Nei, ekki aftur!

Formaður Þroskahjálpar skorar á stjórnvöld um að hverfa frá öllum áformum um skerðingu starfsemi á starfsbrautum framhaldsskóla og eyða þannig óvissu fatlaðra nemenda og foreldra þeirra.

Auglýsing

Í sjón­varps­fréttum RÚV 16. ágúst s.l. var við­tal við ungan mennta­skóla­nem­anda með þroska­hömlun sem hefur verið meira og minna heima frá því COVID-19 far­ald­ur­inn hófst. Vegna þessa hefur hann farið á mis við menntun og ýmis önnur tæki­færi allan þennan tíma og þar sem hann getur vegna fötl­unar sinnar ekki verið einn heima hafa for­eldrar hans þurft að vera þar hjá honum og hafa því misst úr vinnu og tapað veru­legum tekj­um. Staða þessa unga manns er alls ekki eins­dæmi heldur saga allt of margra fatl­aðra ung­menna og aðstand­enda þeirra.

En þarf þetta virki­lega að vera svona?

Nú stöndum við frammi fyrir því að aðgerðir vegna COVID19 verði við­var­andi, jafn­vel um langa hríð; a.m.k. ein­hverja mán­uði og hugs­an­lega ein­hver ár. Í því ljósi er mjög mik­il­vægt að horfa til þess hvernig við getum tryggt mann­rétt­indi okkar við­kvæm­ustu hópa, eins og fatl­aðra nem­enda sem oft ekki geta, vegna fötl­unar sinn­ar, nýtt sér fjar­nám nema að litlu eða jafn­vel engu leyti. Þau ung­menni eru auk þess háð aðstoð (sem þau eiga rétt á skv. lög­um) í dag­legu lífi sem alla jafnan er veitt í skól­anum en ekki heima. Þegar sú aðstoð fellur niður verða for­eldrar eða aðrir aðstand­endur mjög oft að taka sér launa­laust frí úr vinnu til að sinna því.

Auglýsing

Nú heyr­ast þær fréttir að starf­semi starfs­brauta fram­halds­skól­anna, þar sem mörg fötluð ung­menni stunda nám, verði jafn­vel tak­mörkuð að ein­hverju leyti þegar skóla­hald hefst í haust og stórum hluta nem­enda verði gert að vera heima og stunda fjar­nám og að ein­ungis fáum nem­endum starfs­brauta verði hleypt inn í skól­ana. Þetta er auð­vitað afleitt og alger­lega óskilj­an­legt. Núgild­andi sótt­varn­ar­reglur eru þess eðlis að vel má mæta þeim innan skól­anna, tryggja fjar­lægð­ar­mörk og kenna nem­endum við­eig­andi ráð­staf­anir eins og notkun and­lits­gríma og hand­þvott. Þetta þarf að gera með við­eig­andi hætti þannig að sem flestir geti til­einkað sér þetta og grípa þá til sér­stakra ráð­staf­ana varð­andi þá nem­endur sem ekki geta nýtt sér þetta. Svo er hægt að nýta betur hús­næði skól­anna til að tryggja fjar­lægð­ar­regl­ur, einkum í ljósi þess að aðrir nem­enda­hópar verða í fjar­kennslu heima hjá sér.

Þegar kemur að því að finna lausnir sem duga til að við getum lifað saman með veirunni er mik­il­vægt að horfa til þess hvernig við verndum við­kvæm­ustu hópana. Það er ekki bara eðli­legt og mjög rétt­læt­an­legt, heldur skýr skylda sam­kvæmt samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks  og fleiri mann­rétt­inda­samn­ingum sem íslenskra ríkið hefur skuld­bundið sig til að virða og fram­fylgja.

Lands­sam­tökin Þroska­hjálp hafa ítrekað skorað á mennta­mála­ráð­herra, félags­mála­ráð­herra og Alþingi að gera við­eig­andi ráð­staf­anir til að tryggja fötl­uðum nem­endum á öllum skóla­stigum þau mann­rétt­indi að hafa tæki­færi til náms til jafns við aðra og að taka til­lit þarfa til sem þau hafa vegna fötl­unar sinn­ar. Fjar­nám hentar eðli máls sam­kvæmt mörgum mjög illa, t.a.m mörgum nem­endum með þroska­hömlun og skyldar fatl­an­ir. Jafn­framt hafa sam­tökin ítrekað lagt til við rík­is­stjórn og Alþingi að for­eldrar og/eða aðrir aðstand­endur sem þurfa að vera heima hjá fötl­uðum börnum og ung­mennum sem ekki fá þá þjón­ustu sem þau eiga rétt á, vegna þess að skólar og/eða aðrir þjón­ustus­staðir eru lok­aðir eða með tak­mark­aða þjón­ustu vegna sótt­varn­ar­ráð­stafa í tengslum við COVID19, fái greiðsl­ur. Stjórn­völd hafa ekki gert þetta nema að mjög litlu leyti og það er aug­ljós­lega mjög mik­il­vægt rétt­læt­is­mál að þau geri þetta núna.

Lands­sam­tökin Þroska­hjálp skora hér með á mennta­mála­yf­ir­völd og stjórn­endur fram­halds­skól­anna  að eyða þeirri miklu óvissu sem fatl­aðir nem­endur og for­eldrar þeirra búa við um hvað ger­ist hjá þeim í haust og hafa eðli­lega miklar áhyggjur af. Það geta þau gert með því að hverfa nú þegar frá öllum áformum um að skerða starf­semi starfs­braut­anna og leita allra mögu­legra leiða til að gera fötl­uðum nem­endum kleift að mæta í skól­ann og koma þannig í veg fyrir að þeim verði mis­munað um tæki­færi til náms vegna fötl­unar sinn­ar.

Höf­undur er for­maður Þroska­hjálp­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar