Sjálfsfróun á samfélagsmiðlum

Grettir Gautason skrifar um sófasjálfboðaliða, sem nota samfélagsmiðla til að sýna að þeir séu þátttakendur í baráttu.

Auglýsing

Hörm­ung á sér stað úti í heimi, best að ég breyti prófíl mynd­inni minni aðeins, þó ekki það mikið að það skyggi á and­litið á mér. Þetta er ein­falt dæmi um Slackti­visma. Und­an­far­inn ára­tug hefur slackti­vis­mi, sam­sett úr orð­unum slacker/slack­ing og act­i­vism, náð að ryðja sér til rúms á sam­fé­lags­miðlum bæði hér heima og erlend­is. Slackti­vistar, sem ég kýs að kalla sófasjálf­boða­liða, nota sam­fé­lags­miðla til þess að sýna að þeir séu þátt­tak­endur í bar­áttu, eða sé annt um ákveðin mál eða mála­flokk án þess þó að taka beinan þátt í mót­mælum eða veita tíma eða pen­ingum til mál­stað­ar­ins. Sögu­lega séð hefur hug­takið þótt nei­kvætt, að sófasjálf­boða­lið­inn sé ein­göngu að klappa sjálfum sér á bakið framan við tölvu­skjá­inn heima hjá sér. Fyrir tíma sam­fé­lags­miðla not­uðu menn barmnælur og bætur til að sýna stuðn­ing sinn út á við. 

Frægt dæmi um sófasjálf­boða­liða er lík­lega umræðan sem mynd­að­ist um heim­ilda­mynd­ina Kony 2012. Myndin fjallar um Jos­eph Rao Kony, leið­toga skæru­hern­að­ar­sveit­ar­innar Lor­d´s Res­istance Army sem hneppti að minnsta kosti 60.000 börn í þræl­dóm og þving­aði til þess að taka þátt í stríði sínu með það að mark­miði að stofna ríki sem hann sjálfur fengi að ráða. Kony sjálfur trúði því að hann væri sendi­boði Guðs. Hluta af börn­unum hneppti hann í kyn­lífs­þrælkun á meðan öðrum voru afhent vopn til þess að drepa óvini Kony. Sam­an­lagðar tölur af YouTube og Vimeo gefa til kynna að búið sé að horfa á mynd­ina um það bil 120 milljón sinnum síðan hún kom út árið 2012. Invisi­ble children, fyr­ir­tækið sem  fram­leiddi Kony 2012, náði að safna sam­tals 30 millj­ónum doll­ara í kjöl­far­ið. Þriðj­ungur af þeirri upp­hæð fór til hjálp­ar­sam­taka, restin fór í að fram­leiða fleiri heim­ild­ar­mynd­ir.

Auglýsing
Samfélagsmiðlar fyllt­ust einnig nýlega af myndum af svörtum bak­grunni undir yfir­skrift­inni Black lives matt­er. Myllu­merki fylgdu í nokkra daga. Til­gang­ur­inn var að sýna stuðn­ing við hreyf­ing­una en nið­ur­staðan reynd­ist til­gangs­lítil að mati sum­ra, ef ekki slæm fyrir mál­stað­inn. Sam­fé­lags­miðl­arnir höfðu verið not­aðir til þess að miðla upp­lýs­ingum um ofbeldi lög­reglu í Banda­ríkj­un­um. Mynd­birt­ingar og myllu­merki yfir­gnæfðu því upp­lýs­inga­miðlun mót­mæl­anda. „Á end­anum þagg­aði þetta niður í mál­staðn­um,“ sagði Chel­sea Mill­er, einn af leið­togum Freedom March NYC, banda­rísks félags sem berst fyrir mál­stað svartra. 

Á sama tíma má færa rök fyrir því að sófasjálf­boða­liðar geri visst gagn. Sjálf­hverfar færslur þeirra á sam­fé­lags­miðlum gætu orðið til þess að kynna aðra sem áður vissu ekki af mál­efn­inu fyrir því sem gætu í kjöl­farið ákveðið að bjóða fram vinnu sína og pen­inga. Sumir sýna einnig fram á pen­inga­gjafir sínar í gegnum sam­fé­lags­miðla, þótt hug­ur­inn fylgi ef til vill ekki. Þannig eru góð­gerða­sam­tök styrkt samt sem áður. 

Reglu­lega má sjá sófasjálf­boða­liða skjóta upp koll­inum á íslenskum sam­fé­lags­miðl­um. Tals­verður fjöldi Íslend­inga setti til dæmis myndir af Líbanska fán­anum yfir prófíl mynd­ina sína eftir spreng­ingu sem átti sér stað við höfn­ina í Beirút, höf­uð­borg Líbanon, þann 4. ágúst. Fimm dögum seinna höfðu tólf millj­ónir króna safn­ast til hjálpar þeirra sem misstu ást­vini sína, heim­ili eða fyr­ir­tæki. Átta af þeim komu frá Utan­rík­is­ráðu­neyt­inu sem þýðir að hver Íslend­ingur gaf að með­al­tali rétt um 11 krónur til íbúa Beirút. Því má spyrja hve mikið gagn Face­book myndin gerði. Hætta er á að ein­stak­lingar hunsi neyð ann­arra í leit að like-­um.

Höf­undur er almanna­teng­ill.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar