Fjölmiðlafár: Hvernig komumst við hingað?

Eggert Gunnarsson veltir fyrir sér stöðu fjölmiðla á Íslandi og á heimsvísu.

Auglýsing

Það má fara langt aftur í aldir til að finna upp­haf fjöl­miðl­un­ar. Leik­hús í fornöld voru lík­lega fyrstu dæmin um að verk væru flutt fyrir fjölda fólks sam­stund­is. Bækur hafa, svo vitað sé, verið prent­aðar í Kína frá 868 eftir Krist. Það má þó gera ráð fyrir að saga prent­miðla sé enn lengri en þetta gefur til kynna. Í Evr­ópu var ritað mál prentað frá því um 1400 en það hefur ekki mikið varð­veist. Jóhannes Guten­berg fann upp prent­verkið með hreyf­an­legum stöfum og prent­aði fyrstu Bibl­í­una á lat­ínu árið 1453. Upp­finn­ing Guten­berg breytti heim­inum og gerði það að verkum að ritað mál varð mun aðgengi­legra og fjöl­breytt­ara eftir því sem frá leið og tækn­inni fleytti fram. Dag­blöð hófu göngu sína fyrst um 1612 og fyrstu dag­blöðin komu út á ensku um 1620 en þau dag­blöð komust ekki í hend­urnar á almenn­ingi fyrr en á 18. öld­inni. Vin­sælasta dag­blaðið sem komst í almenna dreif­ingu á þessum tíma var The Times sem var ritað og prentað í London og er enn gefið út. Hrað­virkar prent­smiðjur og járn­brautir gerðu það að verkum að hægt var að dreifa dag­blöðum á milli lands­hluta. Þetta hafði mikil áhrif á frétta­flutn­ing og aðrar upp­lýs­ingar sem blöðin birtu. Það var aug­ljóst að almenn­ing þyrsti í fréttir og þró­unin var hröð. 

Enn þann dag í dag er einn áhrifa­mesti fjöl­mið­ill­inn útvarp. Saga þess er ekki löng og það var um 1894 að ítalski upp­finn­inga­mað­ur­inn Gugli­elmo Marconi hann­aði og smíð­aði fyrst þráð­lausa sendi­tæk­ið. Það tók nokkur ár áður en útvarp, eins og við þekkjum það núna, kæm­ist í almenna notkun og margir vís­inda­menn höfðu komið við sögu áður en það varð að veru­leika. Á meðal þeirra voru Edi­son, Tesla, Hertz, Lod­ge, Muir­head, Popov og auð­vitað Marconi sjálf­ur. Þessi tækni var fyrst notuð í hern­aði og á far­þega- og far­skip­um. Upp­finn­ingin hafði mikil áhrif og til að nefna dæmi þá eiga þeir 700 far­þegar Titan­ic, sem lifðu af þegar skipið sökk, lífs­björg­ina vænt­an­lega að þakka sendi­tæki Marconi. Hann setti á fót verk­smiðju í Englandi 1898 þar sem hann smíð­aði sendi­tækin og seinna útvarps­við­tæki. Marconi fékk Nóbels­verð­launin fyrir upp­finn­ingar sínar árið 1909.

Árið 1900 end­ur­varp­aði brasil­íski prest­ur­inn Roberto Land­ell de Moura fyrstur manna rödd með þráð­lausum tækja­bún­aði sem sendi merkið yfir 8 km leið. Hann vann að þessu verk­efni hörðum höndum en hafði ekki mikið fjár­magn. Með hjálp vina hann­aði hann og fékk einka­leyfi á sendi­tæki sem var und­an­fari útvarps­senda, þráð­lausra síma og sím­skeyta.Gamalt útvarpstæki. Mynd: Neespix.com

Aðfanga­dagur 1906 var stór dagur í sögu útvarps og fjöl­miðla í raun. Fend­sen nokkur lék Heims um ból á fiðlu og kafli úr Bibl­í­unni var les­inn, þess­ari dag­skrá var end­ur­varpað frá Ocean Bluff-Br­ant Rock í Masschu­setts. Sjó­far­endur heyrðu útsend­ing­una og var þetta lík­lega fyrsta útvarps­send­ingin í sög­unni sem ætluð var almenn­ing­i. 

Fyrsta útsend­ing frétta fór fram hjá stöð­inni 8MK (WWJ News­radio 950) í Detroit fyrir 100 árum síðan og er þessi stöð enn að senda út fréttir og er nú í eigu Entercom og teng­ist CBS. Þróun og dreif­ing útvarps var mjög skjót og það átti hug fólks allan þangað til almennar útsend­ingar sjón­varps hófust í Banda­ríkj­unum og Bret­landi eftir seinni heims­styrj­öld­ina. 

Mynd og hljóð inn á hvert heim­ili



Útsend­ingar hófust í raun áður en styrj­öldin hófst en þeim var hætt af örygg­is­á­stæð­um. Útvarp var hins­vegar mikið notað bæði af banda­mönnum og öxul­veld­unum til að koma fréttum og áróðri til þeirra sem handan víg­lín­anna voru. BBC World Service var mjög mik­il­væg stöð til að koma fréttum og skila­boðum til hernumdra þjóða og til þeirra sem vildu heyra það sem banda­menn vildu sagt hafa.Sjónvarp um miðja síðustu öld. Mynd: Wikimedia commons.

Eftir stríðið var útbreiðsla sjón­varps mjög hröð og margir spáðu því að útvarp yrði úrelt á skömmum tíma. Það hefur hins­vegar ekki orðið og útvarp er enn mik­il­vægt. Und­an­farið hafa hlað­vörp komið til og hefur það haft mikil áhrif á dreif­ingu útvarps efn­is. Ýmsar útvarps­stöðvar hafa gert til­raunir með að setja mynd við útsend­ingar sín­ar. KEXP í Seattle til dæmis sem hefur komið mörgum tón­list­ar­mann­inum á kortið og á meðal þeirra Of Mon­sters of Men. NRK hefur einnig verið fram­ar­lega í flokki og fleiri eru með svipuð verk­efni í far­vatn­in­u. 

Með til­komu sjón­varps gafst áhorf­endum kostur á því að sjá og heyra fréttir af atburðum sem áttu sér stað bæði nær og fjær. Rík­is­stjórnum varð fljótt ljóst hversu öfl­ugur mið­ill sjón­varp er og settar voru leik­reglur sem stjórn­uðu því hver gat sent út og hver ekki. Það þurfti leyfi og það gaf þeim sem hrepptu hnossið færi á að senda út á ákveð­inni bylgju­lengd. Það sama hafði verið upp á ten­ingnum varð­andi útvarp. Aug­lýs­ingar og kost­anir voru seldar til þess að fjár­magna rekst­ur­inn og skapa arð fyrir eig­end­urna. Ástæðan fyrir því að sápur eru kall­aðar sápur er ein­fald­lega sú að sápu­fram­leið­endur studdu fyrst þátta­gerð með leiknu efni í útvarpi og síðar í sjón­varpi.

Auglýsing
Mikill fjöldi áhorf­enda hefur í gegnum tíð­ina horft á sama við­burð á sama tíma. Hér skal nefna tungl­göng­una sem átti sér stað 20. júlí 1969. Þann atburð sáu um það bil 530 millj­ónir manna í beinni útsend­ingu. Árið 2006 sáu 260 millj­ónir manna beina útsend­ingu frá úrslita­leik heims­meist­ara­móts­ins í fót­bolta en það eru sum­ar­ólymp­íu­leik­arnir 2008 sem eiga vinn­ing­inn þar sem á milli 4,7 og 5 millj­arðar manna sáu atburð­inn. Það er um 70% af jarð­ar­búum á þeim tíma.

Net­væð­ingin



Með til­komu inter­nets­ins breytt­ist fjöl­miðlaum­hverfið mik­ið. Á skömmum tíma hefur upp­lag prent­aðra blaða minnkað og frétta­veitur hafa sprottið upp á net­inu og dag­blöðin hafa einnig nýtt sér þessa tækni. Þær síður sem eru hvað vin­sælastar eru oft tengdar dag­blöðum og sjón­varps­stöðvum sem hafa orðið að aðlaga sig að breyttu umhverfi á til­tölu­lega skömmum tíma. BBC, Aljazeera, CNN, Sky News og Reuters eru öfl­ugar frétta­stöðvar sem eru í eigu fjár­sterkra aðila fyrir utan BBC sem er í almanna­eigu og er það talið vera einn áreið­an­leg­asti frétta­mið­ill í heimi. Þessum stöðvum er dreift út um allan heim í gegnum gervi­hnetti og 24 tíma sjón­varps­út­send­ing gerir það að verkum að þegar nótt er í Evr­ópu er dagur ann­ars staðar í heim­in­um. Þar af leið­andi eru alltaf áhorf­endur til stað­ar.

Eðli frétta­flutn­ings hefur breyst mikið und­an­farin ár. Hrað­inn er mik­ill og það að birta „nýjar“ fréttir og halda í þá sem eru að horfa eða eru á ferð á net­inu er það sem öllu skipt­ir. Klikkin sanna fyrir aug­lýsendum að þeir eigi að setja aug­lýs­ingar á vef­síð­una. Aðal­breyt­ingin er sú að neyt­endur hafa stöðugan aðgang að efn­inu sem á net­inu er. Það var auð­vitað svip­aður kvarði sem var not­aður til að sann­færa aug­lýsendur um að aug­lýsa á einni sjón­varps- eða útvarps­stöð frekar en annarri. Þær mæl­ingar voru þó ekki nándar nærri eins nákvæmar og þær upp­lýs­ingar sem net­miðlar geta safn­að. Snjall­símar og tölvur eru alls staðar og við berum þessi mót­töku­tæki með okkur hvert sem við för­um. Frétta­stöðvar senda út allan sól­ar­hring­inn og net­veit­urnar gefa kost á aðgangi hvenær sem er. Ef þetta er borið saman við það sem áður var þá eru frétta­tímar enn í sjón­varpi á ákveðnum tímum eins og við þekkjum á RÚV og Stöð 2. Þessir frétta­tímar eru mik­il­vægir og eiga sér sinn stað á vef­síðu miðl­anna ef vera kynni að áhorf­endur vilji sjá frétt­irnar aftur eða hafa misst af frum­sýn­ing­unni. Netið hefur á mjög skömmum tíma breytt þörfum áhorf­enda sem vilja sjá og lesa fréttir þegar það hentar þeim en ekki á til­settum tíma sem er ákveð­inn af stöðv­unum sjálf­um. Þetta er þróun sem hefur gert það að verkum að miklar breyt­ingar hafa átt sér stað og með til­komu Face­book og ann­ara sam­fé­lags­miðla. Þegar litið er til baka var fjöl­miðlaum­hverfið mun ein­fald­ara á árum áður og það má segja að miðað við það er reglu­festan sem áður var er ekki lengur til stað­ar. Nú er talað um fals­fréttir og að óprút­tnir aðilar noti sér þetta umhverfi oft í ann­ar­legum til­gangi eða til að koma áróðri sínum á fram­færi. 

Davíð og Gol­íat í nútíð­inni



Það er aug­ljóst að aðgangur að sterkum fjöl­miðli getur haft úrslita­á­hrif ef selja á vöru og þjón­ustu eða reyna að kom­ast á þing, verða for­seti og svo fram­veg­is. En nú er staðan sú að frétta­stofur eru oftar en ekki í eigu fjöl­þjóða­fyr­ir­tækja. Hér má nefna Sky sem er í eigu Mur­doch fjöl­skyld­unnar sem hefur byggt fjöl­miðla­veldi sem á lík­lega enga sam­svörun í sög­unni. Það er aug­ljóst að þeir stjórn­mála­menn sem ætla að kom­ast áfram og eiga hauk í horni hjá slíku apparati eiga meiri mögu­leika á kosn­ingu en þeir sem ekki eiga stuðn­ing vís­an. Hér má nefna sögu­sagnir sem voru á kreiki þegar Verka­manna­flokk­ur­inn í Bret­landi vann stór­sigur í þing­kosn­ingum árið 1997 með Tony Blair í broddi fylk­ing­ar. Þá er talið að ein af ástæðum vel­gengni þeirra hafi verið stuðn­ingur sem fjöl­miðla­veldi Mur­doch veitti þeim. Það er vitað að Tony Blair hitti Mur­doch fyrir kosn­ing­arnar og að þeir hafi gert með sér ein­hvers­konar sam­komu­lag sem meðal ann­ars skil­uðu Verka­manna­flokknum þeim árangri sem þeir náðu.

Nú stytt­ist óðum í for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum þar sem sitj­andi for­seti, Don­ald Trump, mun takast á við fyrrum vara­for­seta Joe Biden. Það verður spenn­andi að fylgj­ast með hverju fram vindur og hvort spár um hat­rama kosn­inga­bar­áttu verði að veru­leika. Síð­ust kosn­ingar voru lit­aðar af ásök­unum um óeðli­leg afskipti Rússa af kosn­ing­un­um. Þetta er enn rætt og lík­lega á þetta ein­hverja stoð í raun­veru­leik­an­um. Áður fyrr voru það dag­blöð, útvarp og sjón­varps­stöðvar sem voru vett­vangur þeirra sem fóru í fram­boði. Flest lýð­ræð­is­ríki settu leik­reglur sem fjöl­miðlar urðu að fara eft­ir. Þetta breytt­ist þegar sjón­varps­stöðv­arnar fóru að senda út í gegnum gervi­hnetti á heims­vísu. Þegar það átti sér stað þurftu þær stöðvar ekki endi­lega að hlýða svæð­is­bundnum reglum þar sem þær höfðu allan heim­inn í sigt­in­u. 

Auglýsing
Til gam­ans má geta að TV3 sem er rekið af Scansat hóf að senda út sjón­varps­efni í kringum 1992 til Nor­egs, Sví­þjóðar og Dan­merkur frá mynd­veri sem er stað­sett nálægt Heat­hrow flug­vell­inum í London. Þetta var gert til að fara á svig við ein­ok­un­ar­reglur sem voru við lýði og gerðu það að verkum að sjálf­stæð fyr­ir­tæki fengu ekki leyfi til að senda út sjón­varps­efni innan land­anna. Þetta var til­raun sem var fram­kvæmd á hár­réttum tíma og núna hafa þeir stærra mark­aðs­svæði. Þetta gerði það að verkum að reglu­verk­inu var loks­ins breytt. 

Til­gang­ur­inn helgar með­alið



Það er oft talað um að fjöl­miðlar séu fjórða vald­ið. Það er að segja að skylda fjöl­miðla sé að skoða það sem rík­is­valdið aðhefst með gagn­rýnum aug­um. Þetta á auð­vitað við um aðra þætti þjóð­fé­lags­rýni og er ekki ein­skorðað við það sem ger­ist í ranni rík­is­ins heldur hafa fjöl­miðlar mun víð­ari skyldum að gegna. Þegar umhverfi fjöl­miðla getur talist heil­brigt er sam­keppn­is­staða þeirra sem eru á frjálsum mark­aði er tryggð. Það er að stjórn­völd hvers tíma eða fyr­ir­tæki hafi ekki færi á að hafa óeðli­lega mikil áhrif á frétta­flutn­ing. Ef fjöl­miðlar eru í almanna­eigu þarf að tryggja það að ekki sé mögu­legt að hafa óeðli­leg afskipti af þeim eða að þessir fjöl­miðlar geti haft að engu þær skyldur sem þeim ber að sinna. Ekk­ert kerfi er full­komið og hér á landi er mikið deilt um það hvort að RÚV sé að sinna skyldum sínum eða hvort að eign­ar­hald einka­rek­inna fjöl­miðla sé í höndum aðila sem geta haft óeðli­leg áhrif á þjóð­fé­lags­um­ræðu. Það er ekki hægt að segja að þessi mál séu í góðu lagi, það þarf að setja ákveðn­ari leik­reglur sem tryggja betur lýð­ræð­is­legt starfs­um­hverfi fjöl­miðla í land­inu. Þetta er mjög mik­il­vægt fyrir þjóð sem telur sig á meðal elstu og sterk­ustu lýð­ræð­is­þjóða í heim­in­um. 

Að drepa blaða­mann og annan



Þeir sem segja frétt­ir, skrifa greinar og stunda rann­sókn­ar­blaða­mennsku hafa lengi vel verið í hættu er þeir sinna störfum sín­um. Á hverju ári deyja blaða­menn á átaka­svæð­um. Þeir eru einnig í hættu ann­ars­staðar þar sem upp­lýs­ing­arnar sem þeir birta geta komið við kaunin á þeim sem fjallað er um. Þekkt dæmi um þetta eru mál Julian Assange, Edward Snowden og Chel­sea Mann­ing sem eru og voru sak­aðir um að hafa brotið lög um upp­lýs­inga­leynd. Snowden hefur verið land­flótta lengi og Mann­ing sat í fang­elsi fyrir að hafa birt upp­lýs­ing­ar. Assange bíður þess í Bel­marsh fang­els­inu í Englandi að mál hans verði tekið fyrir í dóm­sal í Englandi í þessum mán­uði. Hann á yfir höfði sér að verða fram­seldur til Banda­ríkj­anna þar sem ákæru­valdið gæti sak­fellt hann og sett hann á bak við lás og slá í allt að 170 ár.

Hér heima ganga kæru­mál vegna rann­sóknar sem átti sér stað hjá RÚV í máli tengdu Útgerð­ar­fé­lagi Akur­eyrar sem teygði sig alla leið til Namib­íu. Starfs­menn og eig­endur útgerð­ar­fé­lags­ins hafa ásakað frétta­mann­inn Helga Seljan um óheil­indi og hafa einnig sakað RÚV um að flytja ósann­indi um mál­ið. Þetta getur auð­vitað átt sér stað og blaða­menn hafa auð­vitað gert mis­tök. Hitt er svo annað mál að hægt er að kæra mál sem þetta til blaða­manna­fé­lags­ins og einnig á öðrum vett­vangi. Blaða­manna­fé­lagið hefur sínar siða­regl­ur. Slóðin hér er á síð­una sem geymir þær siða­regl­ur. 

Alþjóð­legar siða­reglur blaða­manna eru einnig til og blaða­menn fara eftir þeim eftir bestu getu og sann­fær­ingu.

Fjórða valdið



Það þarf að halda umræð­unni um hlut­verk fjöl­miðla á lofti. Hvernig þeir eru rekn­ir, hvaðan rekstr­ar­féð kemur og hvernig það er not­að. Margir fjöl­miðlar eru ófeimnir við að taka afstöðu og styðja einn stjórn­mála­mann eða -flokk fremur öðr­um. Sums staðar eru fjöl­miðlar rit­skoð­aðir og stjórn­völd ráða miklu um hvað fjallað er um og hvern­ig. Það þarf ekki að hugsa um þetta lengi áður en lönd eins og Kína, Rúss­land, ýmis Asíu- og Afr­íku­ríki og jafn­vel Banda­ríkin koma upp í hug­ann. Þessar þjóð­ir, hver á sinn hátt, eiga við vanda að glíma hvað varðar flutn­ing frétta og það aðhald sem fjöl­miðlar eiga að hafa þegar kemur að rík­is­stjórn­um. Það er einnig aug­ljóst að fjöl­þjóða­fyr­ir­tæki hafa oft færi á að hafa óeðli­leg áhrif á umræð­una í skjóli auð­valds.

Að starfa sem blaða­maður hefur ekki verið talin hættu­leg iðja en þegar betur er að gáð benda tölu­legar stað­reyndir til ann­ars. Á síð­ustu tíu árum hafa að minnsta kosti 554 blaða- og frétta­menn verið drepnir víðs­vegar í heim­in­um. Þetta fólk hefur verið drepið í sjálfs­morðsárásum, skotið af glæpa­gengj­um, orðið fyrir skoti í hern­aði og það hefur jafn­vel verið ráð­ist á frétta­menn í beinum útsend­ing­um. Menn hafa gert að því skóna að um hund­rað í við­bót hafi fallið en ekki hefur tek­ist að færa óyggj­andi sönnur á það hvernig dauða þeirra bar að.

Eins og hefur verið fjallað um áður er brota­löm hvað varðar fjöl­miðlaum­hverfi á heims­vísu og. Þeim er dreift um víðan völl og hafa óæski­leg áhrif á sjálf­sagða lýð­ræð­is­lega umræðu. Stór­fyr­ir­tæki leggja fram­má­mönnum í stjórn­málum til mikla fjár­muni sem tryggja þeim svo oft vel­vild téðra stjórn­mála­manna þegar þeir hafa kom­ist til valda. Risa sam­steypur eiga fjöl­miðla­stór­veldin sem áður voru nefnd og geta haft óeðli­leg áhrif á það sem er fjallað um og hvernig það er fram­reitt fyrir almenn­ing. Þetta er heims­vanda­mál en það má ekki gleyma því að ástand fjöl­miðl­unar er ekki með besta móti hér heima. RÚV sætir oft mik­illi gagn­ríni sem er í flestum til­vikum óvæg­in. Reglu­verkið í kringum stofn­un­ina er ekki skýrt og það má segja að það sé orðið löngu tíma­bært að breyta því og færa í betra horf. Aðal­at­riðið er ekki hvort RÚV eigi að vera á aug­lýs­inga­mark­aði þar sem fyr­ir­tækið keppir við aðra fjöl­miðla um aug­lýs­inga­tekjur heldur þarf að tryggja því rekstr­ar­grund­völl svo að það geti sinnt þeim skyldum sem því ber að sinna. Ef það fjár­magn sem þarf til að reka stofn­un­ina væri öruggt og búið þannig um hnút­ana að stjórn­völd hverju sinni gætu ekki haft áhrif á frétta­flutn­ing eða aðra fram­leiðslu og að reglu­verk stofn­un­ar­innar sjálfrar væri þannig úr garði gert að það leið­beindi um hlut­leysi og það hlut­verk sem RÚV skuli gegna væri málum betur kom­ið.

Auglýsing
Það þarf einnig að skýra leik­regl­urnar sem hin frjálsu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki leika eft­ir. Hversu mikil áhrif eig­endur geta haft á þau. Er „ég áetta, ég máetta“ enn við lýði? Öfl­ugir fjöl­miðlar eru í eigu stöndugra aðla sem nota þá leynt og ljóst til að koma sínum hags­muna­málum á fram­færi. Óháðir fjöl­miðlar sem oft berj­ast í bökkum einmitt vegna þess að þeir eru ekki í skjóli öfl­ugra bak­hjarla og þar að auki eiga þeir fjöl­miðlar einnig undir högg að sækja vegna þess að stærri fjöl­miðlar taka oft til sín obbann af þeim aug­lýs­inga­tekjum sem eru í boði hverju sinni. Þarna er auð­vitað einnig komið inn á umræð­una um það hvort RÚV eigi að vera á aug­lýs­inga­mark­aði eður ei. Það tekur til sín stóra sneið af aug­lýs­inga­tekjum sem eru í boði og skekkir þar af leið­andi heild­ar­mynd­ina. Nágrannar okkar sem við miðum okkur við eru ekki með galla­lausar leik­reglur hvað varðar fjöl­miðla en þar er þó betur að verki stað­ið. SVT í Sví­þjóð, DR í Dan­mörku og NRK í Nor­egi eru útvarps-, sjón­varps- og net­miðlar í almanna­eigu og eru ekki á aug­lýs­inga­mark­aði en YLE í Finn­landi er hins­vegar með svipað módel og RÚV. BBC í Bret­landi er ekki á aug­lýs­inga­mark­aði inn­an­lands en þeir keppa á alþjóða­vett­vangi um aug­lýs­ingar og umsvif þeirra eru tölu­verð. ITV og Channel 4 eru báðar einka­reknar stöðvar en fá rík­is­styrk til að létta þeim róð­ur­inn við fram­leiðslu frétta. Þær stöðvar hafa líka skyldum að gegna sem þær verða að upp­fylla til að halda útsend­ing­ar­leyf­inu. Þetta tryggir það að frétta­flutn­ingur er byggður á traust­ari grunni en ann­ars staðar ger­ist. 

Hvert stefn­ir?



Með til­komu nets­ins varð það enn aug­ljós­ara hvert stefndi. Stærri mark­aðs­svæði og fyr­ir­tæki sem ekki eru endi­lega bundin því nærum­hverfi sem þau starfa í hafa enn meiri áhrif. Miðlar sem eru á net­inu vita nú nákvæm­lega hversu margir sjá efnið sem var boðið upp á. Hvers­konar tæki þeir not­uðu og hvenær þeir horfð­u. 

Enn hafa orðið miklar breyt­ingar hvað varðar það hvernig fólk nálg­ast það efni sem það vill horfa á. Fyr­ir­tæki eins og Net­flix og Amazon bjóða upp á efni sem við­skipta­vin­ur­inn getur notið hvenær sem er dags í gegnum streymi á inter­net­inu. Þetta hefur í för með sér að dag­skrár­sett sjón­varp mun hugs­an­lega heyra sög­unni til innan nokk­urra ára. Þetta mun ekki eiga við um frétt­ir, íþróttir og annað efni sem höfðar til áhorf­end­anna vegna þess að það er í beinni útsend­ingu. Leikið efni, heim­ild­ar­mynd­ir, barna­efni og þess­háttar mun fær­ast yfir á streym­isveit­urn­ar. Þetta hefur nú þegar átt sér stað hjá BBC og öðrum stöðv­um. Það má einnig geta þess að hlað­vörp útvarps­stöðv­anna eru hluti af þess­ari þró­un. Þar af leið­andi mun dag­skrár­sett sjón­varp og útvarp að vissu marki eins og við þekkjum það heyra sög­unni til innan skamm­s. 

Það sem eftir stendur er að fjöl­miðlar eru mik­il­vægur þáttur í lífi okkar allra bæði hvað varðar skemmt­un, fréttir og fræðslu. Þegar streym­isveit­urnar komu til spáðu margir fjöl­miðlarýnar fyrir um dauða heim­ild­ar­mynda. Það hefur ekki orðið orðið og heim­ild­ar­myndir eru í betri mark­aðs­stöðu nú en þær voru. Það má segja það að áhorf­and­inn hefur meiri stjórn núna en nokkurn tím­ann áður. Þau fyr­ir­tæki sem fram­leiða efni og koma því á fram­færi við neyt­endur hafa mun meiri upp­lýs­ingar en áður lágu fyrir og enn og aftur kemur það í ljós að almenn­ing þyrstir í efni sem er ekki endi­lega bara „létt­meti“ heldur vilja áhorf­endur efni sem kemur þeim til að hugsa og er ekki endi­lega það sem þeir búast við hverju sinni. En þess þarf að gæta að það umhverfi sem fjöl­miðlar vinna í sé þannig úr garði gert að þegar um fréttir og heim­ilda­efni er að ræða þá geti þeir sem það vinna gert það af heil­indum án óæski­legra áhrifa. Almenn­ing­ur, sem er við öll, hefur rétt á því að þjóð­fé­lags­um­ræða fram á þann hátt að við getum treyst því að það sem við heyr­um, sjáum og lesum séu fréttir og dag­skrár­efni sem ekki er sett fram í þeim til­gangi að villa okkur sýn.

Höf­undur er kenn­­ari/­­kvik­­mynda­­gerð­­ar­­mað­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar