Grásleppan og kvótakerfið

Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að hugsanlega megi dæma allt kvótakerfið af örsögunni um grásleppuna, sem er utan kerfisins.

Auglýsing

Eitt aðal áhuga­mál, Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um þessar mundir virð­ist vera að koma grá­sleppu inn í kvóta­kerf­ið. Grá­sleppan er ein af þessum örfáu teg­undum sem er eftir utan kerf­is­ins. Á hana má því horfa eins og litla örsögu eða jafn­vel dæmisögu um virkni kerf­is­ins. Hugs­an­lega má jafn­vel dæma allt kerfið af henni.

Við höfum frá upp­hafi kvóta­kerf­is­ins aftur og aftur séð áhrif kvóta­setn­ingar á þá fiski­stofna sem inn í það hafa verið færð­ir.

Græðg­is­stigið

Fyrsta skref kvóta­setn­ingar teg­unda er græðg­is­stigið ef svo mætti kalla. Yfir­leitt hefur það verið svo að kvóta­setn­ing teg­unda á sér stað þegar að um ákveðin skort hefur verið að ræða, það er að afkoma er ekki nægj­an­lega eða veiði­geta of mik­il. Við kvóta­setn­ingu við­kom­andi teg­undar sér sá sem stundað hefur veið­arnar allt í einu mögu­leika á útleið.

Útleið sem orsakast af því að við kvóta­setn­ing­una fá veiði­heim­ild­irnar (kvót­inn) verð­gildi sem þær höfðu ekki áður. Útgerðin sér þannig útleið í stað áfram­hald­andi brauð­strits. Það að selja er í flestum til­fellum stærstu mis­tök við­kom­andi aðila.

Sam­þjöpp­un­ar­stigið

Annað skref kvóta­setn­ingar teg­unda má kalla sam­þjöpp­un­ar­stig­ið. Á því stigi eins og liggur í orð­anna hljóðan fær­ast heim­ildir teg­und­ar­innar á færri hend­ur. Verð­gildið hækkar líka hratt eftir því sem sam­þjöpp­unin verður meiri. Á þessu stigi á sér vissu­lega stað ein­hvers konar hag­ræð­ing.

Auglýsing
Atvinnumissir á sér stað og afleiddum störfum fækk­ar, veiðar eru jafn­framt stund­aðar á færri stöðum um land­ið. Þetta er umhugs­un­ar­vert þar sem þetta brýtur í bága við mark­mið laga um stjórn fisk­veiða “Mark­mið laga þess­ara er að stuðla að verndun og hag­kvæmri nýt­ingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í land­in­u.” (úr 1.grein laga um stjórn fisk­veiða) 

Ómark­vissar veiðar

Á þriðja stigi kvóta­setn­ing­ar­innar kemur stærsti ágalli kerf­is­ins fram en það er ómark­vissar veið­ar, með lít­illi dreif­ingu. Útgerðir sem hafa keypt upp sam­þjapp­aðan kvóta munu þurfa að gera allt til að hag­ræði veið­anna sé sem mest. Það mun ekki skipta þær nokkru máli hvert þjóðar hag­ræðið er af veið­un­um.

Í til­felli grá­slepp­unnar mun þetta þýða að hún verður ofveidd á til­tölu­lega fáum stöðum í stað dreifðra veiða um land­ið. Hún verður að sama skapi van­veidd á öðrum stöðum sökum óhag­ræðis fyrir útgerð­irn­ar. Þjóð­ar­hag­ræði tap­ast á kostnað hagn­aðar útgerð­anna en fyrst og fremst á kostnað þess að með kvóta­setn­ingu hefur tek­ist að stækka efna­hags­reikn­ing útgerð­anna og þar með lands­ins. Slíka bólu­hag­fræði ættum við að þekkja vel frá liðn­um, árum sem og afleið­ingar henn­ar.

Hnign­unar eða kyrr­stöðu stig

Fjórða stig­inu má helst lýsa sem hnign­unar eða kyrr­stöðu stigi. Sökum þriðja stigs­ins þ.e. ómark­vissar veiðar sem og vegna sífellt auk­innar kröfu um arð­semi í bólu­hag­kerf­inu, ganga veið­arnar sífellt nærri stofn­in­um. Við þekkjum dæmin best af umræðu um brott­kast fram­hjá­land­anir og annað svínarí. Frum­mark­mið með kvóta­setn­ingu er að verja afkomu greinar sem og að styrkja fiski­stofn­ana.

Á 30 ára tíma­bili 1950 – 1979 var þorskafli á Íslands­miðum að með­al­tali 409 þús­und tonn. Hæst fór hann árið 1954 en þá veidd­ust 546 þús­und tonn og minnstur 1950, 321 þús. tonn. ­Síð­ustu 30 árin 1990-2019 er þorskafli ekki svipur hjá sjón miðað við fyrr­greint tíma­bil. ­Með­al­talið 222 þús­und tonn. Mestur varð afl­inn á fyrsta ári tíma­bils­ins 335 þús­und tonn, en lægst fór hann hru­nárið 2008, en þá voru aðeins veidd 148 þús. tonn.Mynd 1.

Mark­mið kvóta­setn­ingar fisk­teg­unda er eins og áður sagði að stækka stofn til­tek­inna teg­unda. Þrátt fyrir það hefur þorskafli Íslend­inga ekki auk­ist frá því að kvóta­kerfið var tekið upp heldur þvert á móti dreg­ist saman um nærri 200 þús­und tonn.   

Er ekki komin tími til að læra af því sem áður hefur verið gert og leyfa bless­aðri grá­slepp­unni að synda frjálsri áfram. 

Höf­undur er for­maður Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar