Losun frá umferð og úrgangi dregst saman

Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að nýjar bráðabirgðatölur bendi til þess að viðsnúningur sé hafinn í losun frá umferð og úrgangi, en áhersla hafi meðal annars verið á þessa þætti í aðgerðum stjórnvalda.

Auglýsing

Umhverf­is­stofnun birti nýlega bráða­birgða­tölur yfir losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á ábyrgð Íslands á árinu 2019. Töl­urnar benda til þess að í fyrsta sinn síðan árið 2014 hafi losun frá vega­sam­göngum dreg­ist saman en ekki auk­ist. Sam­drátt­ur­inn er 2% milli 2018 og 2019 og von­andi höfum við því náð toppi í losun frá vega­sam­göngum árið 2018. Þetta eru auð­vitað afar góð tíð­ind­i. 

Orku­skipti í sam­göng­um 

Bráða­birgða­grein­ing Umhverf­is­stofn­unar og Hag­stof­unnar bendir til þess að um 2/3 af þessum sam­drætti séu vegna færri ferða­manna árið 2019 en um 1/3 vegna breyt­inga hjá okkur sjálfum hér­lend­is. Hið síð­ar­nefnda kann að benda til þess að við séum að byrja að sjá árang­ur­inn af orku­skiptum í sam­göng­um. Hlut­fall hrein­orku­bíla hefur farið ört vax­andi í inn­flutn­ingi á und­an­förnum miss­erum sem við munum sjá árangur af á þessu ári og þeim næstu. Sem dæmi má nefna að um síð­ustu mán­aða­mót var hlut­fall þeirra 7,1% af fólks­bílum í umferð. Í lok árs­ins 2017 var hlut­fallið 3%. 

Auglýsing
Þarna er átt við raf­magns-, vetn­is, met­an- og tengilt­vinn­bíla, en ekki tvinn­bíla. Ef skoð­aðar eru skrán­ingar á nýjum bílum þá er hlut­fall hrein­orku­bíla 42% af nýskrán­ingum á þessu ári. Ef tvinn­bílar eru teknir með í reikn­ing­inn fer hlut­fallið upp í 54%. Þetta er frá­bær þróun og stjórn­völd munu áfram auð­velda orku­skipti með afsláttum á inn­flutn­ings­sköttum á vist­vænum bílum og styrkjum og skatta­af­sláttum til upp­bygg­ingar hleðslu­stöðv­a. 

Minni losun frá urð­uðum úrgangi

Annað sem bráða­birgða­nið­ur­stöð­urnar leiða í ljós er að losun vegna urð­unar hafi dreg­ist saman um 10% milli ára. Í úrgangs­málum gildir að draga úr urðun eins og nokkur kostur er því þá dregur úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og við nýtum auð­lindir okkar bet­ur. Í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu er laga­frum­varp í smíðum sem mun skylda flokkun og sér­staka söfnun mis­mun­andi úrgangs­flokka. Þá verður bannað að urða líf­rænan úrgangs sem sam­kvæmt aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum mun skipta lang­mestu máli varð­andi minni losun frá úrgang­i. 

Þurfum árangur á öllum sviðum

Þegar við skoðum heild­ar­breyt­ing­una milli áranna 2018 og 2019 í bráða­birgða­tölum Umhverf­is­stofn­unar nemur sam­dráttur í losun þó ekki meira en 0,3% á milli þess­ara ára. Það hefur t.d. orðið aukn­ing í losun frá jarð­varma­virkj­unum vegna breyttra skil­yrða við fram­leiðslu og losun vegna kæli­m­iðla jókst umtals­vert. Hið síð­ar­nefnda á sér þó þá skýr­ingu að árið 2012 var óvenju­lega mikið flutt inn af kæli­m­iðlum sem m.a. eru not­aðir á fiski­skip­um. Þar sem bún­að­ur­inn hefur 7 ára líf­tíma þá kemur losun vegna þessa mikla inn­flutn­ings árið 2012 fram á árinu 2019. Strax árið 2013 var inn­flutn­ing­ur­inn minni og því útlit fyrir minni losun í þessum flokki á árinu 2020. Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að ná árangri í öllum los­un­ar­flokk­um, en það er sér­lega ánægju­legt að þeir los­un­ar­flokkar sem stjórn­völd hafa lagt mikla áherslu á séu farnir að skila árangri. Hinir eiga sam­kvæmt aðgerða­á­ætlun okkar að skila sér betur á næstu árum. 

Við megum hvergi hvika

Með Par­ís­ar­sátt­mál­anum og sam­komu­lagi við Evr­ópu­sam­bandið og Noreg höfum við skuld­bundið okkur til að ná 29% sam­drætti í losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030, miðað við losun árs­ins 2005. Bráða­birgða­nið­ur­stöð­urnar benda sem sagt til þess að við höfum nú náð 6,7 pró­sentu­stigum af þessum 29%. Við erum á réttri leið, en það er líka ljóst að við megum hvergi hvika. 

Í nýrri útgáfu aðgerða­á­ætl­unar stjórn­valda í lofts­lags­mál­um, sem kom út í lok júní sl., settum við fram aðgerðir sem líkön sýna að muni skila 35% sam­drætti fram til árs­ins 2030, sem er meiri árangur en Ísland hefur skuld­bundið sig til að ná sam­kvæmt Par­ís­ar­sátt­mál­an­um. Til við­bótar við þetta eru aðgerðir sem enn eru í mótun taldar geta skilað 5-11% sam­drætti, eða sam­tals 40-46%. Ljóst er að auknar kröfur í alþjóða­sam­fé­lag­inu og hér heima, og auk­inn metn­aður stjórn­valda í lofts­lags­málum mun setja markið enn hærra á kom­andi árum. Það dugir ekk­ert minna. 

Mik­il­vægar vís­bend­ingar

Bráða­birgða­tölur fyrir los­un­ar­bók­haldið hafa ekki áður komið svo snemma fram, en þær gefa vís­bend­ingar um á hvaða leið við erum og það er mik­il­vægt. Töl­urnar benda til þess að við­snún­ingur sé haf­inn í losun frá umferð og úrgangi, en áhersla hefur meðal ann­ars verið á þessa þætti í aðgerðum stjórn­valda. 

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar