Allt það hræðilega sem ég hef gert!

Auður Jónsdóttir rithöfundur rifjar upp atvik frá sínum ungdómsárum og hrósar happi yfir því að ekki hafi verið til samfélagsmiðlar á þeim tíma.

Auglýsing


Þegar ég var á aldr­inum fimmtán til tutt­ugu og fimm ára gerði ég meðal ann­ars eft­ir­talið: Ég var tekin föst, ásamt Jóni Aðal­steini æsku­vini mín­um, fyrir að ræna potta­blómi á Hótel Sel­fossi á sama tíma og stjúp­móðir mín var í fram­boði þar á svæð­in­u. Ég fór í eft­irpartí með hand­boltaliði, sem mig minnir að hafi verið þýskt, og hellti vatns­glasi yfir sof­andi hand­bolta­mann með maska á and­lit­inu til að geta spurt hann inn í hvaða her­bergi vin­kona mín hefði horf­ið. Ég hösl­aði ókunn­ugan karl­mann á næt­ur­klúbbi í London, á tímum eyðni­grýl­unn­ar, og mont­aði mig af því dag­inn eftir við vini mína að hann hefði verið í, að mig minn­ir, æfinga­liði eða ung­liða­deild Manchester United. Aggi, vinur minn, þá búsettur í London, húð­skamm­aði mig fyrir að hafa látið mann­inn síðan fá síma­núm­erið mitt og full­yrti að mað­ur­inn hefði getað myrt mig. ­Sjálfur var vinur minn, þá átján ára, á flótta undan fyrrum leik­list­ar­kenn­ara sín­um, banda­rískri konu á fimm­tugs­aldri sem hafði elt hann frá Banda­ríkj­unum til London af því hún hélt hún væri ást­fangin af hon­um. Mig minnir að þessi kona hafi hangið með okkur þegar hann skamm­aði mig og líka Binna vin­kona mín sem hafði unnið í frysti­húsi öll sumur og brá því á það ráð þegar áður­nefndur maður popp­aði upp til að hitta mig að halda aug­lýs­inga­ræðu um Iceland Seafood þangað til mann­inum hætti að lít­ast á blik­una og lét sig hverfa. Ef sam­fé­lags­miðlar hefðu verið til, þá hefði ég pott­þétt póstað mynd af honum og taggað þetta æfinga- eða ung­menna­lið. Ég móðg­aði ein­hvern hljóm­sveit­ar­með­lim í Whitesnake og var rekin út úr partíi sem var haldið til heið­urs þeim. Ég hefði ábyggi­lega póstað neyð­ar­legri mynd af hon­um, ef ég hefði haft tæki­færi til. Ég var dóna­leg við Andreu Gylfa bak­sviðs hjá Stuð­mönnum í Húna­veri, þar sem ég átti að vera barnapía en týndi barn­inu og klif­aði upp á svið í miðju tón­leika­haldi til að baða mig í frægð­inn­i. 

Auglýsing


Ég svaf hjá strákum sem vin­konur mínar voru hrifnar af af því að þær höfðu sofið hjá strákum sem ég var hrifin af. Veit ekki alveg hvað var eggið og hvað hæn­an. Ég hélt eft­irpartí á kosn­inga­skrif­stofu stjúp­móður minnar og bauð öllum á 22 í bjór á kostnað Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í fæð­ing­u. Ég missti bíl­prófið á Flat­eyri og þegar ég mætti í yfir­heyrslu kom í ljós að ég var ekki með hunda­leyfi fyrir hund­inn minn sem urraði á lögg­una.Ég var fengin í ung­liða­nefnd hjá Alþýðu­banda­lag­inu og mér treyst fyrir þremur þykkum möppum með öllum trún­að­ar­málum téðs stjórn­mála­flokks. Ég flaug með möpp­urnar vestur á Flat­eyri, nennti ekki að lesa þær en leyfði Ein­ari Oddi Krist­jáns­syni, for­kólfi í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, að skemmta sér yfir þeim og viskíglasi, gegn því senni­lega að fá smá af viskíinu með mér í partí á Eyr­inn­i. Ég fór stans­laust með vini mína í næt­urpartí heim til átt­ræðrar ömmu minnar því þar var nóg af fínu áfengi og hægt að fífl­ast alls­ber í sund­laug úti í garði. Amma hækk­aði bara í Guf­unni og gaf þeim beikon, press­aðan app­el­sínusafa og kaffi morg­un­inn eft­ir. Ég hefði pott­þétt póstað myndum af vin­unum á Adams­klæð­unum hefði ég fengið færi á því. Ég mætti drukkin í afgreiðslu í bóka­búð Máls og menn­ingar og datt niður stiga. Ég fór næstum því í orgíu með vini og eldri frænku minni en missti kjarkinn á síð­ustu stundu og hellti mjólk yfir þau til að stoppa þau, svona eins og maður gerir við hunda í sveit­inni. Verst að ég var ekki með snjall­síma þá. Ég gifti mig spont­ant einn morg­un­inn til að fá pen­inga fyrir kaffi og sígar­ettum því allir vilja gera allt fyrir nýgift fólk. Ég skrif­aði enda­lausa gúmmí­tékka á Nellís og Kaffi­barn­um. Ég hljóp alls­ber út í skafl í partíi og líka niður Skóla­vörðu­stíg­inn. Hrósa happi að eng­inn var með snjall­síma. Ég réðst á fíflefldan karl á Gauk á Stöng af því að hann var að tuska kærust­una sína til. Karl­inn elti mig bál­reiður út á götu en sem betur fer náði hann mér ekki, ann­ars væri ég ekki hér til frá­sagn­ar. Ég hellti vodka í augun á öðrum mann­i. Ég og Binna vin­kona klifum ísilagða Kinn­ina á heið­inni á milli Flat­eyrar og Ísa­fjarðar til að flýta fyrir okkur að kom­ast á sjó­manna­dags­ball á Ísa­firði, af því það komu engir bílar að húkka. Sem betur fer vorum við of drukknar til að hrapa. Ann­ars væri hvorug hér í dag. Ég fór á putt­anum á milli lands­hluta um miðjar nætur til að kom­ast í gott partí.Ég rak­aði allt hárið af öðru megin á hausnum en var með það sítt hinu meg­in. Þetta gerði ég á víd­eó­leig­unni á Sel­fossi og sett­ist svo út í glugga á þriðju hæð og dingl­aði fót­unum út svo allir sæju nýju hár­greiðsl­una. Þetta vakti ekki mikla lukku því stjúp­mamma mín var líka þá í fram­boði. Sem betur fyrir fyrir hana og alla var eng­inn með snjall­síma. Ég þótt­ist fara í frysti­húsið á Stokks­eyri að vinna á morgn­ana en lagð­ist bara út í fjöru og sofn­að­i. Ég rún­t­aði um í smábæ á Kúbu í strætó sem tveir strákar höfðu tekið eign­ar­haldi á sama tíma og ég mis­not­aði vísa­kort Lísu Krist­jáns­dótt­ur, aðstoð­ar­konu for­sæt­is­ráð­herra, sem var með mér í þess­ari stræt­ó­ferð. Morg­un­inn eftir fékk ég nið­ur­gang á Hótel Plaza í Havana fyrir framan kúbverska ráð­herra og kúkaði óvart á gólf­ið. Lísa var ennþá með. En ég held að hún hafi hætt að nota vísa­kort upp úr því, það var þá nýj­ung sem eng­inn kunni almenni­lega á enn­þá. Ég fór ein til Madridar og hékk þar með ólög­legum inn­flytj­anda, strák sem vildi helst bara reykja gras og horfa á ríka araba fara inn og út úr ein­hverju ríkra­manna-hót­eli. Þess á milli hösl­aði ég banda­ríska stráka og ímynd­aði mér að ég væri að skrifa skáld­sögu. Jú, ég flutti líka inn á íslenskar flug­freyjur til að byrja með og yfir­tók íbúð einnar því ég hafði gleymt að redda mér gist­ingu áður ég flaug þangað á opnum flug­miða. 

Þetta og miklu meira til gerði ég á þessum aldri. Sumir gerðu eitt­hvað miklu gáfu­legra. En það skil­greinir mig ekki í dag, þó að ég geti flissað að þessu. Ég veit samt ekki hvernig það hefði verið ef netheimar hefðu verið orðnir eins og þeir eru í dag. Kannski hefði ég misst mann­orðið fyrir lífs­tíð, fyrir eitt­hvað af þessu, eða eitt­hvað af því sem ég man ekki einu sinni eft­ir. Ég var ekki með sömu dóm­greind og ég er með í dag, þó að henni sé svosem oft ábóta­vant í núinu. Ég var ung. Og vit­laus. Stundum skemmti­lega vit­laus, stundum hættu­lega. Og þess vegna hugsa ég núna, þegar ég sé ungar stelpur sjeimaðar í breskum miðlum fyrir ung­gæð­ings­legan dóm­greind­ar­brest: Þetta hefði getað verið ég! Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit