Losun frá umferð og úrgangi dregst saman

Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að nýjar bráðabirgðatölur bendi til þess að viðsnúningur sé hafinn í losun frá umferð og úrgangi, en áhersla hafi meðal annars verið á þessa þætti í aðgerðum stjórnvalda.

Auglýsing

Umhverf­is­stofnun birti nýlega bráða­birgða­tölur yfir losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á ábyrgð Íslands á árinu 2019. Töl­urnar benda til þess að í fyrsta sinn síðan árið 2014 hafi losun frá vega­sam­göngum dreg­ist saman en ekki auk­ist. Sam­drátt­ur­inn er 2% milli 2018 og 2019 og von­andi höfum við því náð toppi í losun frá vega­sam­göngum árið 2018. Þetta eru auð­vitað afar góð tíð­ind­i. 

Orku­skipti í sam­göng­um 

Bráða­birgða­grein­ing Umhverf­is­stofn­unar og Hag­stof­unnar bendir til þess að um 2/3 af þessum sam­drætti séu vegna færri ferða­manna árið 2019 en um 1/3 vegna breyt­inga hjá okkur sjálfum hér­lend­is. Hið síð­ar­nefnda kann að benda til þess að við séum að byrja að sjá árang­ur­inn af orku­skiptum í sam­göng­um. Hlut­fall hrein­orku­bíla hefur farið ört vax­andi í inn­flutn­ingi á und­an­förnum miss­erum sem við munum sjá árangur af á þessu ári og þeim næstu. Sem dæmi má nefna að um síð­ustu mán­aða­mót var hlut­fall þeirra 7,1% af fólks­bílum í umferð. Í lok árs­ins 2017 var hlut­fallið 3%. 

Auglýsing
Þarna er átt við raf­magns-, vetn­is, met­an- og tengilt­vinn­bíla, en ekki tvinn­bíla. Ef skoð­aðar eru skrán­ingar á nýjum bílum þá er hlut­fall hrein­orku­bíla 42% af nýskrán­ingum á þessu ári. Ef tvinn­bílar eru teknir með í reikn­ing­inn fer hlut­fallið upp í 54%. Þetta er frá­bær þróun og stjórn­völd munu áfram auð­velda orku­skipti með afsláttum á inn­flutn­ings­sköttum á vist­vænum bílum og styrkjum og skatta­af­sláttum til upp­bygg­ingar hleðslu­stöðv­a. 

Minni losun frá urð­uðum úrgangi

Annað sem bráða­birgða­nið­ur­stöð­urnar leiða í ljós er að losun vegna urð­unar hafi dreg­ist saman um 10% milli ára. Í úrgangs­málum gildir að draga úr urðun eins og nokkur kostur er því þá dregur úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og við nýtum auð­lindir okkar bet­ur. Í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu er laga­frum­varp í smíðum sem mun skylda flokkun og sér­staka söfnun mis­mun­andi úrgangs­flokka. Þá verður bannað að urða líf­rænan úrgangs sem sam­kvæmt aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum mun skipta lang­mestu máli varð­andi minni losun frá úrgang­i. 

Þurfum árangur á öllum sviðum

Þegar við skoðum heild­ar­breyt­ing­una milli áranna 2018 og 2019 í bráða­birgða­tölum Umhverf­is­stofn­unar nemur sam­dráttur í losun þó ekki meira en 0,3% á milli þess­ara ára. Það hefur t.d. orðið aukn­ing í losun frá jarð­varma­virkj­unum vegna breyttra skil­yrða við fram­leiðslu og losun vegna kæli­m­iðla jókst umtals­vert. Hið síð­ar­nefnda á sér þó þá skýr­ingu að árið 2012 var óvenju­lega mikið flutt inn af kæli­m­iðlum sem m.a. eru not­aðir á fiski­skip­um. Þar sem bún­að­ur­inn hefur 7 ára líf­tíma þá kemur losun vegna þessa mikla inn­flutn­ings árið 2012 fram á árinu 2019. Strax árið 2013 var inn­flutn­ing­ur­inn minni og því útlit fyrir minni losun í þessum flokki á árinu 2020. Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að ná árangri í öllum los­un­ar­flokk­um, en það er sér­lega ánægju­legt að þeir los­un­ar­flokkar sem stjórn­völd hafa lagt mikla áherslu á séu farnir að skila árangri. Hinir eiga sam­kvæmt aðgerða­á­ætlun okkar að skila sér betur á næstu árum. 

Við megum hvergi hvika

Með Par­ís­ar­sátt­mál­anum og sam­komu­lagi við Evr­ópu­sam­bandið og Noreg höfum við skuld­bundið okkur til að ná 29% sam­drætti í losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030, miðað við losun árs­ins 2005. Bráða­birgða­nið­ur­stöð­urnar benda sem sagt til þess að við höfum nú náð 6,7 pró­sentu­stigum af þessum 29%. Við erum á réttri leið, en það er líka ljóst að við megum hvergi hvika. 

Í nýrri útgáfu aðgerða­á­ætl­unar stjórn­valda í lofts­lags­mál­um, sem kom út í lok júní sl., settum við fram aðgerðir sem líkön sýna að muni skila 35% sam­drætti fram til árs­ins 2030, sem er meiri árangur en Ísland hefur skuld­bundið sig til að ná sam­kvæmt Par­ís­ar­sátt­mál­an­um. Til við­bótar við þetta eru aðgerðir sem enn eru í mótun taldar geta skilað 5-11% sam­drætti, eða sam­tals 40-46%. Ljóst er að auknar kröfur í alþjóða­sam­fé­lag­inu og hér heima, og auk­inn metn­aður stjórn­valda í lofts­lags­málum mun setja markið enn hærra á kom­andi árum. Það dugir ekk­ert minna. 

Mik­il­vægar vís­bend­ingar

Bráða­birgða­tölur fyrir los­un­ar­bók­haldið hafa ekki áður komið svo snemma fram, en þær gefa vís­bend­ingar um á hvaða leið við erum og það er mik­il­vægt. Töl­urnar benda til þess að við­snún­ingur sé haf­inn í losun frá umferð og úrgangi, en áhersla hefur meðal ann­ars verið á þessa þætti í aðgerðum stjórn­valda. 

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar