Baneitraðir Rússar

Mál rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hefur vakið mikla athygli og vekur upp umræðu um örlög margra andstæðinga Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands.

Auglýsing

Alexei Naval­ny, leið­togi stjórn­ar­and­stöð­unnar Í Rúss­landi er komin af gjör­gæslu á sjúkra­húsi í Berlín. Þangað var hann fluttur eftir að hafa veikst snar­lega á leið­inni frá Síberíu til Moskvu og þýskir læknar full­yrða að honum hafi verið byrlað eitrið Novichok, sem er með þeim eitr­aðri í heim­in­um. Þetta gerð­ist þann 20. ágúst síð­ast­lið­inn.

Það virð­ist eins og Rússar séu með eitt­hvað eit­ur­blæti, þ.e.a.s. þegar á að losa sig við stjórn­ar­and­stæð­inga og ef það er ekki eit­ur, þá er það eitt­hvað geisla­virkt.

Lit­vinenko drep­inn

Alex­ander Lit­vin­ken­ko, fyrrum starfs­maður FSB, sem flúði til Bret­lands, var drep­inn með geisla­virku efni af rúss­neskum útsend­ur­um. Einn þeirra, Andre Lugovoy, er nú þing­maður á rúss­neska þing­inu. FSB er arf­taki KGB, leyni­þjón­ustu fyrrum Sov­ét­ríkj­anna.

Lit­vinenko lýsti Rúss­landi Pútíns sem mafíu­ríki og féll í ónáð. Til að koma honum fyrir katt­ar­nef árið 2006 not­uðu útsend­arar Rúss­lands efnið pólón­íum-210, sem er há-­geisla­virkt. Á einni af síð­ustu ljós­mynd­unum sem teknar voru af honum liggur Lit­vinenko hel­sjúkur á sjúkra­beði í London. Reyndar voru meintir bana­menn hans svo kæru­lausir að víðs­vegar um borg­ina mátti finna slóð pólón­íums. Um málið var gerð ítar­leg skýrsla að lok­inni rann­sókn breskra yfir­valda. Fátt bendir til ann­ars en að Rússar hafi verið verki.

Skrípal-eitr­unin

Í mars árið 2018 urðu svo Sergei Skrípal og dóttir hans að öllum lík­indum fyrir barð­inu á útend­urum Rúss­lands í borg­inni Salisbury á Englandi. Skrípal hafði unnið fyrir leyni­þjón­ustu rúss­neska hers­ins, GRU, en hann var einnig útsend­ari bresku leyni­þjón­ust­unn­ar, MI6, svo­kall­aður „tvö­faldur njósn­ari“ (e. „dou­ble agent“). Árið 2004 var hann hand­tek­inn fyrir njósnir og sak­felldur tveimur árum síð­ar.

Árið 2010 var honum svo veitt land­vist­ar­leyfi í Bret­landi í fanga­skiptum Rússa og Banda­ríkja­manna. Þegar eitr­unin átti sér stað var Júl­ía, dóttir hans í heim­sókn frá Mosvku.

Auglýsing
Hinir grun­uðu í því máli eru Alex­ander Petrov og Anatoly Chepiga, báðir starfs­menn GRU. Þeir sögð­ust hins­vegar hafa verið á ferða­lagi í bænum til að skoða marg­fræga kirkju stað­ar­ins og vinna í lík­ams­rækt­ar­brans­an­um. Þessu lýsa þeir meðal ann­ars í maka­lausu við­tali á sjón­varp­stöð­inni Russia Today, sem er sögð vera mál­pípa rúss­neskra yfir­valda.

Skripal-­feðginin fund­ust með­vit­und­ar­laus á bekk í garði í miðbæ Salisbury þann fjórða mars 2018, en lifðu af. Þau búa nú bæði á Nýja-­Sjá­landi undir nýjum nöfn­um. Þetta sama sumar dó hins­vegar bresk kona af Novichok-eitr­un, en talið er að hún hafi sprautað á sig eitr­inu úr ilm­vatns­flösku sem kunn­ingi hennar fann í rusla­fötu í bænum og gaf henni.

Hvað er Novichok?

En hvað er Novichok? Novichok er í raun efna­blanda tveggja til­tölu­lega sak­lausra efna, en þegar þau bland­ast saman verður súr blanda að ban­eitr­uðu tauga­eitri. Það voru Sov­ét­menn (Rúss­ar) sem upp­götv­uðu efnið á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, í miðju köldu stríði, og engin tak­mörk voru þá á vopna­fram­leiðslu risa­veld­anna. Eitrið átti að vera ill­rekj­an­legt og að sögn er það bæði eitr­aðra en tauga­eitrið VX eða Sar­ín-­gas. Novichok ræðst á tauga­kerfi fórn­ar­lambs­ins og veldur meðal ann­ars alvar­legum trufl­unum á tauga­boð­um, hjarta­bilun og heila­skemmd­um. Mjög fáir hafa aðgang að eitr­inu.

Afhjúpaði spill­ingu

En hvað gerð­ist með Naval­ny? Á und­an­förnum árum hefur Alexei Navalany verið helsta nafnið í rúss­neskri stjórn­ar­and­stöðu, sér í lagi eftir að Boris Nemtsov, var skot­inn til bana í Kreml árið 2015. Nemtsov var á hátindi fer­ils síns aðstoð­ar­/vara-­for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands í stjórn Boris Jeltsín (1991-2000). Nemtsov hafði gagn­rýnt Pútín harka­lega fyrir inn­limun Krím­skaga (til­heyrði Úkra­ínu) og þátt hans í átök­unum í Úkra­ínu í kjöl­far­ið. Þau átök hafa nú kostað um 13.000 manns­líf.

Alexei Naval­ny, sem er með gráðu í lög­fræði, hefur hins­vegar á síð­ustu árum ein­beitt sér að því að afhjúpa spill­ingu í Rúss­landi. Tugir millj­óna manna hafa horft á mynd­bönd hans á YouTu­be, enda hefur hann ekki aðgang að hefð­bundnum fjöl­miðl­um, sem flestir eru undir beinni stjórn rík­is­stjórnar Pút­ins eða aðila sem eru vin­veittir hon­um.

Á rás Navalny er t.d. að finna um 50 mín­útna langan þátt þar sem hann afhjúpar glæsilífs­stíl og gríð­ar­legar eignir fyrrum for­seta og for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Dmi­try Med­vedev, vinar Pútíns frá Sankti Pét­urs­borg. Mynd­bandið hefur fengið yfir 30 millj­ónir spil­anir frá birt­ingu þess árið 2017. Mynd­bandið heitir „Ekki kalla hann Dím­on“ en á rúss­nesku vísar orðið „dím­on‘‘ til mafíósa eða gangstera. Aug­ljóst er því að opin­ber­anir sem þessar eru ekki vin­sælar meðal æðstu ráða­manna. 

Dýr­ustu ólymp­íu­leikar sög­unnar

Navalny hefur líka gagn­rýnt harka­lega fram­kvæmd vetr­ar­ólýmp­íu­leik­anna í Sochi árið 2014, en talið er að hrika­legum fúlgum fjár hafi þar verið eytt í mútur og aðra spill­ingu. Kostn­aður við Sochi-­leik­ana varð marg­faldur miðað við upp­runa­legar áætl­an­ir, áætlun gerði ráð fyrir 12 millj­örðum dala, en loka­talan er um fjórum sinnum hærri, eða um 50 millj­arðar doll­ara. Þetta gerir Sochi-­leik­ana þá dýr­ustu í sögu ólymp­íu­leik­anna.

Í ágúst var Navalny að fljúga frá borg­inni Tomsk í Síberíu og á leið til Moskvu. Í flug­inu fór honum að líða mjög illa og eru til mynd­bönd og hljóð­upp­tökur þar sem hann heyr­ist æpa af sárs­auka. Flug­maður vél­ar­innar tók þá ákvörðun að nauð­lenda í borg­inni Omsk. 

Flug­manni neitað um lend­ing­ar­leyfi

Í þætt­inum Utri­kes­byrån í Sænska rík­is­sjón­varp­inu var málið rætt og þar full­yrti Carl Bilt, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra Sví­þjóðar að flug­manni vél­ar­innar hafi verið neitað um lend­ing­ar­leyfi af rúss­neskum yfir­völd­um. Hann lenti þó samt og það er talið hafa bjargað lífi Naval­ny, þar se læknar á staðnum gáfu honum móteitrið Atrópín. Flug frá Tomsk til Moskvu tekur um 4 klukku­stund­ir.

Hvernig hann fékk í sig eitrið er umdeilt; sumir segja te á flug­vell­inum, aðrir segja í gegnum föt. Það kemst þó senni­lega aldrei á hreint.

Nokkrum dögum síðar var Navalny fluttur til Þýska­lands til lækn­is­með­ferðar og eftir rann­sóknir þar full­yrtu þýsk stjórn­völd að Navalny hafi verið byrlað eitur sem lík­ist pólón­íum (stundum talað um pólón­íum sem „hóp“ eit­ur­efna). Hann er staddur þar núna og hefur verið útskrif­aður af gjör­gæslu. Ang­ela Merkel, kansl­ari Þyska­lands brást mjög harka­lega við þessu og er óvenju­legt að sjá jafn hörð við­brögð frá henni, þar sem hún er yfir­leitt mjög „diplómat­ísk“ og yfir­veguð í yfir­lýs­ingum sín­um.

Eignir Navalny frystar

Kreml­verjar hafa alfarið neitað ábyrgð í mál­inu og segja Navalny vel­komin til Rúss­lands. Rúss­nesk yfir­völd hafa hins­vegar gert íbúð Naval­nys í Moskvu og bankar­reikn­inga hans upp­tæka og „fryst“. Ástæða þess er sögð vera vegna skaða­bóta sem veit­inga­mann­inum Jevgéni Prí­gósjev voru dæmdar í máli sem hann vann gegn Naval­ny. Fyr­ir­tæki Prí­gósjévs sér skóla­mál­tíðir og sak­aði Navalný hann um að hafa valdið mat­ar­eitr­un. Prí­gósjev hefur náin tengsl við for­seta Rúss­lands, Vla­dimír Pútín og er kall­aður „kokkur Pútíns.“ Óneit­an­lega vekur tíma­setn­ingin á aðgerðum yfir­valda í skaða­bóta­mál­inu athygli.

Langur bati

Sagt er að það geti tekið mán­uði, ár eða jafn­vel lengur að jafna sig eftir eit­ur­efna­árásir sem þess­ar. Í „pólón­íum-grúpp­unni“ er um að ræða mörg hættu­leg­ustu eit­ur­efni sem til eru og valda þau mjög miklum skaða á innri líf­færum og tauga­kerfi.

Mál Navalny er bara það nýjasta í röð voveif­legra atburða sem rúss­neskir stjórn­ar­and­stæð­ingar hafa orðið fyr­ir. Áður­nefndur Boris Nemtsov var skot­inn til bana, blaða­konan Anna Polit­kovskaja var skot­inn til bana á heim­ili sínu árið 2006. Hún hafði einnig orðið fyrir eit­ur­efna­árás árið 2004, en lifað hana af. Allir þessir ein­stak­lingar eiga það sam­eig­in­legt að hafa gagn­rýnt harka­lega störf og aðgerðir Pútíns og sam­starfs­manna hans. 

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu frá Upp­sala-há­skóla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar