Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum dróst saman milli ára

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum losunar gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2019 dróst losun frá vegasamgöngum saman um 2 prósent milli áranna 2018 og 2019.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir ský mengun h_00400395.jpg
Auglýsing

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á beinni ábyrgð Íslands dróst saman um 0,3 pró­sent á milli áranna 2018 og 2019, að því er fram kemur á vef Umhverf­is­stofn­unar í dag.

Um er að ræða bráða­birgða­nið­ur­stöður los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2019. Þetta er nýmæli, sam­kvæmt stofn­un­inni, því fram til þessa hafa los­un­ar­tölur verið gefnar út tveimur árum eftir að los­unin á sér stað, þegar þeim er skilað inn til Ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar.

Sam­kvæmt bráða­birgða­nið­ur­stöð­unum dróst losun vegna urð­unar saman um 10 pró­sent milli áranna 2018 og 2019. Losun frá vega­sam­göngum dróst saman um 2 pró­sent á þessum sama tíma og segir á vef Umhverf­is­stofn­unar að það sé í fyrsta skipti frá 2014 sem sjá megi sam­drátt í þessum flokki.

Losun frá jarð­varma­virkj­unum jókst hins vegar um 5 pró­sent á tíma­bil­inu. Losun frá iðn­að­ar­ferlum og efna­notkun jókst umtals­vert en sú losun er að stærstum hluta ann­ars eðl­is, þ.e. vegna kæli­m­iðla sem hafa 7 ára líf­tíma og því er losun þeirra í beinu sam­hengi við inn­flutn­ing þeirra 7 árum áður, sam­kvæmt stof­un­inni.

Íslandi hefur náð 6,7% af þeim 29% sem stefnt er að 2030

Með Par­ís­ar­sátt­mál­anum hafa Íslend­ingar skuld­bundið sig til að ná 29 pró­sent sam­drætti í losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030, miðað við losun árs­ins 2005. Bráða­birgða­nið­ur­stöð­urnar benda til þess að Íslandi hafi nú náð 6,7 pró­sentum af þeim 29. Stefnt er að a.m.k. 35 pró­sent sam­drætti árið 2030 sam­kvæmt aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Bráða­birgða­töl­urnar ná ekki yfir losun sem fellur undir við­skipta­kerfi ESB með los­un­ar­heim­ildir (ETS) né losun og kolefn­is­bind­ingu sem teng­ist land­notk­un, breyttri land­notkun og skóg­rækt (LULUCF), að því er fram kemur hjá Umhverf­is­stofn­un.

Auglýsing


Helstu breyt­ingar í losun milli áranna 2018 og 2019 eru:

  • Losun frá vega­sam­göngum dróst saman um 2 pró­sent milli áranna 2018 og 2019, og er það í fyrsta skipti sem sjá má sam­drátt í þessum flokki síðan 2014.
  • Losun frá jarð­varma­virkj­unum jókst um 5 pró­sent. Þessi aukna losun er ekki vegna auk­innar fram­leiðslu heldur teng­ist hún breyttum fram­leiðslu­skil­yrð­um.
  • Losun frá kæli­m­iðlum (F-­gös­um) jókst umtals­vert eða um 25 pró­sent milli 2018 og 2019. Helsta ástæðan fyrir því er að árið 2012 var mikið flutt inn af kæli­m­iðlum sem m.a. eru not­aðir á fiski­skip­um, og þar sem að gert er ráð fyrir 7 ára líf­tíma á bún­að­in­um, þá er los­unin vegna þeirra að miklu leyti að koma fram árið 2019. Þess ber þó að geta að: Árið 2013 var minna flutt inn af kæli­m­iðlum en árið 2012, því er við­búið að sam­dráttur í losun vegna kæli­m­iðla muni verða milli áranna 2019 og 2020.
  • Inn­flutn­ingur kæli­m­iðla dróst tals­vert saman milli áranna 2018 og 2019 og mun sá sam­dráttur í losun koma fram sjö árum seinna.
  • Losun frá land­bún­aði dróst saman um 2,5 pró­sent vegna færri hús­dýra.
  • Losun vegna urð­unar dróst saman um 10 pró­sent og er það aðal­lega vegna auk­innar met­an­söfn­unar á Íslandi.

Umhverf­is­stofnun tekur sér­stak­lega fram að mik­il­vægt sé að hafa í huga að töl­urnar sem um ræðir séu bráða­birgða­nið­ur­stöð­ur. Þær geti tekið breyt­ingum áður en enda­leg skil til Ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar verða þann 15. apríl 2021. Nið­ur­stöður gefi engu að síður vís­bend­ingu um þróun los­unar á Íslandi. Umhverf­is­stofnun stefnir að birt­ingu ítar­legri talna fyrir lok árs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent