Horfur í efnahagslífinu hafa versnað frá því í júlí og baráttan verður langdregnari

Seðlabankinn segir að heimili og fyrirtækið verði að vera undir það búin að aðhald verði hert á ný þegar efnahagslífið tekur við sér í kjölfar COVID-19 faraldursins. Það getur til að mynda þýtt hækkun vaxta.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Horfur fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika hafa versnað frá byrjun júlí og nú bendir flest til þess að „bar­áttan við COVID-19-far­sótt­ina verði lang­dregn­ari en vonir voru bundnar við á vor­mán­uð­u­m.“

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leiki, sem Seðla­banki Íslands birti í dag. 

Þar segir að þessi staða muni hafa nei­kvæð áhrif á heim­ili og fyr­ir­tæki og þar með útlána­gæði í fjár­mála­kerf­inu. Aðgerðir stjórn­valda og Seðla­bank­ans hafi meðal ann­ars miðað að því að milda höggið og auð­velda heim­ilum og fyr­ir­tækjum að takast á við afleið­ingar far­ald­urs­ins með lægri fjár­magns­kostn­aði og greið­ara aðgengi að fjár­magn­i. 

Þar sé um að ræða aðgerðir eins og greiðslu­hlé, hluta­bóta­leið­ina og lækkun vaxta, sem hafi allar leitt til þess að áhrifa far­ald­urs­ins gætir enn að tak­mörk­uðu leyti hjá heim­il­um. Líf­legur fast­eigna­mark­aður með áfram­hald­andi verð­hækk­unum og kröft­ugri einka­neysla en búist var við sýni það. „Við­búið er þó að atvinnu­leysi auk­ist enn frekar á næstu mán­uð­um. Algert tekju­fall blasir við í ferða­þjón­ustu og smitá­hrif yfir á tengdar grein­ar, svo sem útleigu atvinnu­hús­næð­is, eru umtals­verð. Þrengt hefur að aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­magni vegna skertrar greiðslu­getu og auk­innar óvissu. Aukin skuld­setn­ing ein og sér mun ekki leysa vanda þeirra fyr­ir­tækja sem verst eru stödd. Veru­leg hætta er á að fjöldi fyr­ir­tækja leiti eftir greiðslu­skjóli eða fari í gjald­þrot á næstu mán­uð­u­m.“

Auglýsing
Í rit­inu er farið yfir að gengi krón­unnar hafi gefið eftir það sem af er ári, enda sé mikil óvissa í stærstu útflutn­ings­at­vinnu­grein­inni, ferða­þjón­ustu. Gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans sé þó mjög stór og vel yfir öllum forða­við­mið­um. „Við­brögð við far­sótt­inni fela í sér slökun á aðhaldi, það kann að grafa undan fjár­mála­stöð­ug­leika þegar til lengri tíma er lit­ið. Heim­ili og fyr­ir­tæki þurfa að vera undir það búin að aðhald verði hert á ný þegar efna­hags­lífið tekur við sér.“

Skuldir auk­ist um rúm­lega millj­arð á dag

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu segir að áætlað sé að lands­fram­leiðsla helstu við­skipta­landa Íslands hafi dreg­ist saman um tæp þrettán pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2020. Það er mesti sam­dráttur á einum árs­fjórð­ungi frá því að mæl­ingar á slíkum hófust eftir seinni heims­styrj­öld­ina á fimmta ára­tug síð­ustu ald­ar. „Efna­hags­horfur fyrir næstu fjórð­unga hafa einnig versnað sam­hliða fjölgun smita á heims­vísu eftir að losað var að hluta um þær sótt­varn­ar­að­gerðir sem inn­leiddar voru á vor­mán­uð­um. Leið­andi vís­bend­ingar um efna­hags­um­svif gefa til kynna að umsvif hafi þó auk­ist í helstu iðn­ríkjum sam­hliða slökun sótt­varn­ar­að­gerða.“

Íslenska ríkið hef­ur, líkt og mörg önnur ríki, aukið veru­lega á skuld­setn­ingu sína til að mæta þess­ari stöðu. Alls juk­ust skuldir rík­is­sjóðs um 280 millj­arða króna á fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2020. Það þýðir að skuld­irnar hafa auk­ist um rúm­lega 1,1 millj­arð króna á hverjum degi að á því tíma­bili að með­al­tali.

Erlendir færa fjár­muni út

Hrein nýfjár­fest­ing fyrir erlent fjár­magn var nei­kvæð um 12 millj­arða króna frá júní til ágúst­loka. Útflæðið stafar fyrst og fremst af sölu erlendra aðila á rík­is­bréfum fyrir 15 millj­arða króna. 

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika segir að fjár­hæð aflandskróna hafi lækkað eilítið á vor­mán­uðum en hafi síðan staðið í stað síðan og nemi nú um 50 millj­örðum króna. „Í lok júlí áttu erlendir aðilar 94 ma.kr. í rík­is­bréf­um. Erlendir eig­endur rík­is­bréfa eru nær ein­vörð­ungu sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki og er eign­ar­haldið auk þess veru­lega sam­þjapp­að, yfir 90% eru í eigu fjög­urra aðila.“

Á móti hefur fjár­magns­út­flæði inn­lendra aðila verið tak­mark­að, og skiptir þar mestu að líf­eyr­is­sjóðir sam­þykktu að skipta helst ekki krónum í gjald­eyri um nokk­urra mán­aða skeið til að verja krón­una frá því að falla of mik­ið. Á síð­ustu þremur árum námu gjald­eyr­is­kaup líf­eyr­is­sjóð­anna að með­al­tali um 100 millj­örðum króna á ári. Á fyrri árs­helm­ingi þessa árs námu kaupin hins vegar um 30 millj­örðum króna, þar af um sjö millj­örðum króna á öðrum árs­fjórð­ungi. Sjóð­irnir drógu þannig úr gjald­eyr­is­kaupum um nærri ¾ hluta milli fjórð­unga á öðrum árs­fjórð­ung­i. 

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika segir þó að bráða­birgða­tölur fyrir júlí og ágúst sýni aukn­ingu á milli fjórð­unga á þriðja árs­fjórð­ungi. „Mikil aukn­ing í inn­lendum krónuinn­stæðum sjóð­anna, um 39 ma.kr. frá apríl til loka ágúst, bendir til þess að sjóð­irnir hafi dregið almennt úr fjár­fest­ingu vegna óvissu tengdrar far­sótt­inni Auk þess hefur eft­ir­spurn eftir íbúða­lánum sjóð­anna minnk­að. Upp­söfnuð fjár­fest­ing­ar­þörf þeirra hefur því auk­ist nokkuð síð­ustu mán­uði. Miðað við fjár­fest­ing­ar­á­form líf­eyr­is­sjóð­anna er ekki ólík­legt að erlend fjár­fest­ing þeirra vaxi á ný á næstu miss­erum en sjóð­irnir ákváðu að fram­lengja ekki tak­mark­anir á gjald­eyr­is­kaupum til nýfjár­fest­ingar erlend­is.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent