Allt það hræðilega sem ég hef gert!

Auður Jónsdóttir rithöfundur rifjar upp atvik frá sínum ungdómsárum og hrósar happi yfir því að ekki hafi verið til samfélagsmiðlar á þeim tíma.

Auglýsing

Þegar ég var á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára gerði ég meðal annars eftirtalið: 


Ég var tekin föst, ásamt Jóni Aðalsteini æskuvini mínum, fyrir að ræna pottablómi á Hótel Selfossi á sama tíma og stjúpmóðir mín var í framboði þar á svæðinu. 


Ég fór í eftirpartí með handboltaliði, sem mig minnir að hafi verið þýskt, og hellti vatnsglasi yfir sofandi handboltamann með maska á andlitinu til að geta spurt hann inn í hvaða herbergi vinkona mín hefði horfið. 


Ég höslaði ókunnugan karlmann á næturklúbbi í London, á tímum eyðnigrýlunnar, og montaði mig af því daginn eftir við vini mína að hann hefði verið í, að mig minnir, æfingaliði eða ungliðadeild Manchester United. Aggi, vinur minn, þá búsettur í London, húðskammaði mig fyrir að hafa látið manninn síðan fá símanúmerið mitt og fullyrti að maðurinn hefði getað myrt mig. Sjálfur var vinur minn, þá átján ára, á flótta undan fyrrum leiklistarkennara sínum, bandarískri konu á fimmtugsaldri sem hafði elt hann frá Bandaríkjunum til London af því hún hélt hún væri ástfangin af honum. Mig minnir að þessi kona hafi hangið með okkur þegar hann skammaði mig og líka Binna vinkona mín sem hafði unnið í frystihúsi öll sumur og brá því á það ráð þegar áðurnefndur maður poppaði upp til að hitta mig að halda auglýsingaræðu um Iceland Seafood þangað til manninum hætti að lítast á blikuna og lét sig hverfa. Ef samfélagsmiðlar hefðu verið til, þá hefði ég pottþétt póstað mynd af honum og taggað þetta æfinga- eða ungmennalið. 


Ég móðgaði einhvern hljómsveitarmeðlim í Whitesnake og var rekin út úr partíi sem var haldið til heiðurs þeim. Ég hefði ábyggilega póstað neyðarlegri mynd af honum, ef ég hefði haft tækifæri til. 


Ég var dónaleg við Andreu Gylfa baksviðs hjá Stuðmönnum í Húnaveri, þar sem ég átti að vera barnapía en týndi barninu og klifaði upp á svið í miðju tónleikahaldi til að baða mig í frægðinni. 

Auglýsing

Ég svaf hjá strákum sem vinkonur mínar voru hrifnar af af því að þær höfðu sofið hjá strákum sem ég var hrifin af. Veit ekki alveg hvað var eggið og hvað hænan. 


Ég hélt eftirpartí á kosningaskrifstofu stjúpmóður minnar og bauð öllum á 22 í bjór á kostnað Samfylkingarinnar, í fæðingu. 


Ég missti bílprófið á Flateyri og þegar ég mætti í yfirheyrslu kom í ljós að ég var ekki með hundaleyfi fyrir hundinn minn sem urraði á lögguna.


Ég var fengin í ungliðanefnd hjá Alþýðubandalaginu og mér treyst fyrir þremur þykkum möppum með öllum trúnaðarmálum téðs stjórnmálaflokks. Ég flaug með möppurnar vestur á Flateyri, nennti ekki að lesa þær en leyfði Einari Oddi Kristjánssyni, forkólfi í Sjálfstæðisflokknum, að skemmta sér yfir þeim og viskíglasi, gegn því sennilega að fá smá af viskíinu með mér í partí á Eyrinni. 


Ég fór stanslaust með vini mína í næturpartí heim til áttræðrar ömmu minnar því þar var nóg af fínu áfengi og hægt að fíflast allsber í sundlaug úti í garði. Amma hækkaði bara í Gufunni og gaf þeim beikon, pressaðan appelsínusafa og kaffi morguninn eftir. Ég hefði pottþétt póstað myndum af vinunum á Adamsklæðunum hefði ég fengið færi á því. 


Ég mætti drukkin í afgreiðslu í bókabúð Máls og menningar og datt niður stiga. 

Ég fór næstum því í orgíu með vini og eldri frænku minni en missti kjarkinn á síðustu stundu og hellti mjólk yfir þau til að stoppa þau, svona eins og maður gerir við hunda í sveitinni. Verst að ég var ekki með snjallsíma þá. 


Ég gifti mig spontant einn morguninn til að fá peninga fyrir kaffi og sígarettum því allir vilja gera allt fyrir nýgift fólk. 


Ég skrifaði endalausa gúmmítékka á Nellís og Kaffibarnum. 


Ég hljóp allsber út í skafl í partíi og líka niður Skólavörðustíginn. Hrósa happi að enginn var með snjallsíma. 


Ég réðst á fíflefldan karl á Gauk á Stöng af því að hann var að tuska kærustuna sína til. Karlinn elti mig bálreiður út á götu en sem betur fer náði hann mér ekki, annars væri ég ekki hér til frásagnar. 


Ég hellti vodka í augun á öðrum manni. 


Ég og Binna vinkona klifum ísilagða Kinnina á heiðinni á milli Flateyrar og Ísafjarðar til að flýta fyrir okkur að komast á sjómannadagsball á Ísafirði, af því það komu engir bílar að húkka. Sem betur fer vorum við of drukknar til að hrapa. Annars væri hvorug hér í dag. 


Ég fór á puttanum á milli landshluta um miðjar nætur til að komast í gott partí.


Ég rakaði allt hárið af öðru megin á hausnum en var með það sítt hinu megin. Þetta gerði ég á vídeóleigunni á Selfossi og settist svo út í glugga á þriðju hæð og dinglaði fótunum út svo allir sæju nýju hárgreiðsluna. Þetta vakti ekki mikla lukku því stjúpmamma mín var líka þá í framboði. Sem betur fyrir fyrir hana og alla var enginn með snjallsíma. 


Ég þóttist fara í frystihúsið á Stokkseyri að vinna á morgnana en lagðist bara út í fjöru og sofnaði. 


Ég rúntaði um í smábæ á Kúbu í strætó sem tveir strákar höfðu tekið eignarhaldi á sama tíma og ég misnotaði vísakort Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarkonu forsætisráðherra, sem var með mér í þessari strætóferð. Morguninn eftir fékk ég niðurgang á Hótel Plaza í Havana fyrir framan kúbverska ráðherra og kúkaði óvart á gólfið. Lísa var ennþá með. En ég held að hún hafi hætt að nota vísakort upp úr því, það var þá nýjung sem enginn kunni almennilega á ennþá. 


Ég fór ein til Madridar og hékk þar með ólöglegum innflytjanda, strák sem vildi helst bara reykja gras og horfa á ríka araba fara inn og út úr einhverju ríkramanna-hóteli. Þess á milli höslaði ég bandaríska stráka og ímyndaði mér að ég væri að skrifa skáldsögu. Jú, ég flutti líka inn á íslenskar flugfreyjur til að byrja með og yfirtók íbúð einnar því ég hafði gleymt að redda mér gistingu áður ég flaug þangað á opnum flugmiða. 

Þetta og miklu meira til gerði ég á þessum aldri. Sumir gerðu eitthvað miklu gáfulegra. En það skilgreinir mig ekki í dag, þó að ég geti flissað að þessu. Ég veit samt ekki hvernig það hefði verið ef netheimar hefðu verið orðnir eins og þeir eru í dag. Kannski hefði ég misst mannorðið fyrir lífstíð, fyrir eitthvað af þessu, eða eitthvað af því sem ég man ekki einu sinni eftir. Ég var ekki með sömu dómgreind og ég er með í dag, þó að henni sé svosem oft ábótavant í núinu. Ég var ung. Og vitlaus. Stundum skemmtilega vitlaus, stundum hættulega. Og þess vegna hugsa ég núna, þegar ég sé ungar stelpur sjeimaðar í breskum miðlum fyrir unggæðingslegan dómgreindarbrest: Þetta hefði getað verið ég! 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit