Reglur og dómgreind

Prófessor í heimspeki segir að hegðun okkar geti verið ámælisverð þrátt fyrir að hún feli ekki í sér brot á reglum og að í því tilliti hafi opinberar persónur ákveðna sérstöðu. Einstaklingar þurfi að nota eigið hyggjuvit til að meta breytni sína.

Auglýsing

„Reglur og fyr­ir­mæli, þessi vél­rænu verk­færi til skyn­sam­legrar notk­unar eða öllu heldur mis­notk­unar þeirra hæfi­leika sem mað­ur­inn fékk í vöggu­gjöf, eru fót­fjötrar ævar­andi ósjálf­ræð­is.“ 

Þetta skrif­aði þýski heim­spek­ing­ur­inn Immanuel Kant í svari við spurn­ing­unni „Hvað er upp­lýs­ing?“ árið 1784. Sá mann­legi hæfi­leiki sem Kant vísar til er sjálft brjóst­vitið og svar hans við spurn­ing­unni var í hnot­skurn „hafðu hug­rekki til að nota eigið hyggju­vit“. Þessi brýn­ing Kants er áleitin þessa dag­ana þegar við ræðum tveggja metra regl­una. Hvers konar regla er hún eig­in­lega og hvernig teng­ist hún dóm­greind borg­ar­anna? 

Í kjöl­far þess að myndir birt­ust af ferða­mála­ráð­herra í þéttum vin­kvenna­hópi hefur athygl­is­verður grein­ar­munur komið fram í umræð­unni. Tveggja metra reglan (eða eins metra reglan í vissum til­vik­um) felur ann­ars vegar í sér afdrátt­ar­laus fyr­ir­mæli til stjórn­enda fyr­ir­tækja og stofn­ana og hins vegar hvatn­ingu til almennra borg­ara. Í báðum til­vikum krefst útfærslan dóm­greindar og útsjón­ar­semi en með ólíkum hætti. Í fyrra til­vik­inu er stjórn­endum látið það eftir að útfæra nákvæm­lega hvernig þessi fjar­lægð milli starfs­fólks, við­skipta­vina eða nem­enda, eftir atvik­um, er gerð mögu­leg í til­teknu rými. Í síð­ara til­vik­inu er höfðað til hyggju­vits ein­stak­linga um það hvernig við högum umgengni okkar við annað fólk við marg­breyti­legar aðstæð­ur. Í báðum til­vikum er útfærslan próf­steinn á það hvernig við öxlum þá borg­ara­legu ábyrgð að vera öll almanna­varn­ir.

Auglýsing

En mun­ur­inn á ábyrgð stjórn­enda og almenn­ings birt­ist líka skýrt í því hvernig stjórn­völd fylgja regl­unni eft­ir. Lög­regla sinnir eft­ir­liti með rekstr­ar­að­ilum og gerir athuga­semdir ef fyr­ir­mælum er ekki fram­fylgt með full­nægj­andi hætti, en slíkt eft­ir­lit með fram­ferði ein­stak­linga sam­rým­ist ekki hug­myndum okkar um frjáls­lynt sam­fé­lag. Við getum þurft að þola athuga­semdir sam­borg­ara okkar ef við hættum okkur of nærri þeim, en ekki afskipti lög­reglu. Og hegðun okkar getur verið ámæl­is­verð þótt hún feli ekki í sér brot á regl­um.

Í þessu til­liti hafa opin­berar per­sónur ákveðna sér­stöðu. Þau sem gegna trún­að­ar­störfum fyrir sam­fé­lagið hafa skyldur sem ráð­ast af hlut­verki þeirra sem almanna­þjón­ar. Fram­ferði þeirra er því jafnan metið eftir því hvort það beri vott um skiln­ing á þessu hlut­verki eða ekki. Það er ekki alltaf gagn­legt að setja þetta fram í formi þess hvort reglur séu brotnar eða ekki. Því hefur verið haldið fram að ferða­mála­ráð­herra hafi hvorki brotið tveggja metra regl­una né siða­reglur ráð­herra, en það breytir því ekki að hún sýndi mikið dóm­greind­ar­leysi með umræddu fram­ferði sínu.

Veiran setur okkur í marg­vís­legan vanda sem varðar m.a. það hvernig við umgöng­umst hvert ann­að. Það er flók­inn sam­skipta­veru­leiki sem aldrei verður njörv­aður nákvæm­lega niður í opin­beru reglu­verki. Það er skilj­an­legt að rekstr­ar­að­ilar kalli eftir skýrum fyr­ir­mælum um það hvernig þeir geti hagað starf­semi sinni og jafn­framt er æski­legt að almenn­ingur fái gagn­legar leið­bein­ingar um áhrifa­ríkar sótt­varn­ir. En ein­stak­lingar þurfa eftir sem áður að nota eigið hyggju­vit til að meta breytni sína í ljósi slíkra við­miða, útfrá aðstæð­um, hlut­verkum og af til­lit­semi við náung­ann. Þannig fer það ­sam­anað hlýða Víði og fylgja sinni eigin dóm­greind. 

Höf­undur er pró­fessor í heim­speki við Háskóla Íslands. 

Grein Kants, „Svar við spurn­ing­unni: Hvað er upp­lýs­ing?“, þýð­ing Elnu K. Jóns­dóttur og Önnu Þor­steins­dótt­ur, birt­ist í Skírni (haust 1993), 379–389.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar