú munu þeir byggj­ast á vaxta­kjörum sem rík­is­sjóði bjóð­ast á mark­aði að við­bættu föstu vaxta­á­lagi sem tekur mið af væntum afföllum af end­ur­greiðslu náms­lána. Við þing­lega með­ferð máls­ins bætt­ist við ákvæði þar sem kveðið er á um vaxta­há­mark þannig vextir verða aldrei hærri en 4% verð­tryggðir eða 9% óverð­tryggð­ir. Er óhætt að segja að lán­þegar muni búa við tölu­vert meiri óvissu er við­kemur vöxtum á náms­lán­um. 9. End­ur­greiðslur hefj­ast nú fyrr eða einu ári eftir lok náms. 10. Nú er Mennta­sjóðnum skylt að veita stað­ar­upp­bót sem mið­ast við kostnað vegna nauð­synja og aðrar sér­stakar aðstæður á hverjum stað. Stjórn Mennta­sjóðs­ins ákvað að kveða á um stað­ar­upp­bót í sjö lönd­um/lands­hlutum vegna náms­árs­ins 2020-2021; Banda­ríkj­unum (A og B), London, Írska lýð­veld­inu, Róm, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og Sviss. 11. Frí­tekju­mark náms­manns sem kemur af atvinnu­mark­aði verður sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum fimm­falt náms­árið 2020-2021 enda liggi fyrir að hann hafi ekki verið í námi sl. 6. mán­uði. 12. Nám sem er skipu­lagt sam­fellt lengra en 5 ár er nú heim­ilt sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum að bæta við skóla­gjalda­há­mark til ráð­stöf­unar á fimmta og/eða sjötta náms­ári, allt að 1.817.400.- ISK en áður hafði það verið 1.500.000.- ISK. 13. Nú eiga náms­menn erlendis rétt á ferða­lánum á hverju náms­ári sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum en ekki ein­ungis einu sinni á hverju náms­stigi.

Auglýsing

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Sam­bands íslenskra náms­manna erlendis (SÍNE).

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar