Fjárlögin: Styrkur til stóreignafólks

Stefán Ólafsson segir að með því að sleppa óþörfum styrkjum til stóreignafólks sem felast í nýjum fjárlögum hefði mátt taka fastar á raunverulegum vanda samfélagsins í kreppunni.

Auglýsing

Þess sér merki í fjárlögum næsta árs að Sjálfstæðisflokkurinn fer með húsbóndavaldið í fjármálaráðuneytinu. 

Í miðri djúpri kreppu þegar ríkið býr við tekjufall og þörf er fyrir aukin útgjöld til að verjast því að kreppan dýpki enn frekar þá skjóta sjálfgræðismenn flokksins auknum styrkjum til stóreignafólks inn í fjárlög næsta árs. Þetta kemur í framhaldi af því að ríkisstjórnin hefur lækkað veiðigjöldin útvegsmanna um milljarða.

Verkalýðshreyfingin hefur lagt áherslu á að kaupmætti almennings, sérstaklega lægri og milli tekjuhópa, sé viðhaldið til að styðja við innlenda eftirspurn í gegnum kreppuna. Það er góð og vel reynd kreppuhagfræði í anda Keynes. 

Auglýsing

Í þeim fræðum er hins vegar varað við því að ekkert gagn er af því að styðja sérstaklega við stóreigna- og hátekjufólk í kreppum. Slíkt skili sér ekki í aukinni innlendri eftirspurn, heldur gæti t.d. leitt til meiri flutnings fjár úr landi – sem gæti svo lækkað gengið og rýrt kaupmátt almennings í framhaldinu. 

Skattalækkun til lágtekjufólks og milli tekjuhópa er gott og gilt kreppuúrræði, en ekki skattalækkun til hæstu tekjuhópa. 

En í Sjálfstæðisflokknum virðist sjálfgræðisstefnan skynseminni sterkari – það er græðgin. Útvegsmenn eru ekki sérstaklega þurfandi, né einkafjárfestar og hátekjufólk sem heldur öllu sínu. Hins vegar eru örorkulífeyrisþega þurfandi, enda hafa þeir dregist afturúr launaþróuninni í samfélaginu á síðustu árum. Þeim er í nýju fjárlögunum ætlað að dragast enn frekar afturúr. 

Þá eru atvinnulausir að bera þyngstu byrðar kreppunnar. Þó lengt sé í tímabilinu á tekjutengdum bótum úr 3 mánuðum í 6 (sem er mikilvæg krafa verkalýðshreyfingarinnar) þá býr sívaxandi hópur langtíma atvinnulausra við örbirgðarbætur (289.500 kr. á mán. fyrir skatt; 235.100 eftir skatt og frádrátt). Þessum hópi er ekki ætluð nein létting lífsbaráttunnar í fjárlögunum. 

Þó ríkisstjórnin hafi að sumu leyti tekið tillit til áherslna verkalýðshreyfingarinnar í kreppuúrræðum sínum, meðal annars með áherslum á að vernda störf og viðhalda kaupmætti, þá fer hún einnig illa afvega með því að auka fríðindi stóreignafólks. 

Annað dæmi um þetta er innleiðing skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa, sem einkum nýtist þeim efnameiri. Þá er líka horft framhjá því að almenningur sem leiddist út í að setja takmarkað sparifé sitt í hlutabréf á bóluárunum tapaði illa á því, bæði á kaupum í Decode og sérstaklega í bönkunum þremur fyrir hrun.  


Skattalækkun til stóreignafólks er meiri en til lágtekjufólks

Fjármálaráðherra upplýsir að um 14 milljarðar muni renna til lækkunar tekjuskatts, sem samið var um í Lífskjarasamningnum. En lækkun fjármagnstekjuskatts nú mun nema 2,1 milljarði.

Þegar þess er gætt að lækkun tekjuskatts rennur til stórs hluta hluta almennings, mikils fjölda, en stóreignafólkið sem er með hæstu fjármagnstekjurnar er tiltölulega fámennur hópur, þá má ljóst vera að stóreignafólk mun fá mun hærri krónutölu í þessari lækkun fjármagnstekjuskattsins en láglaunafólkið sem mest fær úr lækkun tekjuskattsins.

Guðspjall ríka fólksins er sem sagt enn í hávegum haft í Valhöll: „Þeir sem mest hafa skulu meira fá …“ (Matteus 25:29). Hinir ríkisstjórnarflokkarnir taka svo undir.

Þetta guðspjall, sem nýfrjálshyggjumenn hafa gert að sínu og viðhaldið, er sem sagt ekki enn alveg dautt í Sjálfstæðisflokknum, þó sífellt fleiri séu nú orðið búnir að átta sig á miklum meinsemdum þess.

Með því að sleppa þessum óþörfu styrkjum til stóreignafólks hefði mátt taka fastar á raunverulegum vanda samfélagsins í kreppunni.


Höfundur er prófessor við HÍ og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu-stéttarfélagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar