Nei, ekki aftur!

Formaður Þroskahjálpar skorar á stjórnvöld um að hverfa frá öllum áformum um skerðingu starfsemi á starfsbrautum framhaldsskóla og eyða þannig óvissu fatlaðra nemenda og foreldra þeirra.

Auglýsing

Í sjón­varps­fréttum RÚV 16. ágúst s.l. var við­tal við ungan mennta­skóla­nem­anda með þroska­hömlun sem hefur verið meira og minna heima frá því COVID-19 far­ald­ur­inn hófst. Vegna þessa hefur hann farið á mis við menntun og ýmis önnur tæki­færi allan þennan tíma og þar sem hann getur vegna fötl­unar sinnar ekki verið einn heima hafa for­eldrar hans þurft að vera þar hjá honum og hafa því misst úr vinnu og tapað veru­legum tekj­um. Staða þessa unga manns er alls ekki eins­dæmi heldur saga allt of margra fatl­aðra ung­menna og aðstand­enda þeirra.

En þarf þetta virki­lega að vera svona?

Nú stöndum við frammi fyrir því að aðgerðir vegna COVID19 verði við­var­andi, jafn­vel um langa hríð; a.m.k. ein­hverja mán­uði og hugs­an­lega ein­hver ár. Í því ljósi er mjög mik­il­vægt að horfa til þess hvernig við getum tryggt mann­rétt­indi okkar við­kvæm­ustu hópa, eins og fatl­aðra nem­enda sem oft ekki geta, vegna fötl­unar sinn­ar, nýtt sér fjar­nám nema að litlu eða jafn­vel engu leyti. Þau ung­menni eru auk þess háð aðstoð (sem þau eiga rétt á skv. lög­um) í dag­legu lífi sem alla jafnan er veitt í skól­anum en ekki heima. Þegar sú aðstoð fellur niður verða for­eldrar eða aðrir aðstand­endur mjög oft að taka sér launa­laust frí úr vinnu til að sinna því.

Auglýsing

Nú heyr­ast þær fréttir að starf­semi starfs­brauta fram­halds­skól­anna, þar sem mörg fötluð ung­menni stunda nám, verði jafn­vel tak­mörkuð að ein­hverju leyti þegar skóla­hald hefst í haust og stórum hluta nem­enda verði gert að vera heima og stunda fjar­nám og að ein­ungis fáum nem­endum starfs­brauta verði hleypt inn í skól­ana. Þetta er auð­vitað afleitt og alger­lega óskilj­an­legt. Núgild­andi sótt­varn­ar­reglur eru þess eðlis að vel má mæta þeim innan skól­anna, tryggja fjar­lægð­ar­mörk og kenna nem­endum við­eig­andi ráð­staf­anir eins og notkun and­lits­gríma og hand­þvott. Þetta þarf að gera með við­eig­andi hætti þannig að sem flestir geti til­einkað sér þetta og grípa þá til sér­stakra ráð­staf­ana varð­andi þá nem­endur sem ekki geta nýtt sér þetta. Svo er hægt að nýta betur hús­næði skól­anna til að tryggja fjar­lægð­ar­regl­ur, einkum í ljósi þess að aðrir nem­enda­hópar verða í fjar­kennslu heima hjá sér.

Þegar kemur að því að finna lausnir sem duga til að við getum lifað saman með veirunni er mik­il­vægt að horfa til þess hvernig við verndum við­kvæm­ustu hópana. Það er ekki bara eðli­legt og mjög rétt­læt­an­legt, heldur skýr skylda sam­kvæmt samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks  og fleiri mann­rétt­inda­samn­ingum sem íslenskra ríkið hefur skuld­bundið sig til að virða og fram­fylgja.

Lands­sam­tökin Þroska­hjálp hafa ítrekað skorað á mennta­mála­ráð­herra, félags­mála­ráð­herra og Alþingi að gera við­eig­andi ráð­staf­anir til að tryggja fötl­uðum nem­endum á öllum skóla­stigum þau mann­rétt­indi að hafa tæki­færi til náms til jafns við aðra og að taka til­lit þarfa til sem þau hafa vegna fötl­unar sinn­ar. Fjar­nám hentar eðli máls sam­kvæmt mörgum mjög illa, t.a.m mörgum nem­endum með þroska­hömlun og skyldar fatl­an­ir. Jafn­framt hafa sam­tökin ítrekað lagt til við rík­is­stjórn og Alþingi að for­eldrar og/eða aðrir aðstand­endur sem þurfa að vera heima hjá fötl­uðum börnum og ung­mennum sem ekki fá þá þjón­ustu sem þau eiga rétt á, vegna þess að skólar og/eða aðrir þjón­ustus­staðir eru lok­aðir eða með tak­mark­aða þjón­ustu vegna sótt­varn­ar­ráð­stafa í tengslum við COVID19, fái greiðsl­ur. Stjórn­völd hafa ekki gert þetta nema að mjög litlu leyti og það er aug­ljós­lega mjög mik­il­vægt rétt­læt­is­mál að þau geri þetta núna.

Lands­sam­tökin Þroska­hjálp skora hér með á mennta­mála­yf­ir­völd og stjórn­endur fram­halds­skól­anna  að eyða þeirri miklu óvissu sem fatl­aðir nem­endur og for­eldrar þeirra búa við um hvað ger­ist hjá þeim í haust og hafa eðli­lega miklar áhyggjur af. Það geta þau gert með því að hverfa nú þegar frá öllum áformum um að skerða starf­semi starfs­braut­anna og leita allra mögu­legra leiða til að gera fötl­uðum nem­endum kleift að mæta í skól­ann og koma þannig í veg fyrir að þeim verði mis­munað um tæki­færi til náms vegna fötl­unar sinn­ar.

Höf­undur er for­maður Þroska­hjálp­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar