Grásleppan og kvótakerfið

Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að hugsanlega megi dæma allt kvótakerfið af örsögunni um grásleppuna, sem er utan kerfisins.

Auglýsing

Eitt aðal áhuga­mál, Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um þessar mundir virð­ist vera að koma grá­sleppu inn í kvóta­kerf­ið. Grá­sleppan er ein af þessum örfáu teg­undum sem er eftir utan kerf­is­ins. Á hana má því horfa eins og litla örsögu eða jafn­vel dæmisögu um virkni kerf­is­ins. Hugs­an­lega má jafn­vel dæma allt kerfið af henni.

Við höfum frá upp­hafi kvóta­kerf­is­ins aftur og aftur séð áhrif kvóta­setn­ingar á þá fiski­stofna sem inn í það hafa verið færð­ir.

Græðg­is­stigið

Fyrsta skref kvóta­setn­ingar teg­unda er græðg­is­stigið ef svo mætti kalla. Yfir­leitt hefur það verið svo að kvóta­setn­ing teg­unda á sér stað þegar að um ákveðin skort hefur verið að ræða, það er að afkoma er ekki nægj­an­lega eða veiði­geta of mik­il. Við kvóta­setn­ingu við­kom­andi teg­undar sér sá sem stundað hefur veið­arnar allt í einu mögu­leika á útleið.

Útleið sem orsakast af því að við kvóta­setn­ing­una fá veiði­heim­ild­irnar (kvót­inn) verð­gildi sem þær höfðu ekki áður. Útgerðin sér þannig útleið í stað áfram­hald­andi brauð­strits. Það að selja er í flestum til­fellum stærstu mis­tök við­kom­andi aðila.

Sam­þjöpp­un­ar­stigið

Annað skref kvóta­setn­ingar teg­unda má kalla sam­þjöpp­un­ar­stig­ið. Á því stigi eins og liggur í orð­anna hljóðan fær­ast heim­ildir teg­und­ar­innar á færri hend­ur. Verð­gildið hækkar líka hratt eftir því sem sam­þjöpp­unin verður meiri. Á þessu stigi á sér vissu­lega stað ein­hvers konar hag­ræð­ing.

Auglýsing
Atvinnumissir á sér stað og afleiddum störfum fækk­ar, veiðar eru jafn­framt stund­aðar á færri stöðum um land­ið. Þetta er umhugs­un­ar­vert þar sem þetta brýtur í bága við mark­mið laga um stjórn fisk­veiða “Mark­mið laga þess­ara er að stuðla að verndun og hag­kvæmri nýt­ingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í land­in­u.” (úr 1.grein laga um stjórn fisk­veiða) 

Ómark­vissar veiðar

Á þriðja stigi kvóta­setn­ing­ar­innar kemur stærsti ágalli kerf­is­ins fram en það er ómark­vissar veið­ar, með lít­illi dreif­ingu. Útgerðir sem hafa keypt upp sam­þjapp­aðan kvóta munu þurfa að gera allt til að hag­ræði veið­anna sé sem mest. Það mun ekki skipta þær nokkru máli hvert þjóðar hag­ræðið er af veið­un­um.

Í til­felli grá­slepp­unnar mun þetta þýða að hún verður ofveidd á til­tölu­lega fáum stöðum í stað dreifðra veiða um land­ið. Hún verður að sama skapi van­veidd á öðrum stöðum sökum óhag­ræðis fyrir útgerð­irn­ar. Þjóð­ar­hag­ræði tap­ast á kostnað hagn­aðar útgerð­anna en fyrst og fremst á kostnað þess að með kvóta­setn­ingu hefur tek­ist að stækka efna­hags­reikn­ing útgerð­anna og þar með lands­ins. Slíka bólu­hag­fræði ættum við að þekkja vel frá liðn­um, árum sem og afleið­ingar henn­ar.

Hnign­unar eða kyrr­stöðu stig

Fjórða stig­inu má helst lýsa sem hnign­unar eða kyrr­stöðu stigi. Sökum þriðja stigs­ins þ.e. ómark­vissar veiðar sem og vegna sífellt auk­innar kröfu um arð­semi í bólu­hag­kerf­inu, ganga veið­arnar sífellt nærri stofn­in­um. Við þekkjum dæmin best af umræðu um brott­kast fram­hjá­land­anir og annað svínarí. Frum­mark­mið með kvóta­setn­ingu er að verja afkomu greinar sem og að styrkja fiski­stofn­ana.

Á 30 ára tíma­bili 1950 – 1979 var þorskafli á Íslands­miðum að með­al­tali 409 þús­und tonn. Hæst fór hann árið 1954 en þá veidd­ust 546 þús­und tonn og minnstur 1950, 321 þús. tonn. ­Síð­ustu 30 árin 1990-2019 er þorskafli ekki svipur hjá sjón miðað við fyrr­greint tíma­bil. ­Með­al­talið 222 þús­und tonn. Mestur varð afl­inn á fyrsta ári tíma­bils­ins 335 þús­und tonn, en lægst fór hann hru­nárið 2008, en þá voru aðeins veidd 148 þús. tonn.Mynd 1.

Mark­mið kvóta­setn­ingar fisk­teg­unda er eins og áður sagði að stækka stofn til­tek­inna teg­unda. Þrátt fyrir það hefur þorskafli Íslend­inga ekki auk­ist frá því að kvóta­kerfið var tekið upp heldur þvert á móti dreg­ist saman um nærri 200 þús­und tonn.   

Er ekki komin tími til að læra af því sem áður hefur verið gert og leyfa bless­aðri grá­slepp­unni að synda frjálsri áfram. 

Höf­undur er for­maður Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar