Diplómatískt stórslys

Jón Guðni Kristjánsson fjallar um undirritun samkomulags um efnahagslega samvinnu Serbíu og Kosovo fyrir milligöngu Bandaríkjaforseta í aðsendri grein.

Auglýsing

Það telst til nýmæla að maður leggi inn pöntun til norsku Nóbels­nefnd­ar­innar um Frið­ar­verð­laun Nóbels sjálfum sér til handa. Venjan er sú að ein­stak­lingar eða félaga­sam­tök til­nefni þá sem þau telja verð­uga verð­launa­hafa til nefnd­ar­inn­ar. En Don­ald Trump Band­arikja­for­seti er ekki maður hefða. Trump álítur að vegna nýlegra sigra hans á alþjóða­vett­vangi verð­s­kuldi hann verð­launin fylli­lega. Ummæli þessa efnis lét hann falla eftir að Alex­andar Vucic for­seti Serbíu og Avdullah Hoti for­sæt­is­ráð­herra Kosovo und­ir­rit­uðu fyrir milli­öngu hans og í við­ur­vist hans svo­kallað sam­komu­lag um efna­hags­lega sam­vinnu Serbíu og Kosovo, sam­komu­lag sem Trump kallar sögu­legt og segir að marki þátta­skil í sam­skiptum land­anna í frið­ar­átt. Ekk­ert er fjær sanni. Reyndar er það líka nýmæli að tveir deilendur sitji fundi með milli­göngu­mönnum og und­ir­riti hvor sitt sam­komu­lagið án þess að vita hvað hinn aðil­inn semur um. En svo virð­ist hafa verið í þessu til­viki.



Aðdrag­andi sam­komu­lags­ins í Was­hington var skamm­ur. Til­raunir Evr­ópu­sam­bands­ins til að miðla málum milli Serbíu og Kosvo fóru út um þúfur og störu­keppnin sem staðið hefur síðan Kosovo lýsti yfir sjálf­stæði árið 2008 hélt áfram. Trump for­seti sá þá tæki­færi til að sanna sig í augum banda­rískra kjós­enda sem alþjóð­legs sátta­semj­ara og skip­aði sér­stakan sendi­mann í Kosovo. Á liðnu sumri var svo langt komið að fundur hafði verið dag­settur í Was­hington þar sem áður­nefndur Alex­andar Vucic og Hasim Thaci for­seti Kosovo áttu að hitt­ast til að ganga frá sam­komu­lagi. Sá fundur var aldrei hald­inn þar sem Hasim Thaci var ákærður fyrir meinta stríðs­glæpi framda árið 1999, og var hann þar með úr leik á alþjóð­legum vett­vangi að sinni. En Trump þurfti á sam­komu­lagi að halda sér til styrk­ingar í kosn­inga­bar­átt­unni. Úr varð fund­ur­inn sem fyrir var getið og „tíma­móta­sam­komu­lag­ið“ var und­ir­ritað í Hvíta hús­inu 10. sept­em­ber s.l.



Stjórn­mála­grein­endur sem skoðað hafa „sam­komu­lög­in“ tvö segja að þar sé fátt að finna sem rétt­læti talið um tíma­mót. Í stórum dráttum séu ítrekuð atriði sem aðilar höfðu áður samið um en aldrei hrint í fram­kvæmd svo sem um sam­starf í orku­málum og við­ur­kenn­ingu á próf­gráðum háskóla hvors ann­ars. Enn­fremur er þar að finna ákvæði á eins konar dul­máli sem virð­ist þýða að löndin skuld­bindi sig til að kaupa ekki hug­búnað frá Kína. Tvö atriði teld­ust þó til tíð­inda. Kosovo féllst á falla frá  til­raunum sínum til að afla sér fleiri við­ur­kenn­inga á sjálf­stæði sínu og að sækja ekki um aðild að neinum alþjóða­stofn­unum í eitt ár einnig meðan Serbía lýst yfir að hún mynda frysta í eitt ár her­ferð sína fyrir því að ríki sem  við­ur­kennt hefðu Kosovo drægju við­ur­kenn­ingu sína til baka. Sú her­ferð hefur staðið yfir árum saman með þeim árangri að 15 ríki hafa aft­ur­kallað viðu­kenn­ingu sína.  En þetta eru smá­munir hjá því sem á eftir kom.

Auglýsing

 

Trump for­seti upp­lýsti að Ísra­els­ríki hefði ákveðið að við­ur­kenna Kosovo. Í fljótu bragði virt­ist þetta fela í sér mik­inn diplómat­ískan sigur fyrir Kosovo, en þrjú eru liðin frá því að ríki við­ur­kenndi Kosovo síð­ast. En það fylgdi bögg­ull skamm­rifi. Kosovo mun opna sendi­ráð í Jer­úsa­kem og Serbía mun flytja sendi­ráð sitt frá Tel Aviv til Jer­úsal­em.



Það er kunn­ara en frá þurfi að segja að sú ákvörðun Trumps for­seta árið 2017 að við­ur­kenna Jer­úsalem sem höf­uð­borg Ísra­els og flytja sendi­ráð Banda­ríkj­anna þangað frá Tel Aviv kall­aði á harka­leg mót­mæli um víða ver­öld. Hún var talin auka enn á spenn­una í Mið Aust­ur­löndum og tor­velda frekar allar frið­ar­um­leit­an­ir, enda litu bæði Ísra­els­menn og Palest­ínu­menn á Jer­úsalem sem helga borg og sína höf­uð­borg. Auk þess væri ákvörð­unin brot á alþjóða­lögum og var þar vitnað til álykt­unar Örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna nr. 478 frá árinu 1990 um stöðu Jer­úsal­em.



Allt þetta mál lítur svo út sem Alex­andar Vucic og Avdullah Hoti hafi látið veiða sig í gildru og brugð­ist sinu fólki illi­lega. Á myndum frá athöfn­inni í Hvíta hús­inu má sjá ráð­viltan Vucic, svipur hans og lík­ams­tján­ing virt­ist gefa til kynna að hann vissi hvorki hvað hann væri að fara að skrifa undir né hvar hann ætti að pára nafnið sitt. Hann fór heim til sín tóm­hentur og nið­ur­lægð­ur. Hvað Avdullah Hoti varðar þá getur hann reynt að bjarga and­lit­inu með því að benda á við­ur­kenn­ingu Ísra­els en sá „sig­ur“ gæti reynst Kosovo dýr­keypt­ur. Fyr­ir­hugað sendi­ráð í Jer­úsalem gæti orðið til þess að múslima­heim­ur­inn snúi baki við Kosovo og ríki sem hafa við­ur­kennt Kosovo aft­ur­kalli hana. Hann kann því hafa kallað yfir sig þá stöðu að við­ur­kenn­ingum fækki og staða Kosovo veik­ist frekar en styrk­ist eftir við­ur­kenn­ingu Ísra­els og stofn­unar sendi­ráðs í Jer­úsal­em.  Auk þess hefur verið bent á að þegar Kosovo sækir næst um aðild að Sam­ein­uðu þjóð­unum eða und­ir­stofn­unum þeirra verði það land­inu ekki til fram­dráttar að hafa brotið gegn sam­þykkt Örygg­is­ráðs­ins.



Sam­komu­lagið setur Serbíu líka í vanda. James Ker-Lindsay pró­fessor í alþjóða­stjórn­málum sem er sér­fróður í stjórn­málum á Balkanskag­anum hefur bent á að Serbía og helsti bak­hjarl hennar í bar­átt­unni gegn sjálf­stæði Kosovo, Rúss­land, haldi því fram að full­veldi Kosovo stang­ist á við ályktun Örygg­is­ráðs­ins nr. 1244 frá 1999. þar sem við­ur­kennd séu yfir­ráð Serbíu yfir Kosovo og því hafi Serbía þjóð­ar­rétt­inn sín meg­in. Það styrki ekki mál­stað Serbíu að verða sjálf upp­vís að því að brjóta  gegn ákvörð­unum Örygg­is­ráð­ins (raunar segir umrædd ályktun að Kosovo sé sjálfs­stjórn­ar­hérað innan sam­bands­rík­is­ins Júgóslavíu, rík­is  sem ekki er til leng­ur).Við það má bæta að Serbía  hefur sótt um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og styrkir ekki stöðu sína í aðild­ar­við­ræðum með því að rjúfa sam­stöðu Evr­ópu­sam­bands­rikj­anna og flytja sendi­ráð sitt í Ísr­ael til Jer­úsal­em. James Ker-Lindsay hefur lýst „sam­komu­lög­un­um“ sem „diplómat­ísku stór­slysi“ (e: diplom­atic disaster). Annað hvort hefur Vucic látið Trump plata sig upp úr skónum eða hann vill leggja allt í söl­urnar til styrkja Trump í kosn­inga­bar­átt­unni. Aðrar rök­rænar skýr­ingar finn­ast ekki á fram­göngu hans. 



Í raun er ekki hægt að kom­ast að annarri nið­ur­stöðu en að Alex­ander Vucic og Avdullah Hoti hafi samið herfi­lega af sér í Was­hington. Þeir sem spáðu þvi fyr­ir­fram að „sátta­um­leit­an­ir“ Trumps myndu ein­göngu snú­ast póli­tíska hags­muni hans sjálfs höfðu rétt fyrir sér. Trump er hug­mynda­ríkur þegar hann miklar fyrir kjós­endum stór­kost­legan árangur sinn sem frið­flyj­andi og sátta­semj­ari. Hann seg­ist hafa unn­ið  tvö­faldan sig­ur. Fyrir sína til­stuðlan hafi nú fyrsta Evr­ópu­rík­ið, Serbía, við­ur­kennt Jer­úsalem sem höf­uð­borg Ísra­els og jafn­framt hafi fyrsta landið í heim­inum þar sem múslimar eru í meiri­hluta gert hið sama. Það eru athygl­is­verð ummæli. Er ekki Kosovo í Evr­ópu eins og Serbía? Hvað koma trú­ar­brögð Albana mál­inu við? Allir sem nokkuð þekkja til menn­ingar Balkan­þjóð­anna vita að þeir sækja ekki sjálfs­vit­und sína í trú­ar­brögð. Meðal þeirra ríkja árekstra­laust tvær kvíslar Íslams, kaþ­ólsk kirkja og rétt­trún­að­ar­kirkja. Geist­legt og ver­ald­legt vald er kirfi­lega aðskilið og engir stjórn­mála­flokkar starfa á trú­ar­legum grunni. En kannske felst í þessum ummælum Trumps dul­búin hótun til Kosovo: Þið eruð múslimar og getið ekki gengið að stuðn­ingi okkar vís­um. Það er því eins gott fyrir ykkur að makka rétt.



Í lok þessa sjón­ar­spils standa Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og vinur hans Benja­min Net­anyahu sem ótví­ræðir sig­ur­veg­ar­ar. Vucic og Hoti eru vilj­andi eða óvilj­andi orðnir með­reið­ar­sveinar Trumps í við­leitni hans til að hlaða með öllum mögu­legum hætti undir Net­anya­hu. Þeir þurfa nú að glíma við enn fleiri vanda­mál en fyrir fund­inn í Was­hington og var ekki á  bæt­andi. Þannig vinnur „sátta­semj­ar­inn“ Don­ald Trump. Króat­ískur pró­fessor í alþjóða­stjórn­mál­um, Dejan Jovic að nafni, orðar það svo að Vucic og Hoti fyrir til­stilli Trumps hafi opnað dyrnar fyrir því sem hann kallar mið­aust­ur­landa­væð­ingu Balkanskag­ans, og hann þurfi síst á að halda. Norska Nóbelnefndin hefur stundum tekið skrítnar ákvarð­anir en hún mun senni­lega ekki veita Trump frið­ar­verð­laun­in. Hann getur þá huggað sig við að eftir fund­inn í Was­hington var hann sæmdur æðstu orðu Kosovo fyrir vel unnin störf.



Höf­undur er fyrr­ver­andi blaða- og frétta­maður og fyrr­ver­andi starfs­maður fjöl­þjóða­stofn­ana á Balkanskaga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar