Peningastefnan og ESB aðild

Björn Gunnar Ólafsson segir að góðærið hafi ekki verið nýtt til að auka hagkvæmni í rekstri hins opinbera eða hverfa frá fjáraustri í óhagkvæma frumvinnslu. Framfarir þurfi að byggjast á nýtingu mannauðs, traustum gjaldmiðli og frjálsum viðskiptum.

Auglýsing

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í þjóð­ar­bú­skapnum er sér­stak­lega mik­il­vægt að styrkja umgerð atvinnu­lífs­ins og stuðla að öfl­ugri hag­þróun á næstu árum. Breyt­ingar á pen­inga­stefn­unni með upp­töku mynt­ráðs við evru og síðan inn­gönga í mynt­banda­lag ESB er eitt mik­il­vægtasta skrefið til fram­fara.

Pen­inga­stefnan

Traustur gjald­mið­ill er for­senda fyrir hag­þró­un. Traustur gjald­mið­ill heldur verð­gildi sínu nokkurn veg­inn yfir langt tíma­bil og not­endur hans þurfa ekki að ótt­ast ófyr­ir­sjá­an­lega rýrnun eða sveiflur upp og nið­ur. Ein­ungis með traustum gjald­miðli geta fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar gert skyn­sam­legar áætl­anir um tekjur og útgjöld. Íslenska krónan hefur verið mjög óstöðug og geng­is­sveiflur stuðlað að verð­sveiflum og verð­bólgu sem aftur kallar á hærri vexti sem skerðir sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækja. 

Hæpnar eru stað­hæf­ingar um að krónan hafi dugað vel þegar á móti hefur blásið í þjóð­ar­bú­skapn­um. Geng­is­fall kallar á ófyr­ir­sjá­an­legar og ógegn­sæjar til­færslur á tekjum og eignum án þess að auka fram­leiðslu helstu útflutn­ings­greina svo nokkru nem­ur. Það fjölgar ekki þorskum í sjónum þótt gengið falli. Þörf á geng­is­að­lögun hefur oft stafað af óráðsíu og þenslu inn­an­lands vegna útlána­þenslu í banka­kerf­inu, óraun­hæfra kjara­samn­inga eða lausa­taka á rík­is­fjár­mál­um. Í banka­hrun­inu 2008 féll gengið um tugi pró­senta. Við það jókst útflutn­ingur lítið en rekstr­ar­af­gangur helstu útflutn­ings­greina hækk­aði umtals­vert. Hagur inn­flutn­ings­greina sem og lán­tak­enda versn­aði. Jafn­framt töp­uð­ust gjald­eyr­is­tekjur frá t.d. stór­iðju sem spar­aði millj­arða í launa­greiðslur þar sem tekjur eru í gjald­eyri en laun greidd í krón­um. Þótt oft sé ein­blínt á mik­il­vægi útflutn­ings­tekna eru vel rekin fyr­ir­tæki á inn­an­lands­markaði jafn þýð­ing­ar­mikil og útflutn­ings­fyr­ir­tæki. 

Auglýsing

Til að taka upp evru þarf að taka að fullu skrefið inn í Evr­ópu­sam­bandið (ES­B). Íslend­ingar eru þegar búnir að taka upp meira en helm­ing af reglu­verki sam­bands­ins. Helstu breyt­ingar við fulla aðild eru: 1) Hægt er að taka upp traustan gjald­miðil með öfl­ugan bak­hjarl sem er seðla­banki evru­svæð­is­ins (ECB). 2) Ísland fær sæti við háborð ákvarð­ana­töku og getur unnið að hags­muna­málum sínum innan ESB í sam­starfi við líkt þenkj­andi nágranna­ríki svo sem Norð­ur­lönd­in. 3) Land­bún­að­ar- og byggða­stefna ESB verður inn­leidd. Þá verður hægt að hefja stór­sókn í byggða­mál­um, svo sem löngu tíma­bærar umbætur í vega­mál­um, með fjár­magni frá ESB jafn­framt því sem opnað er fyrir inn­flutn­ing land­bún­að­ar­af­urða og dregið verður úr óhag­kvæmri mat­væla­fram­leiðslu sem hefur skert lífs­kjör hér á landi í langan tíma.

Upp­taka evru kallar á minnst tveggja ára veru í ERM II kerf­inu þar sem gengið getur sveifl­ast um +-15% áður en ECB grípur til varna. Hægt er að ná strax kostum evr­unnar að veru­legu leyti með því að taka upp mynt­ráð við evru eða eins­konar danska geng­is­stefnu. Hvernig staðið verður að inn­leið­ingu mynt­ráðs innan ERM II er samn­ings­at­riði þar sem hugs­an­legt er að fá í upp­hafi bak­stuðn­ing ECB. Ein­hliða upp­taka evru er mun dýr­ari leið en mynt­ráð og er ekki við­ur­kennd leið inn í evru­land. Með upp­töku evru eða mynt­ráðs við evru lækkar við­skipta­kostn­aður í allri atvinnu­starf­semi og skipu­lag atvinnu­rekstar og fjár­mála verður auð­veld­ara. Verð­bólga og vextir verða smám saman líkt og á evru­svæði auk þess sem umtals­verður sparn­aður næst í manna­haldi hjá fjár­mála­stofn­unum og eft­ir­lits­að­il­um. Erf­ið­ara verður að villa um fyrir neyt­endum líkt og þegar verð­lag breyt­ist ört. Hlut­falls­legar verð­breyt­ingar vöru og þjón­ustu fylgja fram­boði og eft­ir­spurn en ráð­ast ekki af ógegn­sæjum sveiflum á gjald­eyr­is­mark­að­i. 

Í litlu hag­kerfi með svip­aða pen­inga­stefnu og á Íslandi virð­ist óhjá­kvæmi­legt að grípa við og við til hafta á fjár­magns­flutn­ingum og gjald­eyr­is­við­skiptum til að draga úr sveifl­um. Seðla­banki sem er virkur á gjald­eyr­is­mark­aði tapar alltaf í við­leitni sinni til að verja gengið telji mark­að­ur­inn gengið rangt skráð.

Meðal rök­semda gegn mynt­ráði (án fullrar ESB aðil­ar) er að ekki er gert ráð fyrir lán­veit­anda til þrauta­vara. Reyndar getur mynt­ráð sem hefur gjald­eyr­is­forða umfram nauð­syn­lega mynt­trygg­ingu mögu­leika á að veita tak­mark­aða lausa­fjár fyr­ir­greiðslu. Það verður þó að vera fyrst og fremst á ábyrgð hins opin­bera ekki pen­inga­stefn­unnar að bjarga lána­stofn­unum eða öðrum atvinnu­fyr­ir­tækjum í fjár­hags­vanda. 

Umsóknin um ESB

Um leið og Ísland lagði inn umsókn um ESB aðild hófst mik­ill áróður gegn fullri aðild einkum í mál­gagni stór­út­gerð­ar­inn­ar. Meðal þess sem haldið var fram er að ekk­ert sé um að semja við ESB; kyngja verði öllu reglu­verk­inu óbreyttu. Að sjálf­sögðu er margt um að semja auk pen­inga­mál­anna. Þar ber hæst fisk­veiði­stefnan þar sem Ísland verður að vera sjálf­stætt fisk­veiða­svæði með stjórn­ina í sínum hönd­um. Til að ná þessu mark­miði þarf að setja ótví­rætt ákvæði í stjórn­ar­skrá um að afla­heim­ildir kringum Ísland séu eign þjóð­ar­inn­ar. Þetta er ástæðan fyrir and­stöðu stór­út­gerð­ar­innar við ESB aðild og nýja stjórn­ar­skrá. Einka­eign kvóta­hafa á afla­heim­ildum er nú í seil­ing­ar­fjar­lægð. Eftir því sem tímar líða fær krafan um afnám ein­faldrar laga­greinar um þjóð­ar­eign fisk­veiði­auð­lind­ar­innar aukið vægi. Kvóta­hafar geta unnið mála­ferli um rétt­inn til að færa eign­ina til sín. 

Það er sér­stakt að and­stæð­ingar ESB aðildar lögðu mikla áherslu á að stöðva aðild­ar­við­ræður í miðjum klíðum og hindra þannig að hægt væri að leggja samn­ing fyrir þjóð­ina. Hags­muna­gæsla stór­út­gerð­ar­innar réði hér miklu vegna þess að auð­linda­á­kvæði þarf að vera komið í stjórn­ar­skrá áður en samið er um fisk­veiði­mál. Að öðru leyti eru rök and­stæð­inga fullrar ESB aðildar bæði rugl­ings­leg og mót­sagna­kennd sér­stak­lega með til­liti til þess að nán­ast ein­hugur ríkir um ágæti EES aðild­ar­inn­ar.

Mynt­ráð og gull­fótur

Geng­is­trygg­ing með mynt­ráði í litlu hag­kerfi verkar eins og landið væri á gull­fæti. Á tímum gull­fót­ar­ins fyrir 1914 voru heims­við­skipti frjáls, en vextir yfir­leitt lágir og verð­bólga lág eða nei­kvæð, þannig að kaup­máttur jókst sjálf­krafa jafnt og þétt. Á þessum tíma voru öll helstu iðn­ríkin eitt efna­hags­svæði og fjár­magn, vinnu­afl, vörur og þjón­usta flæddi við­stöðu­lítið á milli landa.*

Hafa ber í huga að pen­inga­prentun seðla­banka, sem nú er orðið vopn í bar­átt­unni við atvinnu­leysi svo sem í BNA vegna Covid, skapar engin verð­mæti aðeins til­flutn­ing á verð­mætum (sbr. hækkun hluta­bréfa­vísi­talna) og skamm­tíma eft­ir­spurn­ar­aukn­ingu sem hæg­lega leiðir til verð­bólgu ef fram­leiðsla vex ekki til sam­ræmis við eft­ir­spurn­ar­aukn­ing­una. Pen­ingar eru ávísun á þjóð­ar­fram­leiðslu og mæli­kvarði á verð­mæti. Í litlu hag­kerfi skapar aukn­ing á inni­stæðu­lausum ávís­unum verð­bólgu, óstöð­ug­leika og grefur undan trausti á gjald­miðl­in­um. Að færa Ísland á eins konar gull­fót með mynt­ráði tryggir stöð­ug­leika og fyr­ir­sjá­an­leika sem núver­andi pen­inga­stefna getur ekki boðið upp á.

Hag­vöxtur hefur verið hraður und­an­farin ár, allt til byrj­unar árs­ins 2020. Hér vegur fram­lag ferða­þjón­ust­unnar þungt. Samt sem áður hefur mót­sögnin á milli fram­fara­afla og aft­ur­halds­afla orðið æ meiri drag­bítur á hag­þró­un. Góð­ærið hefur ekki verið nýtt til að auka hag­kvæmni í rekstri hins opin­bera eða hverfa frá fjár­austri í óhag­kvæma frum­vinnslu. Fram­farir þurfa að byggj­ast á nýt­ingu mannauðs, traustum gjald­miðli og frjálsum við­skiptum innan Evr­ópu­sam­starfs­ins.

*Sjá um þýð­ingu gull­fótar t.d. Röp­ke, Wil­helm, 1959, International Order & Economic Integration, kafli 3.1, útg. D. Ridel Publ­is­hing Company /Dor­drect­-Holl­land. Röpke var einn af arkítektum þýska efna­hagsund­urs­ins. Margt er hægt að læra af því hvernig stjórn­völd og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins í Þýska­landi höfðu nána sam­vinnu um upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerfis undir for­merkjum frjáls mark­að­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar