Að halda fókus

Þingmaður skrifar um mikilvægi þess að halda loftslagsmálum til streitu.

Auglýsing

Á þessum degi, þann 20. ágúst, árið 2018 skróp­aði Greta Thun­berg í skól­­anum og kom sér fyrir með kröfu­spjald fyrir utan þing­­húsið í Stokk­hólmi. Á þeim tíma sem er lið­inn hefur hún ekki bara sett mark sitt á umræðu um lofts­lags­mál og bar­átt­una fyrir hertum aðgerðum - það hafa orðið straum­hvörf. 

Ein leið til að gera sér grein fyrir því hversu mikið umræðan hefur breyst er að skoða aukna tíðni frétta af lofts­lags­málum í íslenskum fjöl­miðl­um, eins og umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra gerði fyrir rúmu ári. Árið 2017, síð­asta heila árið áður en Greta setti lofts­lags­verk­föllin af stað, var fjallað um lofts­lags­breyt­ingar í tæp­lega 1000 frétt­um. Árið 2019, fyrsta heila árið eftir upp­haf lofts­lags­verk­fall­anna, voru frétt­irnar 2500 tals­ins.

Dregur úr umfjöllun um lofts­lags­mál

Því miður hefur okkur reynst erfitt að halda fókus á bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum sam­hliða því að takast á við Covid-19. Þetta sést á tíðni frétta af lofts­lags­mál­um, sem á þessu ári eru orðnar jafn sjald­séðar og fyrir þremur árum.



Þróun umfjöllunar. Fjöldi frétta um loftslagsbreytingar í hverjum mánuði. Tölur fengnar með uppflettingu í Fjölmiðlavaktinni. 



Þessa dag­ana er rætt um það hvernig sam­fé­lagið á að geta lifað með Covid-19 til lengri tíma. Það snýst ekki bara um það hvernig við lögum okkur að sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum eða bregð­umst við efna­hags­legum afleið­ingum henn­ar. Að lifa við breytt ástand þýðir líka að halda áfram fókus á öllu hinu sem skiptir máli. 

Við­brögð við Covid-19 og lofts­lags­breyt­ingum verða að flétt­ast saman

Um allan heim er kallað á það að við­brögð við afleið­ingum Covid-19 þjóni á sama tíma fleiri mik­il­vægum mark­miðum á borð við bar­átt­una gegn lofts­lags­breyt­ingum og því að upp­fylla heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þetta ákall kemur ekki bara frá hug­sjóna­fólk­inu sem hefur mót­mælt hvern föstu­dag í tvö ár, heldur er þetta kjarn­inn ráð­legg­ingum og stefnu­mörkun flestra alþjóða­stofn­ana. Aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna lagði t.d. áherslu á þetta í ávarpi á Degi jarðar. Hann sagði að upp­bygg­ingin eftir Covid-19 yrði að vinna í þágu græns hag­kerfis frekar en hins gráa og að rík­is­stuðn­ingur við fyr­ir­tæki yrði alltaf að vera bund­inn umhverf­is­skil­yrð­um.

Auglýsing
Þessar áhersl­ur, sem eru nán­ast orðnar að norm­inu um allan heim, hafa ekki enn náð að móta við­brögð íslenskra stjórn­valda við Covid-19. Sér­stak­lega er þar áber­andi hversu illa er tekið í allar hug­myndir um að skil­yrða rík­is­stuðn­ing til fyr­ir­tækja. 

Tregða til breyt­inga á þingi

Gott dæmi um tregðu stjórn­ar­liða til að skil­yrða stuðn­ing til fyr­ir­tækja er þegar Oddný Harð­ar­dóttir lagði í vor til að fyr­ir­tækjum yrði gert að færa loft­lags­bók­hald sem skil­yrði fyrir upp­sagn­ar­styrkj­um. Þing­maður Vinstri grænna sagð­ist vera „al­ger­lega sam­mála því að skil­yrði eigi að vera um það almennt að fyr­ir­tæki þurfi að færa slíkt lofts­lags­bók­hald og skila því inn,“ en hann var ekki alveg viss hvort „það er rétti vett­vang­ur­inn þegar fyr­ir­tækið er í björg­un­ar­að­gerðum að setja þetta skil­yrð­i.“ Þessi ágæta til­laga Odd­nýjar, sem hefði þess vegna getað komið beint af skrif­borði aðal­rit­ara S.þ., var felld með öllum atkvæðum stjórn­ar­liða ásamt dyggum stuðn­ingi Mið­flokks­ins.

Mik­ill meiri­hluti Íslend­inga vill að stjórn­völd taki lofts­lags­breyt­ingum jafn alvar­lega og Covid-19, en auð­vitað úti­lokar annað ekki hitt. Hvert ein­asta mál sem þingið afgreiðir verður að meta út frá áhrifum þess á lofts­lags­málin og sam­eig­in­lega fram­tíð okkar allra. Alþingi má síst af öllu missa þennan fókus þegar mikil orka fer í að veita gríð­ar­legum fjár­hæðum í neyð­ar­að­gerðir sem hafa mikil áhrif á sam­fé­lag­ið. Við höfum ekki efni á að láta sig­ur­inn á Covid-19 kosta okkur bar­átt­una við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar