Sjálfsfróun á samfélagsmiðlum

Grettir Gautason skrifar um sófasjálfboðaliða, sem nota samfélagsmiðla til að sýna að þeir séu þátttakendur í baráttu.

Auglýsing

Hörm­ung á sér stað úti í heimi, best að ég breyti prófíl mynd­inni minni aðeins, þó ekki það mikið að það skyggi á and­litið á mér. Þetta er ein­falt dæmi um Slackti­visma. Und­an­far­inn ára­tug hefur slackti­vis­mi, sam­sett úr orð­unum slacker/slack­ing og act­i­vism, náð að ryðja sér til rúms á sam­fé­lags­miðlum bæði hér heima og erlend­is. Slackti­vistar, sem ég kýs að kalla sófasjálf­boða­liða, nota sam­fé­lags­miðla til þess að sýna að þeir séu þátt­tak­endur í bar­áttu, eða sé annt um ákveðin mál eða mála­flokk án þess þó að taka beinan þátt í mót­mælum eða veita tíma eða pen­ingum til mál­stað­ar­ins. Sögu­lega séð hefur hug­takið þótt nei­kvætt, að sófasjálf­boða­lið­inn sé ein­göngu að klappa sjálfum sér á bakið framan við tölvu­skjá­inn heima hjá sér. Fyrir tíma sam­fé­lags­miðla not­uðu menn barmnælur og bætur til að sýna stuðn­ing sinn út á við. 

Frægt dæmi um sófasjálf­boða­liða er lík­lega umræðan sem mynd­að­ist um heim­ilda­mynd­ina Kony 2012. Myndin fjallar um Jos­eph Rao Kony, leið­toga skæru­hern­að­ar­sveit­ar­innar Lor­d´s Res­istance Army sem hneppti að minnsta kosti 60.000 börn í þræl­dóm og þving­aði til þess að taka þátt í stríði sínu með það að mark­miði að stofna ríki sem hann sjálfur fengi að ráða. Kony sjálfur trúði því að hann væri sendi­boði Guðs. Hluta af börn­unum hneppti hann í kyn­lífs­þrælkun á meðan öðrum voru afhent vopn til þess að drepa óvini Kony. Sam­an­lagðar tölur af YouTube og Vimeo gefa til kynna að búið sé að horfa á mynd­ina um það bil 120 milljón sinnum síðan hún kom út árið 2012. Invisi­ble children, fyr­ir­tækið sem  fram­leiddi Kony 2012, náði að safna sam­tals 30 millj­ónum doll­ara í kjöl­far­ið. Þriðj­ungur af þeirri upp­hæð fór til hjálp­ar­sam­taka, restin fór í að fram­leiða fleiri heim­ild­ar­mynd­ir.

Auglýsing
Samfélagsmiðlar fyllt­ust einnig nýlega af myndum af svörtum bak­grunni undir yfir­skrift­inni Black lives matt­er. Myllu­merki fylgdu í nokkra daga. Til­gang­ur­inn var að sýna stuðn­ing við hreyf­ing­una en nið­ur­staðan reynd­ist til­gangs­lítil að mati sum­ra, ef ekki slæm fyrir mál­stað­inn. Sam­fé­lags­miðl­arnir höfðu verið not­aðir til þess að miðla upp­lýs­ingum um ofbeldi lög­reglu í Banda­ríkj­un­um. Mynd­birt­ingar og myllu­merki yfir­gnæfðu því upp­lýs­inga­miðlun mót­mæl­anda. „Á end­anum þagg­aði þetta niður í mál­staðn­um,“ sagði Chel­sea Mill­er, einn af leið­togum Freedom March NYC, banda­rísks félags sem berst fyrir mál­stað svartra. 

Á sama tíma má færa rök fyrir því að sófasjálf­boða­liðar geri visst gagn. Sjálf­hverfar færslur þeirra á sam­fé­lags­miðlum gætu orðið til þess að kynna aðra sem áður vissu ekki af mál­efn­inu fyrir því sem gætu í kjöl­farið ákveðið að bjóða fram vinnu sína og pen­inga. Sumir sýna einnig fram á pen­inga­gjafir sínar í gegnum sam­fé­lags­miðla, þótt hug­ur­inn fylgi ef til vill ekki. Þannig eru góð­gerða­sam­tök styrkt samt sem áður. 

Reglu­lega má sjá sófasjálf­boða­liða skjóta upp koll­inum á íslenskum sam­fé­lags­miðl­um. Tals­verður fjöldi Íslend­inga setti til dæmis myndir af Líbanska fán­anum yfir prófíl mynd­ina sína eftir spreng­ingu sem átti sér stað við höfn­ina í Beirút, höf­uð­borg Líbanon, þann 4. ágúst. Fimm dögum seinna höfðu tólf millj­ónir króna safn­ast til hjálpar þeirra sem misstu ást­vini sína, heim­ili eða fyr­ir­tæki. Átta af þeim komu frá Utan­rík­is­ráðu­neyt­inu sem þýðir að hver Íslend­ingur gaf að með­al­tali rétt um 11 krónur til íbúa Beirút. Því má spyrja hve mikið gagn Face­book myndin gerði. Hætta er á að ein­stak­lingar hunsi neyð ann­arra í leit að like-­um.

Höf­undur er almanna­teng­ill.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar