Kórónuveiran kennir okkur að æfa „seigluvöðvann“

Ingrid Kuhlman segir það vera mikilvægt að efla seiglu til að þrífast í lífsins ólgusjó og láta ekki erfiðar andlegar aðstæður buga sig.

Auglýsing

Kór­ónu­veiran hefur fært okkur tæki­færi til að æfa „seiglu­vöðvann“. Seigla er hæfi­leik­inn til að sigr­ast á mót­læti lífs­ins og gef­ast ekki upp þótt á móti blási. Við getum tek­ist á við mót­læti með því að til­einka okkur bjart­sýni og lausn­a­miðað hug­ar­far og með því að við­hafa jákvætt sjálf­s­tal. Við getum líka leitað eftir félags­legum stuðn­ingi og sótt styrk í fólkið sem stendur okkur næst. Mót­læti fær okkur oft til að upp­götva hæfi­leika og innri styrk sem við vissum ekki að við hefð­um.

Seigla virkar eins og vöðvi sem við getum styrkt

Öll búum við yfir seiglu og öll höfum við mögu­leika til að takast á við mót­læti með seiglu að vopni. Seigla sam­anstendur af ýmis­konar færni eins og að stjórna eigin til­finn­ingum og hegð­un, halda aftur af hvöt­um, leggja raun­hæft mat á orsök vanda­mála og hafa trú á eigin getu. Þegar við nýtum þessa færni erum við betur í stakk búin til að þrauka í gegnum erf­iða tíma. 

Auglýsing
Við höfum svo sann­ar­lega þurft að sýna aðlög­un­ar­hæfni und­an­farna mán­uði og velta fyrir okkur hvernig best sé að takast á við nýjan veru­leika. Seigla er ekki sjálf­gefin og hún virkar eins og vöðvi. Þegar við notum seiglu­vöðvann styrk­ist hann en ef við notum hann ekki rýrnar hann, alveg eins og með aðra vöðva­.  

Við getum stjórnað miklu sjálf

Aðstæð­urnar í dag gefa okkur færi til að byggja upp seiglu sem sam­fé­lag og sem ein­stak­ling­ar. Fyrir far­ald­ur­inn bjuggum við í frekar hvat­vísum heimi þar sem við vorum að allan sól­ar­hring­inn án þess að hvíla okkur almenni­lega og þakka fyrir hlut­ina. Und­an­farna mán­uði höfum við fengið kær­komið tæki­færi til að hægja aðeins á okk­ur, vera meira til staðar og gera hlut­ina af ásetn­ingi. Við verjum meiri tíma með fjöl­skyldum okkar og upp­lifum þakk­læti. Þó að efna­hags­lega og félags­lega lands­lagið hafi tekið breyt­ing­um, er mik­il­vægt að hafa í huga að það er margt sem við getum stjórn­að. Við getum hlúð að okkur sjálf­um. Við getum tekið ákvarð­anir um hreyf­ingu, matar­æði, svefn, hug­leiðslu og úti­vist. Við getum haft áhrif á eigið hug­ar­far og vellíð­an. Við getum sýnt frum­kvæði og metnað og valið við­bragð okkar við því sem lífið færir okkur í fang. Við getum aukið félags­lega virkni og eflt sam­skipta- og félagsfærni.

Sjálfs­þekk­ing er lyk­ill­inn að seiglu

Sjálfs­þekk­ing skiptir sköpum því ef við áttum okkur ekki á því að eitt­hvað er að, munum við ekki laga það. Við þurfum sjálfs­þekk­ingu til að átta okkur á því að við getum stjórnað til­finn­inga­legum við­brögðum okkar og þurfum ekki að láta stjórn­ast af nei­kvæðum til­finn­ing­um. Hluti þess sem gerir okkur fær um að takast á við mót­læti er að skoða okkur sjálf og laga okkur að kröf­unum sem aðstæð­urnar sem við erum í gera til okk­ar. Það er gott að staldra við, vera í fullri vit­und og spyrja sig hvaða færni og viska gagn­ist okkur í núver­andi aðstæðum og hvernig best sé að bregð­ast við. Það að skima eftir tæki­færum til að læra meira um sjálfan sig getur aukið per­sónu­legan þroska.

Það er mik­il­vægt að efla seiglu til að þríf­ast í lífs­ins ólgu­sjó og láta ekki erf­iðar and­legar aðstæður buga sig.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar