Baneitraðir Rússar

Mál rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hefur vakið mikla athygli og vekur upp umræðu um örlög margra andstæðinga Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands.

Auglýsing

Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar Í Rússlandi er komin af gjörgæslu á sjúkrahúsi í Berlín. Þangað var hann fluttur eftir að hafa veikst snarlega á leiðinni frá Síberíu til Moskvu og þýskir læknar fullyrða að honum hafi verið byrlað eitrið Novichok, sem er með þeim eitraðri í heiminum. Þetta gerðist þann 20. ágúst síðastliðinn.

Það virðist eins og Rússar séu með eitthvað eiturblæti, þ.e.a.s. þegar á að losa sig við stjórnarandstæðinga og ef það er ekki eitur, þá er það eitthvað geislavirkt.

Litvinenko drepinn

Alexander Litvinkenko, fyrrum starfsmaður FSB, sem flúði til Bretlands, var drepinn með geislavirku efni af rússneskum útsendurum. Einn þeirra, Andre Lugovoy, er nú þingmaður á rússneska þinginu. FSB er arftaki KGB, leyniþjónustu fyrrum Sovétríkjanna.

Litvinenko lýsti Rússlandi Pútíns sem mafíuríki og féll í ónáð. Til að koma honum fyrir kattarnef árið 2006 notuðu útsendarar Rússlands efnið pólóníum-210, sem er há-geislavirkt. Á einni af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af honum liggur Litvinenko helsjúkur á sjúkrabeði í London. Reyndar voru meintir banamenn hans svo kærulausir að víðsvegar um borgina mátti finna slóð pólóníums. Um málið var gerð ítarleg skýrsla að lokinni rannsókn breskra yfirvalda. Fátt bendir til annars en að Rússar hafi verið verki.

Skrípal-eitrunin

Í mars árið 2018 urðu svo Sergei Skrípal og dóttir hans að öllum líkindum fyrir barðinu á útendurum Rússlands í borginni Salisbury á Englandi. Skrípal hafði unnið fyrir leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, en hann var einnig útsendari bresku leyniþjónustunnar, MI6, svokallaður „tvöfaldur njósnari“ (e. „double agent“). Árið 2004 var hann handtekinn fyrir njósnir og sakfelldur tveimur árum síðar.

Árið 2010 var honum svo veitt landvistarleyfi í Bretlandi í fangaskiptum Rússa og Bandaríkjamanna. Þegar eitrunin átti sér stað var Júlía, dóttir hans í heimsókn frá Mosvku.

Auglýsing
Hinir grunuðu í því máli eru Alexander Petrov og Anatoly Chepiga, báðir starfsmenn GRU. Þeir sögðust hinsvegar hafa verið á ferðalagi í bænum til að skoða margfræga kirkju staðarins og vinna í líkamsræktarbransanum. Þessu lýsa þeir meðal annars í makalausu viðtali á sjónvarpstöðinni Russia Today, sem er sögð vera málpípa rússneskra yfirvalda.

Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus á bekk í garði í miðbæ Salisbury þann fjórða mars 2018, en lifðu af. Þau búa nú bæði á Nýja-Sjálandi undir nýjum nöfnum. Þetta sama sumar dó hinsvegar bresk kona af Novichok-eitrun, en talið er að hún hafi sprautað á sig eitrinu úr ilmvatnsflösku sem kunningi hennar fann í ruslafötu í bænum og gaf henni.

Hvað er Novichok?

En hvað er Novichok? Novichok er í raun efnablanda tveggja tiltölulega saklausra efna, en þegar þau blandast saman verður súr blanda að baneitruðu taugaeitri. Það voru Sovétmenn (Rússar) sem uppgötvuðu efnið á sjöunda áratug síðustu aldar, í miðju köldu stríði, og engin takmörk voru þá á vopnaframleiðslu risaveldanna. Eitrið átti að vera illrekjanlegt og að sögn er það bæði eitraðra en taugaeitrið VX eða Sarín-gas. Novichok ræðst á taugakerfi fórnarlambsins og veldur meðal annars alvarlegum truflunum á taugaboðum, hjartabilun og heilaskemmdum. Mjög fáir hafa aðgang að eitrinu.

Afhjúpaði spillingu

En hvað gerðist með Navalny? Á undanförnum árum hefur Alexei Navalany verið helsta nafnið í rússneskri stjórnarandstöðu, sér í lagi eftir að Boris Nemtsov, var skotinn til bana í Kreml árið 2015. Nemtsov var á hátindi ferils síns aðstoðar/vara-forsætisráðherra Rússlands í stjórn Boris Jeltsín (1991-2000). Nemtsov hafði gagnrýnt Pútín harkalega fyrir innlimun Krímskaga (tilheyrði Úkraínu) og þátt hans í átökunum í Úkraínu í kjölfarið. Þau átök hafa nú kostað um 13.000 mannslíf.

Alexei Navalny, sem er með gráðu í lögfræði, hefur hinsvegar á síðustu árum einbeitt sér að því að afhjúpa spillingu í Rússlandi. Tugir milljóna manna hafa horft á myndbönd hans á YouTube, enda hefur hann ekki aðgang að hefðbundnum fjölmiðlum, sem flestir eru undir beinni stjórn ríkisstjórnar Pútins eða aðila sem eru vinveittir honum.

Á rás Navalny er t.d. að finna um 50 mínútna langan þátt þar sem hann afhjúpar glæsilífsstíl og gríðarlegar eignir fyrrum forseta og forsætisráðherra landsins, Dmitry Medvedev, vinar Pútíns frá Sankti Pétursborg. Myndbandið hefur fengið yfir 30 milljónir spilanir frá birtingu þess árið 2017. Myndbandið heitir „Ekki kalla hann Dímon“ en á rússnesku vísar orðið „dímon‘‘ til mafíósa eða gangstera. Augljóst er því að opinberanir sem þessar eru ekki vinsælar meðal æðstu ráðamanna. 

Dýrustu ólympíuleikar sögunnar

Navalny hefur líka gagnrýnt harkalega framkvæmd vetrarólýmpíuleikanna í Sochi árið 2014, en talið er að hrikalegum fúlgum fjár hafi þar verið eytt í mútur og aðra spillingu. Kostnaður við Sochi-leikana varð margfaldur miðað við upprunalegar áætlanir, áætlun gerði ráð fyrir 12 milljörðum dala, en lokatalan er um fjórum sinnum hærri, eða um 50 milljarðar dollara. Þetta gerir Sochi-leikana þá dýrustu í sögu ólympíuleikanna.

Í ágúst var Navalny að fljúga frá borginni Tomsk í Síberíu og á leið til Moskvu. Í fluginu fór honum að líða mjög illa og eru til myndbönd og hljóðupptökur þar sem hann heyrist æpa af sársauka. Flugmaður vélarinnar tók þá ákvörðun að nauðlenda í borginni Omsk. 

Flugmanni neitað um lendingarleyfi

Í þættinum Utrikesbyrån í Sænska ríkissjónvarpinu var málið rætt og þar fullyrti Carl Bilt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar að flugmanni vélarinnar hafi verið neitað um lendingarleyfi af rússneskum yfirvöldum. Hann lenti þó samt og það er talið hafa bjargað lífi Navalny, þar se læknar á staðnum gáfu honum móteitrið Atrópín. Flug frá Tomsk til Moskvu tekur um 4 klukkustundir.

Hvernig hann fékk í sig eitrið er umdeilt; sumir segja te á flugvellinum, aðrir segja í gegnum föt. Það kemst þó sennilega aldrei á hreint.

Nokkrum dögum síðar var Navalny fluttur til Þýskalands til læknismeðferðar og eftir rannsóknir þar fullyrtu þýsk stjórnvöld að Navalny hafi verið byrlað eitur sem líkist pólóníum (stundum talað um pólóníum sem „hóp“ eiturefna). Hann er staddur þar núna og hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Angela Merkel, kanslari Þyskalands brást mjög harkalega við þessu og er óvenjulegt að sjá jafn hörð viðbrögð frá henni, þar sem hún er yfirleitt mjög „diplómatísk“ og yfirveguð í yfirlýsingum sínum.

Eignir Navalny frystar

Kremlverjar hafa alfarið neitað ábyrgð í málinu og segja Navalny velkomin til Rússlands. Rússnesk yfirvöld hafa hinsvegar gert íbúð Navalnys í Moskvu og bankarreikninga hans upptæka og „fryst“. Ástæða þess er sögð vera vegna skaðabóta sem veitingamanninum Jevgéni Prígósjev voru dæmdar í máli sem hann vann gegn Navalny. Fyrirtæki Prígósjévs sér skólamáltíðir og sakaði Navalný hann um að hafa valdið matareitrun. Prígósjev hefur náin tengsl við forseta Rússlands, Vladimír Pútín og er kallaður „kokkur Pútíns.“ Óneitanlega vekur tímasetningin á aðgerðum yfirvalda í skaðabótamálinu athygli.

Langur bati

Sagt er að það geti tekið mánuði, ár eða jafnvel lengur að jafna sig eftir eiturefnaárásir sem þessar. Í „pólóníum-grúppunni“ er um að ræða mörg hættulegustu eiturefni sem til eru og valda þau mjög miklum skaða á innri líffærum og taugakerfi.

Mál Navalny er bara það nýjasta í röð voveiflegra atburða sem rússneskir stjórnarandstæðingar hafa orðið fyrir. Áðurnefndur Boris Nemtsov var skotinn til bana, blaðakonan Anna Politkovskaja var skotinn til bana á heimili sínu árið 2006. Hún hafði einnig orðið fyrir eiturefnaárás árið 2004, en lifað hana af. Allir þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að hafa gagnrýnt harkalega störf og aðgerðir Pútíns og samstarfsmanna hans. 

Höfundur er MA í stjórnmálum A-Evrópu frá Uppsala-háskóla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar