Horfur í efnahagslífinu hafa versnað frá því í júlí og baráttan verður langdregnari

Seðlabankinn segir að heimili og fyrirtækið verði að vera undir það búin að aðhald verði hert á ný þegar efnahagslífið tekur við sér í kjölfar COVID-19 faraldursins. Það getur til að mynda þýtt hækkun vaxta.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Horfur fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika hafa versnað frá byrjun júlí og nú bendir flest til þess að „bar­áttan við COVID-19-far­sótt­ina verði lang­dregn­ari en vonir voru bundnar við á vor­mán­uð­u­m.“

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leiki, sem Seðla­banki Íslands birti í dag. 

Þar segir að þessi staða muni hafa nei­kvæð áhrif á heim­ili og fyr­ir­tæki og þar með útlána­gæði í fjár­mála­kerf­inu. Aðgerðir stjórn­valda og Seðla­bank­ans hafi meðal ann­ars miðað að því að milda höggið og auð­velda heim­ilum og fyr­ir­tækjum að takast á við afleið­ingar far­ald­urs­ins með lægri fjár­magns­kostn­aði og greið­ara aðgengi að fjár­magn­i. 

Þar sé um að ræða aðgerðir eins og greiðslu­hlé, hluta­bóta­leið­ina og lækkun vaxta, sem hafi allar leitt til þess að áhrifa far­ald­urs­ins gætir enn að tak­mörk­uðu leyti hjá heim­il­um. Líf­legur fast­eigna­mark­aður með áfram­hald­andi verð­hækk­unum og kröft­ugri einka­neysla en búist var við sýni það. „Við­búið er þó að atvinnu­leysi auk­ist enn frekar á næstu mán­uð­um. Algert tekju­fall blasir við í ferða­þjón­ustu og smitá­hrif yfir á tengdar grein­ar, svo sem útleigu atvinnu­hús­næð­is, eru umtals­verð. Þrengt hefur að aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­magni vegna skertrar greiðslu­getu og auk­innar óvissu. Aukin skuld­setn­ing ein og sér mun ekki leysa vanda þeirra fyr­ir­tækja sem verst eru stödd. Veru­leg hætta er á að fjöldi fyr­ir­tækja leiti eftir greiðslu­skjóli eða fari í gjald­þrot á næstu mán­uð­u­m.“

Auglýsing
Í rit­inu er farið yfir að gengi krón­unnar hafi gefið eftir það sem af er ári, enda sé mikil óvissa í stærstu útflutn­ings­at­vinnu­grein­inni, ferða­þjón­ustu. Gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans sé þó mjög stór og vel yfir öllum forða­við­mið­um. „Við­brögð við far­sótt­inni fela í sér slökun á aðhaldi, það kann að grafa undan fjár­mála­stöð­ug­leika þegar til lengri tíma er lit­ið. Heim­ili og fyr­ir­tæki þurfa að vera undir það búin að aðhald verði hert á ný þegar efna­hags­lífið tekur við sér.“

Skuldir auk­ist um rúm­lega millj­arð á dag

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu segir að áætlað sé að lands­fram­leiðsla helstu við­skipta­landa Íslands hafi dreg­ist saman um tæp þrettán pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2020. Það er mesti sam­dráttur á einum árs­fjórð­ungi frá því að mæl­ingar á slíkum hófust eftir seinni heims­styrj­öld­ina á fimmta ára­tug síð­ustu ald­ar. „Efna­hags­horfur fyrir næstu fjórð­unga hafa einnig versnað sam­hliða fjölgun smita á heims­vísu eftir að losað var að hluta um þær sótt­varn­ar­að­gerðir sem inn­leiddar voru á vor­mán­uð­um. Leið­andi vís­bend­ingar um efna­hags­um­svif gefa til kynna að umsvif hafi þó auk­ist í helstu iðn­ríkjum sam­hliða slökun sótt­varn­ar­að­gerða.“

Íslenska ríkið hef­ur, líkt og mörg önnur ríki, aukið veru­lega á skuld­setn­ingu sína til að mæta þess­ari stöðu. Alls juk­ust skuldir rík­is­sjóðs um 280 millj­arða króna á fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2020. Það þýðir að skuld­irnar hafa auk­ist um rúm­lega 1,1 millj­arð króna á hverjum degi að á því tíma­bili að með­al­tali.

Erlendir færa fjár­muni út

Hrein nýfjár­fest­ing fyrir erlent fjár­magn var nei­kvæð um 12 millj­arða króna frá júní til ágúst­loka. Útflæðið stafar fyrst og fremst af sölu erlendra aðila á rík­is­bréfum fyrir 15 millj­arða króna. 

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika segir að fjár­hæð aflandskróna hafi lækkað eilítið á vor­mán­uðum en hafi síðan staðið í stað síðan og nemi nú um 50 millj­örðum króna. „Í lok júlí áttu erlendir aðilar 94 ma.kr. í rík­is­bréf­um. Erlendir eig­endur rík­is­bréfa eru nær ein­vörð­ungu sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki og er eign­ar­haldið auk þess veru­lega sam­þjapp­að, yfir 90% eru í eigu fjög­urra aðila.“

Á móti hefur fjár­magns­út­flæði inn­lendra aðila verið tak­mark­að, og skiptir þar mestu að líf­eyr­is­sjóðir sam­þykktu að skipta helst ekki krónum í gjald­eyri um nokk­urra mán­aða skeið til að verja krón­una frá því að falla of mik­ið. Á síð­ustu þremur árum námu gjald­eyr­is­kaup líf­eyr­is­sjóð­anna að með­al­tali um 100 millj­örðum króna á ári. Á fyrri árs­helm­ingi þessa árs námu kaupin hins vegar um 30 millj­örðum króna, þar af um sjö millj­örðum króna á öðrum árs­fjórð­ungi. Sjóð­irnir drógu þannig úr gjald­eyr­is­kaupum um nærri ¾ hluta milli fjórð­unga á öðrum árs­fjórð­ung­i. 

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika segir þó að bráða­birgða­tölur fyrir júlí og ágúst sýni aukn­ingu á milli fjórð­unga á þriðja árs­fjórð­ungi. „Mikil aukn­ing í inn­lendum krónuinn­stæðum sjóð­anna, um 39 ma.kr. frá apríl til loka ágúst, bendir til þess að sjóð­irnir hafi dregið almennt úr fjár­fest­ingu vegna óvissu tengdrar far­sótt­inni Auk þess hefur eft­ir­spurn eftir íbúða­lánum sjóð­anna minnk­að. Upp­söfnuð fjár­fest­ing­ar­þörf þeirra hefur því auk­ist nokkuð síð­ustu mán­uði. Miðað við fjár­fest­ing­ar­á­form líf­eyr­is­sjóð­anna er ekki ólík­legt að erlend fjár­fest­ing þeirra vaxi á ný á næstu miss­erum en sjóð­irnir ákváðu að fram­lengja ekki tak­mark­anir á gjald­eyr­is­kaupum til nýfjár­fest­ingar erlend­is.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent