Peningastefnan og ESB aðild

Björn Gunnar Ólafsson segir að góðærið hafi ekki verið nýtt til að auka hagkvæmni í rekstri hins opinbera eða hverfa frá fjáraustri í óhagkvæma frumvinnslu. Framfarir þurfi að byggjast á nýtingu mannauðs, traustum gjaldmiðli og frjálsum viðskiptum.

Auglýsing

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í þjóð­ar­bú­skapnum er sér­stak­lega mik­il­vægt að styrkja umgerð atvinnu­lífs­ins og stuðla að öfl­ugri hag­þróun á næstu árum. Breyt­ingar á pen­inga­stefn­unni með upp­töku mynt­ráðs við evru og síðan inn­gönga í mynt­banda­lag ESB er eitt mik­il­vægtasta skrefið til fram­fara.

Pen­inga­stefnan

Traustur gjald­mið­ill er for­senda fyrir hag­þró­un. Traustur gjald­mið­ill heldur verð­gildi sínu nokkurn veg­inn yfir langt tíma­bil og not­endur hans þurfa ekki að ótt­ast ófyr­ir­sjá­an­lega rýrnun eða sveiflur upp og nið­ur. Ein­ungis með traustum gjald­miðli geta fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar gert skyn­sam­legar áætl­anir um tekjur og útgjöld. Íslenska krónan hefur verið mjög óstöðug og geng­is­sveiflur stuðlað að verð­sveiflum og verð­bólgu sem aftur kallar á hærri vexti sem skerðir sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækja. 

Hæpnar eru stað­hæf­ingar um að krónan hafi dugað vel þegar á móti hefur blásið í þjóð­ar­bú­skapn­um. Geng­is­fall kallar á ófyr­ir­sjá­an­legar og ógegn­sæjar til­færslur á tekjum og eignum án þess að auka fram­leiðslu helstu útflutn­ings­greina svo nokkru nem­ur. Það fjölgar ekki þorskum í sjónum þótt gengið falli. Þörf á geng­is­að­lögun hefur oft stafað af óráðsíu og þenslu inn­an­lands vegna útlána­þenslu í banka­kerf­inu, óraun­hæfra kjara­samn­inga eða lausa­taka á rík­is­fjár­mál­um. Í banka­hrun­inu 2008 féll gengið um tugi pró­senta. Við það jókst útflutn­ingur lítið en rekstr­ar­af­gangur helstu útflutn­ings­greina hækk­aði umtals­vert. Hagur inn­flutn­ings­greina sem og lán­tak­enda versn­aði. Jafn­framt töp­uð­ust gjald­eyr­is­tekjur frá t.d. stór­iðju sem spar­aði millj­arða í launa­greiðslur þar sem tekjur eru í gjald­eyri en laun greidd í krón­um. Þótt oft sé ein­blínt á mik­il­vægi útflutn­ings­tekna eru vel rekin fyr­ir­tæki á inn­an­lands­markaði jafn þýð­ing­ar­mikil og útflutn­ings­fyr­ir­tæki. 

Auglýsing

Til að taka upp evru þarf að taka að fullu skrefið inn í Evr­ópu­sam­bandið (ES­B). Íslend­ingar eru þegar búnir að taka upp meira en helm­ing af reglu­verki sam­bands­ins. Helstu breyt­ingar við fulla aðild eru: 1) Hægt er að taka upp traustan gjald­miðil með öfl­ugan bak­hjarl sem er seðla­banki evru­svæð­is­ins (ECB). 2) Ísland fær sæti við háborð ákvarð­ana­töku og getur unnið að hags­muna­málum sínum innan ESB í sam­starfi við líkt þenkj­andi nágranna­ríki svo sem Norð­ur­lönd­in. 3) Land­bún­að­ar- og byggða­stefna ESB verður inn­leidd. Þá verður hægt að hefja stór­sókn í byggða­mál­um, svo sem löngu tíma­bærar umbætur í vega­mál­um, með fjár­magni frá ESB jafn­framt því sem opnað er fyrir inn­flutn­ing land­bún­að­ar­af­urða og dregið verður úr óhag­kvæmri mat­væla­fram­leiðslu sem hefur skert lífs­kjör hér á landi í langan tíma.

Upp­taka evru kallar á minnst tveggja ára veru í ERM II kerf­inu þar sem gengið getur sveifl­ast um +-15% áður en ECB grípur til varna. Hægt er að ná strax kostum evr­unnar að veru­legu leyti með því að taka upp mynt­ráð við evru eða eins­konar danska geng­is­stefnu. Hvernig staðið verður að inn­leið­ingu mynt­ráðs innan ERM II er samn­ings­at­riði þar sem hugs­an­legt er að fá í upp­hafi bak­stuðn­ing ECB. Ein­hliða upp­taka evru er mun dýr­ari leið en mynt­ráð og er ekki við­ur­kennd leið inn í evru­land. Með upp­töku evru eða mynt­ráðs við evru lækkar við­skipta­kostn­aður í allri atvinnu­starf­semi og skipu­lag atvinnu­rekstar og fjár­mála verður auð­veld­ara. Verð­bólga og vextir verða smám saman líkt og á evru­svæði auk þess sem umtals­verður sparn­aður næst í manna­haldi hjá fjár­mála­stofn­unum og eft­ir­lits­að­il­um. Erf­ið­ara verður að villa um fyrir neyt­endum líkt og þegar verð­lag breyt­ist ört. Hlut­falls­legar verð­breyt­ingar vöru og þjón­ustu fylgja fram­boði og eft­ir­spurn en ráð­ast ekki af ógegn­sæjum sveiflum á gjald­eyr­is­mark­að­i. 

Í litlu hag­kerfi með svip­aða pen­inga­stefnu og á Íslandi virð­ist óhjá­kvæmi­legt að grípa við og við til hafta á fjár­magns­flutn­ingum og gjald­eyr­is­við­skiptum til að draga úr sveifl­um. Seðla­banki sem er virkur á gjald­eyr­is­mark­aði tapar alltaf í við­leitni sinni til að verja gengið telji mark­að­ur­inn gengið rangt skráð.

Meðal rök­semda gegn mynt­ráði (án fullrar ESB aðil­ar) er að ekki er gert ráð fyrir lán­veit­anda til þrauta­vara. Reyndar getur mynt­ráð sem hefur gjald­eyr­is­forða umfram nauð­syn­lega mynt­trygg­ingu mögu­leika á að veita tak­mark­aða lausa­fjár fyr­ir­greiðslu. Það verður þó að vera fyrst og fremst á ábyrgð hins opin­bera ekki pen­inga­stefn­unnar að bjarga lána­stofn­unum eða öðrum atvinnu­fyr­ir­tækjum í fjár­hags­vanda. 

Umsóknin um ESB

Um leið og Ísland lagði inn umsókn um ESB aðild hófst mik­ill áróður gegn fullri aðild einkum í mál­gagni stór­út­gerð­ar­inn­ar. Meðal þess sem haldið var fram er að ekk­ert sé um að semja við ESB; kyngja verði öllu reglu­verk­inu óbreyttu. Að sjálf­sögðu er margt um að semja auk pen­inga­mál­anna. Þar ber hæst fisk­veiði­stefnan þar sem Ísland verður að vera sjálf­stætt fisk­veiða­svæði með stjórn­ina í sínum hönd­um. Til að ná þessu mark­miði þarf að setja ótví­rætt ákvæði í stjórn­ar­skrá um að afla­heim­ildir kringum Ísland séu eign þjóð­ar­inn­ar. Þetta er ástæðan fyrir and­stöðu stór­út­gerð­ar­innar við ESB aðild og nýja stjórn­ar­skrá. Einka­eign kvóta­hafa á afla­heim­ildum er nú í seil­ing­ar­fjar­lægð. Eftir því sem tímar líða fær krafan um afnám ein­faldrar laga­greinar um þjóð­ar­eign fisk­veiði­auð­lind­ar­innar aukið vægi. Kvóta­hafar geta unnið mála­ferli um rétt­inn til að færa eign­ina til sín. 

Það er sér­stakt að and­stæð­ingar ESB aðildar lögðu mikla áherslu á að stöðva aðild­ar­við­ræður í miðjum klíðum og hindra þannig að hægt væri að leggja samn­ing fyrir þjóð­ina. Hags­muna­gæsla stór­út­gerð­ar­innar réði hér miklu vegna þess að auð­linda­á­kvæði þarf að vera komið í stjórn­ar­skrá áður en samið er um fisk­veiði­mál. Að öðru leyti eru rök and­stæð­inga fullrar ESB aðildar bæði rugl­ings­leg og mót­sagna­kennd sér­stak­lega með til­liti til þess að nán­ast ein­hugur ríkir um ágæti EES aðild­ar­inn­ar.

Mynt­ráð og gull­fótur

Geng­is­trygg­ing með mynt­ráði í litlu hag­kerfi verkar eins og landið væri á gull­fæti. Á tímum gull­fót­ar­ins fyrir 1914 voru heims­við­skipti frjáls, en vextir yfir­leitt lágir og verð­bólga lág eða nei­kvæð, þannig að kaup­máttur jókst sjálf­krafa jafnt og þétt. Á þessum tíma voru öll helstu iðn­ríkin eitt efna­hags­svæði og fjár­magn, vinnu­afl, vörur og þjón­usta flæddi við­stöðu­lítið á milli landa.*

Hafa ber í huga að pen­inga­prentun seðla­banka, sem nú er orðið vopn í bar­átt­unni við atvinnu­leysi svo sem í BNA vegna Covid, skapar engin verð­mæti aðeins til­flutn­ing á verð­mætum (sbr. hækkun hluta­bréfa­vísi­talna) og skamm­tíma eft­ir­spurn­ar­aukn­ingu sem hæg­lega leiðir til verð­bólgu ef fram­leiðsla vex ekki til sam­ræmis við eft­ir­spurn­ar­aukn­ing­una. Pen­ingar eru ávísun á þjóð­ar­fram­leiðslu og mæli­kvarði á verð­mæti. Í litlu hag­kerfi skapar aukn­ing á inni­stæðu­lausum ávís­unum verð­bólgu, óstöð­ug­leika og grefur undan trausti á gjald­miðl­in­um. Að færa Ísland á eins konar gull­fót með mynt­ráði tryggir stöð­ug­leika og fyr­ir­sjá­an­leika sem núver­andi pen­inga­stefna getur ekki boðið upp á.

Hag­vöxtur hefur verið hraður und­an­farin ár, allt til byrj­unar árs­ins 2020. Hér vegur fram­lag ferða­þjón­ust­unnar þungt. Samt sem áður hefur mót­sögnin á milli fram­fara­afla og aft­ur­halds­afla orðið æ meiri drag­bítur á hag­þró­un. Góð­ærið hefur ekki verið nýtt til að auka hag­kvæmni í rekstri hins opin­bera eða hverfa frá fjár­austri í óhag­kvæma frum­vinnslu. Fram­farir þurfa að byggj­ast á nýt­ingu mannauðs, traustum gjald­miðli og frjálsum við­skiptum innan Evr­ópu­sam­starfs­ins.

*Sjá um þýð­ingu gull­fótar t.d. Röp­ke, Wil­helm, 1959, International Order & Economic Integration, kafli 3.1, útg. D. Ridel Publ­is­hing Company /Dor­drect­-Holl­land. Röpke var einn af arkítektum þýska efna­hagsund­urs­ins. Margt er hægt að læra af því hvernig stjórn­völd og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins í Þýska­landi höfðu nána sam­vinnu um upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerfis undir for­merkjum frjáls mark­að­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Stjórnarformaður LIVE: Fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga réðu för
Stefán Sveinbjörnsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir í yfirlýsingu að sjaldan hafi einn fjárfestingarkostur verið rýndur jafn vel og þátttaka í hlutafjárútboði Icelandair. Áhættan verið metin of mikil, miðað við vænta ávöxtun.
Kjarninn 23. september 2020
Ríkustu tíu prósent landsmanna eiga tæplega þrjú þúsund milljarða í eigin fé
Frá lokum árs 2010 og út árið 2019 urðu til 3.612 milljarðar króna í nýju eigin fé á Íslandi. Af þeim fóru 1.577, eða 44 prósent, til þeirra tæplega 23 þúsund fjölskyldna sem mynda ríkustu tíu prósent landsmanna.
Kjarninn 23. september 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór lýsir yfir vantrausti á varaformann stjórnar LIVE
Formaður VR segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að taka málflutning Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns stjórnar LIVE, til skoðunar og meta hana vanhæfa til starfa í stjórn lífeyrissjóðsins vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um útboð Icelandair Group.
Kjarninn 23. september 2020
Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð
Miðflokkurinn eykur mest við sig fylgi í nýrri könnun
Fylgi Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Miðflokksins og Sósíalistaflokksins eykst milli kannana MMR en fylgi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar, VG og Flokks fólksins minnkar.
Kjarninn 23. september 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fjármálaeftirlitið kannar ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á ákvarðanatöku lífeyrissjóða í kringum hlutafjárútboð Icelandair Group. Seðlabankastjóri segir óheppilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar.
Kjarninn 23. september 2020
57 ný innanlandssmit
Í gær greindust 57 með COVID-19 hér á landi. Tæplega helmingur var í sóttkví við greiningu. Nýgengi innanlandssmita er því komið upp í 83,2.
Kjarninn 23. september 2020
Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum dróst saman milli ára
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum losunar gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2019 dróst losun frá vegasamgöngum saman um 2 prósent milli áranna 2018 og 2019.
Kjarninn 23. september 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Horfur í efnahagslífinu hafa versnað frá því í júlí og baráttan verður langdregnari
Seðlabankinn segir að heimili og fyrirtækið verði að vera undir það búin að aðhald verði hert á ný þegar efnahagslífið tekur við sér í kjölfar COVID-19 faraldursins. Það getur til að mynda þýtt hækkun vaxta.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar