Sjálfsfróun á samfélagsmiðlum

Grettir Gautason skrifar um sófasjálfboðaliða, sem nota samfélagsmiðla til að sýna að þeir séu þátttakendur í baráttu.

Auglýsing

Hörm­ung á sér stað úti í heimi, best að ég breyti prófíl mynd­inni minni aðeins, þó ekki það mikið að það skyggi á and­litið á mér. Þetta er ein­falt dæmi um Slackti­visma. Und­an­far­inn ára­tug hefur slackti­vis­mi, sam­sett úr orð­unum slacker/slack­ing og act­i­vism, náð að ryðja sér til rúms á sam­fé­lags­miðlum bæði hér heima og erlend­is. Slackti­vistar, sem ég kýs að kalla sófasjálf­boða­liða, nota sam­fé­lags­miðla til þess að sýna að þeir séu þátt­tak­endur í bar­áttu, eða sé annt um ákveðin mál eða mála­flokk án þess þó að taka beinan þátt í mót­mælum eða veita tíma eða pen­ingum til mál­stað­ar­ins. Sögu­lega séð hefur hug­takið þótt nei­kvætt, að sófasjálf­boða­lið­inn sé ein­göngu að klappa sjálfum sér á bakið framan við tölvu­skjá­inn heima hjá sér. Fyrir tíma sam­fé­lags­miðla not­uðu menn barmnælur og bætur til að sýna stuðn­ing sinn út á við. 

Frægt dæmi um sófasjálf­boða­liða er lík­lega umræðan sem mynd­að­ist um heim­ilda­mynd­ina Kony 2012. Myndin fjallar um Jos­eph Rao Kony, leið­toga skæru­hern­að­ar­sveit­ar­innar Lor­d´s Res­istance Army sem hneppti að minnsta kosti 60.000 börn í þræl­dóm og þving­aði til þess að taka þátt í stríði sínu með það að mark­miði að stofna ríki sem hann sjálfur fengi að ráða. Kony sjálfur trúði því að hann væri sendi­boði Guðs. Hluta af börn­unum hneppti hann í kyn­lífs­þrælkun á meðan öðrum voru afhent vopn til þess að drepa óvini Kony. Sam­an­lagðar tölur af YouTube og Vimeo gefa til kynna að búið sé að horfa á mynd­ina um það bil 120 milljón sinnum síðan hún kom út árið 2012. Invisi­ble children, fyr­ir­tækið sem  fram­leiddi Kony 2012, náði að safna sam­tals 30 millj­ónum doll­ara í kjöl­far­ið. Þriðj­ungur af þeirri upp­hæð fór til hjálp­ar­sam­taka, restin fór í að fram­leiða fleiri heim­ild­ar­mynd­ir.

Auglýsing
Samfélagsmiðlar fyllt­ust einnig nýlega af myndum af svörtum bak­grunni undir yfir­skrift­inni Black lives matt­er. Myllu­merki fylgdu í nokkra daga. Til­gang­ur­inn var að sýna stuðn­ing við hreyf­ing­una en nið­ur­staðan reynd­ist til­gangs­lítil að mati sum­ra, ef ekki slæm fyrir mál­stað­inn. Sam­fé­lags­miðl­arnir höfðu verið not­aðir til þess að miðla upp­lýs­ingum um ofbeldi lög­reglu í Banda­ríkj­un­um. Mynd­birt­ingar og myllu­merki yfir­gnæfðu því upp­lýs­inga­miðlun mót­mæl­anda. „Á end­anum þagg­aði þetta niður í mál­staðn­um,“ sagði Chel­sea Mill­er, einn af leið­togum Freedom March NYC, banda­rísks félags sem berst fyrir mál­stað svartra. 

Á sama tíma má færa rök fyrir því að sófasjálf­boða­liðar geri visst gagn. Sjálf­hverfar færslur þeirra á sam­fé­lags­miðlum gætu orðið til þess að kynna aðra sem áður vissu ekki af mál­efn­inu fyrir því sem gætu í kjöl­farið ákveðið að bjóða fram vinnu sína og pen­inga. Sumir sýna einnig fram á pen­inga­gjafir sínar í gegnum sam­fé­lags­miðla, þótt hug­ur­inn fylgi ef til vill ekki. Þannig eru góð­gerða­sam­tök styrkt samt sem áður. 

Reglu­lega má sjá sófasjálf­boða­liða skjóta upp koll­inum á íslenskum sam­fé­lags­miðl­um. Tals­verður fjöldi Íslend­inga setti til dæmis myndir af Líbanska fán­anum yfir prófíl mynd­ina sína eftir spreng­ingu sem átti sér stað við höfn­ina í Beirút, höf­uð­borg Líbanon, þann 4. ágúst. Fimm dögum seinna höfðu tólf millj­ónir króna safn­ast til hjálpar þeirra sem misstu ást­vini sína, heim­ili eða fyr­ir­tæki. Átta af þeim komu frá Utan­rík­is­ráðu­neyt­inu sem þýðir að hver Íslend­ingur gaf að með­al­tali rétt um 11 krónur til íbúa Beirút. Því má spyrja hve mikið gagn Face­book myndin gerði. Hætta er á að ein­stak­lingar hunsi neyð ann­arra í leit að like-­um.

Höf­undur er almanna­teng­ill.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar